Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1981, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1981, Blaðsíða 14
undirritaður samningur um gerð Ing- ólfsmyndarinnar. í þessum samningi var kveöið á um hvaö varöar þessar lág- myndir, aö þær skyldu veröa á fótstallin- um, en myndinni Flótta guöanna skyldi breyta þannig aö hún táknaöi ekki flótta guðanna undan kristindóminum. Það er síöan ekki fyrr en 1924, sem Ingólfs- myndin er afhjúpuö á Arnarhóli og mun þessi dráttur fyrst og fremst hafa stafað af fjárskorti Iðnaöarmannafélagsins og voru þá þessar lágmyndir ekki á stöpl- inum og mun fjárskortur vera líklegasta ástæöan fyrir því. En í þessari deilu um Ingólf var fjallaö um mörg önnur atriöi en þessar lágmyndir. T.d. voru geröar athugasemdir af dr. Valtý Guömunds- syni og dr. Finni Jónssyni í því skyni aö myndin yröi sögulega rétt, m.a. aö breyta þyrfti öxinni, búningi Ingólfs og ennfremur bríkinni, sem hann styöur sig viö. Sérstaka áherslu lögöu þeir á aö breyta þyrfti myndinni af Óöni, þar sem sú mynd brjóti í bága viö allar goösagnir um Óöin. Sjónarmið Einars varöandi þaö hvað er sögulega rétt og um rétt listamanns- ins kemur vel fram í bréfi, sem hann skrifar 1906, þar sem hann segir aö fyrst og fremst veröi myndin að vera „plast- isk“, það er grundvallarlögmál fyrir allri myndhöggvaralist, svo kemur hugmynd- in eöa sagan og síöan publikum. Hann segir einnig í þessu sama bréfi, aö ef sagan brýtur í bága viö „plastiken", (þaö er formgildið,) þá veröur hiö síöara aö ráöa, því hér sé verið aö ræöa um minnismerki úr eir, en ekki sögu, sem er skrifuö á bók. Listsögulega eru þessi átök athyglisverö vegna þess aö hér er tekist á um rétt listamannsins að útfæra verkiö í samræmi við listrænan metnað og þá kröfu nefndarinnar aö útfærslan veröi aö vera í samræmi viö ráöandi hugmyndir sagnfræðinga. Má ég aö lokum biðja þig að benda mér á þau þrjú verk Einars Jónssonar, sem þú hefur mestar mætur á? Þaö er nú erfitt aö draga fram þrjú verk sérstaklega. En ef ég mætti hnika spurningunni örlítið til og nefna fjögur verk sem mér finnst sýna vel listrænan styrkleika Einars og jafnframt þá form- rænu og hugmyndalegu breidd, sem einkennir list hans, þá myndi ég nefna „Öldu aldanna“, „Úr álögum“, „Hvíld“ og „Fæðingu sálarinnar". I tKcíandi: IIí. Árvakur. Ucykjavík Framkv.stj.: Ilaraldur Svcinsson Uitstjórar: Matthias Johanncsscn Styrmir (>unnarsson Uitstj.fltr.: (iísli Sijíurósson VuKÍýsinKar: Haldvin Jónsson Uitstjórn: Aóalstru ti fi. Sími 10100 I leit að kryddi og kristnum mönnum Síöari þáttur Jóns Þ. Þórs sagnfræöings um Asíuveldi Portúgala á 16. öld í upphafi 17. aldar hófu Hollendingar og Englendingar haröa samkeppni viö Portú- gali á kryddvörumarkaðinum. Þá sam- keppni stóöust Portúgalir ekki og áriö 1611 var því opinberlega lýst yfir í Lissabon, að pipar, sem enn var mikilvægasta verzlun- arvara Indíaverzlunarinnar, væri eina vöru- tegundin úr Asíu, sem portúgalska krúnan græddi á. Þaö geröi verzlunina í Indíalöndum Portúgölum óhagstæðari en ella, aö þeir urðu alltaf aö heyja harða samkeppni viö asíska kaupmenn. Veldi þeirra varö aldrei svo mikiö aö þeir gætu ráöið verðinu, og krydd urðu þeir alltaf að kaupa