Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1982, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1982, Blaðsíða 4
Þessi gítarsnillingur er nú 88 ára — enn heimsins, þar sem hann er á ferðinni. Eftir Philip Purser í fullu fjöri og fyllir hljómleikasali ANDRES SEGOVIA í stöövum spönsku sérríframleiöend- anna í Miö-Madrid fer mikill hluti dag- legra viöskipta fram í langa hádegis- veröarhléinu á Spáni, sem getur staöiö allt fram til fjögur eða fimm eftir hádegi. Hinir ýmsu hópar hafa safnast saman í krókum og kimum gömlu, dökku salar- kynnanna meö flísalögöum gólfum og svölum. Yfirþjónninn, höfuöstór og breiöleitur meö hljómmikinn Andalúsíu- hreim, gengur um með flöskur af kældu Fino, svartar olívur og sneiöar af reyktri skinku. Meöal gesta i dag er nautaatsgagn- rýnandi eins dagblaösins, frændi besta nautabanans, Rafaels de Paula, for- stööumaöur Don Paco Tipico-barsins rétt viö nautaatshringleikahúsiö, kona frá feröamálaráöuneytinu og önnur fremur mælsk og áberandi dama. Viö eitt borðiö snúast umræðurnar um nautaatiö kvöldiö áður í öllum smáatrið- um, viö annaö um stjórnmál. En þegar síðasti gesturinn gengur inn ásamt eig- inkonu sinni, þagna allar samræður. Hitt fólkið rís á fætur og þyrpist að til aö sýna viröingu sína. Andrés Segovia, meistari gítarsins og hinn aldni höfðingi spánskrar menningar, er kominn hingað til aö taka þátt í undirbúningi fyrir Al- heims Segovia gítarkeppnina, sem sérríframleiöendurnir standa fyrir í Leeds-kastalanum í Kent. Hún hefst næsta föstudag og maestro er óumdeil- anlega best fallinn til aö vera forseti hennar. Áöur en Segovia kom fram á sjónar- sviðiö naut gítarinn (og þaö í sínu eigin landi) álíka viröingar og banjó heföi gert í Wigmore Hall. Þaö mátti notast viö hann fyrir flamenco-dansmeyjarnar á kránum, en ekki til aö leika raunverulega hljómlist. Viöfangsefnin náöu ekki lengra en til nokkurra stuttra verka eftir átrúnaöar- goö Segovia, Tárrega, og fáeinna út- setninga á verkum Bachs og Chopins. Nú á dögum er kennt á klassískan gítar í tónlistarskólum um allan heim („bara í Japan eru tvær milljónir manna aö læra á gítar,“ segir Segovia og hryllir sig hálf- kíminn yfir þessum fjölda), tónskáld keppast viö aö skrifa fyrir þetta hljóöfæri og Segovia heldur sjálfur áfram aö fylla tónleikahallir heimsins. Enn stafar frá honum þessari sér- stæöu hlýju, þó að hann sé orðinn 88 ára gamall og honum sé eðlilega ekki eins létt um hreyfingar og mál og áöur var. Andlitssvipurinn, sem svo kunnug- legur er frá hljómplötuumslögum (kringluleitt andlitiö, kringlótt gleraugu, afturkembt hár og lina Schuberts- slaufan) hefur fremur göfgast en fariö aftur meö árunum. Vissulega er háriö þynnra, slaufan ekki eins áberandi. Und- ir tvídjakkanum ná buxurnar langt upp fyrir mitti. Þegar hann sest, kemur í Ijós allra snotrasta ístra, sem hristist góölát- lega, þegar hann hlær og hann hlær oft. „Frú Segovia er utanríkismálaráð- herra minn,“ segir hann, þegar nautaats- samkundan og túristarnir eru farnir og umræðurnar snúast um samkeppnina og hugsanlega dagsetningu á undirbún- ingsferð til Leeds-kastala. „Stríösmálaráöherra," segir hún snöggt og ákveöið og allir hlæja vegna þess aö Dona Emilia, önnur kona hans og móöir 11 ára sonar hans er þekkt fyrir ægilegan verndarmátt sinn yfir hon- um. Hún skrifar hjá sér ráöningu hans til tónleikahalds í Japan, hljómlistarhátíð í Granada og aðra samkeppni í Sviss. Einhver spyr, hvort of mikið sé aö fara fram á að hann komi fram í sjónvarpi. „Þiö gangiö af Segovia dauöum," seg- ir hún meö leikrænum þunga. Maestro situr ótruflaður við enda há- degisverðarborðsins og hámar í sig humar og nautasteik og baö um flösku af lindarvatni til aö drekka meö stórum glösum af góðu Rioja-víni. Hann fór ekki aö hátta fyrr en hálf þrjú sl. nótt, segir hann og leit yfir 90 eftir- væntingarfullar umsóknir. Hann er hálfn- aöur. Næsta dag veröur hann búinn aö taka lokaákvörðun um valiö og býggir þaö á tónlistarmenntun umsækjandans og reynslu sem starfandi listamaöur, ef hún er fyrir hendi. Hann er harðákveöinn í því aö klassíski sex strengja gítarinn veröi einn leyföur, þetta hljóöfæri sem hann hefur variö ævinni til aö hefja til vegs og virðingar. Hann er sonur sveitalögfræöings og sjálflærður í tónlist. 