Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1981, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1981, Blaðsíða 3
Sll Ivar Orgland SVANDÍSARLJÓÐ — ort í anda Bjarna Thorarensen — Svandís á Sólfaxa sé ég þig aftur skjótt yfir skýjum andlitsljúf brosa blíölynd á móti harmþrungnum huga? Mynd þína ber ég meyjan sviphreina fljóöum fegri. Gleymi ég aldrei geislum þinna yndisaugna. Hrööuöum ferö um himinhvolfiö fyrst viö fundumst. Mætumst viö aftur moldu ofar ístórsal stjarna? Gleöjumst viö þá á Gullfaxa svífum saman eins og viö sæl á Sólfaxa fundumst fyrrum? og lágt meö djúpum og flóknum útskuröi stafnanna á milli. Fyrr á öldum voru hér heil þorp, þar sem nær eingöngu voru stundaöar sleðasmíöar og reiðtygjagerð. í öðrum þorpum héraðsins bar mest á leirkera- gerð og víöa á þessum slóðum hnýttu konur knipplinga, ófu myndvefnað eöa stunduöu aörar hannyrðir af miklu listfengi. Héraöiö gat státaö af flínkustu kistusmiöum landsins, sem smíöuöu og skáru út í rúmgóöar fatakistur, skrínur og alls konar smákistla. Balalækasmiðir, skrautmálarar og leikfangasmiöir voru hér á ööru hverju strái. Þarna í þorpun- um viö Úsólaána voru einnig smíðaöir þessir sérkennilegu rússnesku snældu- stólar með útskornum bríkum og inn- felldu skrautflúri úr dökkum viöi eöa beini. Öll þessi framleiösla manna í héraöinu hefur alltaf veriö hugsuö sem söluvarn- ingur í verzlunum og á mörkuðum út um allt Rússland. Svo er enn í dag. Grasa-ívan og myndlistin Um langan aldur hefur dagur Grasa- ívans veriö hátíölegur haldinn í sveitum Rússlands. Nóttin milli 23. og 24. júní (sem viö köllum jónsmessunótt) er helguð Grasa-ívani. Um ívansmessu hættir jarðargróðurinn að vaxa og tekur aö þroska aldin sín. Rússar eins og aörar þjóöir á norðlægum slóöum álitu, aö ill máttarvöld reyndu allt hvaö þau gætu til aö valda sem mestu tjóni einmitt um ívansmessu, m.a. meö því aö eyöileggja uppskeruna, sem tekin var aö myndast á ökrunum og gera annan óskunda. Þaö varö því aö kveöa hiö illa niöur meö einhverjurn ráöum, og þar var eldurinn langbezta og áhrifamesta aö- ferðin. Þessa stytztu og björtustu nótt ársins lögöu menn því eld í hátimbraöa bálkesti, sem hlaönir voru úti í hólmum, á árbökkum og í skógárrjóörum nálægt byggöunum. Menn skemmtu sér og fögnuöu alla liðlanga nóttina, eftir aö hinum illu öndúm haföi veriö stökkt á flótta. Þaö var dansað af miklum móöi kringum eldana, fariö í ýmsa leiki og sungnir fagn^öarsöngvar. Þeir, sem var heldur órótt innan- brjósts á hinni dulmögnuöu jónsmessu- nótt, héldu af staö einir síns liös inn í skógarþykknið eöa upp meö lækjargili þessa nótt; þeir leituöu aö hinu leyndar- dómsfulla og máttuga blómi tófugrass- ins, sem sagt er, aö blómstri aöeins eina stutta stund á jónsmessunótt. Fegurö þessa blóms er sögö einstök, af því aö blómið er svo ofur einfalt aö gerö en bezt allra blóma veraldar. Sá sem einu sinni fær litið þaö augum fær því aldrei gleymt. Blóm tófugrassins er sjálft blóm hamingjunnar. Jónsmessublómið í skreytingum Þegar fyrir rúmlega hundrað árum sáu listamennirnir í Gorodétshéraöi, aö þaö mundi vera ennþá auöveldara aö skreyta smíöisgripina meö máluöu út- flúri, heldur en aö nota hinn tímafreka útskurö eingöngu. Þeir fóru því aö skreyta spunastólana, fatakistur og aöra smíöisgripi sína meö máluöum mynstr- um, og þá var einmitt hiö dularfulla, yndislega blóm jónsmessunæturinnar mjög oft notað sem þungamiöja skreyt- inganna. í fyrstu voru málararnir heldur óöruggir um, hvaöa lit blómiö ætti aö bera, en fljótlega kom mönnum saman um, aö þetta einstæöa blóm hlyti aö vera svart. Og þannig hefur þaö ætíö veriö málaö síöan, allt fram til þessa dags. Þeir sögöu sem svo; „Þetta blóm hamingjunnar er undur, og því á aö mála þaö svart. Enginn hefur nokkurn tíma séö svart blóm á jöröu hér, en þó hlýtur þaö aö vera til.