meö gulli. Sem fyrr segir varö Lissabon mesti kryddvörumarkaður í Evrópu á 16. öld. Upphaflega gat hver sem var keypt þar krydd, en áriö 1503 voru settar reglur, sem kváöu á um, aö öll sala á austurlenzkum varningi yröi aö fara fram í Indíahúsinu svonefnda (Casa da Indía). Árið 1530 var gefin ut konungleg tilskipun um aö krydd- vörur mætti aðeins selja í heildsölu. Lyfjaframleiöendur voru einir undanþegnir og máttu þeir kaupa í smáskömmtum sem fyrr. Alla 16. öld var mest af þeim kryddvörum, sem fluttust til Lissabon flutt áfram til Antwerpen. Þar hafði portúgalska krúnan eigin verzlunarstöö og þaöan var kryddinu dreift um norövestanverða Evr- ópu. Auðugir fésýslumenn böröust á kryddmarkaðinum og má þar nefna m.a. Fuggerana í Augsburg, Affaitadiana og Gialdana frá ítalíu. Þessir auðugu hringir voru góðir viöskiptavinir portugölsku krún- unnar og á síðasta fjóröungi 16. aldar fengu þeir leyfi til þess að hafa eigin fulltrúa í Góa og Cochin, þar sem þeir gátu fylgst með kryddkaupum og hleöslu skipa. Sjald- an gátu Portúgalir þó uppfyllt gerða samninga og stafaði þaö oftast af hinum miklu skipsköðum, sem urðu á hinni löngu siglingaleið frá Asíu til Evrópu. Innflutningur Portúgala á öðrum krydd- tegundum en pipar jókst nokkuð á síðari hluta 16. aldar, og verðið hækkaði mikið. Hagnaður krúnunnar var þó minni en efni stóöu til og olli þar mestu, aö þessar tegundir voru aö mestu leyti fengnar á Mólúkkaeyjum og Bandaeyjum, en kostn- aður viö að senda skip þangaö frá Góa var mjög mikill. Önnur ástæöa var sú að portúgalskir embættismenn í Asíu versluöu oft á eigin spýtur, og sáu þá gjarnan í gegnum fingur við múhameðska kaup- menn, sem aftur viku góðu að þeim í staðinn. Einnig var allmikið um smyglversl- un þortúgalskra sjómanna. Allt rýrði þetta hagnaö konungs og um aldamótin 1600 var svo komið, aö Portúgalsstjórn haföi gefist uþp á að halda fram einokunartil- buröum sínum í Asíu. Áriö 1575 misstu Portúgalir bækistöö sína í Ternate á Mólúkkaeyjum og varö þá aðstaða þeirra þar á eyjunum mun erfiðari en fyrr. Þetta bættu þeir sér þó að nokkru leyti upp með því aö ná undir sig mestum hluta verslunarinnar á milli Kína og Japan. Þessi verslun byggðist að mestu á skiptum á kínversku silki fyrir japanskt silfur og tóku Portúgalir drjúgan toll af hvoru tveggja, auk þess sem þeir tryggðu sér verslunaraðstööu í báöum löndunum. Bækistöövar Portúgala í Kína og Japan voru sem fyrr segir í Makaó og Nagasaki, en svo var þessi verslun arðsöm, aö báðar þessar verslunarmiðstöðvar uxu úr fiski- þorpum í blómlegar borgir á skömmum tíma. í Kína og Japan var einnig betri markaður fyrir portúgalskar vörur en víðast annarsstaðar í Asíu og hafði þessi verslun því einnig mikla þýöingu að því leyti. Athyglisvert er einnig, að þaö voru Jesúít- ar, sem ráku verslun Portúgala í Japan, og sýndi sig þar sem víöa annarsstaðar, aö vel kunnu þeir til verka þegar Mammon var annars vegar. Kristniboö Portúgala í Asíulöndum Sem fyrr segir lýsti Vasco da Gama því yfir við komuna til Indlands áriö 1498, að hann væri kominn í leit aö kryddi og kristnum mönnum. Þegar hefur verið skýrt frá kryddversluninni, en minna var um kristna menn í Austurlöndum er Portúgalir