Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1981, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1981, Blaðsíða 2
Með rússnesku rósaflúri Halldór Vilhjálms- son þýddi Valentína Otraskina er ein af hinum bestu skrautmálurum Gorod- éts-héraös. Hér er hún að leggja síöustu hönd á skreytingu nokkurra smíöisgrípa. Þrátt fyrir það kapp, sem Rússar hafa á síðustu áratugum lagt á tæknivæðingu og yfirleitt á alhliða iðnvæðingu landsins, hafa gamlar þjóölegar hefðir samt engan veginn verið lagðar fyrir róða í nútíma Rússlandí. Ýmsir fornir siðir eru enn við lýði, og flestar greinar handíða eru stundaðar allvíða enn þann dag í dag, einkum þó úti á landsbyggðinni í Rússíá, þar sem þær byggja á aldagamalii hefð. i einni elztu borg Rússlands, Vol- ogda, ekki ýkja langt noröaustur frá Moskvu, eru hnýttir hinir fegurstu knipplingar og þykja hin mestu gersemi hvarvetna í heiminum. Skrautleg herðasjöl úr næfurþunnri ull eru handofin í Pavlovsky Posad, sem einnig er skammt frá höfuð- borginni. Trúéskurðarlist stendur með mikium blóma víöa í landinu, en einkum þó í norðurhéruðum Rúss- lands og í Mið-Rússlandi. Svo mætti enn lengi telja. Margir kannast vafalaust viö hand- máluöu rússnesku skrautmunina úr viöi, sem á síöustu árum hafa verið annaö veifiö á boöstólum í verzlunum hérlend- is: tréöskjur, kistlar, bretti, skálar, staup, matspænir og sleifar máluö í sterkum litum meö gylltu eða silfurlitu ívafi. Aö baki þessum munum liggur ævagömul hefö alþýölegrar rússneskrar skreytilist- ar. Býsanzkur upþruni leynir sér ekki. Um þaö bil 15 km frá hinni fornbýlu borg Gorodéts viö Volgu í Miö-Rúss- landi eru nokkur allstór þorp á bökkum Úsóla, þverár Volgu. Þessi þorp teljast öll til Gorodétshéraös, og nöfn hinna helztu þeirra eru Ochlébaika, Repino, Savino, Koskovo og Kúrtsevo. Landslag er þarna fagurt og þokkafullt; þorpin standa á vesturbakka Úsólaárinnar, sem er allhár á köflum og sundurskorinn af lækjargiljum. Frá ómuna tíð hafa húsin í þessu héraöi veriö skreytt frá grunni og upp á mæni meö ríkulegum útskurði: ævintýralegum blómfléttum og lauf- sveigum, ungum meyjum, hegrum, hár- prúöum refum og íkornum, drekum, styrjum og auk þess alls konar furöu- fuglum. Á flestum húsveggjunum í hinum traustlega byggðu, fallegu húsum úr tilhöggnum bjálkum ber þó mest á brosmildum vatnadísum og skapgóðum Ijónum með síöa makka. Heilt handíðahérað Gorodétshéraöiö hefur frá fornu fari veriö frægt fyrir tréskuröarlist þá og skrautmálun, sem mikiö er iðkuð á þessum slóöum. Nærri helmingur allra þeirra skipa, sem hér áöur fyrr sigldu undir litskrúöugum seglum eöa var róiö á Volgufljóti, var smíöaöur hér við borgina Gorodéts. í gjörvöllu Rússlandi voru í þá daga ekki til fegurri skip, því aö skiþasmiðir og tréskuröarmeistarar hér- aösins voru vanir aö skreyta skiþin hátt Áður en Svíar skiptu frá vinstri umferd yfir til hægri — áriö 1967 minnir mig, var hafóur uppi slíkur áróður og kynning þar í landi, bæði fyrir sjálfri breytingunni og eins fyrir bættri umferðarmenningu yfirhöfuö, að fágætt gat talist. Eigi að síður töldu Svíar að allt að sjö prósent þjóöarinnar heföu aldrei heyrt á téða breytingu minnst þegar sá merkilegi hægri dagur rann upp. Ári síðar varð samskonar breyting hér meö jafnvíð- tækri kynningu. En ekki heyrði ég á það giskað hvað sá áróður heföi farið framhjá mörgum. Skáldskapar- og söguhneigó ís- lendinga getur verið góð þegar hún á við, en hefur tvíbent forsagnargildi þegar hagnýt málefni eru annars vegar. Á nítjándu öld gerðu menn sér í hugarlund að næstum gervöll þjóðin væri af konungaættum. Menn lásu það út úr fornbókmenntunum. Nú á dögum lesa sumir jafnvel hið gagn- stæða út úr sömu bókmenntunum: að íslendingar hafi veriö sá hópur Skandínava sem síst vildi hlýða lögum og yfirvöldum, sem sagt eins konar stjórnleysingjar. Ef bifreiða- aksturinn hér um slóðir er hafður í huga hlýtur maður að hallast að hinu síðarnefnda. Konungleg getur um- feröin hérna að minnsta kosti varla talist. Alvarlegasta afleíöing umferð- arómenningarinnar eru slysin sem eru óeðlilega tíð og alvarleg og hlutfallslega tíðari hér en í öörum löndum þar sem umferö er þó víðast mun meiri og hraðari. Orsakirnar eru vafalaust margar. Þó held ég að ónógri kynningu sé alls ekki um að kenna. Eða hver kannast ekki við máttlaus vígorð hjáróma atvinnu- þrasara eins og: »við verðum öll að taka á« eða »viö erum þessir hinir« og fleira í svipuðum dúr? Áhrif þess konar predikana eru nákvæmlega — enginl En jafnvel þótt áróöurinn væri rekinn með örlítiö meiri reisn hygg óg hann hefði sáralítil áhrif. Grátbros- legar voru líka umræöur á Alþingi í vor um lögleiðingu bílbelta: þá kom í Ijós við athugun að þingmenn notuðu fæstir slík belti sjálfirl Algengt er að skella skuldinni á lögreglu. Það hygg ég ranglátt. Hins vegar er slóðaskap- urinn hjá dómsvaldinu alveg forkast- anlegur. Að órannsökuðu máli sýnist mér það eiga talsverða sök á hvernig komið er. Dómsvald, sem væri rétt- látt, röggsamt og fljótvirkt, hefði drjúg áhrif. Sá óskaplegi hægagang- ur sem tíökast hjá dómsvaldinu íslenska felur sjálfkrafa í sér ranglæti og gerir því hvorugt: að skapa aðhald né njóta virðingar. Ekki hallast ég að því aö íslend- ingar séu að eðHsfari öðru vísi en aðrir — þvergirðingar sem vilji ekki hlíta lögum og reglum. Fólkiö er alls staðar eins. Hins vegar hefur skap- gerð þjóðarinnar mótast af dreifbýlis- venjum, aldirnar í gegnum, þar sem umferð annarra um eigið land gilti sama og »átroöningur«. Nágranna- 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.