Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1980, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1980, Blaðsíða 5
um stund yfir svefnhylki stjarnbúans, svo slokknaöi hún. Morguninn eftir haföi álfakóngurinn búist sínu besta skarti. Bláum kirtli með gullbryddingum og samlitum brókum, þröngum sem náöu niður á kálfa og hvítum ullarhosum upp að hné. Yfir sér haföi hann hvíta skikkju, læsta saman meö silfurhlaöi og haföi kona hans spúnniö vefinn og ofiö úr fínasta þeli. Hann bukkaöi á fariö meö staf sínum þar sem hann taldi dyrnar vera og aö lítilli stundu liöinni birtist stjarnbúinn á öðrum stað í hjúp sínum. Og allir hirömennirnir hrópuðu af kurteisi: Heyr! Heyr! Nú ætlaði álfakóngurinn aö sýna gestinum mannabyggðir eins og um haföi veriö talaö. Þegar fyrrnefndur hafði losaö sig viö hjúp sinn og stóö fyrir framan hann lét kóngur einn hirðmanna sinna bera honum sýrublöndu í drykkj- arkönnu og vildi gera gestinum svo vel sem sjálfum sér; hann hóf engan dag svo aö hann fengi sér ekki vænan teyg af þessum miöi. Stjarnbúinn saup af miöinum. Veöriö var gott og þó ekki sólskin þennan morgun heldur háskýjaö; þegar hirö- maöur haföi tekið viö könnunni bauö stjarnbúinn kónginum aö stíga inn í farið. Kóngurinn sendi konu sinni, sem stóö við bústað þeirra, fingurkoss og sefaði tortryggnivott sem nú kom í svip hirömanna og nokkrir höföu jafnvel látiö í Ijósi meö lágæru muldri. Síöan sagöi hann sér ekkert aö vanbúnaöi og myndi fara að fyrirmælum gestsins í einu og öllu eins og tilhlýöilegt var. Einnig hann var sem snöggvast umlukinn glærum hjúp og hlaut aö dvelja um stund í sótthreinsunarklefa farsins, svo haföi geimbúinn boðiö honum til sætis í hægindastól á miðju gólfi í stærsta rými þess og kveikt á margvíslegum tækjum umhverfis hann meö yfirlagningu handa sinna og meðan hann var aö þessu þótti konunginum hann fljóta í sætinu og orkuþykkni, sem bærust aö honum i bylgjum, vekja meö sér þægilega öryggisaökenningu. Stjarnbúinn spuröi kónginn hvort færi vel um hann og þegar konungur haföi sagt svo vera lét hann þjón sinn, vélknúinn, hnöttóttan, færa honum kringlulaga hlut, bauö honum að horfa ofan um op á honum miðjum. Kóngur- inn hélt á kringlunni milli handa sinna og rýndi í gatið, hann sá víðar lendur, grösugar, bæi og vegi, og skildi aö þetta var loftmynd því að hann haföi farið í gandreiðir í ungdæmi sínu. Hann sá kaupstað og baö stjórnandann aö doka viö. Kringlan flaut í gegnum loftið milli þeirra og þeir rýndu í hana til skiptis, farþeginn reyndi aö lýsa fyrir stjórnand- anum vegsummerkjum um menn sem hann sá, þessi kvikintji sem líkjast járnsmiöum á hlaupum eru farartæki þeirra, sagöi hann, og þarna hafa þeir gert þeim fært aö komast af öörum árbakkanum yfir á hinn meö brú; híbýli þeirra eru úr tilbúnu grjóti og það er fljótandi og í mótum meöan þeir eru aö koma á það lögun, á þaö og flest annaö bera þelr liti til aö létta þá hlekki sem skapgerö þeirra er þeim. Þeir hafa skipti á verðmætum sem þeir telja vera og búa til og mikið af tíma þeirra fer í aö sannfæra hvern annan um mikilvægi þeirra verðmæta sem hver um sig telur sig eiga. Stjarnbúinn sagöi: Ég sé mikiö gras- lendi og í fjarska fjallgaröa. Einnig skóg. En hvergi neitt í líkingu viö menningar- leg ummerki. Konungurinn hélt áfram enn um stund aö lýsa háttum manna. Svo setti stjarnbúinn kringluna í skál á stöpli fyrir framan þá sem líktist skírnarfonti og kveikti á stórum skjá, á honum birtist mynd úr kringlunni sem líktist korti. Hann fékk farþega sinn til aö beina aö henni þráðmjóu Ijósi og teikna meö því á kortið vegsummerki sem hann sá en hinn ekki — kóngurinn haföi aöra Ijóskvísl úr sama tæki til að viska burt feilstrik sín, og eftir nokkrar tilraunir varö hann ánægöur með myndina. Hér er vegur, hér er þorp, sagöi hann. Hér hús, hvítt meö rauðu þaki. Hann benti á Ijósnæmar sameindir kortsins með þriðja geislanum frá ritanum. — Þeir eru útlagar eins og þiö, sagöi hann. Uppfullir meö tækni, liggja í feröalögum og er erilsamt við vonlausa leit sína aö upphafinu. Lögmáliö lætur ekki aö sér hæða. Hér var einu sinni álfaborg, bætti hann viö og benti á kortiö; í þessum hnjúk. En viö fluttum. Á