Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1980, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1980, Blaðsíða 16
ÍSLZKUR HEIMSBORGARI Dr. Jón Stefánmn Hér mun sagt frá dr. Jóni Stefánssyni, sem lifði einstæða ævi og lengstum erlendis. Hans helzta athvarf í hálfa öld var British Museum í London, en alls var hann ytra í 67 ár. Hann kom heim til íslands alkominn hálfníræður unglingur, eins og hann sagði sjálfur í ævisögu sinni, sem hann lauk viö í Reykjavík 1949 með þessum orðum: „Mér finnst ég vera yngri nú heldur en þegar ég var á tvítugsaldri, enda þykir mér sízt um of af því, sem lífbragð er af og lífinu þjónar. Ég er kallaöur níræður, en ég finn, að ég er yngri en sumir unglinganna í kringum mig.“ En eitt sinn skal hver deyja, og hann andaðist tæpum þremur árum síöar á Landakotsspítala, 20. júlí 1952, og skorti þá þrjá mánuði í nírætt. Andlega hress var hann til hinztu stundar. Jón var sannkallaður heimsborgari og hitti og ræddi við fleiri fræga menn um dagana en nokkur annar íslendingur á sinni tíð að minnsta kosti, og ýmsum þeirra kynntist hann allvel. Samantekt þessi er að mestu byggðá bók Jóns, „Úti i heirni", en þó leitað til fleiri heimilda. Þaö er til marks um þau tímabil, sem Jón brúar með ævi sinni og sögu, að er hann var í menntaskóla í Reykjavík á árunum 1876—82 var hann í fæði hjá frænda sínum, Jóni Hjaltalín, landlækni, en hann var skólafélagi Jónasar Hall- grímssonar á Bessastöðum og einnig samtíma honum í Kaupmannahöfn. Hjaltalín sagði Indriða Einarssyni sem og Jóni Stefánssyni, að kvæðiö „Skraddara- þankar um kaupmanninn" væri eftir sig, en Jónas hefði breytt því. Reyndar stendur í handriti Jónasar af kvæðinu, aö það sé „variation" af kvæði. Hjaltalín tók fram, að hann væri hinn ánægöasti með örlög kvæðis síns meðal verka vinar síns. Þennan mann, Jón Stefánsson, sem var í fæði hjá hollvini Jónasar Hallgríms- sonar, muna margir frá árunum 1948— 50 í Reykjavík. Sá, sem þetta ritar, var með honum í veizlu í Sjálfstæöishúsinu 1948 og er með honum á mynd frá því hófi. Við vissar aðstæður færast fjarlægir tímar undarlega nær. eftir Svein Á sgeirsson — Fyrri hluti. Uppruni Jóns Jón Stefánsson fæddist að Grund í Grundarfirði 4. nóv. 1862. Faðir hans var bóndi og borgari þar Jónsson Daníels- sonar, kaupmanns, en hann var kvæntur Guðrúnu, systur Jóns Hjaltalín, land- læknis. Móðir Jóns var Jakobína Thor- steinsen, dóttir Árna Thorsteinsen, sýslu- manns. Bræöur Jóns voru Stefán, sem varð læknir á Jótlandi, og Óli Steinbach, sem var tannlæknir á ísafiröi. Systur Jóns voru Kristensa, sem giftist Stefáni Krist- jánssyni, skógarverði, og Kristín, sem giftist Bertram Blount, efnafræöingi í London, en hún kemur síöar viö frásögu þessa. Um föður Jóns segir svo m.a. í Islenzkum æviskrám: „Tók viö búi af föður sínum á Grund og bjó þar í 50 ár. Haföi framan af jafnframt verzlun, einkum viðskipti viö Frakka, en þá var Grundar- fjörður ein helzta höfn hérlendis, er frakknesk fiskiskip leituöu til og oft í hópum. Hafði hann jafnframt lögreglueft- irlit með þeim og kvaddur af amtmanni til aö taka tolla af þeim og rita á skipsskjöl, en hann var frönskumaður góöur. Dugn- aðarmaður mikill og gegndi flestum trúnaðarstörfum í sveit sinni. Orölagður að rausn og gestrisni.“ © Dr. Jón Stefánsson Hvert Jón sótti tungumálahæfileika sína, má ráöa af því, að Stefán Guð- mundur, sem faðir Jóns átti utan hjóna- bands, var vel að sér í mörgum tungu- málum og túlkur dönsku stjórnarinnar í rússnesku, en hann varð bæjarfógeti á Jótlandi. Jón segir, aö það hafi verið móðir sín, sem styrkti Stefán þennan til náms. Jón í Latínuskólanum Faðir Jóns fór meö syni sínum á strandferöaskipi til Reykjavíkur haustið 1876 og afhenti hann Jóni Hjaitalín. Jón segir hann hafa verið háar, vexti og eftir því þrekinn og mjög tígulegan ásýndum. Hann haföi verið læknir í her Dana og gekk oft viö staf, sem í var sverö. Síðustu árin studdist hann þó viö Jón í staö stokksins, og þeir heimsóttu Pétur, bisk- up, Árna Thorsteinsson, landfógeta, Jón Pétursson, jústitsíarius og fleiri heldri menn. Vandist Jón þannlg snemma á aö umgangast fyrirmenn. Jón Þorkelsson var þá rektor Latínu- skólans, en hann var afburöa málfræð- ingur og undir handleiðslu hans segist Jón hafa orðiö hinn mesti latínu- og grískuhestur. Aðrir