Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1980, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1980, Blaðsíða 18
Geir Viðar Vilhjálmsson: Friösamleg sambúð við streituna hann vitnar í kvæðið um Tristram og ísönd: „Þeim var ekki skapaö nema aö skilja.“ Snæbjörn Jónsson segir í hínni ber- söglu minningargrein um Jón, að hann hafi aldrei þekkt hann ööruvísi en fals- lausan, en þeir voru kunnugir í 36 ár. Jón hjá William Morris Einn hinn merkasti og frægasti Eng- lendingur, sem sótt hefur ísland heim.'er skáldiö og rithöfundurinn, þúsundþjala- smiöurinn, hugsjóna- og atorkumaöurinn William Morris. Hann varö reyndar heimsfrægur fyrir marpra kosta sakir. Hann kom tvívegis til Islands, 1871 og 1873, í fylgd meö Eiríki Magnússyni í Cambridge, en þeir þýddu í samvinnu margar íslenzkar fornsögur. Þá orti og Morris út af Laxdælu stórkvæöiö Gud- run’s Lovers og út af Völsungasögu eitt sitt mesta og frægasta kvæöi, Sigurd the Volsung. Morris kynntist Jóni Sigurössyni og varö, eins og Jón segir réttilega í bók sinni, svo mikill vinur íslands, aö fáir hafa veriö slíkir. Um hríö var Jón öll sunnudagskvöld heima hjá William Morris í hinu glæsilega húsi hans í Hammersmith í Vestur- London, er Morris átti til auöugra að telja og var athafnamaöur, jafnframt því sem hann var sveimhugull menningarfrömuö- ur og sósíalisti af hugsjón. Hann var hamhleypa, aö hverju sem hann gekk. Jón lýsir honum svo: „Morris var víkingur í lund og eins ásýndum, maöur þrekinn og hraustlegur, rauðbirkinn á hár og skegg, biáeygur, fasteygur og svipmikill. Kona hans var annáluö fyrir fegurö. Skáldiö og málarinn Rossetti sat stundum dögum saman, ár eftir ár, viö að mála af henni myndir. Hún kom sjaldan á jafnaöarmannafundi bónda síns. Þegar hún kom, var engu líkara en þar kæmi gyöja ofan af Ólymp og settist meöal mennskra manna." Jón getur ekki hafa þekkt Morris lengi, því aö hann andaöist 1896, en dóttur hans aftur á móti, May Morris, sem bauð Jóni að vera mánaðartíma í Kelmscott, ættarsetrinu, og kenna sér íslenzku. May Morris gaf út ritsafn fööur síns, 24 bindi, og ritaði formála fyrir hverju bindi. Hún feröaöist um ísland og kom á alla þá staði, sem faöir hennar haföi gist. Þegar fundarhús mikiö var reist í Kelmscott í minningu William Morris, héldu þeir ræöur um hann Bernhard Shaw og Ramsay MacDonald, forsætis- ráðherra, aö viðstöddum fjölda manns. Á eftir bauö Mary Morris Jóni og þeim til kvöldveröar aö Kelmscott. Jón sagöi þá MacDonald, aö hann heföi kynnzt Ishbel, dóttur hans, sem þá var í borgarstjórn í London og lét mikið aö sér kveöa. Hann sagöi Jóni, aö hún stjórnaöi á heimilinu og í Downing Street 10. Jón og Bernhard Shaw Jón þekkti vel Bernhard Shaw alla tíö, síöan þeir hittust á sunnudagskvöldum hjá William Morris. Shaw bjó lengi í Adelphi Terrace, og Jón var lengi meö- limur í klúbbi, sem haföi húsnæöi á neöstu hæö þess húss, sem Shaw bjó í. Kom hann stundum í klúbbinn og raeddi viö Jón og aöra. Hann sagöi Jóni eitt sinn, að hann heföi eingöngu norrænar þjónustustúlkur, því að hinar ensku væru bæði latar og heimskar og auk þess svo vanafastar, að þær vildu ekki læra neitt. Shaw var enn á iífi, 93 ára, er Jón reit ævisögu sína. Segir Jón frá því, aö hann hafi heimsótt Shaw, áöur en hann hvarf til íslands. Honum var vísaö inn í herbergi, sem líktist safni forngripa. Þar ægöi öllu saman — uppdráttum af Oxford og Cambridge frá 16. öld, eirlíkneskjum af Shakespeare og Jeanne D’Arc, elztu útgáfum af frægum bókum o.s.frv. Jón segir: „Öldungurinn vaknar eftir miödegisiúr- inn og kemur hlaupandi inn. Þráöbeinn og spriklandi af fjöri er hann, eins og Frh. á bls. 23. Hans Selye hefur til skamms tíma verið forstöðumaður Rann- sóknastofnunarinnar í tilrauna- læknisfræði og skurðlækningum við