Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1981, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1981, Blaðsíða 12
sögöu að skoða þessa þjóölegu þætti í list Einars í stærra samhengi, því þessi viðfangsefni voru mjög algeng í symból- ismanum um aldamótin. En varöandi gildismat á list með þjóðlegri skírskotun og hvort útlendingar hafi ekki kunnað að meta hann þess vegna, þá held ég aö útlendingar leiti alveg eins að því sem kalla mætti séríslenskt í okkar menning- arsögu eins og að nota alþjóðlegt samhengi sem mælikvarða. Á árum rétttrúnaðar í abstraktlist mátti segja, aö Einar yröi per- sónugervingur fyrir allt, sem ekki Andóf Einars gegn raunsæisstefnu birtist í þessum tveimur teikningum úr skissubók, sem listamaöurinn lét eftir sig. Aö ofan: Púkar halda mynd náttúrustælingar aö listamanninum, en hann snýr sér undan. Aö neðan: Tröllið segir viö svíniö (eða svíniö viö trölliö): Höldum okkur viö veruleikann, — það er þó eitthvað, sem maöur skilur. Teikningin er frá 1907. 12 Hugmyndafræði Einars Jónssonar Symbólisminn um og fyrir aldamótin lagði áherzlu á náttúrumystik og það andlega eða sálarlega, en ekki það skynræna sem viöfangsefni listarinnar mátti sjást í myndlist: Hann var bókmenntalegur — verk hans höföu frásagnargildi; þau voru þar að auki táknræn og natúral- ísk í útfærslu. Helduröu aö ungir myndlistarmenn nú á dögum líti Einar í ööru Ijósi? Varöandi hugmyridir abstraktlistar- innar og Einar Jónsson, þá finnst mér aö ein höfuömótsetningin varöi spurning- una, hvort hver listgrein eigi aö hrein- rækta sitt sérstaka eðli eöa ekki, Abstraktlistin um 1950 var eiginlega fyrst og fremst kynnt hér á formalistísk- um grundvelli og það var veigamikil röksemd aö hver listgrein ætti að hreinrækta sitt sérstaka eöli, þar sem greining þeirra er sú, að hið listræna er ekki fólgiö í myndefninu heldur í hinu formræna. Af því leiddi samkvæmt hugmyndum formalismans að listamaö- ur, sem vildi skapa list, skyldi hreinrækta þennan þátt, en sleppa öðru, þar eð það hefði ekkert meö hið listræna aö gera. Þessi skoöun gengur þvert á listsýn Einars en hann eins og aörir í symból- istahreyfingunni lögöu á þaö áherslu aö myndlistarverk ætti að sameina ýmsa þætti úr öörum listgreinum og sjálfur oröar Einar þetta á þann veg, að allar greinar listarinnar minni sig á hlekki, sem bíða eftir aö samtengjast í eina keðju. En ef litiö er til þeirra breytinga, sem urðu í íslenskri myndlist undir 1970, þegar fram koma hugmyndir sem ganga þvert á hugmyndafræði abstraktlistar- innar varðandi þessa hreinræktun og jafnframt á þá þróun sem hefur orðiö síðan, þá er e.t.v. ekki ólíklegt að myndlistarmenn í dag hafi aörar for- sendur til að skoöa list Einars en voru til staöar um 1950. Halldór Laxness lét einhverntíma svo um mælt, aö Einar hafi ekki kunnaö anatómíu. Ertu sammála því? Ætli þetta sé ekki álíka skynsamleg fullyröing og þegar sagt var um Halldór Laxness aö harrn kynni ekki íslenska stafsetningu. Hvernig lítur listfræðingur á skáldskapargildi í myndverkum eins og til dæmis hjá Einari Jónssyni. Kemur skáldskapurinn því myndræna ekki viö, eöa er hann viöbótarstærð, sem gerir verk listamannsins magnaöra og áhrifameira? Viöfangsefnið eða myndefniö getur að sjálfsögðu aldrei í sjálfu sér hækkað eöa lækkaö gildi listaverks. Þaö sem skiptir máli er hvaða inntak verkiö fær, þaö er að segja hvernig viöfangsefniö er sett fram, en ekki hvaö um er fjallaö. Það ber líka að hafa í huga aö hiö myndræna eða formræna er afstætt hugtak, það er breytilegt frá einum tíma til annars hvað álitið er myndrænt, svo aö listsögulega er ekki hægt aö tala um hiö myndræna, sem nokkuð algilt í sjálfu sér. Þegar litið er til verka Einars þá er formræn hlið verka hans mjög svo breytileg, frá því aö vera samfelld eða heilsteypt formhugs- un, einsog t.d. Alda aldanna, til samsett- ari verka, þar sem smágerðum formum er