Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1981, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1981, Blaðsíða 15
▼ Málverk eftir Charles Brooking: Seglin viöruð í logni. kvæmd. Þess ber aö vísu aö geta, aö sjaldan þvinguöu Portúgalskir trúboöar hina innfæddu til þess að taka kristna trú, en hins vegar geröu þeir þeim oft á tíðum ómögulegt aö iöka trú feöra sinna. Sem dæmi má nefna aö hinn 4. desember 1567 gaf varakonungurinn í Góa út tilskipun, þar sem fyrirskipað var aö öll bænhús og hof Austurlandamanna skyldu jöfnuö viö jörðu, allir trúboöar og kennarar annarra trúar- bragöa en kristninnar skyldu brottrækir, öll helgirit skyldu tekin og eyöilögö hvar sem þau fyndust og ekki mátti á nokkurn hátt stuðla aö eöa þola flutning asískra píla- gríma til helgistaöa þeirra. Loks var hindúum bannaö aö taka sér helgiböð, en þau eru sem kunnugt er þýöingarmikill þáttur í trúarlífi þeirra. Meö þessu var öörum trúarflokkum en kristnum mönnum í reynd gert ókleift að stunda trú sína. Snerust þá margir til kristinnar trúar a.m.k. aö nafninu til. Portúgalir geröu sig ánægöa meö þaö, enda vissu þeir, að þótt fyrsta kynslóðin væri ekki kristin í hjarta sínu uröu afkomendurnir oft sannir trúmenn. Mun þetta reynslan af trúboöi víöar aö. Mikil áhersla var lögð á að kristna börn, og lagatilskipun var gefin út, sem heimilaði trúboöum, aö taka meö valdi alla munaö- arleysingja og færa þá í skóla kristinna manna. Munaöarleysingjar töldust öll þau börn, sem ekki áttu foreldra eða afa og ömmu, sem sáu þeim farborða. Stúlkur mátti taka til tólf ára aldurs en drengi til fjórtán ára. Hindúi gat ekki snúið aftur En þrátt fyrir þessar harkalegu aöferöir tókst Portúgölum aldrei að sigrast til fulls á hinum fornu austurlensku trúarbrögðum. Múhameöstrúarmenn voru þeim erfiöastir og víöa neyddust Portúgalir til þess aö eiga samvinnu viö þá. Hindúar voru miklu auöveldari og réöi þar miklu, aö Portúgalir voru mun valdameiri í löndum hindúa en múhameðstrúarmanna, auk þess sem hindúi er tók kristna trú gat ekki snúið aftur til siöar feöranna, en þaö gátu múham- eðstrúarmenn. Einnig viröist svo sem hindúar hafi fundiö fleira skylt meö ytri einkennum kristninnar og sinnar eigin trúar heldur en múhameðstrúarmenn. Erfitt er aö gera sér grein fyrir því, hve margir Asíumenn tóku kristna trú á 16. öld. Kristnir trúboðar, sem um þetta rituöu fóru flestir frjálslega meö tölur og láta tölu þeirra sem kristnuðust á hverjum staö yfirleitt standa á hundraöi eöa þúsundi. Síðari tíma höfundar hafa flestir komist aö þeirri niöurstööu, aö Portúgalir hafi náö aö kristna 500 þúsund til eina milljón Asíu- manna á tímabilinu 1540—1600, og er síðari talan sennilega nær lagi. Langmest- um árangri náöu Portúgalir í Japan, en þar kristnuöu þeir um 300 þúsund manns, flesta í Nagasaki og nágrenni. Þegar litið er á þær milljónir, sem byggöu Asíu á þessum tíma kann svo aö viröast sem uppskera Portúgala hafi veriö harla rýr. Þess ber þó að gæta, aö trúboöarnir voru aldrei margir. T.d. voru aöeins 137 Jesúítar í Japan áriö 1597 og voru þó hvergi fleiri. Þær sálir, sem telja mátti aö hver kristniboði hefði snúiö á rétta braut voru því hreint ekki svo fáar. Loks ber aö geta þess, að margir asískir þjóöhöfðingjar veittu kristnum trúboðum leyfi til þess aö dveljast og kenna viö hirðir sínar, þótt þeim væri ella ekki heimilaö aö búa utan verslunarsvæða Portúgala. Sýnir þetta furðumikið frjálslyndi, sem Evrópu- mennirnir hefðu gjarnan mátt taka sér til fyrirmyndar. Einn er sá þáttur í starfsemi trúboöanna, sem hiklaust veröur aö telja jákvæöan, hvaöa álit, sem menn annars hafa á störfum þeirra. Þeir kynntu Asíumönnum hiö nýjasta í evrópskri menningu og tækni. Má sem dæmi nefna, að þeir kynntu Indverjum, og sennilega Japönum, prent- listina og hófu bókaútgáfu í Austurlöndum. Mikilvægast af öllu var þó aö með skrifum sínum og skýrslum juku trúboöarnir stór- lega þekkingu Evrópumanna á Asíu. Portúgalski Asíuflotinn — Áhafnir hans og kjör þeirra Hér aö framan hefur verið greint frá uppbyggingu portúgalska sjóveldisins í Asíu og þeim stoöum, sem þaö hvíldi á. Varla veröur sú mynd þó heildstæð, ef ekki er gerö nokkur grein fyrir verslunar- flotanum og þeim