Háskólann Montreal og þar stjórnaði hann í meir en þrjá áratugi þeim rannsóknum á streitu sem hann hefur hlotið heimsfrægð fyrir. Hann ber dokt- orsgráður í heimspeki, náttúru- vísindum og í læknisfræði. Þar að auki haföi honum áriö 1974 hlotnast sextán heiöursdoktors- titlar og fimmtíu verðlaun, heið- ursmerki og heiðursborgaratitl- ar. Honum hefur einnig hlotnast mesti sæmdartitill heimalands síns, en hann er „Companion of the Order of Canada“. Dr. Hans Selye er einnig einn af ráðgjöfum Rannsóknastofnunar vitundar- innar. í bókinni Stress without Distress sem út kom árið 1974 setur Hans Selye fram niðurstöður rannsókna sinna, sem spanna um fjóra áratugi á alþýölegan hátt. Verður hér gerð tilraun til þess að rekja nokkur aðalatriöi hugmynda hans. Doktor Selye leggur áherslu á aö streita er ekki bara taugaspenna né heldur sé streita eitthvað sem menn eiga endilega að forðast, því algert frelsi frá streitu jafngildir dauöa. Grundvall- arspurningin á bak viö rannsóknirnar er sú hvernig mjög mismunandi álag og áreiti getur framkallaö í líkamanum sömu streituviðbrögð. Greint er á milli tveggja tegunda viðbragða í líkamanum viö langvarandi og hættulegu álagi: 1. Álag sem iíkaminn reynir aö lifa meö (syntoxic response). 2. Álag sem líkaminn reynir að eyða (catatoxic response). Hið hagnýta gildi rannsóknanna felst einkum í þeim möguleika aö reyna að bæta hin meðfæddu yarnarviðbrögð líkamans. Lítum nánar á þessar tvær tegundir álags. Líkaminn bregst við álaginu sem hann reynir að lifa með meðal annars meö framleiðslu hormóna gegn streitu (corticostereoid hormón) eins og áöur var nefnt. Hér er um að ræða þaö að mynda þol gegn áreitinu og skapa skilyröi fyrir friðsamlegu samlífi viö það. Hin varnaraðferð líkamans (catatoxic) leiðir aöallega framleiðslu niöurrífandi efnahvata sem ráðast með virkni sinni á Um Hans Selye, höfund streituhug- taksins og skoðanir, sem fram koma í nýrri bók hans, Stress without distress, þar sem Selye leggur áherzlu á að streita sé ekki endi- lega eitthvað slæmt, sem beri að forðast. sjúkdómsvaldinn og flýta venjulega fyrir niöurbroti hans í líkamanum. Meðal þess sem áðurnefnd „hormón gegn streitu” gera í líkamanum er að draga úr bólgum og mörgum nauðsyn- legum ofnæmisviöbrögðum. Best þekktu hormónarnir af þessu tagi eru hormónir cortisone og skyld efnaverk- smiöjuframleidd lyf, en þau eru meðal annars notuð í meðhöndlun sjúkdóma þar sem bólgumyndunin sjálf er aöalor- sök vandans. Sem dæmi má nefna vissar tegundir af liðabólgu, augnbólgur eöa bólgur í öndunarfærum. Þessi hormón draga einnig verulega úr til- hneigingu líkamans til þess aö vísa á bug vef sem græddur er í líkamann með skurðaögerðum eins og til dæmis við hjarta-, nýrna- eða húöflutninga. Ástæðan fyrir því aö jákvætt er að hamla gegn bólgumyndun er sú að aöaltilgangur bólgunnar er aö einangra hiö ertandi álag, til dæmis sýkla, meö myndun varnarveggs af bólgnum vef í kringum staðinn. Þetta hindrar dreifingu sýklanna sem annars gæti leitt til alvarlegrar blóðeitrunar. Einnig geta þættir hins virka varnarkerfis líkamans t.d. hvítu blóðkornin á þennan hátt náö betur til hins sýkta svæðis. En mikil- vægara er að hamla gegn bólgumyndun þegar hið utanaðkomandi áreiti er í sjálfu sér skaölítiö eins og á sér staö til dæmis í sambandi við ofnæmi eins og í sambandi við heymæöi eða í sambandi viö skordýrabit. í slíkum tilfellum er bólguviöbragöiö eöa sjúkdómseinkenn- iö sem slíkt aöalvandamáliö en hiö sjúkdómsvaldandi áreiti í sjálfu sér tiltölulega hættulítiö. Rétt er þó aö hafa í huga aö gjöf hormóna eins og cortisons er aðeins möguleg um tíma, þar eð langvarandi taka slíkra hormóna ruglar jafnvægið í hormónastarfseminni. Því fellst varanleg M

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.