Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1981, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1981, Blaðsíða 7
Japan. í hans hlut kom aðeins að mótmæla og láta í Ijósi hóflega andstöðu. Þegar maður les aftur yfir hugleiðingar hans frá stríðsárunum, fær maður þá greinilegu tilfinningu að keisaranum hafi næstum orðið það léttir, þegar halla tók undan fæti fyrir landi hans í hernaðarátök- unum. Fyrrverandi oþinber starfsmaður í keisarahöllinni sagði Leonard Mosley, ævisöguritara keisarans, frá maínóttinni 1945, þegar kviknaði í keisarahöllinni af logandi braki eftir ameríska loftárás. „Loksins höfum við orðið fyrir sprengju,” sagöi Hirohito. „Nú mun fólk loks gera sér grein fyrir því að ég tek þátt í eldraun þess án nokkurrar sérstakrar verndar guðanna." Frá þessari stund fór Hirohito varla nokk- urntíma úr loftvarnarbyrginu í hallargarðin- um meðan japanska keisaraveldið var lagt í rúst af Ameríkönum og Bretum og sprengjum rigndi yfir ættjörð hans. Og það var í þessu molluheita loftvarnarbyrgi, sem hann tók einu sinni ákveðna ákvörðun á sínum langa ferli. Nokkrum dögum eftir sprengjuárásina á Hiroshima komu ráðvillt- ir ráðherrar og örvæntingarfullir hershöfð- ingjar saman í byrginu. Nokkrir töluðu um úrslitaorustu, aðrir um skilorðsbundna uppgjöf. Keisarans beið að tala fyrir munn þjóðarinnar. Kófsveittur og taugaóstyrkur í kæfandi ágústhitanum hóf hann mál sitt: „Ég þoli ekki að sjá saklausa þjóð mína þjást lengur. Endir stríðsins er eina leiðin til að koma á heimsfriði að nýju og létta af þjóöinni þeirri hræðilegu nauð, sem á henni hefur hvílt.” 124. japanski keisarinn, kominn í beinan karllegg frá fyrsta japanska keisaranum, Jimmu, sem ríkti 660 f. Kr., hafði loks talað. Og þó að öfgasinnar reyndu aö stinga undan hljómplötunni með fyrsta útvarpsávarpi hans til þjóðarinnar og hermenn fremdu fornfræga kviöristu til þess að láta í Ijósi skömm sína, var stríðinu lokið. Keisaranum var það mikill léttir. En friönum fylgdi nýtt erfiðleikatímabil, þegar æðsti yfirmaður bandamanna, Douglas MacArthur, hershöfðingi, lýsti sjálfan sig raunverulegan stjórnanda Japans og Hiro- hito beiö kvíðinn í höll sinni með 300 ekrum lands á meðan amerískir herforingjar fækkuöu keisaralegu starfsliði hans úr 7000 í 1000. Þegar litli maðurinn í Hirohito keisari með fjölskyldu sinni. Söguleg stund. Keisarinn heílsar þegnum sínum í eigin persónu í fyrsta sinn árið 1946. stéljakkanum sínum gekk í salinn og píröi augun í gegnum þykku gleraugun á þennan ægilega, ameríska stríðsráðherra, varð MacArthur mjög snortinn. Vegna þess að Hirohito bað ekki um að fá aö setjast á valdastól sinn aö nýju, heldur tók á sig fulla ábyrgö á öllu, sem skeð haföi. „Hann var arfborinn keisari, en á þessu andartaki var ég þess fullviss að ég leit fyrsta japanska herramanninn, sem hafði fullan rétt á aö kallast slíkur,” skrifaði MacArthur seinna. Hinn strangi hershöfðingi brosti og nú kom ekki lengur til greina að ákæra keisarann fyrir stríðsglæpi. Hann þurfti að skrifa undir sérstakt skjal, þar sem hann lýsti því yfir að japanska þjóöin ætti ekki lengur að líta á hann sem guð. Sjálfur hafði hann látiö í Ijósi efasemdir, en samt var ekki auðvelt fyrir hann að semja keisaralega tilskipun fyrir nýársdaginn 1946. Þar sagöi: „Böndin, sem tengja oss þjóö vorri, hafa alltaf verið spunnin af toga gagnkvæms trausts og ástar. Þau eru ekki mynduð af eintómum helgisögum og goö- sögnum. Heldur ekki af þeirri fölsku hugmynd að keisarinn sé guödómlegur og japanir æðri öörum kynþáttum og hlutverk þeirra sé að stjórna heiminum." Síðan spurði hann konu sína blíðlega: „Sérðu nokkurn mun? Er ég mannlegri í þínum augum núna?“ Nú er hann kominn yfir þau skil, sem aögreina tvo þætti hins keisaralega lífs, fyrir og eftir. Aftur hefur hann farið út úr keisarabúrinu til þess að heimsækja Bandaríkin og Evrópu. Hann fór í Disney- land, þar sem hann eignaðist Mikka mús-úr sér til mikillar ánægju og kom í dýragarðinn í Regent Park í London og skemmti sér stórkostlega við aö fóðra stóran pandabjörn. Á ellidögum býr keisarinn, sem ekki er lengur guö, í umgirtri höll og á opinberum skýrslum er hann aðeins 18. ríkasti maður í Chiyoda-hverfinu í Tokyo. Hann líkist menntamanni á eftirlaunum og gengur stirðum skrefum til sjávarlíffræðirannsókn- arstofu sinnar eftir að hafa horft