Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1980, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1980, Blaðsíða 7
Skagafjarðar. Maður hennar hét Jón Jónsson frá Hellu á Árskógsströnd. Þau hófu búskap í sambýli á Stóru-Ökrum fyrir 1780, en 1791 fluttu þau að Ábæ og bjuggu þar og víöar til 1801. Þaö ár tók Guðrún dóttir þeirra við búskap á Ábæ og maður hennar Eiríkur Eiríksson. Eftir 1801 voru Jón og Guöbjörg líka á Ábæ en þótti þröngt um sig og vildu fá Nýjabæ til ábúöar. Á þessum tíma bjó bóndi sá á Nýjabæ, er hét Guömundur Nikulásson, 1799—1808. Mælt er að Ólafur fengi Guðbjörgu dóttur sinni legg þann er Skotta var í, en bannaði henni að taka úr tappann og skyldi hún brenna legginn eftir sinn dag. í annarri heimild segir að Ólafur hafi leyft dóttur sinni aö taka tappann úr leggnum ef henni lægi mikið á. Og Guðbjörg tók tappann úr og flaug þá fluga úr leggnum, aðrir segja blá gufa er breyttist í kvenmannsmynd og spurði kvenmaður þessi hvað hún ætti aö gera. Guðbjörg svaraði að hún skyldi drepa Guðmund á Nýjabæ. Skotta þaut þegar fram að Tinná, en komst ekki yfir ána og hljóp með henni upp og ofan. Guðmundur sá Skottu koma norðan að ánni og spuröi hana, hvaö hún ætti aö gera. Hún kvaðst eiga að drepa hann. Guömundur spuröi því hún kæmi þá ekki. Skotta kvaöst ætla aö brenna ef hún færi lengra en að ánni. Guðmundur var ekki alls ófróður í fjölkynngi og gat variö sjálfan sig. Hann haföi og þau merki á sér, er allir draugar fælast, loðinn kross á baki og bringu og læstar neglur. Skottu er þannig lýst að hún væri á stærð við 12 ára stelpu, í mórauðri treyju og stuttu pilsi. Þá var hún með skotthúfu og stóö skottiö beint upp í loftið. Skotta geröi Guömundi Nikulás- syni mikið tjón þegar hann var ekki heima. Einn vetur drap hún 19 ær á Nýjabæ og voru þær með bláan hring um hálsinn. Eitt sinn fór Guðmundur til Akureyrar. Á heimleiö gisti hann á Gili í Öxnadal. Þegar hann kom á fætur um morguninn sagði hann aö Skotta hefði drepið barn sem hann átti þá um nóttina og það reyndist rétt að barn hans dó þessa nótt. Guðmundur Nikul- ásson varö þreyttur á atferli Skottu og fór búferlum frá Nýjabæ að Krókárgerði árið 1808, en það ár hófu þau búskap á Nýjabæ Jón og Guðbjörg og bjuggu þar til 1817 að Guðbjörg andaðist, en þegar hún var aö skilja við heyrðist korra í henni og var það kennt Skottu. í þjóðsögum er sagt frá því, að dóttir Guðbjargar, Guðrún kona Eiríks á Ábæ hafi skoriö sig á bitlausum hníf. í sögu frá Skagfirðingum er eftirfarandi frá- sögn en höfundur hennar er Einar Bjarnason fræðimaður á Mælifelli. „1843 þann 17. maí mánaðar varð sá atburður að Héraösdal, að Guðrún kona Eiríks, er fyrrum var aö Ábæ og Kúskerpi, gekk til smiöju, greip þar kníf bitlítinn og skar sig á háls og inn í bein og hafði þegar bana; hafði hún lítil eður engin umbrot haft við bana sinn.“ I þjóðsögum segir aö Skotta hafi sleikt blóö Guðrúnar svo vandlega aö það hafi veriö laut í gólfið þar sem blóöpollurinn átti að vera. Áriö 1875, 12. desember varð sá atburður aö írafelli í Goðdalasókn, að 16 ára piltur brýndi hníf lengi dags, datt svo um þröskuld og rak sig í gegn. Þetta slys var kennt Skottu, en þá var vinnumaður á írafelli Jónas Jóhanns- son, dóttursonur Eiríks á Ábæ og Guörúnar. Einar Kvaran var í Goðdölum með foreldrum sínum frá 1870 til 1875. Ýmsir telja að slysið á írafelli hafi verið bakgrunnur að sögunni Móri er Einar skrifaöi síöar. Síðasta manntjón af völdum Skottu, að því er talið er, varð 16. desember 1902, þegar 16 ára piltur drukknaði ofan um ís í Stapavatni. Hann var sonur Jónasar Jóhannssonar, sem áður er nefndur. Á fyrstu áratugum þessarar aldar var oft rætt um Skottu og þóttust margir sjá hana. Til dæmis er eftirfarandi saga: Veturinn 1925 eða 6 var vetrarmaður í Ytri-Svartárdal Bjarni Bjarnason áöur bóndi í Víkurkoti í Blönduhlíð. Þá bjuggu í Svartárdal Ófeigur Björnsson og Björg Tómásdóttir. Það var einn morgunn í skammdegi að Bjarni fór út í hálfrökkri og þegar hann kom inn aftur, sagði hann við Björgu sem var að taka opinn eld í maskínuhúsi, Ég held þaö komi einhver í dag. Nú sástu eitthvaö, spurði Björg. Já, ég sá Skottu, svaraði