Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1981, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1981, Blaðsíða 5
Heimilisfaðir og fyrirvinna: Sunnudagar! Fátt veit ég yndislegra en aö sitja í mjúkum hægindastól meö skemmtilega og fræöandi bók í hendinni, koll undir skönk- unum og teppi ofaná þeim. Undir slíkum kringumstæöum líöur mér sem í ylmjúkum faömi móður minnar forðum daga. Eöa aö minnsta kosti minnir mig, aö faömur hennar hafi veriö ylmjúkur. Hvað sem því líður, tekst mér aö sofa værum svefni og vakna endurnærður viö frískleg hróp kon- unnar um aö sunnudagssteikin sé tilbúin. Ekki er til betri lystauki en þessi frísklegu köll hennar. Munnvatnskirtlarnir taka til óspilltra málanna, garnirnar hefja fagnaö- aróö sinn til konu minnar og matargerð- arsnilldar hennar og sjálfur sprett ég á fætur, glaðvaknaöur undir eins og sest í húsbóndasætið mitt og bíö þolinmóöur, en ákveöinn, eftir því aö konan skeri fyrir mig vænan bita af steikinni. Svona líöa þeir, sunnudagarnir, hver á fætur öörum. Sannkallaöir dásemdardag- ar. Og ekkert fær raskað þeirri rósemd öryggis, sem þessi óbifanlega skipan mála hefur í för meö sér. Nema þegar konan fær tiltektarkast, sem er frómt frá sagt æriö hvimleiö undantekning á reglunni. Tiltektarköstin fær konan mín álíka reglubundið og höfuöverkjarköst, enda er þetta af svipuð- um toga spunnið. Enginn veit nákvæmlega hvenær þau dynja yfir, hve langt tímabil líöur á milli kasta, né heldur hve illskeytt Júlítréð hrífur ekki á konuna mína. — Þér hefur náttúrulega aldrei dottiö í hug aö þaö þyrfti aö hrista motturnar? Eða hvaö?! — Jújújú, elskan mín, segi ég. Ég segi „elskan mín“ ef ske kynni aö þaö yröi til aö slá á óróann í huga hennar. En allt kemur fyrir ekki. — Þér hefur náttúrulega aldrei dottið í hug aö þú gætir hrist úr mottunum? Og þaö hefur alls ekki hvarflaö aö þér, aö heimiliö lítur út eins og svínastía! Maður á þínum aldri! Á mínum aldri! Gat nú skeö, aö hún þyrfti aö koma aldri mínum aö í þessari umræöu. Eins og sé ekki nóg samt. En ég er maöur sáttfús, og segi aö heimiliö líti alls ekki út eins og svínastía. Þvert á móti, enda sé hún hin ágætasta fyrirmyndar- húsmóöir og vinni öll sn verk af stakri prýöi. Hún eigi svo sannarlega skilið hæstu einkunn. Þetta hrífur ekki á konuna mína. Hvernig sem á því stendur, hefur hún aldrei veriö sérlega ginnkeypt fyrir einlægum gullhömr- Ég ætlaði aö reyna aö malda í móinn og segja konunni minni, aö ég heföi einmitt ákveöiö aö giftast henni á sínum tíma fyrir þaö hvaö hún var myndarleg í húsverkun- um. En hún var fyrri til aö opna munninn. Sem von er. Ég er ekki þjálfaður oröbylja- maður, svo konan sætir færis þegar hún getur aö tala hraðar en ég bara til að komast oftar aö. Þaö finnst mér svo óréttlátt. — Og ekki nóg meö þaö! Þú lofar aö hjálpa til, ekki vantar þaö! Lofar og lofar hátíölega upp á drengskap og æru! En hvaö? Stendurðu viö öll fínu loforðin? Nei, ekki eitt einasta! Þú stendur ekki viö nein loforö! Hér komst ég loksins aö til aö bera hönd fyrir höfuö mér. — Þetta eru nú ýkjur, ástin mín, sagði ég eins blíölega og mér var unnt. Nefndu mér bara eitt dæmi um loforð, sem ég hef ekki staðið viö. Nefndu bara eitt svikið