Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1980, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1980, Blaðsíða 4
Smásaga eftir Þorstein Antonsson Ljós leiftraöi yfir melnum, hvítt og blátt, svo stóö sívalningurinn á melnum fyrir framan Álf; hann geröi sér ekki frekari grein fyrir röö þessara atvika, staönæmdist, tók ofan rauöa húfuna og horfði fram fyrir sig lotningarfullt. Sívalningurinn snerti hvergi jöröina og Álfur var aö byrja aö gera sér grein fyrir aö þetta myndi vera flugfar þegar hann varö var hræringar neðan viö sívalninginn og maöur, hjúpaöur ein- hverju sem einna helst líktist stórum vatnsdropa, losnaði frá honum og sveif nokkurn spöl í burt. Álfur gerði ráö fyrir að svo færi sem alltaf áður, maöurinn yröi hans ekki var og undrun hans var mikil þegar maöurinn tók stefnuna á hann eftir augnabliks hik. Hann fór hægt og Álfur var of hlessa yfir þessu öllu saman til aö honum gæfist tóm til aö veröa aö ráöi hræddur, hvaö þá taka á rás sem hann ella heföi gert. Hann sá aö maðurinn var í silfurlitum samfestingi frá toppi til táar, þröngum og hugkvæmdist aðeins aö hlyti aö vera óþægilegur klæðnaður. Sjálfur var hann í víðum klæðum, litskrúðugum meö blúnduverki og bekkjum, eins og aörir álfar. — Maðurinn stóö fyrir framan hann og hjúpurinn, sem hann haföi borist meö, var horfinn, þaö jafn auöveldlega og deplað heföi veriö auga og hann aðeins sjónglýja. Maðurinn ávarpaöi Álf á máli sem hann skildi. Góöan daginn, sagöi hann. Eins og aörir af hans kyni mat Álfur háttvísi mikils og hann tók undir kveöj- una en langt andlit hans var eitt spurningarmerki. Fylgdu mér til foringja þíns, sagði sá aðkomni. Konungurinn er í berjum, svaraöi Álfur. Hann benti á farið. Þetta er mikiö þing, sagði hann. En hvernig má þaö vera aö þú getur séö mig? í þeim sögum um samskipti álfa og manna, sem ég nam við móðurkné, var þess ekki getið aö venjulegum mönnum væri sjálfrátt um hvoil þeir sæju mína líka og eru þetta mikil undur og ekki í samræmi við úrskurö skapara okkar allra. Maöurinn horföi á hann og andlitiö var án svipbrigða og slétt. Hafa aörir af mínu tagi veriö hér fyrr? spuröi hann. Álfur sagöi ekki neitt en brosti og gaf með svipnum til kynna aö hann tryöi ekki aö manninum væri alvara. Ég kem með friði, sagöi maðurinn. Ég kem frá annarri stjörnu. Séu mér líkir sambýlingar þíns fólks eru þeir þó ekki mín þjóö. Eigiö þiö í útistööum viö þá eru þær mér óskylt mál. Þaö var heiöskírt þennan dag og sá vel tíl fjalfa. Viö álfar hiröum ekki um menn núorðið, sagöi sá meö rauöu húfuna og haföi sett hana upp aftur. En nú verö ég aö sinna erindum mínum og verö aö kveöja þig. Þakka þér fyrir spjallið. Hann tók aftur ofan húfuna. Konunginn geturðu fundiö noröanvert í þríhyrnda fjallinu sem þú sérö þarna. Hann benti. En vittu það, maður eöa stjarnbúi, sagöi Álfur og teygöi nú þegar sporin á samri leið sinni, aö vegir álfa eru ekki þínir vegir. Álfur sá í samri svipan aö umhverfis hinn ókunna myndaðist á ný hjúpurinn en gaf ekki frekari gaum að þessum fyrirburði fyrr en hann varö var við leiftur eins og fyrra sinniö, þá leit hann á þann veg sem snöggvast og þar var ekki lengur neina nýlundu aö sjá. Álfur steöjaöi áfram í leit sinni aö hestum konungsins. Konungurinn var rauður í framan af erfiðinu og hann var orðinn berjablár því aö hann freistaöist til aö tína upp í sig og þaö til jafns viö þaö sem hann setti í skeppuna. Dætur hans tvær, ungar báöar, voru með honum í mónum og nokkrir nánustu hirðmanna hans en kona hans var heima því aö meöal álfa þykir heldri konum ekki fínt að vera brúnar á hörund. Hún sat í skuggsælum hamri