Bjarni. Varstu ekki hræddur, spurði Björg. Nei, ég bara spýtti á hana. Eftir hádegi þennan dag kom maður, sem Skotta var vön að fylgja. Það eru nú liðin um 260 ár síöan Skotta komst á kreik, enda er hún orðin dauf nú. Samkvæmt þjóðtrúnni áttu fylgjur að vera með ættum í 9 ættliði, en afkomendur Ólafs á Steiná nú, eru 7. og 8. ættliður frá honum. Og það kemur heim og saman, að katólskir menn trúðu því, aö sálir framliðinna væru 300 ár í hreinsunareldinum. Eftir því sem sögur herma hafa ýmsir prestar kunnaö og notað svartan gald- ur, og verið menn fyrir sínum dyrum. Þeir Hálfdán í Felli og Sæmundur fróði gátu alltaf snúið á kölska. Sæmundur var þó hætt kominn í Svartaskóla, því hann var búinn að gleyma nafni sínu, en Jón Ögmundsson síðar biskup kom honum til hjálpar. Séra Snorri á Húsa- felli haföi í fullu tré viö galdramenn á Vestfjörðum, en notaði ekki galdra nema hann væri í varnarstöðu og aldrei eftir að hann kom að Húsafelli. Aðalstarf prestanna hefur þó alltaf verið og er enn, að fara með hvítan galdur og efla hann, ákall til hins hæsta og bænagjörö. Dulfróöir menn halda því fram, aö þegar hvítur og svartur galdur mætast verði svartigaldur alltaf aö víkja. En hversvegna hefur Drottinn hinn vonda, hiö næsta sér alltaf og allsstað- ar? Því getur enginn svaraö, hefur séra Tómas sagt mér. Frá 1838 til 1847 var séra Jón Benediktsson prestur í Goðdölum. í íslenskum æviskrám, er sagt að prestur þessi hafi verið gáfumaður og góð- menni. Hann var náskyldur Jóni forseta. Þeir munu hafa verið systkinasynir. Fram á þessa öld var þaö í minnum haft í Goödalasókn, hvað séra Jón var bænheitur. Þegar hann gerði bæn fyrir deyjandi fólki, brást þaö aidrei aö hinir þjáðu fengu hægt andlát. En séra Jón Benediktsson hafði viö það aö stríða, aö írafellsmóri fylgdi konu hans, Guð- rúnu Kortsdóttur frá Möðruvöllum í Kjós. Bólu-Hjálmar og séra Jón voru miklir vinir og Hjálmar orti til hans kvæöi gott. Eitt sinn er Hjálmar kom aö Goðdölum, sá hann þau Abæjarskottu og írafellsmóra sitja hliö viö hlið undir kirkjugarösveggnum. í mínum ættum er samstaöa af fátæklingum, þangað til kemur að séra Sveini Pálssyni en hann var kallaður ríkur og var prestur í Goödölum frá 1736 til 1757. Fjöldi fólks norðanlands og sunnan er komiö frá þessum ríka presti. Hann var afi Sveins læknis Pálssonar. Séra Sveinn í Goðdölum stundaöi hvítan galdur aö sjálfsögöu og baö fyrir sóknarbörnum sínum þannig: Ó drottinn miskunna þú aumum lýð, einkum á Hofi og Bjarnastaðahlíö, Bakkakoti og Bústöðum, Breiðagerði og Ánastöðum. komdu seinast aö Sveinsstöðum. Október 1980. Björn Egilsson frá Sveinsstöðum. Nína Björk Árnadóttir Jólafastan þín Gluggar þar sem Ijósormar hlykkjast milli plastfólks í pelli og fjöörum gluggar sem ýta eitursemdum í hug þér á jólaföstu 1 svo er jólafastan þín þó svo þú leitir aö jötunni barninu — barninu ... hlykkjast Ijósormar lykjast Ijósormar um þig og gluggana Utskýringar Önnu Heföi átt aö segja eitthvaö annaö þá heföi hún ekki orðiö svona á svipinn hefði átt aö segja eitthvað annaö þá heföi hann ekki móögast þá heföi hún ekki fariö aö gráta þá heföi hann ekki öskraö aö henni þá heföi hún ekki veriö meö þessar hótanir þá hefði hann ekki hlaupiö út þá heföi hún ekki skoriö sundur rúmdýnurnar og fötin hans þá heföi hann ekki ekiö niöur aö höfn og ýtt bílnum í sjóinn Og þú með öll þessi tækifæri Maður á ekki aö horfa í svona augu bróðir þú horföir íþau og síöan hefur ekkert oröiö úr neinu og þú meö öll þessi tækifæri og alla þessa hæfileika ég horföi í þau líka horföi og munnur minn fylltist gráti hún hún grét líka grét og hló og augun vildu ekki sleppa mínum síðan get ég ekki annaö en vonaö aö ég mæti þeim ekki aftur þó leita ég þeirra öllum stundum maöur á ekki aö horfa í svona augu bróöir Knútur Þorsteinsson: Þó fenni í slóö og fölar hnípi grundir og freragjóstur næði um stafn og þök og langmyrk dægrin Ijómans feli stundir og Ijósmögn jaröar hneppi ískuggatök þá fer um hugi friöarmildur straumur og fagnaösylur vermir sérhvert skjól Hin heiöa ást — hinn djúpi mannlífsdraumur viö dýrðarfegurð hjörtum tendrar jól. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.