Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1981, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1981, Blaðsíða 8
Gísli Sigurðsson ræöir viö ÓLAF KVARAN list- fræöing og forstööu- mann Listasafns Einars Jónssonar um viðhorf og verk Einars, sem stundum hafa veriö misskilin og hvernig þau koma heim og saman viö evrópsk áhrif fráþeim tíma Hugmynda- fræði Einars Jónssl og symbólistanna var andóf gegn natúralisma Mörgum mun þykja að þversögn komi fram í fyrirsögninni og að myndir Einars Jónssonar séu umfram allt natúralískar. Sá skilningur hefur verið við lýði hjá almenningi, sem metur þó verk Einars mikils. Við nánari aðgæzlu er þetta mat þó aðeins einn misskilningur af mörgum, sem Einar Jónsson hefur átt við aö búa meðal landa sinna. Einari hefur ekki verið greiði gerður með mærðarhjali um þjóðlegheit. Að vísu er hjá honum þjóðlegt ívaf, en ráuði þráöurínn í verkum hans er annars eðlis; andlegs fyrst og fremst í samræmi við táknmyndastefnuna, symbólismann, sem var í tízku úti í Evrópu um og fyrir aldamótin. Einar er myndskáld í þessum anda og enda þótt einstök atriði í myndum Einars séu vissulega natúralísk, þá er heildin oft mjög afstrakt eins og gjarnan vill verða í verkum með andlegu inntaki. Nægir í því sambandi að minna á verk eins og Öldu aldanna, Hvíld og Úr álögum. Þetta og ýmislegt fleira rekur Ólafur Kvaran listfræðingur í samtalinu, sem hér fer á efftir. Einar á vinnustofu ainni. Tii vinstri á myndinni er „Antiken", eftirmynd af forngrískri styttu, sem heldur á Medúsahöfðinu, en það gerði alla að steini, sem það sáu. Þetta var hugsaniega ádeilumynd gegn klassísku listinni, en Einar eyðilagðí hana síðar. Þegar litið er ögn aftur í tímann, man ég þá tíð, og þú sjálfsagt einnig Ólafur, að verkum Einars Jónssonar var ekki hátt á loft haldið meðal myndlistarmanna, þótt á því hafi nú kannski orðið breyting. Finnst þér í framhaldi af því, að Einar sé 19. aldar maður í list sinni eins og stund- um hefur veriö haldið fram, eða eru myndir hans óháöar tíma og gætu þessvegna átt jafn mikiö erindi við okkur á síðari hluta 20. aldar? Nú held ég almennt talað að í sjálfu sér geti þaö vel fariö saman aö vera 19. aldar maöur í list sinni og jafnframt aö eiga við okkur erindi á síöari hluta 20. aldar, og þaö jafnvel brýnt erindi. Þaö hugmyndalega erindi, sem Einar rekur í mörgum verkum sínum, hvort sem þaö er trúarlegt eöa heimspekilegt, má raunar finna á ýmsum tímum listasög- unnar, framsetningu á hugmyndum eins og um andlega þróun mannsins, baráttu hins góöa og illa, innri baráttu mannsins, leit mannsins aö æðri markmiöum o.s.frv. Þetta eru í raun hugmyndir og spurningar, sem ávallt hafa veriö mann- inum áleitnar. Heldurðu að Einar hafi látið sér detta í hug að setjast alveg aö erlendis, jafnvel í Róm, eða var þessi Rómardvöl þá álitin nauö- synlegur áfangi fyrir mynd- höggvara? Ég held, aö það sé eðlilegt aö líta á dvöl hans í Róm 1902 sem lið í menntun hans sem myndhöggvara og í beinu framhaldi af námi hans viö Listaháskól- ann í Kaupmannahöfn. Þaö er erfitt aö fullyröa um þaö afdráttarlaust, hvort hann hafi haft þaö í huga að setjast aö erlendis. Hann var búsettur erlendis í rúm 20 ár, lengst af í Danmörku, en einnig í Þýskalandi, Englandi og ítalíu. Þaö er aftur á móti Ijóst aö honum tókst ekki þann tíma sem hann dvaldi erlendis aö hasla sér völl hvaö varöar sölu á verkum sínum, þó hann væri vel þekktur víða og mikiö skrifað um list hans í blöö og tímarit. Þaö kemur einnig mjög skýrt fram í sjálfsaevisögu hans, aö hann hefur haft þaö mikinn metnaö og reisn sem listamaöur aö þaö hvarflaði aldrei aö honum aö framleiöa verk, sem fyrst og fremst uppfylltu ákveöna þörf á markaðnum. Listsýn hans og skoðun á hlutverki listarinnar var slík aö þaö var ósamrýmanlegt. Þaö ber líka aö hafa í huga aö hann bauö íslenska ríkinu verk sín til eignar árið 1908 meö ákveönum skilyröum, og þá er Einar 34 ára gamall, svo þaö er e.t.v. eðlilegt út frá því aö álykta aö hann hafi stefnt aö því aö lifa og starfa hér heima. í þessu sambandi langar mig aö minnast á skissu eöa riss af þrem byggingum hliö viö hliö, hver meö sinni yfirskrift. Safn Einars, Lista- safn íslands og Safn Ásgríms Jónssonar, sem ég rakst á fyrir skömmu í Borgar- skjalasafninu. Þessi skissa er frá 1910, svo aö hugmyndin um safnhús viröist hafa vaknað snemma og jafnframt má e.t.v. skoöa þetta sem upphafiö aö hinni mjög svo langdregnu byggingarsögu Listasafns íslands., Þær raddir hafa stundum heyrst, að Einar hafi verið einangrað fyrirbæri, utan við allar stefnur og strauma. Er ekki sönnu nær, að hann hafi oröið fyrir miklum áhrifum af symbólistunum á öld- inni sem leið og kannski ýmsu fleiru? Jú, þaö er rétt aö ýmsir þeir sem hafa ritað um list Einars á undanförnum áratugum hafa lagt áherslu á listsögu- lega sérstöðu hans og sumir gengiö svo langt aö segja aö hann standi algjörlega fyrir utan listsögulegt samhengi. Nú vil ég taka undir þá skoöun aö Einar er mjög persónulegur listamaöur, en ég tel eölilegt aö skoöa list hans í samnengi viö þann symbólisma sem var mjög ráöandi víðsvegar í Evrópu um aldamótin. En þaö veröur aö gæta þess þegar rætt er um symbólismann, aö hann er ekki stílhugtak í heföbundnum skilningi í þá veru aö þaö séu sameigin-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.