Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1980, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1980, Blaðsíða 17
V ingu Jespersens í hljóðfræði. Finnur Jónsson hafi verið meðal þeirra, sem greiddu atkvæði meö sér. Þá segir Jón og, að Johannes Steenstrup, prófessor, hafi gengið manna bezt fram í að verja málstað sinn. Jón gat ekki hugsað sér að verða undirlægja Jespersens í háskólanum, þ.e. lektor í enskum bókmenntum. „Baktal- aöu djarflega, eitthvað mun alltaf loða við“, sögðu Rómverjar, þó að menn hreinsi sig af áburöinum, og Jón minnir á, hvernig landar Georg Brandes hafi einnig meö álygum komið í veg fyrir, að hann hlyti prófessorsembætti við sama há- skóla. Jón réö nú af að flytja alfarinn frá Danmörku til draumalands síns, Eng- lands, en þar hafði hann þegar áður dvaliö og fengið ást á landinu, sem verið hafi skjól frelsisins í Evrópu, athvarf allra manna, sem flúðu land vegna harðstjórn- ar og ofbeldis. Hann segir: „England varð mér önnur ættjörð, hlúöi að mér eins og góð móðir og gerði engan mun á mér og Englendingum. Jespersen reyndi að koma mér fyrir kattarnef, en ég er í þakklætisskuld við hann. Hann var valdur að því, að ég settist að í Englandi. Stundum verður mánni það til góðs, sem manni er ætlað til ills.“ Og þaö má Jón eiga, að áður en hann skilur við Dani í ævisögu sinni, vill hann unna þeim sannmælis. Hann segir þá Jón Stefánsson 82 ára á skátamóti í London. hafa margt til síns ágætis. Mjólkurbú þeirra séu fyrirmynd og elliheimili einnig. Jón kveður Noröurlönd Þegar Jón fór alfarinn frá Danmörku, hafði hann ferðast talsvert um Norður- lönd og mörgum merkum manni kynnzt. Og það skal strax sagt hér, að stærst prentaðra rita Jóns er Saga Danmerkur og Svíþjóöar (History of Denmark and Sweden) meö ágripi af sögu Finnlands og íslands, en það kom út í London 1916. Jón hafði eftir sem áður brennandi áhuga á sögu Noröurlanda og leit upp til Svía sem öndvegisþjóðar þeirra. Hann var sammála séra Matthíasi, aö mál þeirra væri málmi skærra, og svo ættu þeir fleiri þjóðhetjur en nokkur önnur þjóö. Gústaf Vasa og sonarsonur hans, Gústaf mikli Adolf, sem og Karl tólfti, það voru menn Jóns. Þaö er því með stolti sem Jón segir: „Þá er Svíasaga mín kom út 1916, prentuðu Stokkhólmsblöðin upp á sænsku iýsingu mína á skapferli og gáfum Gústafs mikla Adolfs. Arið 1932 var 300 ára hátíð í Svíaríki í minningu þess, að 6. nóvember 1632 féll hann viö Liitzen. Heimsblaðið Times bað mig að rita um hann grein, sem birtist þennan dag, og Stokkhólmsblöðin prentuðu sænska þýðingu á grein minni.“ Jón safnaði efni í bók um Gústaf Adolf og frægð hans á Englandi á árunum 1630—32. Fyrsta blaö, sem prentað var í London, var kallað The Swedish News. Þaö var vikublaö og flutti fréttir um sigurvinninga hins sænska konungs í Þýzkalandi. Meira en 20 þúsund enskir sjálfboöaliöar böröust í her hans. Þá segir Jón og frá því, að hann hafi í Þjóðskjalasafni Englands fundið merkileg gögn um frægð þá og aödáun, sem önnur hin mesta hetja af konungum Svía, Karl 12., hlaut. Það sé óprentuð dagbók, sem sendiherra Englands hjá Karli konungi hafi ritað, á herferöum hans í Póllandi, Rússlandi og Saxlandi árin 1702—1709. Hann sé frá sér numinn af hrifningu yfir ótrúiegri hreysti og frábæru þolgæöi Karls konungs og Svíanna. Hafi konungur látið þjón sinn, Hultman, lesa upphátt fyrir sig íslendingasögur í tjaldi sínu á kvöldin. Þá