komu þangað. Lítill kristinn sértrúarflokkur var þó á Indlandi, svonefndir tómasarsinn- ar. Þegar fregnir bárust til Evrópu um hinn mikla skara ókristins fólks, sem lifði austur í Asíu fylltust sannkristnir Evrópubúar heilagri vandlætingu, og komust að þeirri niðurstöðu að við svo búið mætti ekki standa. í áðurnefndum páfabréfum, þar sem lýst var blessun yfir siglingum Portúgaia suður með Afríku voru portúgalskir sæfarar minntir á, að þeim bæri einnig að snúa öllum heiðingjum frá villu síns vegar og koma þeim í náðarfaöm hinnar heilögu kaþólsku kirkju. Jafnframt lýsti páfi því yfir, að við kristniboðið helgaði tilgangurinn meöaliö. Þarna kemur skýrt fram hinn mikli Heímsmyndin í hugum manna á dögum Kolumbusar. Sjá má aö vitneskja um Noröur-Ameríku og Noröaustur-Asíu er harla lítil og enn minni um Noröur- og Suöurheimskautin. skortur á umburðarlyndi sem jafnan hefur einkennt kristna menn í umgengni þeirra við fólk af öörum trúarbrögðum, og vart er hægt að áfellast portúgölsku sæfarana, þótt þeir tækju mark á orðum hins heilaga föður. Portúgalir hófu snemma aö senda kristniboða og presta til Asíu en fyrstu fjóra áratugi 16. aldar fóru þeir sér þó heldur hægt, og árangurinn varö eftir því. Fæstir hinna fyrstu kristniboða lögðu á sig að læra austurlandamál og enn færri kynntu sér trúarrit Austurlandamanna. Á fyrsti. áratugum 16. aldar tóku fáir Austurlanda- menn kristni, og þá helst ekki aðrir en konur, sem bjuggu meö Portúgölum, þjónar, þrælar og fátæklingar í borgum. Hinir síðasttöldu tóku gjarnan kristna trú vegna þess að þá var þeim gefiö að borða. Voru þeir stundum uppnefndir og kallaðir „hinir hrísgrjónakristnu". Árið 1537 var stór hópur perlukafara í Parava á Indlandi skírður til kristinnar trúar og þótt sú kristnitaka hafi án efa verið yfirboröskennd var hún ekki árangurslaus. Um 1540 komu fyrstu Jesúítarnir í þjónustu Portúgala til Asíu og um sama leyti var farið aö herða kristniboðið. Áriö 1540 voru öll hof hindúa í Góa lögð í rúst og sama ár gaf varakonungur Portúgala út lög, þar sem hörð viðurlög voru sett við iðkun hindúasiös, búddhadóms og mú- hameðstrúar á þeim landsvæðum er Portú- galir réöu. Þessum lögum fylgdu reglu- geröir, þar sem þeim, sem tóku kristna trú var heitið ýmsum fríöindum á kostnaö hinna, sem ekki vildu taka trúna. Allt rangt og skaðlegt nema kaþólska Árið 1567 var haldiö kirkjuþing í Góa, þar sem lagður var grundvöllur að starfsemi og boðskap kirkjunnar í Austurlöndum. Niöur- stööur kirkjuþingsins er aö finna í þrem greinum og eru þær sem hér segir: 1. Öll trúarbrögð önnur en kaþólsk trú eru röng og skaðleg í eðli sínu. 2. Portúgalska krúnan hefur óumdeilan- lega þá skyldu aö boöa trúna, og hlýtur aö beita veraldlegu valdi sínu til þess aö styrkja hið andlega vald kirkjunnar. 3. Engum má snúa til kristinnar trúar með valdi eða hótun um valdbeitingu, þar sem enginn kemur til Krists nema í krafti kærleika og þakklætis. Þriðja og síöasta grein þessarar ályktun- ar samræmdist illa hinum tveimur í fram- Algengustu siglingatækin fram á 18. öld. Hór e ýmislegt sem kemur kunnuglega ffyrir sjónir en sum orðið eftirsóttir safngripir. 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.