Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1981, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1981, Blaðsíða 9
leg stíleinkenni til staöar heldur er þaö sú list- og lífssýn, sem birtist í verkunum, sem sameinar þessa listamenn. Nú er all erfitt aö tala um heilsteypta hugmynda- fræöi þessarar hreyfingar, en af sameig- inlegum þáttum má nefna aö snúist er gegn efnishyggju vísindanna, pósitív- ismanum innan heimspekinnar og natúr- alisma í listum. Ennfremur má nefna náttúrumystík og áherslu á hiö andlega eöa sálarlega, en ekki þaö skynræna, sem viðfangsefni listarinnar. Sameigin- legur bæöi franska og germanska symb- Einar og Alda aldanna til hægri, en þá mynd sýndi Eínar á Vorsýn- ingunni í Kaupmanna- höfn 1906. Til vinstri er Demanturinn, sem hann sýndi á Den Frie 1905. onar ólismanum er platónisminn og trúarlegi grundvöllurinn er sterkur. Rose-Croix hreyfingin í París sótti t.d. mikiö í dulhyggju miðalda og sjá má hugmyndir, sem tengjast kristinni skólaspeki, þar sem allt í tilverunni má heimfæra til Guös og að tilvist Guös er alls staöar og í öllu. Leiöin til sannleikans og til sköpunar í listum felst í „intuition" eöa innsæi og lögö er rík áhersla á samteng- ingu hinna ýmsu listgreina. Samtvinnaö- - ar í lífssýn margra symbólista á þessum tíma eru vangaveltur um guöspeki, stjörnuspeki og fleira í þá veru. Þaö er í rauninni ákaflega margt í þessari hug- myndafræði symbólistanna, sem veröur aö skoöa sem andóf gegn natúralisman- um því natúralisminn haföi ekki þörf fyrir trú á heim, sem var utan þess skynræna, skoöun þeirra var materíalísk. Þaö er þetta m.a. sem symbólistarnir andæfðu gegn, því þeir voru mystíkerar eöa dulhyggjumenn, sem í samræmi viö platónska hugsun litu á náttúruna sem tákn um æöri og sannari tilveru. Þaö er í Ijósi þessara hugmynda, en þær áttu sterkan hljómgrunn meöal listamanna víösvegar í Evrópu um aldamótin, sem ég vil sjá meginþættina í listsýn Einars og ýmis þau viöfangsefni, er hann fjallar um í verkum sínum. Þessum viöhorfum kynnist hann þegar hann kemur til Kaupmannahafnar 1893, en einmitt það sama ár hóf tímaritiö Taarnet göngu sína og það markar upphaf symbólismans í Danmörku. Og í viötali viö Politiken 1905 segir Einar í tilefni þess aö hann var einn af stofnend- um De frie Billedhuggeres Udstilling, aöspuröur um markmiö sýningarinnar, aö fyrirmyndin aö henni sé Secessions- sýningarnar í Evrópu, en þær sýningar voru einmitt vettvangur þeirra lista- manna, sem aöhylltust symbólismann. Einar vinnur aö Ing- ólfsmyndinni í Kaup- mannahöfn. Hann sýndi Ingólf á Den Frie 1905. Sjá í næstu opnu um lágmyndirn- ar sem áttu að koma á fótstall styttunnar. Ólafur Kvaran listfræöingur og forstöðumaöur Lístasafns Einars Jónsonar. 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.