Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1982, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1982, Blaðsíða 12
Formáli Það er af mörgum ástæðum vanda- samt að skrifa um eigin ritstörf. Það er álíka ómögulegt og að horfast í augu við sjálfa sig án þess að hafa spegil. Hvað mér sjálfri viðkemur mundi auk þess vera fráleitt að greina sundur lífsferil og skáldskap. En ef dönsku- kennari eða fræðimaöur ætti aö út- skýra og túlka texta, sem í flestum til- vikum er tær eins og blávatn úr krana, yrði hann eða hún oft að sýna nærfærni og taka tillit til þess aö ég er ennþá lifandi. Sjálf hef ég hinsvegar aldrei tekið „friðhelgi einkalífsins“ sérstak- lega hátíðlega. Ég hef verið sískrifandi alla ævi og á mér stööugt þann róm- antíska draum aö deyja í miöri setn- ingu. Ég elska og viröi danska tungu og harma af heilum hug að svo mörg erlend orð skuli hafa smeygt sér inn í hana. Nýlega sagði stjórnmálamaður að sennilega yröi dönsk tunga ekki til eftir hálfa öld. Það verður þá svo að vera því að þá verð ég heldur ekki til. Það er siður og venja í bókum sem þessari að gera grein fyrir forfeðrum höfundarins, ég veit ekki í hve marga ættliöi, og í þeim hópi eru venjulega nokkrar leíðinlegar og kostulegar per- sónur: karlmenn með kjálkaskegg og virðulegar konur í sporöskjulöguðum römmum. Hvað mér viðkemur eru les- endurnir sem betur fer lausir við slíkt því að frá mínum bæjardyrum séð nær ættartréð mitt aöeins til foreldra minna og uppruni þeirra hverfur mér í blá- móöu fjarskans. Svo langt sem ég get munað hef ég ekki skeytt mikið um veruleikann. Ég umbar hann og las, skrifaði og lét mig dreyma burt frá honum þegar ég sá mér færi á. Þegar ég samt í ekki svo ófá skipti í lífinu kastaöi mér út í djúp veruleikans þar sem ég náði ekki til botns, er það máski því að kenna að stóri bróðir minn kenndi mér, en um orð hans efaöist ég aldrei, að maöur ætti alltaf að gera það sem maður óttaðist mest. Það er ágæt lífsregla ef hún þá ekki snýst um að kasta sér út af sjöttu hæð. Nú var veruleiki bernsku minnar líka nokkuð svo óblíður, en draumur minn um aö verða einhvern tíma skáld kom mér til að sigrast á sálarkröm minni og leitast sífellt við aö skilja fólk í stað þess að ásaka það. Engin reynsla síðari tíma hefur nokkru sinní getað afmáð áhrif bernskunnar. Til þeirra leita ég aftur og aftur í bók- um mínum. Ég hóf rithöfundarferil minn sem Ijóöskáld með Ijóðasafninu „Meyjar- hugur“ sem kom út haustið 1939. Þaö sýnist mjög blátt áfram og auðvelt, en baráttan fyrir því að ná svo langt aö koma þessum fábreyttu og ófullkomnu Ijóðum á prent hafði samt tekiö mörg ár. Ég hef lýst því í endurminningum mínum „Bernska“ og „Æska“. Sífellt meðan ég vann fyrir daglegu brauði var ég á höttunum eftir áhrifamiklum mönnum. En vandi minn var sá að þeir voru alls ekki á höttunum eftir mér. En ég var þrá og þrautseig og ioksins fann ég einn. Hann var ritstjóri tímarits sem hét „Villihveiti“, og hann var 31 ári eldri en ég. Þaö hefði vafalaust ekki veriö nauðsynlegt aö ég giftist honum til að komast áfram í heiminum, en enginn haföi nokkru sinni sagt mér aö stúlka gæti oröið neitt af eigin rammleik. Og hvað sem öðru líður, hugsaði ég, slapp ég við þann skuggalega framtíðar- draum sem móöir mín hafði stööugt leitt mér fyrir hugskotssjónir: traustan iðnaðarmann sem drekkur ekki og kemur beint heim með vikulaunin. Það var orðið „traustur“ sem skelfdi mig. Það hafði á sér svo hversdagslegan og ævilangan blæ, og auk þess var ég ekki traust sjálf svo hann vildi mig 12 TOVE DITLEVSEN um ævi sína og ritstörf Ein af kunnari bókum Tove Ditlevsen heitir tvíræðu nafni: Gift — og getur hvort sem er gefið til kynna, að hún fjalli um hjónabandið, eða nafnoröið gift á dönsku, sem þýöir eitur. Hér er Tove um það leyti sem hún ritaöi bókina. mí * 1 icra |t 1 T 1 || 4j Jj I 1 wm Jmæjtj Rl . Hj| 1 Helgi J. Halldórsson þýddi. Fyrsti hluti. sjálfsagt ekki. í æðisgengnu óðagoti gíftist ég þess vegna þessum roskna ritstjóra. Hann hét Viggó F. Moller. Mér fannst aö þyrfti að drífa þetta af áður en hann sæi sig um hönd. Þegar „Meyjarhugur" kom út hljóp ég heim, var að springa af stolti og gaf foreldrum mínum eintak af bókinni. Mörgum árum áður hafði faöir minn nefnilega sagt að stúlka gæti ekki orö- ið skáld. Ég hafði svariö þess eiö aö þau orö skyldi hann éta ofan í sig. Þaö gerði hann meö sinni venjulegu hóg- værð, en bætti við, máski til aö leyna geöshræringu sinni: „En þú hefur nú alltaf veriö algjör undantekning.“ Kaupmannahöfn í september 1974. Tove Ditlevsen Sómafólk Ég fæddist 14. desember 1918 í litilli tveggja herbergja íbúð á Vesturbrú i Kaup- mannahöfn. Heimilisfangið var Hedeby- gade 30 A o.g., sem þýddi gegnum húsa- garðinn. Við bjuggum á fimmtu hæð. Faðir Af dönskum rithöfundum á 20. öld mun Tove Ditlevsen einna kunnust íslendingum. Margir lásu á sínum tíma í Familie Journal pistla hennar um vandamál líðandi stundar. Rit hennar eru fjölbreyti- leg að efni. Hún orti jöfnum höndum Ijóð, skrifaði skáldsögur, smá- sögur og æviminningar. Fyrir nokkrum árum þýddi ég tvö verka hennar, skáldsöguna Götu bernskunnar og minningabókina Gift þar sem hún segir hjúskaparsögu sína og baráttu við eiturlyf. í riti því sem hér verður birt rekur Tove æviminningar sínar, segir frá ritstörfum og fléttar inn í kafla úr verkum sínum bæöi í bundnu máli og óbundnu. Tekur hún einkum til meðferöar þau verk sín sem henni þykja markverðust, segir deili á því hvernig þau uröu til og skýrir þau. Lífsferill Tove var ekki hversdagslegur en þrátt fyrir breyskleika hennar eða kannski vegna hans er hún alltaf mannleg og hreinskilin hvort sem hún segir beint frá æviferli sínum eða semur skáldverk. Þó að tímarnir breytist og lífsaðstæður verði aðrar er mannssálin alltaf sjálfri sér lík. Ég vona að lesendum Lesbókar þyki fýsilegt að skyggnast inn í hugskot og skáldsmiðju Tove. Það væri fengur að því ef íslenskir rithöfundar segðu eins innvirðulega og skýrt frá ritferli sínum. Það yrði þakklátt lesefni í skólum. Helgi J. Halldórsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.