voru einmitt komnar út fyrir skömmu íslendingasögur og Heims- kringla á sænsku. í London kynntist Jón Rosén, greifa, sem var í sendiráði Svía þar. Jóni hefur þótt bragð að því, að hann var einmitt kominn af Rosén þeim, sem reið einhesta með Karli 12. nótt og dag frá Bender í Tyrklandi til Stralsund. Og Rosén í London átti ýmsa minjagripi, sem Karl konungur hafði gefið forföður hans. Á ferðalagi í Svíþjóð kynrrtist Jón sænska skáldinu Verner von Heiden- stam, sem átti mikinn þátt í dýrkun Svía á stórveldistíma Svíþjóðar og þá um leið á Karli 12. Hætt er við, að skrif seinni tíma höfunda, t.d. Vilhelm Mobergs, um Karl 12. og háttalag hans hefði hneykslaö Jón ákaflega. Loks má geta þess að hiö fyrsta, sem þýtt var á ensku eftir Ágúst Strindberg, það þýddi Jón. Hann skrifaði Strindberg og baðst leyfis til aö þýða Draugakvæði hans, „Spöksonaten", á ensku. Veitti Stindberg honum leyfi til þess skilmála- laust. Þegar svo vinur Jóns, Bernard Shaw, fékk löngu síðar Nóbelsverðlaunin, gaf hann þau í sjóð, sem verja skyldi til að þýöa sænsk rit á ensku. Og þá var rokið til við að þýða verk Strindbergs á ensku. Þeim, sem þetta ritar, þótti það skemmtileg tilviljun, að Jón skyldi um tíma hafa veriö aöstoöarmaður dr. Eg- ans, sendiherra Bandaríkjanna í Kaup- mannahöfn. Jón segir. „Hann fór með mér til þess aö sjá drauginn í Hamlet Shakespeares. Var altaiað, aö draugur- inn gengi um virkisgarða Krónborgar á miönætti. Sendiherrann kvaðst sjá ein- hverja vofu líða eftir garöinum, en ég sá alls ekkert furðulegt. Ég fór til Noregs í erindum Egans, og hitti ég þá í fyrsta skipti Ellu Anker, sem seinna kemur viö sögu hjá mér í London.“ Þessi dr. Egan er einmitt hinn sami og undirritaður segir frá í bók sinni „Apa- kettir ög annaö fólk", í kaflanum um dr. Cook, sem þóttist hafa fundiö norðurpól- inn og kom þaðan um Grænland til Kaupmannahafnar, þar sem nonum var tekiö af óskaplegri hrifningu og sýndur allur hugsanlegur sómi. Það var þessi dr. Egan, sem fór ásamt Kristjáni krónprins, og síðar konungi tíunda, á báti til móts við dr. Cook, er skip hans sigldi inn Sundin. Það var mesti heiöur, sem hægt var að sýna dr. Cook, og þá um leið það, sem þeir sáu mest eftir síöar, þegar svikin komust upp. En dr. Egan haföi kynnzt að minnsta kosti einum öörum íslendingi, Einari Jónssyni myndhöggv- ara, og hann sendi Einar upp á hótel til dr. Cook til aö teikna af honum myndir, sem ekkja Einars, Anna, gaf undirrituöum rúmum 60 árum síöar og birtar eru í „Apaköttunum“. Stundum er eins og heimurinn sé lítill, en margslunginn samt. Jón í British Museum Þegar Jón kom til London frá Kaup- mannahöfn, hóf hann að vinna í lestrarsal British Museum, og í 54 ár, 1894—1948 var svo hið mikla brezka bókasafn aðsetur hans. Hann vann þar aö sjálf- sögöu aðeins fyrir sjálfan sig, hann var aldrei starfsmaður bókasafnsins, en þar skrifaði hann greinar og bækur, sem hann fékk svo greitt fyrir — ef til vill. Jón kynntist þarna ekki aöeins mörg- um gáfuöum manninum, heldur og ein- hverjum merkasta ketti, sem uppi hefur verið. Það var safnkötturinn Mike, en ævisögu hans ritaði Sir Wallis Budge, yfirmaður egypzku og assýrísku deildar- innar. Ævisaga Mikes seldist upp sama dag og hún kom út, og svo hefur farið í hvert sinn, sem hún hefur verið endur- prentuö, segir Jón 1949. Mike kom á safnið sem kettlingur í febrúar 1909 og dó í febrúar 1929. Það var