Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1981, Síða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1981, Síða 11
Til vinstri: Frá sýningu í Den Frie í Kaupmannahöfn 1907. Dögun Einars Jónssonar er fyrir miöju. Aö ofan: Sú hliö Ingólfsstyttu, þar sem Óðinn sést. Hann þótti ekki í samræmi við ríkjandi hugmyndir. trúarkerfi og dulspeki og ákveöin atriöi í list Einars, sem í fljótu bragöi mætti rekja til kynna hans af guöspekinni, mætti e.t.v. alveg eins rekja til kynna hans af austrænum trúarbrögöum. T.d. hugmyndin um endurholdgun, sem ég tel aö megi sjá í nokkrum verkum Einars og hann aðhylltist eins og hann getur um í bók sinni, - er veigamikill þáttur í lífsskoöun Indverja, en jafnframt er hún þaö einnig í guöspekinni. Það sem ég vil segja meö þessu er aö guðspekin er samsett úr mér liggur við aö segja öllum trúarbrögöum og mystík og þá sérstak- lega þeirri austrænu, sem m.a. má skilja á oröum Blavatsky aö öll trúarbrögö heföu í sér hluta af hinum upþrunalega guödómlega sannleika. Þess vegna er erfitt aö alhæfa um þetta, því þaö veröur aö gæta mikillar nákvæmni, þegar veriö er aö setja ákveöin verk inn í slíkt sérstakt hugmyndalegt samhengi. Þjóðlegur arfur og jafnvel þjóð- leg rómantík birtast víða hjá Einari. Finnst þér þessi þjóöleg- heit verða á kostnað þess list- ræna og finnst þér líklegt aö útlendingar hafi átt erfiðara með að meta hann fyrir vikið? Fyrir Einar var náttúrulega engin þjóölegur arfur eöa tradition til á íslandi, hvaö varöar höggmyndalistina sérstak- lega. En þjóölegur arfur birtist engu aö síöur í verkum hans í þeim skilningi aö hann sækir viöfangsefni sín stundum í íslenskar þjóösögur ogi ævintýr eöa í goöafræöina. Og þetta er einmitt eitt atriðiö, sem skilur germanska symból- ismann frá þeim franska, aö sá fyrr- nefndi er mun bókmenntalegri ef svo má segja. En Einar er ekki illustratör í þeim skilningi, aö hann sé bundinn af þeirri frásögn sem felst í þjóösögunni heldur umbreytir hann og gefur henni táknræna eöa allegóríska merkingu. Þannig er afstaöa hans sem myndlistarmanns mjög ólík t.d. þeirri afstöðu sem Ásgrím- ur Jónsson hefur til sömu viðfangsefna. Hvort þessi þjóölegi arfur sé á kostnaö þess listræna vil ég svara neitandi, því í sjálfu sér er engin sjálfkrafa mótsetning milli annars vegar hins listræna og þjóölegs arfs hins vegar. Svo er þaö aftur á móti annað mál aö þaö veröa bæöi gengisfellingar og gengishækkanir á slíkum þjóölegum viöfangsefnum og sérstaklega fyrr á öldinni var þaö fyrirferðarmikill þáttur í túlkun á list Einars aö tíunda þjóöleg einkenni í verkum hans. En þaö verður aö sjálf- Lágmynd- irnar sem áttu að koma á fótstall Ingólfs- styttu og styrrinn varð útaf Deilurnar um lágmynd- irnar á Ingólfsstyttu stóðu um það hvort lista- maðurinn gæti tekið sér frelsi í nafni listarinnar til að vinna úr hugmyndum eftir eigin höfði — sígilt deiluefni í listum. — Nán- ar er fjallað um þetta í samtalinu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.