loforö, og ég skal spretta á fætur á Eftir Alfreö Böövar ísaksson þau veröa. Þó er ein regla, sem konan mín hvikar aldrei frá. Tiltektarköstin koma aöeins á sunnudögum. Því er nú ver, segi ég, þó ég reyni auðvitaö aö taka þeim af þeirri hugprýöi og karlmennsku sem ein- kenna skal húsbónda heimilisins og fyrir- vinnu. Þegar konan mín fær tiltektarkast hróp- ar hún ekki frísklega, aö sunnudagssteikin sé til. Þá læðist hún aö mér aö óvörum, þar sem ég lúri í stólnum meö skemmtilegu og fræöandi bókina í kjöltunni og teppiö yfir fótum mér og hnussar, svo heyrist yfir til nágrannanna: — Þú heldur náttúrulega, aö motturnar hristi sig sjálfar úti á svölum? Eöa hvað?? Þegar konan mín segir „Eöa hvað“, veit ég aö hún hefur fengiö tiltektarkast. Illskeytt tiltektarkast. Ég reyni vitaskuld aö stilla mig gagnvart þessari fólskulegu árás, enda rómaöur geöspektarmaöur, og segi aö slík fásinna hafi auövitað aldrei hvarflaö aö mér. En slík yfirlýsing frómrar sálar um mínum og hrósyröum í hennar garö. Hún bregst viö þeim á álíka hátt og eldurinn viö olíunni. — Þér finnst náttúrulega alls ekkert skítugt hérna í kringum þig! Þá skal ég, sko, upplýsa þig um þaö hér og nú, aö heimilið er að kafna í ryki. Ég svipaöist um eftir henni Soffíu, dóttur minni, og Eiríki litla, augasteininum hans pabba síns, en þau höföu greinilega haft vit á því að foröa sér út þegar móöir þeirra skipti um ham. Ég heyröi í Eiríki litla leika sér meö vinum sínum úti í garði. O, þú áhyggjulausa æska. Konan mín hélt áfram eins og ekkert heföi í skorist. — Svona er þaö! Þú sefur hér og boröar og finnst ágætt aö ég stjani í kringum þig allan guöslangan daginn, þvoi af þér, eldi ofan í þig, þrífi í kringum þig, en þér dettur aldrei í hug aö rétta fram hjálparhönd. Alfreö Böövar, þú mátt skammast þín ofaní tær! stundinni og taka að mér alla tiltekt eins og hún leggur sig! Þetta kann aö viröast vogaö, en ég vissi sem var, aö hún gæti aldrei nefnt eitt dæmi þess að ég heföi ekki staðiö viö orö mín. Ég var nú ekki í skátunum í þá daga fyrir ekki neitt. — Hvað er langt síöan þú lofaöir aö fara meö jólatréð í ruslatunnunalllll Æ. Jólatréö. Konan þagnaöi og horföi á mig jökul- köldu augnaráöi. Ég varö alls ekki orölaus, þvert á móti, en mér fannst rétt aö hugsa málið dágóöa stund. — Elskan mín, sagði ég aö endingu. Svo datt mér ekki í hug aö segja neitt meira. Ég hugsaði máliö aöeins lengur. Jökulkalda augnaráöiö beindist enn aö mér. Þaö er afar óþægilegt aö hugsa undir slíkum kringumstæöum. — Elskan mín, sagöi ég aftur. Þá datt mér snjallræöi í hug, sem veröa skyldi mannoröi mínu, sæmd og æru til bjargar gagnvart illskeyttum og ómaklegum árás- um konu minnar gegn mér. — Þetta er reginmisskilningur hjá þér. Reginmisskilningur! Þaö er alls ekki rétt aö ég hafi gleymt aö fara meö jólatréð í tunnuna. Þvert á móti man ég þaö á hverjum degi. í hvert sinn sem ég lít út á svalir og sé jólatréö, man ég eftir því aö þaö á aö fara út í tunnu. En, engillinn minn, í hvert skipti, sem ég sé jólatréð fyrir mér í Ijótum, svörtum ruslapoka ofan í þessari óyndislegu ruslatunnu, þá finn ég hvernig einsog brestur strengur í brjósti mínu. Ég fann aö þessi ræöa mín virtist ætla aö hafa