Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1981, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1981, Blaðsíða 13
Ég hef áður gagnrýnt í Lesbók- argrein, aö mér finnst alltof þröngt um verk Einars í safninu og mörg verkin, ekki sízt í aöalsalnum uppi, standa á fáran- lega háum stöllum, svo maöur sér aöeins uppundir þau. Er í ráöi aö gera einhverjar umbætur þarna? Nei, þaö hefur engin ákvörðun veriö tekin um aö gera breytingar í þessum sal. En ég er þér sammála um það aö alltof þröngt er um verkin í safninu, en þaö verður aö viröa þaö viö listamann- inn aö hann skuli ekki hafa miöaö afköst sín viö stærö safnsins. Myndirnar standa vissulega hátt í samanburöi viö þaö sem nú er venja aö koma myndum fyrir og þau þola það misjafnlega vel. Á þennan hátt kom Einar verkunum fyrir, en fyrirkomulag af þessu tagi var mjög algengt á 19. öldinni og fram á þá 20., aö málverk voru t.d. hengd hátt á veggina. En þaö er rétt aö mörg verkanna njóta sín ekki sem skyldi af þessum ástæöum og þetta má sjá vel hér á neöri hæöinni, þar sem nýlega hafa verið fjarlægðar tréinnréttingar frá þeim tíma þegar safniö var jafnframt íbúðarhúsnæði, hve þaö hefur stórlega rýmkaö um verkin og þau njóta sín í alla staði mun betur en áöur. Mig langar líka til aö geta þess í þessu sambandi aö þaö er markmið safnsins að láta steypa gipsverkin í eir og koma þeim fyrir í garöi safnsins og þá veröur aö sjálf- sögöu rýmra um þau og þar verður í öllu tilliti mun betri aöstaöa til aö skoöa þau en nú er inni í safninu. Einar virðist hafa mætt góöum skilningi hjá stjórnmálamönnum á sínum tíma, sem ákváðu aö byggja yfir verk hans og þetta átak er alveg makalaust í saman- burði viö þaö sem ríkiö lætur af hendi rakna til lista á vorum dögum. Er Einar ekki okkar fyrsti ríkislistamaöur, ef svo mætti segja? Jú, þaö má segja aö Einar hafi verið okkar fyrsti ríkislistamaður. Ríkiö sá frá upphafi um rekstur safnsins frá því aö þaö var opnaö 1923 og Einar fékk laun sem forstöðumaður þess. Þannig aö félagsleg staöa hans sem listamanns er mjög sérstök og jafnframt einstök í íslenzkri listasögu. í raun má skoöa þessa sérstööu hans á tvíþættan hátt. í fyrsta lagi var hann óháöur hverfulum styrkjum ríkisvaldsins, losnaöi undan því aö vera árlega lagöur undir einhverja opinbera mælistiku varöandi lista- mannalaun og í ööru lagi var hann óháður því, hvort verk hans áttu vin- sældum aö fagna á almennum markaði. Hann var óháöur markaðnum og verk hans uröu þannig ekki aö verslunarvöru manna á milli, heldur fengu sinn staö í safninu. Þegar Einar vann myndina af Ingólfi Arnarsyni fyrir lönaöar- mannafélagið, geröi hann ráö fyrir einhverjum lágmyndum á fótstallinn, en einhverra hluta vegna eru þær ekki þar. Veiztu vegna hvers? Myndin af Ingólfi Arnarsyni var pönt- uð hjá Einari áriö 1906 af lönaðar- mannafélaginu og á árinu 1907 sendi hann þeirri nefnd, sem sá um fram- kvæmd málsins, myndir af henni og skriflega lýsingu. Þessi fyrsta tillaga Einars aö minnismerkinu er allfrábrugð- in þeirri, sem nú stendur á Arnarhóli. M.a. geröi Einar í þessari tillögu ráö fyrir fjórum lágmyndum á stallinum, sem Einar nefndi „Ingólfshaugur", „Flótti guöanna undan kristindóminum til ís- lands“, „Nornir'* og „Ragnarökkur“. Nefndarmenn sendu Einari skeyti, þegar þeir höfðu kynnt sér tillöguna og sagöi í skeytinu aö þeir vildu alls ekki kaupa Ingólf meö þessum lágmyndum. Einar svaraöi jafnharöan, aö Ingólfi yrði alls ekki breytt. Nú var máliö komiö í hnút og .ná segja að ágreiningurinn hafi staöiö um þaö, sem kalla mætti rétt og sjálfstæöi listamannsins, eöa eins og Einar lýsti því, aö listamaður hafi rétt til aö skálda út af sögunni og skapa sjálfstætt listaverk, sem hann veröur fyrst og fremst aö leggja undir lög listarinnar. Hins vegar var sjónarmið nefndarinnar aö myndirnar væru illa viðeigandi og þess í staö óskuöu þeir eftir að myndirnar fjölluðu um trú og von Ingólfs, tryggö, landnám og frelsisanda. Þaö er mjög fróölegt aö bera saman skýringar Einars á myndunum og túlkan- ir nefndarmanna. T.d. segir nefndin um Flótta guöanna til íslands aö hún sé mjög illa viöeigandi, þar sem Ingólfur flúöi ekki til íslands undan kristindómin- um og aö þeir vilji ekki stuöla aö því aö þessi tröllslega hönd meö ánegldum manni veröi keypt af íslensku þjóöinni sem symbol trúarbragöanna. Þessum athugasemdum nefndarinnar svaraöi Einar á þann veg, að minningarstytta ætti aldrei aö vera dauöur bókstafur, bæöi vegna þess aö þaö væri ekki viðfelldið aö koma því fyrir í höggmynd og vegna þess, að ef hún er dauð eftirlíking eftir bókstafnum, þá er mynd- inni ofaukið og þá þarf ekki annaö en bókstafinn. Um myndina Flótta guö- anna, segir Einar aö goöin hafi farið meö síöustu heiöingjunum og þau fariö í farveg Ingólfs til íslands, hvort þaö hati verið sama áriö og Ingólfur eða 100 árum seinna skipti ekki máli. Skýring hans á myndinni sjálfri og Ragnarökkur er sú aö guðirnir koma á skýi þeysandi i gegnum loftið, lengst í austri sjá þeir í morgunroöanum tákn kristninnar, hina miklu guöshönd. í hendi guös sést Kristur, sem breiöir út faðminn af eigin vilja, en ekki negldur. Guöirnir flýja, því þeirra dagur er runninn til íslands inn í eldrauöa kvöld- sólina, þegar hún gengur til viðar. Þetta er skýring hans á þessum tveimur lágmyndum. Koma guðanna til íslands og hvarf þeirra þar. Skýringar hans á hinum tveimur myndunum eru þær aö í myndinni Ingólfshaugur er maður meö örn á öxlinni tákn frelsisandans og myndina Nornir hugsar hann svo aö íslenska þjóöin er öftust, en hinar tvær forfeðraþjóðir hennar, sú norræna og sú keltneska fremst. Og um tillögur nefnd- arinnar aö lágmyndum sagöi Einar aö þær væru einskis veröar „illustrationer". Þetta skrifar Einar í bréfi til nefndarinnar 1908 og eftir miklar samningaumleitanir milli Ingólfsnefndarinnar og fulltrúa Ein- ars í málinu, þá var loks árið 1910 13 Hvíld 1915—1935. Úr álögum 1916—1927. Einar situr viö fótstall myndarinnar. FJÓRAR ÚRVALS- MYNDIR eftir Einar Jónsson Fæöing psyches 1915—1918. Alda aldanna 1894—1905.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.