á morgunsjónvarpið. Viö formleg tækifæFi er hann ennþá ávarpaður „yðar himneska hátign”. Þessi kurteisistitill er enn notaöur af því Japan, sem hefur byggt upp víðáttumikið keisara- veldi bíla og raftækja. (AMÞ þýddi.) Kvöldstund hjá Gunnari M. Magnúss Hugsun mannsins er vegabréf til framtíðarinnar Gunnar M. Magnúss. rithöfundur Einhver kann aö spyrja: Hvaö hefur hann Jón sett efst í hornið sitt að þessu sinni? Á þetta að vera einhverskonar nýtísku skáld- skapur? — Nei, þetta eru áritanir á þremur oröaspjöldum úr söfnunarkassa í fórum Gunnars M. Magnúss rithöfundar. Nú, rúmlega áttatíu og tveggja og hálfs árs, þykist hann vera oröinn nógu gamall til þes að ganga frá orðasafni sínu úr vestfirsku veðurfarsmáli. Hann hefur bundið sig við málsvæðiö á milli bjarga á Vestfjöröum, frá Látrabjargi til Horns. Þegar þetta er ritað eru oröin í söfnunarkassanum orðin eitt þúsund, en verða aö lokum helmingi fleiri. Líklega myndi engum manni á jarðkringl- unni nema áttræðum íslendingi hugkvæm- ast að taka sér slíkt verkefni fyrir hendur, — og varla öðrum núlifandi manni á landi voru en einmitt Gunnari M. Magnúss. Viö Gunnar erum báðir Vestfiröingar og þaö hefur lengi staöiö til að ég fengi að glugga í orðasafniö, enda vill hann gjarna spyrja, hvort maður kannist viö „aö svona sé tekið til oröa í þínum átthögum”. En viö Gunnar höfum um fleira aö tala en merkingar orða og orðtök. Kunnings- skapur okkar er orðinn langur, raunar áratuga gróin vinátta. Ég hripa á miða sumt af því, sem okkur fer á milli eina kvöldstund. Aska. — Það er aska úti, ekki hvassviðri, en þéttar bylgusur. Aml. — Þaö amlar rétt við steina, lítil báruhreyfing. Stillt með ströndum öll- um. Amringur. — Léttur hægur vindur, smásævi, flaðrandi bárur svo sem á heiöartjörn. Amringur viö skipshlið, amringur á móti. Ekki er Gunnar Vestfirðingur að ætt, þótt fæddur sé vestra og dveldist þar, uns hann hleypti heimdraganum rúmlega tví- tugur. Faðir hans var ættaður úr Árness- og Borgarfjarðarsýslum, móöirin úr Garöi á Reykjanesi syöra, alþýðufólk. Spurningu um menningarlegt andrúmsloft á æsku- heimilinu svarar Gunnar svo: — Talsvert var af bókum á heimilinu, Ijóö, rímur, íslendingasögur, þjóösögur og þýddar sögur, einnig guðsorðabækur. Les- iö var upphátt og stundum fleira en heimafólk sem hlustaði og ræddi um efni bókanna. — Fórstu snemma aö yrkja sjálfur? — Ég lærði ungur að draga til stafs, eignaðist blýant, blek og penna. Amma mín sendi mér þessa vísu, sem hún haföi ort: Gunnar litli blóma ber, blíður mjög í lundu, eins og fagur fífill er fjörs á morgunstundu. Þegar þetta var mun ég hafa verið innan viö tíu ára aldur, tók þá strax til viö að yrkja og skrifa. — Lestrarfélagiö í sveitinni og þeim þorpum þar sem ég ólst upp var ekkl stórt, en allt sem þar var las ég auðvitað, hvort sem það var nú ætlað ungum eða öldnum. Þrátt fyrir lítinn farareyri tókst Gunnari aö afla sér kennaramenntunar. Hann var kennari viö Austurbæjarskólann í Reykja- vík í fjölda mörg ár. Fyrsta bók hans, smásögur, Fiðrildi, kom út 1928. Þegar hann varð áttræður í síöasta mánuði ársins 1978 taldist honum svo til, að bækur hans myndu að minnsta kosti vera 50, en síðan hefur Gunnar sent frá sér eina bók um ísl. tónskáld, tveggja binda rit um blikksmiði, eina barnabók, — og fyrir næstu jól kemur rit um Landspítalann. Geri aörir betur. En þetta átti ekki að vera afrekatal Gunnars M. Magnúss. Víkjum aftur að samtali okkar. — Viltu helst láta kalla þig sósíalista? — Þaö skiptir ekki mestu máli hvað maöur er kallaöur. Aðalatriöið, hvaö þaö er, sem inngróið er í eðli manns og stjórnar athöfn hans og stefnu. Ég tel mig vera jafnaðarmann í einföldustu merkingu þess orðs og fylgjandi mannúöarstefnu, með trú á hiö góða og sigur þess. — Og afstaða þín til trúmála? — Ég hef kynnt mér talsvert stefnur og stofnanir, kirkjufélög og trúarbrögð, hvergi fundiö að mannúöarstefna sú sem ég aðhyllist komi skýrar fram en í sósíalisman- um. Sum trúarbrögð boða líkar kenningar en ekki fremri. Þess vegna má kalla mig sósíalista og kristinn mann. En ég var svo lánsamur aö vera fæddur efasemdamaður. Hugsun mannsins er vegabréf til framtíðar- innar. — Ef þú ættir þér ósk sjálfum þér til handa? — Þá myndi ég óska þess að fá að deyja með pennann í hendinni. Jón úr Vör. 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.