Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1981, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1981, Blaðsíða 10
Sóiarlag 1915 >«n Stormboðinn 1906—1948. Málverkin eru í anda symból- istanna og sýna vel hugmynda- heim Einars Symbolistahreyfingunni í Evrópu um og fyrir aldamótin hefur veriö lítill gaumur gefinn þar til nú, að fariö er að dusta rykið af þessum verkum og halda á þeim sýningar. Germanski symbolisminn er bókmenntalegri en sá franski og meira í samræmi viö skoðanir Einars. Málverk hans hafa fallið í skuggann, en þau eru mjög athyglisverð, ekki sízt í Ijósi þess, hvað Einar málaöi fáar myndir. Haust 1903 Hugmynda- fræöi Einars Jónssonar En það er rétt aö geta þess að það er í rauninni ekki fyrr en á síöustu árum, sem listfræðingar hafa farið að rannsaka þessa evrópsku symbólistahreyfingu um aldamótin og að haldnar hafa veriö nokkrar stórar yfirlitssýningar á verkum þessara listamanna og má nefna sýning- una í Torino 1969 og sýningar í London og París 1972. Eg tel að þessar rannsóknir og þessar yfirlitssýningar varpi um margt nýju Ijósi á list og listsögulegt samhengi Einars. Finnst þér þeir að einhverju leyti sambærilegir listamenn, Einar og Thorvaldsen? Þaö er í rauninni miklu meira, sem aöskilur þá heldur en sameinar. List- söguleg staöa þeirra er ólík og allur hugmyndaheimur þeirra er frábrugöinn. Thorvaldsen stendur föstum fótum í ákveönu tímabili í grísku listinni, sem hann leit á sem hina einu sönnu fyrirmynd. Og ég er ekki viss um aö Thorvaldsen heföi verið ýkja hrifinn af þeirri afstööu, sem birtist í verki Einars, „Antiken", eöa Fornlistin, sem hann sýndi meö sýningarhópnum De Frie í Kaupmannahöfn 1905. í þeirri mynd heldur stúlká í grískum stíl á Medúsu- höföinu, sem samkvæmt goösögunni geröi alla aö steini, sem þaö sáu, svo aö túlka má inntak myndarinnar sem eins konar stríðsyfirlýsingu gegn þeim hugsunarhætti aö hafa klassísku listina sem mælistiku. En það er rétt að geta þess aö Einar eyöilagði síöar þessa mynd, sem má túlka sem svo, aö hann hafi skipt um skoöun varðandi fordæm- ingu sína á fornlistinni. Listsögulegt hlutverk þeirra var einnig ólíkt. Einar var brautryöjandi mónumental höggmyndar listar í íslenskri list, en Thorvaldsen vaf ásamt fleirum í fararbroddi nýklassík- ismans á öndveröri 19. öld og liföi og starfaöi aö mestu í Róm og var jafnframt eftirlæti evrópskrar yfirstéttar á 19. öldinni. Meðal þess sem setur mark sitt á verk Einars er trúaráhugi og ekki síst kynni hans af guðspekinni. Finnst þér þau kynni hafa haft mikla þýðingu fyrir hann? Þaö kemur greinilega fram í sjálfsævi- sögu Einars og ekki síst í þeirri bók, sem hann nefndi Skoöanir, þar sem hann birti skoöanir sínar á trúmálum og listum, aö hann hefur kynnt sér guðspeki og í bókasafni hans, sem er varöveitt hér í safninu, má sjá bækur eftir ýmsa af leiötogum guöspekinga um síöustu alda- mót eins og Rudolf Steiner, Besant, Blavatsky o.fl. Ennfremur má minna á þaö, aö Ásgrímur Jónsson, sem var návinur Einars, getur um þaö í æfisögu sinni, aö Einar hafi veriö mikill áhuga- maöur um guðspeki. Svo þaö er sjálf- sagt að álíta aö guðspekin, og þá sérstaklega eins og hún var um síðustu aldamót, hafi átt þátt í aö móta lífsskoöun hans. Guöspeki var jú annars snar þáttur í symbólistahreyfingunni og í verkum margra þeirra listamanna koma fram áhrif frá guðspekinni, svo Einar á í þessum efnum samleið meö mörgum öörum listamönnum og þessi lífssýn hans markar honum síöur en svo ákveðna sérstööu. En þaö er líka nauösynlegt aö vera varkár þegar greina á ákveöna þætti í verkum Einars sem guöspekilega, því þaö er Ijóst að hann kynnti sér almennt mjög vel ýmis 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.