17 ára gamall lagöi hann af staö í pílagrímsferð um borgir Spánar og lék fyrir kunningja, tónlistar- félög á hverjum staö og gat einstöku sinnum efnt til opinberra tónleika. „Þaö er synd aö strákurinn skuli ekki vera blindur,“ tautaöi Katalóníubóndi eftir aö hafa hlustað á hann. „Sá gæti aldeilis grætt á því að spila á götunum." i rauninni þurfti Segovia aö leggja mikiö á sig til aö sparifé hans og rýrar tekjur entust honum til lífsviöurværis. Hann bætti stöðugt tækni sína og móög- aöi hreinstefnumenn meö því aö nota fingurnöglina jafnt og mjúkan fingur- góminn og sýndi fram á aö hljómur gít- arsins gat fyllt stærstu hljómleikasali. Smám saman jók hann viö stutta verk- efnaskrá sína. Hann enduruppgötvaði gleymd verk eftir látna tónsnillinga, samdi sjálfur nýjar útsetningar og seinna örvaöi hann tónskáld svo sem Alfredo Casella, Castelnuovo-Tedesco, Manuel de Falla og Villa-Lobos til aö semja fyrir sig. 22 ára kom hann fyrst fram opinber- lega í París og tveim árum seinna fékk hann skipun um aö leika fyrir hina öldnu Spánardrottningu. „Ungi maöur,“ sagöi hún og leitaði aö hrósyröum, “þér leikið eins og ... spila- dós.“ „Yöar hátign, enn hef ég ekki náö slíkri fullkomnun," svaraöi Segovia kurt- eislega. 1920 kvaddi hann sína heittelskuöu, sem þá var, á rómantískan hátt og hélt af staö í fyrstu utanlandstónleikaferð sína, sem átti eftir aö gera hann heims- frægan. Hann kom fjórum sinnum til Sovétríkjanna, lék fyrir fullu húsi í New York og fyrir Bernhard Shaw á heimili hans. „Þegar öllu var á botninn hvolft, haföi hann nú einu sinni veriö tónlistargagn- rýnandi." Aöeins lifir einn sonur frá fyrra hjóna- bandi, stjúpbróöir Carlosar Andrésar, mikilsmetinn málari í París, 58 ára gam- all. Eiginkona og annar sonur létust og ný nýlega dóttir. Þegar spánska borg- arastyrjöldin braust út 1936, flutti Sego- via til Montevideo, þar sem hann varö ágætur hestamaður og átti stórfengleg- an reiöhest, sem hann kallaöi í gríni Bi- carbonato (Matarsóda). Seinna bjó hann í New York. Sjálfvalin útlegö hans stóö í 17 ár. Fyrir utan allt annaö var Franco broddborgri og áhugalaus um listir. „Konungsfjölskyldan er því miöur líka frábitin tónlist, nema Soffía drottning. Hún hefur komiö á marga tónleika rnína." Samt sem áöur hefur hann þegiö úr hendi Juans Carlosar konungs sæti í Akademíunni, sem hann afþakkaöi, þeg- ar Franco bauö honum þaö, aö ekki sé minnst á óteljandi heiðursmerki og nú síðast heiðurstitil. Hann er markgreifi af Salobrena. Hann er einnig heiöursdokt- or i níu háskólun og auöugur maöur. Segoviafjölskyldan á hús í Genf, sveita- setur nálægt Granada og lítinn helgar- bústaö í hæðunum utan viö Madrid. íbúðin þeirra á Avenida Concha-Espina er ekki í neitt sérlega fínu hverfi og þaö- an er útsýni yfir fjölfarna sex akreina umferöargötu, sem liggur að gagn- fræöaskóla hverfisins. Vinnustofa meistarans er lítil séríbúö uppi á efstu hæö. Þar bjó miöaldra dótt- ir hans þar til hún lést fyrir nokkrum árum. Þaö er skínandi látúnshúnn á hurðinni, en ekkert nafn. Inni eru fallegar mottur á gljábónuöum gólfunum, traustleg, heföbundin húsgögn, lítill flyg- ill, sex, — nei, sjö bláir eða gráir gítar- kassar. Á veggjunum eru teikningar, til- vitnanir, gullplata (fyrsta tveggja milljóna platan fyrir 18 árum) og Ijósmynd í gling- urslegum gylltum ramma af meistaran- um ásamt Carter forseta á grasflöt Hvíta hússins. „Með aðdáun og viröingu frá Jimmy Carter til Andrésar Segovia," er skrifaö á hana meö eigin hendi Carters. „í Linares, þar sem ég er fæddur,“ segir Segovia, „hefur sementsframleiö- andi byggt minningarhús um Segovia á lóð sinni. Hann leitar um allan heim aö sendibréfum og ýmsum hlutum. Ég held hann geri þetta sjálfum sér til ánægju. Ég fer ekki oft þangaö." Hreimurinn í enskunni hans er skrýt- inn. Hún getur gengiö, en er stirö og varkár. „Þegar ég tala ensku," segir hann, „segi ég aðeins einn fjórða af því, sem ég hugsa og þú skilur aðeins einn fjóröa Andrés Segovia ásamt Emiliu konu ainni og 11 ára gömlum ayni þeirra hjóna, Carloa Andréa. 4 _

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.