skammt frá og spann á rokk, fíngerður þráðurinn lék fram af mjóum fingum hennar og af og til skyggndist hún til bónda síns og barna. Stjarnbúinn sá álfana í brekkunni í fjarsjánni og setti niður fariö þar sem hann var kominn. Prinsessurnar hlupu báðar í skjól því að þær höföu ekki vanist tiltektum manna og því aö þær yröu ekki séðar af mönnum viö venju- legar kringumstæður; pabbi, pabbi, mamma, mamma, kölluöu þær. Menn- irnir eru komnir að ræna okkur! Veriö þiö stilltar, greyin mín, kallaöi kóngurinn hastur. Þeir geta okkur ekkert mein gert. En mikil varö undrun hans og þeirra hinna sem viöstaddir voru þegar þeir sáu, mitt á meðal sín, mannveruna í glærum hjúpnum svífa svo sem spönn fyrir ofan litsterkt lyngið. Og svo hvarf hjúpurinn sem fyrr og maöurinn stóö þarna silfurklæddur ofan frá og niöur úr. Þegar konungurinn var orðinn viss um aö hann duldist ekki fyrir þessari veru ávarpaöi hann hana af viöeigandi siösemd; gott er blessaö veöriö. Og hvaðan ber þig aö, sagöi hann. Og hann reyndi aö leyna skjálfta sem ósjálfrátt kom í róm hans. Þaö gætti engra svipbrigða í andliti aökomumanns. — Ég ber þér kveöju foringja míns og fólks míns, sagöi hann. Þú munt vera konungurinn. Satt er þaö, svaraöi sá sem viö var mælt. Og ber nú nýrra viö er menn ganga að álfum eins og menn séu og er nú brotið lögmáliö. Eöa hver ert þú? Stjarnbúinn var fölur í andliti og augu hans grá. Ég kem langt aö, svaraöi hann; frá stjörnu járnsins til stjörnu vatnsins og heimkynni mín eru handan hjólsins mikla; einnig á þriöju stjörnu frá sól; í heimi hins þunga vatns. Já, ég hef nú aidrei verið fyrir feröalög, sagði konungurinn. En hverj- um sitt. Hann stakk upp í sig krækiberi. Gakktu í híbýli mín, fátækleg, sagöi hann. Og þaö gerði stjarnbúinn, teinréttur í baki og hélt höndunum lítiö eitt út frá síðunum. Prinsessurnar horföu á hann forvitnar og önnur kímdi svo aö lítiö bar á en hin hastaði á hana. Klettaveggirnir voru berir aö vísu en mild gul birta lék um þá svo aö þeir voru nærri því hlýlegir. Þetta er nú sumarbústaður minn, sagöi kóngurinn meö afsökunartón þeg- ar þeir voru sestir í dálítinn sal og hirömennirnir, sem fylgdu konunginum hvert spor, í hálfhring aö baki þeim. Ég er hér mér til hvíldar og hressingar. Mikill vefnaöur var á gólfi þessa salar. Kóngurinn tók bikar úr hvítum steini af borði fyrir framan þá. Má ég bjóða þér krækiberjavín? spurði hann. Ef þú ert mönnum líkur um fleira en útlitiö notarðu hvort tveggja, mat og vín. Eöa viltu boröa fyrst? Hann hellti í bikarinn úr könnu, sem einnig var fagurlega rennd úr sama efni, þegar gesturinn haföi þegiö drykkinn. Konungurinn var grænmetisæta en gesturinn virtist ekki vera matvandur. Þaö fór vel á meö þeim. Þeir ræddu saman yfir réttunum um gjöfult landiö, litbrigði þess um langa sumardaga og skuggaflökt tunglskinsnótta — og stjarnbúinn sagði álfakónginum aö tvö tungl væru á lofti um nætur þar sem hann ætti heimkynni og af því hvernig skin þeirra merlaöi á hvítum borgum, löngum svifbrautum, vötnum í blómlaga kerjum á stilkum, hátt ofan við yfirborð þeirrar jarðar sem var hans. Langt er um liöiö síöan ég lagöi upp í þessa ferö, sagði hann. Mig er farið aö hlakka til aö koma heim. Kóngurinn hellti krækiberjavíni í staupiö hans. En þess utan sá drottn- ingin þeim fyrir beina sjálf og var af henni feimnin sem hún í fyrstu haföi boriö til þessa kaldleita gests. Nú þegar hún brosti til hans var jafnvel fariö að gæta svipbrigöa í ásýnd hans. Þar kom aö stjarnbúanum þótti viö hæfi aö spyrja álfakónginn: Hverjir eru þessir menn sem þú nefnir? Kóngurinn lagöi frá sér servéttuna. Allt þaö rask