mönnum, sem á honum sigldu. Siglingin til Indíalanda og aftur til baka var talin hin erfiöasta og hættulegasta, sem þekktist á dögum seglskipanna. Ferö- in fram og til baka tók um þaö bil hálft annaö ár, en allnokkur hluti þess tíma fór í dvöl í Góa. Skipin lögöu aö jafnaöi upp frá Portúgal í febrúar og komu til Góa í september eöa október. Þaöan fóru þau um nýársleytið. Siglingin var bundin viö ákveðin árstíma til þess aö hægt væri aö hagnýta staðvindana í Suðurhöfum. Væri lagt upp of seint máttu sæfarar vænta hinna mestu harðræöa, og skipskaðar voru mjög tíöir. Einn fræöimaöur hefur reiknað út, að á tímabilinu 1500—1635 hafi 912 skip lagt upp frá Portúgal en aöeins 768 náð heilu og höldnu til ákvörðunarstaðar. Frá Asíu lögöu upp á sama tíma 550 skip en 470 komust til Portúgal. Yfirleitt höföu skip samflot á leiðinni og var algengasta stærö þeirra flota, sem lögöu upp frá Lissabon, 7—14 skip. Þau skip sem sneru aftur voru yfirleitt helmingi færri, enda var mikill fjöldi portúgalskra skipa jafnan í millihafnasiglingum í Asíu. Meöalstærö skipa á fyrri hluta 16. aldar var um 400 smálestir, en um 1550 var orðið algengt aö notuö væru 600—1000 smá- lesta skip. Þaö háði Portúgölum nokkuö, aö góöan skipaviö skorti í landi þeirra. Úr þessu var bætt aö nokkru leyti með smíöi skipa í Asíu, en þaö fyrirtæki var kostnaö- arsamt. Hart í lauk — eða hvítlauk Skortur á hæfum og vel þjálfuöum sjómönnum olli Portúgölum jafnan erfiö- leikum. Þótt undarlegt megi viröast var sjómennska aldrei mikils metin atvinnu- grein þar í landi og hermenn nutu t.d. alltaf meiri viröingar. Dauösföil voru mörg og tíö í hverri ferö og margir sjómenn uröu eftir í Asíu. Algengt var, aö Portúgalir yröu aö koma viö í Austur-Afríku á leiöinni og manna skipin afrískum negrum. Margar sögur voru sagðar af því, hve óvanir hásetar á Indíaförunum voru viö brottförina frá Portúgal. Áriö 1505 var t.d. frá því skýrt, að um borö í einu Indíafari hafi hásetar veriö svo fáfróöir, að þeir þekktu ekki muninn á stjórnborða og bakboröa. Skipstjórinn tók það þá til bragös aö hengja knippi af lauk stjórnborðsmegin viö áttavitann og annað af hvítlauk bak- borðsmegin. Var hásetunum síðan skipaö aö stýra á lauk eöa hvítlauk. Auövitaö læröu margir mikiö í sjómennsku á hinni löngu siglingaleið, en margir sjóuöust aldrei. Kjör sjómanna á portúgölsku Indíaförun- um voru slæm. Kaupið var lágt, vistarver- urnar afleitar og mataræöi lélegt. Fjöl- margir veiktust og létust í hafi og voru taugaveiki og skyrbjúgur algengustu dán- arorsakirnar. Á hverju skipi var læknir, en hitabeltissjúkdómar voru lítt þekktir og lyfin, sem skipin höfðu meðferöis höföu lítiö aö segja gegn þeim. Litlar heimildir eru til um kaup sjómanna aðrar en þær aö það var lágt. Hverjum háseta var leyft aö flytja meö sér nokkurt magn af austurlenskum vörum til Evrópu og gátu þeir drýgt tekjur sínar meö því. Þetta hrökk þó skammt, og víst er að kjör sjómanna á enskum og hollenskum skip- um, sem sigldu til Asíu á 17. öld voru mun betri en hinna portúgölsku. Heimildir C.R. Boxer: The Portuguese Seaborne Empire 1415—1825. London 1969. J.H. Elliott: Imperial Spain 1469—1716. New York 1963. Stephen Neill: A History of Christian Miss- ions. The Pelican History of the Church, vol. 6. Har- mondsworth 1964. J.H. Parry: The Age of Reconnaissance. New York 1963. Percival Spear: A History of India, vol. 2. Harmondsworth 1965. Leiðrétting Vísur eftir Sigurö Jónsson í Katadal j og skýringar viö þær, sem birtust í ' Lesbók 4. júlí sl. voru fluttar á Vorvöku 1979 á Hvammstanga og sá I sem það geröi var Ingólfur Guðnason i alþingismaöur og sparisjóösstjóri. • Sverrir Norland var ranglega í höf- | undarsæti yfir þessum þætti, en þaö ;. t rétta er, að Sverrir fékk handritið hjá Guðmundi, syni Sigurðar í Katadal, l og kom því á framfæri viö Lesbók. j Eru hlutaöeigandi beðnir afsökunar á • þessum mistökum. Yngvi Jóhannesson Tileinkun Ef ætti ég aðeins einn dag eftir að lifa og hjá þér, ' engu myndi þá skipta þótt biði flest. Til að leika við börnin og hlusta á þau hefði ég þann frest, og ást mína til þín einu sinni enn tjá þér. Gamalt kvæði, endurbirt vegna prentvillu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.