Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1981, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1981, Blaðsíða 16
Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu \ O F u H n £ N N T '7 * Á P: \J e é 9 £ X A F v': L L \£ r? F l £> K R A N K A R : L i a L L í U 3) 4 ’/'v 1 D A R A R K A L L A \ y £'.‘ 4 é 'o A ! 'o M 1 L A 5 T Á L F H £ L I N Ai R H A T A F L A ð> A R AJ £ 1 T A L ’o F A N U R e 1 R u O 4. ■ ’u' A L l R. L.v:./ 6 A u F fí R O F T a. ~'r. M U 5 A r (T A R. / A S £ T A 4 ss A F A ■'T, L M A £ Z A S> fZ u L L u A P A d A u Ð l A n L * o £> A R A R A AS N '4 £ 9. 'o T a R '£> i M N í? A £ A 5 T Stigin og titlarnir vinna ekki skákirnar Þad var einkennandi fyrir Politiken- skákmótið í Kaupmannahöfn um daginn, aö stórmeistararnir á mótinu, þeir Jansa frá Tékkóslóvakíu og Búlgararnir Radu- lov, Kirov og Spassov komu nánast ekkert viö sögu í baráttunni um efsta sætið. Aö vísu tókst Jansa með góðum endaspretti að ná sjö vinningum af tíu mögulegum og verða aöeins hálfum vinningi á eftir sigurvegurunum, en þaö var bezti árangur sem hann gat vonazt eftir aö ná eftir slaka byrjun sína á mótinu. Hinir stórmeistararnír náðu ekki verðlaunum. Radulov hlaut sex vinninga, Kirov fimm og Spassov aöeins fjóra og hálfan vinning. Slíkar ófarir stórmeistara eru síöur en svo neitt einsdæmi í hinum fjölmörgu skákmótum sem nú eru háö á ári hverju og þeim virðist sérstaklega hætt á opnum mótum, svipuöum Politiken-mótinu. Orsakirnar fyrir slíkum óvæntum úrslitum geta auövitaö verið margbreytilegar. Stórmeistarar heyrast oft kvarta undan því aö aðrir þátttakendur beiti sér sérstaklega gegn þeim og á þetta sér vafalaust einhverja stoö, því fáir eru kærulausir eöa vanmeta andstæöinginn þegar þeir tefla viö stórmeistara. Þá er því einmitt tjaldaö ' sem til er. Þá er líkt og sumir stórmeistarar beri einvöröungu viröingu fyrir kollegum sínum, en fyllist andvaraleysi þegar þeir eiga í höggi viö skákmenn sem lægra standa í metorðastiganum. í skákinni, sem hér fer á eftir, á þó líklega hvorug þessara skýringa viö. Búlg- arski stórmeistarinn Nino Kirov haföi horft upp á ófarir kollega sinna í fyrstu umferð- unum á Politiken-skákmótinu og þessa — SKAK / Eftir MARGEIR PÉTURSSON skák teflir hann sérlega varfærnislega, jafnvel svo að fram úr hófi keyrir. Andstæöingur hans, alþjóölegi meistar- inn Tom Wedberg, er einn af mörgum efnilegum ungum skákmönnum sem Svíar eiga um þessar mundir. Hann er sérstak- lega þekktur fyrir sókndirfsku sína og þessi skák hans viö Kirov var af flestum talin skemmtilegasta skákin á Politiken-mótinu. Hvítt: Wedberg (Svíþjóö) Svart: Kirov (Búlgaríu) Sikileyjarvörn I. e4 — c5, 2. Rf3 — Rc6, 3. d4 — cxd4, 4. Rxd4 — e6, 5. Rc3 — a6, Nú er komið upp Paulsen-afbrigðiö, kennt við bandarískan skákmeistara sem uppi var á seinni hluta nítjándu aldar. 6. g3 — Dc7, 7. Bg2 — Rf6, 8. 0-0 — Be7, 9. He1 — 0-0, Miklu vinsælla hefur veriö upp á síökast- iö framhaldið 9. — Rxd4, 10. Dxd4 — Bc5. 10. Rxc6 — dxc6, Ein regla segir, aö drepa skuli aö miðboröinu, en hér heföi 10. — bxc6 verulega tafiö liðsskipan svarts. II. e5 — Hd8, Þessi millileikur er bráönauösynlegur, því 11. — Rd5 býöur strax hættunni heim vegna 12. Dg4! og hótunin 13. Bh6 veldur svarti þegar erfiöleikum. 12. Df3 — Rd5, 13. h4 — Rxc3, 14. Dxc3 Hvítur stendur tvímælalaust nokkru bet- ur í þessari stööu vegna yfirburöa sinna í rými. Svartur hefur þó þegar létt mikið á stööunni og ætti meö nákvæmri tafl- mennsku aö geta haldið sínu. —- h6, Hvítur hótaöi 15. Bg5, því uppskipti á svartreitabiskupum eru honum í hag. 15. Be4 — c5, 16. Df3 — Ha77 Til þess aö geta haldiö áfram undirbún- ingi aö uppskiptum á hvítreitabiskupum, meö b7-b6 og síöan Bc8-b7, þurfti svartur auövitaö aö flytja þennan hrók, en 16. — Hb8 var miklu betri kostur, því í framhald- inu lendir svartur í vandræðum vegna sambandsleysis á milli svörtu hrókanna, sem heföu betur valdaö hvorn annan. 17. Dg4 — Kh8,18. Bg5l Fyrsta þruman. Þennan biskup veröur svartur aö láta eiga sig, því eftir 18. — hxg5, 19. Dh5+ verður hann mát. — b5,19. Had1 — a5, Leikiö án áætlunar, en eftir 19. — Bb7, 20. Hxd8+ — Dxd8, 21. Hd1 — Dc7, 22. Bxe7 — Dxe7, 23. Hd6 skipta yfirráð hvíts yfir d-línunni sköpum. Af þessu afbrigði sést hversu mikilvægt þaö var í 16. leik aö hafa hrókinn áfram á áttundu línunni. 20. Df4! — Kg8, Eftir 20. — hxg5, 21. Dxf7 á svartur ekkert fullnægjandi svar viö hótuninni 22. Dh5+ — Kg8, 23. Bg6 o.s.frv. Bezta vörnin. 21. — gxh6, 22. Dxh6 — f5, 23. exf6 — Bf8, 24. Dg6+ — Kh8, 25. f7 var lakara. 22. Hxd1 — gxh6, 23. Dxh6 — f5, 24. oxf6 (framhjáhlaup) — Bf8, 25. Dg6+ — Kh8, 26. Dh5+ — Kg8, 27. Hd5l Skemmtilegur endir á vel tefldri skák af hálfu hvíts, þar sem hann nýtti sóknar- möguleika sína til hins ýtrasta. 27. Bg6 var önnur vinningsleiö. Svartur gafst upp. Þaö þarf engan aö undra, aö Wedberg var einn af þremur sigurvegurum á mótinu ásamt þeim Taulbut frá Englandi og Búlgaranum Velikov, sem leiddi mótiö lengst af. 16

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.