köttur, sem kom meö hann í kjaftinum og lagði hann fyrir framan Sir Wallis og hljóp svo í burtu. Sir Wallis ól kettlinginn upp af kostgæfni, enda kom brátt í Ijós, að hann var ólíkur öllum öðrum köttum og gerðist varököttur viö safnið. Hann lá í og á bókum alla ævi og skemmdi þær aldrei. Oft settist hann fyrir framan kattargyðju í egypzku deildinni og sat þar í hugleiðing- um. Sir Wallis renndi grun í uppruna kattarins, þegar hann tók aö gefa honum þann mat, sem gefinn var heilögum köttum fyrir 3000 árum. En eins og kötturinn var öðruvísi en aðrir kettir, eins voru mennirnir margir sérkennilegir og óvenjulegir, sem sóttu til British Museum, og erindi þeirra og áhugamál margvísleg. Jón lýsir ýmsum þeirra í bók sinni. Þekktastir þeirra, sem hann minnist á það af þeim, sem hann sá og var samtíma, voru þeir Lenin, sem þá hét Uljanpff, en kallaöi sig Richter, og Trotski. Á fyrstu árum aldarinnar sat hann ætíö í sama sæti, L 13, en Jón sat þá oft á L 14. Hann yrti á engan mann, og enginn þoröi að yrða á hann. Einu sinni missti hann skrifaö blaö á gólfiö. Jón tók þaö upp og rétti honum án þess aö líta á þaö. Thanks, sagði Lenin við Jón. Karl Marx vann einnig á sínum tíma í lestrarsal British Museum eins og Lenin og Jón og sat alltaf í sama sæti, frá því hann kom fyrst í salinn og til hins síðasta skiptis. Sæti þeirra Marx og Lenins eru auökennd. Það gerist margt í British Museum, þótt ekki fari hátt, og þar geta knýtzt ýmis konar bönd kunningsskapar, vináttu og jafnvel ástar. Og þaö var í lestrarsal British Museum, sem Jón varð fyrst alvarlega hrifinn af korvu, eins og hann segir í ævisögu sinni og lýsir þeim viðburði í lífi sínu af mikilli einlægni. Hann hafði ekki unnið í lestrarsalnum nema nokkra daga, þegar hann sá Ijómandi faliega stúlku um tvítugt vera að rogast meö stærðar bókabunka, sem hún var að skila. Hann hljóp undir bagga með henni og bar nokkuð af bókum. Næsta dag kom hún aftur í lestrarsalinn, og þá bar Jón allan bókabunkann. Þau urðu brátt málkunnug, og Jón bauð henni að drekka með sér te úti fyrir British Museum. Hún hét Teresa Brewer, og faðir hennar hafði gefið út öll skjöl frá ríkisárum Hinriks áttunda í 12 bindum. Þau Teresa urðu mestu mátar og voru saman daglega. Dag nokkurn sagði hún svo alit í einu við Jón, að þá er hjón væru annað kaþólskt, en hitt mótmælendatrú- ar, þá heimtuðu kaþólskir menn, að börnin væru skírð í kaþólskri kirkju. Jón skildi auðvitaö, hvaö hún var að fara. Teresa bauö svo Jóni heim til sín. Faðir hennar sagöi um ísland, að þar væri hvorki hirð, herbúðir né skógar, en þannig lýsti Ovidius þeim stað, þar sem hann var í útlegð. Jón kvað ísland hafa ýmislegt sér til ágætis, sem England hefði ekki, og ræddi um hin ónotuðu auðæfi íslands, sem yrðu nýtt í náinni framtíð og þá myndu mjög batna hagir þjóöarinnar. Þá sagði Jón gamla manninum einnig sitthvað um vinnu sína í lestrarsal British Museum. „Ég fann þaö á honum og konu hans,“ segir Jón, „að þeim var lítið gefið um samdrátt okkar Teresu. Nokkrum dögum eftir heimsóknina sagði svo Teresa mér, að hún ætti nú fyrst um sinn að aðstoða föður sinn við störf hans heima. Hún myndi því ekki koma á safnið nema einstöku sinnum. Við vorum bæöi hrygg yfir því, að foreldrar hennar vildu helzt banna henni aö hafa neins konar sam- band viö mig.“ Jón hefur séð mikiö eftir Teresu, og SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.