sem þú verður var viö er af þeirra völdum, svo og húsin, bílarnir. Og þá kom á daginn aö stjarnbúinn hafði ekki orðið var við nein slík ummerki, haföi þó flogið víöa yfir héöra og handan hafs. Drottningin deplaöi © auga og sagði hann sannarlega ekki gefa gaum aö því sem nærri honum lægi og stjarnbúinn virti hana fyrir sér og enn frekari lífsmerki komu í ásýnd hans; bros færöist yfir þunnar varirnar. Ég sé þá kannski ekki. Þeir greina ykkur ekki eöa hvaö? Einn hirðmannanna, sem var hrað- kvæöur, hafði gert Ijóö um komu stjarnbúans. Þegar þeir höföu hlýtt á þaö réðu þeir meö sér, hann og konungurinn, að fljúga yfir höfuöborg mannanna í landinu morguninn eftir. En þá um miðjan dag hlyti stjarnbúinn aö halda áfram för sinni því aö staöa reikistjarnanna réöi um hvort ferö hans horfði til heilla fremur en ekki; hún yröi honum óhagstæðari er lengra liöi á. Hann afþakkaöi gistingu og hélt til fars síns um kvöldið. Stjárnbúinn fór í dálitla gönguferö áöur en hann færi aö sofa. Hann gekk upp grösuga hlíð, stiklaöi yfir læk sem skoppaöi ofan hana straumharður og þegar hann kom yfir háls lá fyrir sjónum hans spegilskyggnt heiöarvatn. Hann gekk í kringum þetta vatn. Úr rekjunni viö fætur hans spruttu fuglar. — Hann skoöaöi kóngulóarvef í klettaskoru. Sólin var sest og tekið aö kula. Hann hélt ofan hlíöina til geimfars síns, afslappaðri en hann hafði verið lengi. Milli fingra sér hélt hann á spörfugls- fjöður. Hann fleygði henni þegar hann kom í námunda viö farið. Sendi boö um komu sína um stjórntækiö í brjósti sínu sem einnig stýröi lungum hans og talfærum og hjúpurinn umlukti hann næstum í sömu andrá og bar hann aö farinu. Hann skilaöi honum af sér í einangrað hólf þar sem lífræn og vélfræöileg líffæri hans voru yfirfarin og allt ytra boö líkama hans var sótthreinsað; litbrigöa- borö gaf til kynna ásigkomulag hans og síöan geröi hann sendi þess virkan meö því aö veifa hendinni og sendirinn kom þessum upplýsingum til stjórntækisins í brjóstholi hans. Þegar hann kom úr einangruninni og inn í farið tók hann inn forskrifuð lyf til aö fullkomna ásigkomu- lag sitt. Hann gerði nokkrar líkamsæfingar, þambaöi vatn því aö hann haföi orðið þyrstur af krækiberjavíninu gestgjafa síns; á meðan lét hann upplýsingabanka farsins leita í minni sínu aö fróðleik um menn eöa eitthvert þróað vitsmunalíf í þessum heimi sem hann nú gisti, annaö en hann þegar þekkti. Vélheilinn innra meö honum tók við upplýsingastreym- inu þegar hann lagði flata lófana á fróðleiksbrunninn, öskjulaga hlut í rann- sóknarklefa sem fóöraður var meö mjúku efni, hann sá álf fyrir hugskots- sjónum sér, hval aö stökkva og fleira en ekki svar við spurningu sinni. Stjórn- tækiö innra meö honum lét hann vita aö streita hans fór yfir hóflegt mark og hann afréö aö gefa ekki frekari gaum aö þessu verkefni fyrr en daginn eftir. Rúm hans hafði sömu lögun og farið; mjór og langur sívalningur, efri hlutinn var úr gagnsæju efni. Þegar hann haföi komiö sór fyrir valdi hann sér tilfinn- ingasviö; horföi á rúmtækar myndir aö heiman í ioftinu fyrir framan sig og fylgdist meö rás atburöa þeirra. Tækja- búnaöur í svefnrými hans samræmdi þessar sviösmyndir líkamsbyggingu hans og ástandi nú og þegar hann var sofnaöur hagræddi þaö heiiabylgjum hans svo aö sköpunarhneigöin færi meðalveg milli þessara tilflnninga og þeirra sem draummyndir liöins dags boöuöu og hann þurfti aö fá útrás fyrir meö eölilegu draumlífi til aö geta af öryggi mætt nýjum degi og af heilbrigðri marksækni. Rúmtæk mynd af dreng aö byggja sandkastala fyrir opnu hafi varöi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.