þeim tíma ársins sem við megum það. Á nýársnótt. Þaö var ekki lengur stundleg- ur friöur fyrir bílaumferð og viölíka átroöningi. Þeir geta ekki aö sér gert. í fyrndinni hafnaöi náttúran þeim og síðan hafa þeir veriö aö reyna aö temja hana og gera sér undirgefna. Þeir flugu til stærsta byggöarkjarna manna í landinu. Þar sá stjarnbúinn eyjar, nes, holt og gróin hraun og fátt af því sem álfakóngurinn lýsti fyrir honum; neti af götum og húsum, farartækjum sem fleyttu kerlingar um loft og lög fyrir tilstilli skyndilegra rúmmálsbreytinga, viö upphitun, pressaðs gróöurs sem settur var á þessi tæki í fljótandi ástandi. Stjarnbúinn hlustaöi af athygli. Hann reyndi aö finna hliðstæö ferli viö skynjun sína meö framtíðarsjá — tæki sem þó einskorðaðist viö mögulegar breytingar hvers efnasambands á því augnabliki sem mælt var — og varö engu nær. A bakaleiðinni til heimkynna álfa- kóngsins bar hann saman menn og áifa. Okkur álfum er jaröarandinn sem and- rúmsloftiö, sagði hann drýgindalega. Upplýsingar efnisheimsins lesum viö því sem bók. Sjálfstýring sú er stefnir aö auknum vitsmunum og fullkomnun og í öllum efnishræringum býr ríkir á hverju þróunarstigi yfir öllum hinum fyrri og þau henni meðfærileg. Fyrir milligöngu jaröarandans getum viö álfar því haft áhrif á öll efnisferli. Viö þroskum vilja okkar sem um leiö er alls efnis. Og þurfum því ekki að smíöa tæki, þvílík sem ykkar; allt efni er tæki. Þegar við þurfum á tæknilegri uppbót að halda hagræðum viö efnisferlum sem næst okkur liggja, bætum upp vilja þeirra meö hinum fullkomnari sjálfra okkar svo að þjóni tímabundnu markmiði. í mínu skýri er álfur sem getur breytt skó í skip og flogiö milli staöa á snýtuklútnum sínum. Engin orkukreppa þar. En slíkar kúnstir teljum við yfirleitt óæskilegar; afturhvarf viljans til frumstæöari stiga er ekki samkvæmt lögmálinu og því stefnir viökomandi lífi sínu í voða, á ef til vill ekki afturkvæmt heldur ílendist sem afbrigöi frá lögmálsbundinni hegðun efnisins. Þess utan heyrir ófriösemd okkar heimi ekki til. Menn hafa frjálsan vilja, hélt álfa- kóngurmn áfram og brosti nú kalt. Dauölegir hljóta þeir meö mikilli fyrir- höfn aö læra um eðli hlutanna og andinn, sem í öllu er, er rakalaus og ósnertanlegur því viti sem þeir hlutu viö dóminn. Viö hlutum ósýnileikann aö vernd fyrir mönnum; því einkenni sem er þeirra: skikkaöir til linnulauss ófriöar viö náttúruna, hvern annan og sjálfa sig hver og einn. Þess einnig aö afla sér meö harmkvælum fæöu og húsaskjóls, þekkingar og þroska. Og er allt í senn áskapaö öörum lífverum. Manninn dreymir linnulaust um hamingju en slíkrar fyllingar getur hann ekki notið ööruvísi en í ímyndun sinni, þægður af blekkingum. Hann er harmsöguleg líf- vera. Meö leyfi aö segja, lauk álfakóng- urinn máli sínu, er útlit hans hiö sama og þitt, jafnvel svo að hann hefur tvær nasir eins og þú en ekki eina eins og viö álfar. Stjarnbúinn baö álfakónginn gefa sér merki þegar þeir væru yfir þjóövegi sem síðarnefndur kallaöi svo, — þegar hann taldi sig vera þaö nákvæmlega setti hann leiöarrita af staö. Síöan flugu þeir til sumarhíbýla konungs. Stjarnbúinn þakkaöi honum skiimerkilega leiösögn og upplýsingar. Þeir kvöddust með virktum. Prinsess- urnar, sem þegar voru komnar á vettvang ásamt hirðmönnum er farið lenti, fengu stjarnbúann til að setja merki í minningabækur sínar, og þegar drottningin kom út, í skósíðum kirtli bláum, hélt hún á mórauðum trefli sem hún baö stjarnbúann gefa konu sinni en eiga sjálfur ella. Dálítið kul var af norðri. Konungur leit áminnandi til hirðmanna sinna og þeir veifuöu ásamt honum og fjölskyldu hans. Hvítt Ijós dapraöi þeim sýn sem snöggvast og sívalningurinn var horfinn. Konungurinn varpaöi öndinni léttilega og um breitt andlit hans lék nú bros. Hirömennirnir losuðu um andlitsdrætti sína og einnig þeir brostu. Álfur hestasveinn haföi náö saman hestum konungs og beiö nú meðan konungur kallaöi fyrir sig ritara sinn og er þeir tveir höföu sest á sitt hvora þúfuna las konungur honum fyrir, meö- an honum enn var í fersku minni, þaö sem í tíðindum var úr flugferð hans og Frh. á bls. 23.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.