Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1980, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1980, Blaðsíða 19
Streita vegna gleöi: Sovézkur útflytjandi til ísrael hittir bróður sinn eftir 39 ára aöskilnaö. Streita vegna óvissu: Atvinnulausir menn í Nýja Sjálandi bíóa þess aó fá ókeypis máltíö. íþróttakappleikir hafa alltaf streitu í för með sér og vex eftir því sem keppnin er haröari. Streita listrænnar sköpunar: Leonardo Bernstein er eins og spretthiaupari aö koma í mark, þegar hljómsveitin svarar stjórnun hans hárnákvæmlega. Streita einhæfninnar: Sömu handtökin endurtekin í sífellu, daginn út og inn í rússneskri verksmiöju, þar sem úr eru sett saman. lækning slíkra vandamála að sjálfsögðu í því að forðast áreitið sem bólgunni eða ofnæmisviöbragði veldur. Þegar hinsvegar áreitið sjálft er hættulegt væri kórvilla að reyna að hamla gegn varnarviðbrögöum líkam- ans. Þvert á móti reynum við í slíkum tilfellum aö efla varnarviöbrögðin. Slíkt er einmitt hlutverk hinna svokölluöu catatoxisku efna. Sum hormón líkam- ans geta í litlum mæli eflt þessi virku varnarviöbrögð en sterkustu efnin af því tagi eru búin til í efnaverksmiöjum. Eitt virkasta þeirra hefur heitið pregneno- lone-16a-carbonitrile. Þetta efni og önnur skyld auka hæfni líkamans til þess aö eyða mörgum mismunandi sjúkdómsvöldum en nauðsynlegt er að hafa í huga að ekki eru til nein töfralyf og mikillar nákvæmni og aögæslu er þörf viö notkun þeirra. Gott er að gera sér grein fyrir því aö slík efni sem efla og draga úr náttúrulegum viöbrögöum lík- amans eru talsvert annars eölis en lyf eins og fúkkalyf, móteitur eöa sársauka- deyfandi lyf sem ætlaö er aö vinna beint gegn sjúkdómsvaldinum sjálfum eða afleiðingum hans. Dr. Selye rekur þróunarsögu lífsins á jöröinni og dregur af henni lærdóm fyrir nútímamanninn og þjóöfélag hans. Hann bendir á að frá einföldustu örvefum til mannsins er það eðli lifandi vera að vernda sína eigin hagsmuni fyrst. Sjálfshyggja er þannig eðlilegur og upprunalegur þáttur þess að lifa á jörðinni. En jafnhliða býr maðurinn ásamt sinni meöfæddu sjálfshyggju, yfir sterkari samúðartilfinningu. Þó að þess- ar tvær hvatir virðist stangast á, er hægt aö samræma hvötina til viöhalds sjálf- um sér og þaö aö hjálpa öörum. Það má líta á samúð og samkennd sem um- breytt form sjálfshyggju, nokkurs konar heildræna sjálfshyggju sem hjálpar samfélaginu sem einstaklingurinn lifir í. Rætur þessa telur Hans Selye að liggi í þeirri samvinnu og því samlífi fruma sem þróun fjölfrumunga byggir á. Frumuhópar læröu snemma í lífssög- unni aö samvinna haföi marga kosti. Mismunandi frumur sérhæfðu sig í mismunandi starfsemi, sumar tóku aö sér fræðuöflun og meltingu, aðrar sáu um öndun, hreyfingar eöa varnir, meöan enn aðrar frumur tóku að sér aö samræma starf allrar lífsheildarinnar. Þannig urðu sjálfshyggja og samúð að nánast sama fyrirbrigöinu, því þaö er lítið vit í harðri samkeppni meöal fruma sem þarfnast hver annarar og deila meö sér bæði fæðu og lífsorku. Lífssagan færir okkur einnig mörg dæmi um samvinnu milli einstaklinga af mismunandi tegundum. Velþekkt dæmi eru fjallagrösin þar sem þörungur og sveppur lifa í svo nánu sambýli að þeir virka út á viö sem ein lífvera. Rætur ýmissa baunategunda gefa annaö dæmi um samvinnu náttúrunnar. Þar lifa sýklar á rótunum sem vinna köfnunar- efni til hagsbótar fyrir jurtina alla. í þriðja lagi getum við hugsað til samvinnu manna í milli, samvinnu milli félagshópa, stofnana og jafnvel alþjóö- lega samvinnu, þó að enn sem komið er vanti verulega á aö þessi form samvinnu hafi náð því þróunarstigi sem líffræði- dæmin sem nefnd voru sýna. Þrjú stig aölögunar aö áreiti. Rannsóknir Dr. Selye leiddu snemma í Ijós að aðlögunin að áreiti sem álagi veldur fer í gegnum þrjú stig. 1. Upphaflega hættuviðbragöið. 2. Myndun þols gegn álaginu. 3. Uppgjöf, ef álagið heldur áfram, þetta gildir bæði um dýr og menn. Aðlögunarhæfnin eöa aðlögunarork- an er greinilega takmörkuö, af henni höfum við takmarkaöan forða sem viö fáum í vöggugjöf. Við verðum því aö læra að nota þennan höfuðstól lífsorku viturlega og oft verðum viö aö velja og hafna, því það hefur engan tilgang aö eyða orku sinni í það sem engan tilgang hefur. Því gefur læknirinn fólki eftirfar- andi heilræði: Þú skalt berjast fyrir því aö ná þínu æösta marki en aldrei berjast án árangurs. Samvinna sjálfshyggju og samúðar. Þó aö Dr. Selye hafi fundiö hornstein heimspeki sinnar meö rannsóknum á sviði náttúruvísinda er þessa sömu hugmynd aö finna víöa svo sem í hinum kristnu fyrirmælum „elskaöu náungann eins og sjálfan þig“. Þetta er ekki eins furðulegt og virðist viö fyrstu sýn þegar haft er í huga að lögmál náttúrunnar eru söm viö sig og þau vandamál sem fólk glímir viö þau sömu á hvaða öld og viö hvers konar þjóðfélagskerfi sem fólk lifir. Á hinn bóginn ber aö gæta að krafan um að elska náungann eins og sjálfan sig er markmið sem nær ómögu- legt er að ná. Því orðar læknirinn boðskap sinn á raunhæfari hátt: „Hegö- aöu þér þannig að þú eigir skilið aö fá samúö náunga þíns.“ Geir Viöar Vilhjálmsson sálfræðingur endursagði.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.