Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1980, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1980, Blaðsíða 11
 Jón úr Vör: Gluggi hins blinda Berfættur geng ég í grasinu til þess aö vita hvernig hefur sprottiö í nótt. Opinn og rúðulaus er gluggi hins blinda, þsr gssiir skki eyktamarka né átta, allt sést, allt er gagnsætt, myrkur og Ijós endalaus stærð. Fuglar í hreiöri eru augu hins blinda, hljómlaust fljúga þeir þegar þeir fljúga, koma aftur án þess þú vitir. Staf þínum berö þú í götubrúnina, til þess aö ganga úr skugga um hvort nú er svefn eöa vaka. Hratt fara fuglar himinsins, vindar og ský, hinn blindi telur spor sín. Ég þekki ekki fótatak þess sem ég mæti. Ég segi: Guð gefi þér góöan og blessaöan dag. sjálfum komið, en ýmislegt er í gerjun. En árangur Björns á Ijósmyndasviði, svo og sýning hans í Nikon House eru öðru fremur tilefni þessa spjalls og þessvegna var Björn spurður um að- dragandann; hversu langt er síðan hann fór aö taka myndir? Björn: „Ég byrjaði aö fikta við að taka myndir, þegar ég var í sveit vestur á Skógaströnd, en í rauninni hefst þessi ferill með því að mér var gefin myndavél haustið 1965 — ég var þá 15 ára. Þá fékk ég strax áhuga; en þaö voru myndatökur eins og gengur, heimilda- myndir af fjölskyldunni og úr feröalög- um. Ég kom heim frá Þýzkalandi haustið 1972 og var ákveöinn í aö hvíla mig frá skólanámi og vinna þann vetur. Þess- vegna gerðist þaö, að ég komst til Vestmannaeyja í gosinu í ársbyrjun 1973; var þar sjálfboöaliði, enda vanur úr slysavarnadeild á Nesinu. Þetta var ógleymanleg reynsla og gífurleg vinna, en því miöur enginn tími til aö taka myndir. Þó tók ég nokkrar og tel þær með mínum betri myndum. í sambandi viö myndatökur og kynni mín af landinu, markaöi tímamót, þegar ég fór um sumarið þetta sama ár að vinna við leiðsögustörf á vegum Ferða- skrifstofu ríkisins og Guömundar Jón- Björn Rúriksson er fæddur í Reykjavík 1950, sonur hjónanna Önnu Sæbjörnsdóttur og Rúriks Haraldssonar leikara. Hann ólst upp í Reykjavík, var í sveit á sumrum og tók stúdentspróf frá máladeild MR 1972. Á námsárum sínum skrifaði Björn þætti um tækni og vísindi, sem birtust í Morgunblaðinu á árabilinu 1969—1974 og hann var fréttaritari blaösins á Ólympíuleikunum í Munchen 1972, en þá dvaldist hann í Þýzkalandi. Hjá Ríkisútvarpinu vann hann sumrin 1968—1970; fór á vegum þess út á land og vann þá einnig fyrir heildverzlun með snyrtivörur. Hann fór aftur utan til fyrirlestrahalds í Þýzkalandi 1975 og hólt þá 12 fyrirlestra um ísland. Leiösögumaöur erlendra ferðamanna var hann í 8 sumur. Síðustu árin hefur Björn stundaö nám í Viöskiptadeild Háskóla íslands og lauk þaðan prófi síðastliðið vor. Hann vann um tíma hjá Cessna-flugvélaverksmiöjunum í Bandaríkjunum, hefur haldiö fjölmarga fyrirlestra um ísland þar í landi, haldið Ijósmyndasýningu í Nikon House í New York og fyrirhuguð er Ijósmyndasýning hans að Kjarvalsstöðum í maí næstkomandi. Kona Björns er Guðfinna Karlsdóttir úr Köldukinn í Suður-Þingeyjarsýslu. assonar. Þá var ég á ferðinni, bæöi í byggðum og óbyggöum, en mest á hálendinu — og svo fór aö ég vann við leiðsögu í 8 sumur og kynntist þá landinu nokkuð. Jafnframt óx áhugi minn á því að festa eitthvaö af allri þessari fegurð á filmu. Áriö 1973 hafði ég tekið um þúsund myndir. Á næstu tveimur árum bætti ég öörum þúsund myndum viö safniö. Og núna er þaö komið í 25 þúsund.“ Ég minntist á viö Björn, aö myndir hans eru yfirleitt mann- lausar. ísland er ákaflega ósnortiö á þessum myndum, nánast sem óbyggt væri. Björn: „Ég tel ekki sáluhjálparatriöi aö hafa fólk meö á landslagsmyndum og geri þaö yfirleitt ekki. Ég fellst á, aö stundum geti það þó átt rétt á sér til þess að ókunnur áhorfandi fái einhverja hugmynd um stærðir; einhverja viðmið- un. í því sambandi vísa ég til meöfylgj- andi myndar af goshvernum Strokki við Geysi; stærð gossins ákvarðast að sjálfsögöu af stærö mannsins, sem þar stendur hjá. Hinsvegar vil ég leggja áherzlu á, að ég vil vera sá, sem flytur ásýnd landsins framfyrir skoöandann. Við eigum svo stórkostlegt land, að betur væri að sem flestir kynnu aö meta þaö aö veröleik- um. Og í annan staö lít ég svo á, að Ijósmyndun geti verið listgrein og þá á ég öllu fremur viö túlkandi list en skapandi. Ég segi túlkandi vegna þess að myndefnið er þegar til; þaö er þarna og bíður aðeins eftir því að hugkvæmur Ijósmyndari velji ákjósanlegan stað og stund, ákjósanlega birtu og stemmn- ingu. En til eru fleiri tegundir Ijósmynd- unar og geta allar verið listrænar, þegar bezt lætur: Fréttaljósmyndun, andlits- myndir, auglýsingaljósmyndun og fleira. Til þess aö útkoman veröi listræn, er ugglaust bezt aö Ijósmyndarinn geti haft alveg frjálsar hendur. Dæmi eru þess, aö framúrskarandi myndir hafi veriö teknar fyrir tilviljun. En ég stíla ekki uppá tilviljanir; hallast heldur ekki aö því að taka sem flestar myndir af einhverju tilteknu viöfangsefni í þeirri von, aö svo sem ein veröi góö. Þess í staö reyni ég aö hugsa myndefnið sem bezt og vanda sjónarhorniö — og yfirleitt tek ég ekki nema 1—2 myndir af því sama. Sem sagt; ég einbeiti mér að árangri ~við sjálfa myndatökuna, en læt að öðru

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.