kennarar hans voru Björn M. Olsen, Steingrímur Thorstein- son, Benedikt Gröndal, Matthías Joch- umsson og Páll Melsted, svo að nokkrir séu nefndir, en umsjónarmaður í skólan- um fyrstu árin, sem Jón var þar, var Jón Árnason, þjóðsagnasafnari. Meðal bekkjarbræðra Jóns var Niels R. Finsen, sem síöar hlaut Nóbelsverö- laun fyrir Ijóslækningar sínar. Segir Jón hann hafa verið einhvern hinn ósér- plægnasta og fölskvalausasta mann, sem hann hafi kynnzt. Jón minnist ekki á þaö í ævisögu sinni, en Snæbjörn Jónsson segir frá því í minningargrein um Jón í Mbl., aö hann hafi útskrifazt sem dúx skólans, þ.e. með hæstu einkunn stúd- entanna, og hafi þó miklir gáfumenn veriö meö honum í bekk og námshestar. Jón heldur til Hafnar Jón hélt utan til Hafnar með póstskip- inu haustió 1882, árið, sem þeir Hannes Hafstein, Einar Hjörleifsson, Gestur Pálssn og Bertel Ó. Þorleifsson gáfu út tímaritiö Verðandi. Jón flutti þegar inn í Garð og bjó þar í 4 ár og kunni ágætlega viö sig. Jóni sóttist námiö mjög vel, og lauk hann meistaraprófi í ensku og enskum bókmenntum 1889. Háskólinn valdi ár- lega verkefni í verðlaunaritgeröir, og gátu allir tekið þátt í keppninni. Jón vann tvisvar til verölauna, fyrst fyrir ritgerö um norræn orð í miö-skozku og síðan hinn mikla gullpening háskólans fyrir ritgerö um mállýzkur í biblíuþýðingu Wycliffes frá 1380. Tveimur árum eftir meistaraprófiö hlaut Jón doktorsnafnbót fyrir rit sitt á dönsku um enska skáldið Robert Brown- ing, og kom það út í Kaupmannahöfn 1891, árið sem Browning dó. Annar andmælendanna við doktors- vörnina var George Stephens, prófessor í ensku og enskum bókmenntum viö Hafnarháskóla. Segir Jón hann hafa ætlaö sér embætti sitt, er hann léti af því fyrir aldurs sakir. Jón notaði síðan rétt þann, sem doktorsnafnbótin veitti honum til að halda fyrirlestra í háskólanum og talaði um enskar bókmenntir. Kveðst hann hafa haft marga áheyrendur, en auk þess hafði hann nemendur heima hjá sér í fornensku. Allt virtist leika í lyndi og vegurinn liggja opinn aö prófessorsemb- ættinu. Um þær mundir losnaði staða aðstoð- arbókavarðar við Konunglega bókasafn- ið. Jón borðaði þá á sunnudögum miðdegisverð hjá Struckman, féhirði kon- ungs. Hann bjó þá í Christiansborg. Struckman var ættingi Hjaltalíns, land- læknis, og hann bauðst til þess að nefna það við Kristján konung níunda, hvort hann mætti geta þess í menntamálaráöu- neytinu, að konungi væri þaö velþóknan- legt, að Jón fengi stöðuna. Konungur tók málaleitaninni vel, og svo fór, að þeir þorðu ekki annað en að láta Jón fá stöðuna, þó að Bruun, yfirbókavörður, hefði ætlað öðrum hana. En þetta var, meöan kóngar voru enn kóngar. Þetta varö til þess, aö Bruun varð yggldur á brún og lagði Jón í einelti og gerði honum lífið leitt á allar lundir. Fór svo, að Jón sagði af sér eftir rúmlega ár. En þetta var þó aðeins forsmekkur aö því, sem koma skyldi. 3'/z ári eftir að Jón varði doktorsritgerð sína, birtist grein í tímariti eftir Otto Jespersen, sem síðar varð þekktur mál- vísindamaður, um rit Jóns. Jespersen ætlaði sér sama prófessorsembætti og Jón, og það var að losna um þessar mundir. Jespersen fékk höggstaði á Jóni fyrir að hafa vanrækt að geta heimilda og sakaði hann þannig beint eða óbeint um ritstuld. Snæbjörn Jónsson segir, að bók Jóns um Browning hafi þótt og þyki enn góö bók og hafi veriö fyrsta alvarlega tilraunin til aö kynna á Norðurlöndum eitt af höfuðskáldum Englendinga á 19. öld. En ógætni og ónákvæmni hafi ævilangt viljað loöa við þennan stórvel gefna mann. Aftur á móti hafi viljað skorta á prúömennsku í deilum af hálfu Jesper- sens, þó að hann hafi oröið mjög læröur málfræöingur. Jón svaraöi Jespersen í sérprentuðu riti, en hann svaraði meö enn einni grein og tilfæröi fleiri dæmi þess, aö Jón heföi fariö líkum orðum um ýmis kvæði Brown- ings og aðrir, sem um hann höfðu ritað. Er svo ekki aö orölengja þaö, að meirihluti prófessora viö heimspekideild Hafnarháskóla mælti með Jespersen, sem hlaut embættiö. Ekki er þó hægt aö fullyrða, aö hin rætnu skrif Jespersens hafi ráöiö úrslitum, því aö ekki gátu menn efast um þekkingu dr. Jóns. Atkvæða- greiðslan var leynileg, en Jón segir atkvæðamun hafa veriö nauöalítinn og hafi meirihlutinn boriö fyrir sig sérþekk-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.