teflt saman, sem sameiginlega tjá ákveðna hugmynd. En það er í raun ákaflega erfitt og varasamt að velja mjög þröngt formalistískt sjónarhorn á verk Einars, þar eö hugmyndalegu skilaboöin eru í mörgum tilvikum svo samtvinnuö formgerðinni að hún veröur ekki í raun dauðhreinsuð af hugmynda- gildi sínu. Þaö er Ijóst af því sem Einar hefur skrifað aö hann hefur velt þessu mikið fyrir sér, hvernig hugmyndin eða hugmyndalegu skilaboðin eru samtvinn- uö formgerðinni og hann orðar þaö eitthvaö á þá leiö að þaö verði að vera á veröi hversu línurnar eigi heima við hugmyndina og þaö tvennt stríöi ekki hvaö á móti öðru. Það er líka áríðandi þegar verið er að tala um annars vegar formrænu hliöina og hins vegar það hugmyndalega erindi, sem rekið er í verkinu, að gera sér grein fyrir þeirri merkingu, sem formin hafa, því það er samtvinnað í upplifun áhorfandans. Á sama hátt og fótboltaleikur er eflaust þreytandi á að horfa, ef maður þekkir ekki reglurnar eða veit ekki að hverju er veriö aö keppa og horfir á hann sem ballett. Nú hefur þú verið ráðinn for- stöðumaöur Listasafns Einars Jónssonar. Ertu ánægður með stöðu safnsins og áhuga almenn- ings á því, eða hefur þú á tilfinningunní, að almenningur þekki harla lítið til verka Einars nú oröið, og viti kannski tæplega hver hann var? Þaö er Ijóst aö staöa safnsins er önnur í dag en hún var þegar safnið var opnaö 1923, en þá var það eina listasafnið í landinu og var það fram til 1951 þegar Listasafn Islands var opnað. Um stöðu safnsins vil ég segja, og það á viö um söfn yfirleitt, að þau eru ekki aðeins varðveislustofnanir fyrir ákveöin menningarverömæti heldur eru söfn ennfremur rannsókna- og fræöslustofn- anir. Þaö eru einkum þessir tveir þættir, sem ég tel ástæöu til aö léggja aukna áherslu á. Safni eins og þessu ber skylda til að rannsaka list Einars Jónssonar til aö auka skilning á list fians. Þessi rannsóknarþáttur í starfsemi safnanna er ekki síst mikilvægur vegna þess, aö hvaö snertir íslenska myndlist á 20. öld, þá eru söfnin í rauninni eini vettvangur- inn, sem slíkar rannsóknir geta fariö fram, þar eö þeim er ekkert rými gefiö innan Háskóla íslands sem væri eðlilegt. En það er mikilvægt að rannsóknar- og fræöslustarf safnanna haldist í hendur og ég tel að söfnin hafi skyldur við almenning að kynna og fræöa um það sem þau hafa að geyma. Mig langar í þessu sambandi að geta þess að á næsta vetri höfum við í hyggju aö bjóöa söfnum úti á landi upp á fyrirlestra um list Einars. Annar þáttur í fræðslustarf- seminni er útgáfa á ritgeröum um list Einars og við hófum þessa útgáfu á sl. vetri meö því að gefa út ritgerð eftir P. Cowl prófessor um Einar Jónsson, sem hann skrifaöi 1923. Ég tel að slík útgáfustarfsemi eigi bæði aö ná til eldri ritgeröa, sem nú eru löngu ófáanlegar og ennfremur að sjálfsögðu til nýrri rannsókna á list hans. Þá höfum viö aö undanförnu reynt aö auka tengslin viö skólakerfiö og hingaö hefur verið mikil aösókn skólanemenda, sem hafa skoö- aö safnið undir leiðsögn, unnið aö verkefnum og við höfum haft námskeið fyrir kennara til aö kynna þeim safniö svo að þeir séu betur í stakk búnir til aö koma hingað í safnið með nemendur. Hinu má heldur ekki gleyma þegar rætt er um stööu safnsins, aö þetta safn hefur þá sérstöðu meðal íslenskra lista- safna, aö þaö hefur fasta uppsetningu á verkum og í því getur veriö fólgin sú áhætta aö safnið einangrist. Þetta er vandamál, sem mörg sérsöfn erlendis hafa staöiö andspænis og þetta hefur yfjrleitt verið leyst á þann veg að koma upp sýningarsal innan safnanna, þar sem efnt er til sérsýninga af ýmsu tagi. Slík aöstaða getur verið mjög þakklát í mörgum tilvikum, því þá gefst t.d. tækifæri til aö efna til sérsýninga sem geta varpaö nýju Ijósi á verk þess listamanns, sem safniö sýnir, jafnframt sem það vekur athygli á viðkomandi safni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.