“ Næstum gleymd list Samkvæmt íbúaskrá Gorodétshéraðs frá árinu 1892 voru þaö 34 fjölskyldur eöa alls um 70 listamenn, sem stunduðu þessa vinsælu skreytilist í þorpunum viö Úsólaána. Hver og einn þessara alþýöu- listamanna máiaöi á sinn sérstaka hátt, átti sér sín eftirlætis mynstur, sem hann skreytti hina ýmsu smíöisgripi meö. Sumir skreyttu t.d. spunastólana bæöi meö fínlegum útskuröi og skrautmálun, og þóttu þetta hinir mestu kjörgripir. Eftir því sem fram liðu tímar dóu hinir gömlu skreytimeistarar út, og meö þeim féll hin gamla list Gorodétshéraös aö mestu í gleymsku, aö því er viröist. Skömmu fyrir heimsstyrjöldina síöari voru þeir orönir aöeins fáir eftir, sem kunnu handbragðiö til nokkurrar hlítar. í heimsstyrjöldinni síöari böröust margir þessara listamanna frá Gorodéts á vígstöövunum viö aö verja fööurland sitt; margir þeirra sneru aldrei aftur, en aörir fengu sér annað starf í öörum landshlutum Rússlands. Þaö veröur því aö teljast hin mesta heppni fyrir þessa listgrein, að í einu þorpinu viö Úsólaána fannst þó a.m.k. einn maöur, sem haföi brennandi áhuga á skreytilist sinni og var sjálfur vel fær málari. Þetta var Aristarch Konovalov. í æsku haföi hann lært hina sérstæöu skreytilist hjá gömlum listamönnum þar um slóöir, en vegna fótameins taldist hann vera svo mikið fatlaöur, aö hann þótti ekki tækur í herinn. Konovalov fór því aldrei á vígstöðvarnar, heldur var kyrr heima í héraöi á stríðsárunum. Hann stofnaöi húsgagnaverkstæöi, þar sem smíðuö voru alls konar húsgögn, skreytt hinum gömlu, fjörlegu mynstrum. Konovalov reyndi bæöi aö nota gömlu, hefðbundnu drættina í skreytingum sín- um og kom einnig fram með nýjar línur í hinni gömlu list. Aristarch Konovalov stofnaöi skóla í skrautmálaralist um 1950 og reyndist góöur kennari í faginu. Nú eru þeir nemendur, sem hann hefur útskrifaö í gamalli, rússneskri skrautmálun orönir rúmlega hundraö talsins, og þessi gamla alþýöulist lifir góöu li'fi í Gorodétshéraöi, því að hinir handmáluöu og útskornu trémunir frá þessu svæöi eru mjög eftirsóttir gripir, jafnt í Rússlandi sem utan þess. Umferö og ábyrgð kryturinn frægi hefur flust úr sveitinni til þéttbýlisins og fær nú útrás í umferðinni. Hver og einn vill hafa þjódveginn fyrir sig einan. Hver og einn vill hafa sína hentisemi: aka hægt eóa hratt aó vild. Hverjum og einum finnst hann t.d. eiga fullan rétt á aó hægja feróina og skoóa lands- lagió þegar hugurinn girnist — án nokkurs tillits til þeirra sem á eftir aka. Honum finnst hann eiga fullan rétt til aö nota bílinn sem leikfang og akbrautina sem leikvöll ef honum sýnist svo. Og vilji nú svo til að bíllinn sé ekki mikils viröi og ökumaöur sé ekki skrifaður fyrir neinum fasteign- um er alveg óhætt aö fjörga sig á brjóstbirtu. Komi eitthvað fyrir er hvort sem er ekkert af ökumanni aö hafa. Ef haft er í huga hvaö hér hefur áunnist í slysavörnum á sjó — svo og i almennri heilsugæslu sem er vissu- lega eins konar slysavörn — gegnir furöu hve stjórnvöld og almenningur viröast standa ráöþrota andspænis umferöarslysunum sem eru þó engu saklausari vágestur en t.d. berkla- veikin á fyrri hluta aldarinnar. Henni var að mestu leyti útrýmt — ekki meö kjaftæði heldur með markvissri at- höfn. Viö minnumst með þakklæti manna eins og Siguróar Sigurðsson- ar og Helga Ingvarssonar sem björg- uðu hundruðum mannslífa. Enn sem komið er hefur ekki einn einasti íslendingur unnið sér til þakklætis fyrir slysavarnir í umferðinni — ef undan er að vísu skilinn fjöldi lög- reglumanna sem vinna sitt verk ár og síö við erfiöar aðstæður og — með leyfi að segja — skilningsleysi og vanþakklæti vegfarenda. Ég hygg aö mikiö væri unniö ef yfirvöld og almenningur tækju að líta á málin eins og þau í raun og veru blasa viö í stað þess aö fela vandann undir smeðjulegri vígorðafroðu. Alls fyrst verður að horfast í augu við þá bláköldu staðreynd að sérhver öku- maður ber einn ábyrgðina á tæki því sem hann stjórnar og ábyrgö hans er því einstaklingsábyrgð sem hann deilir ekki með neinum, hvorki Bakk- usi né öðrum. Ef oröiö »ábyrgð« er skilið lögfræðilegum skilningi mun þó margur ökumaður líta svo á að hann sé í raun og veru ábyrgðarlaus, enda reynist það oft og tíöum svo þrátt fyrir loðin lög og reglur. Ömur- legast er þó að þeir, sem helst ættu aö vera til þess bærir, vanrækja að rannsaka þessi alvarlegu mál og upplýsa almenning síðan um hiö raunverulega eðli þeirra, orsakir og afleiðingar. Ábyrgöarleysi löggjafans er að sjálfsögðu alvarlegast. Nýjasta dæmi: Þrátt fyrir allt hefur fótgangandi fólk fram að þessu átt sér eitt griðland í þessari borg og öðrum stærri þétt- býlisstöðum: gangstéttirnar. En nú hefur löggjafanum þóknast að haga því svo að jafnvel þær verði af því teknar. Erlendur Jónsson 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.