tilætluö áhrif. Konan var sest á stól meö hendur í skauti og horföi í gaupnir sér. Hún var greinilega mjög snortin. Ég hélt áfram og dró andann djúpt áöur en ég tók til máls. — Jólatréð er nefnilega tákn. Þaö er tákn gleöihátíöar og friðar. í hvert skipti sem gervallt mannkyn lítur jólatréö augum, þó ekki sé nema í gosdrykkjarauglýsingu, hrærast góöar hugsanir og göfugar í hugum fólks. Og þá skipta árstíðir engu máli! Þaö er sama hvort er vetur, sumar, vor eöa haust. Um leiö og sérhver maöur horfir á jólatréö, hiö sanna symból jólanna, veröur hann barnslega einlægur. Hann man allar kyrrlátu stundirnar sem barn í fangi móður sinnar, hann man allar gleði- stundir æskuáranna. Hann verður svo góöur í sér. Og ég ... Þegar ég sé jólatréö, jólatréð okkar, hérna úti á altaninu, þá verö ég líka svo góöur í mér. Ég tók eftir því aö konan draup höföi. Ég tvíefldist. — Manstu, fyrst eftir þrettándann, þeg- ar drifhvít mjöllin hvíldi enn á greinum trésins og götuljósin stöfuöu birtu sinni á þessa rómantísku mynd í stofúglugganum. Manstu, þegar fór aö vora, og greinarnar komu aftur í Ijós undan snjónum, og sólargeislarnir léku sér í því sem eftir var af barrnálunum. Og er ekki sem Ijúf endur- minning jólahátíðarinnar, jólaljósanna, jólagjafanna og jólalambalærisins leiki um tréö, þar sem þaö trónir á svölunum okkar í geislum hádegissólarinnar? Og þessa Ijúfu endurminningu hugans vilt þú að ég fari með út í ruslatunnu! Ég var oröinn klökkur af því aö flytja þessa ræöu mína, enda mun óhætt aö segja, aö ég hafi meint hvert orö í einlægni. Þaö er reginmisskilningur, eins og konan mín hefur síöar haldið fram í hópi vin- kvenna sinna, aö ég hafi einungis verið aö reyna aö koma mér undan húsverkunum. En konan mín hefur nú alltaf átt í umtalsverðum erfiöleikum meö aö skilja til fulls hina karlmannlegu göfgi, svo þaö var ekki nema von, aö hún skyldi horfa á mig eftir ræöuna og hvæsa meö samanbitinn munninn: — Alfreö Böövar! Þaö er miöur júlí! Ef jólatréð verður ekki komiö í svartan ruslapoka út í ruslatunnu fyrir kvöldmat, þá geri ég eitthvað voöalegtl! Hún hrópaöi seinustu oröin óþarflega hátt fannst mér. En ég lét gott heita. Eg veit nefnilega, hvenær er réttast aö láta allar vitsmunalegar rökræöur niður falla fyrir ofurveldi tilfinninganna. Ég fór út á svalir og tróö þessu jólatré í svartan ruslapoka, sem ég setti síðan ofan í tunnu. Konan mín fylgdist grunsamlega vandlega meö hverri hreyfingu minni meö teppabankarann í hendi. Mér fannst aö vísu, aö hún heföi vel getaö fengist viö eitthvaö þarflegra. Til dæmis aö tilreiða sunnudagsmatinn fyrir mig. En þegar ég minntist á þaö viö hana, urraöi hún grimmdarlega, aö mér væri nær aö hugsa um júlítréð! Júlítréð! Aö heyra þetta! Konur hafa, sko, engan húmor. Og þaö fékk ég enn betur aö reyna um kvöldiö, þegar viö fórum að sofa. Ég var auðvitað matarlaus og lúinn eftir aö hafa bjástraö meö þetta jólatré, en konunni minni stóö nákvæmlega á sama um það. í staö þess aö bjóöa mér góða nótt eins og hún gerir venjulega, með kossi, glotti hún til mín með hendi á mjööm og sagði ilikvittnislega: — GLEÐILEG JÓLI! Konur hafa, sko, alls engan húmor! 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.