Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1977, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1977, Blaðsíða 15
Um kirkju- lega trú ... Framhald af bls. 7 hans, eilífö hans, er sjálfkrafa leystur af klafanum. Hann er ,,frelsaóur“ í allri merkingu þess orðs, frjáls úr viðjum fánýtrar sérhyggju tímanlegrar veraldar. Fagnandi er hann ljós heimsins og salt. Því að líkt er himnariki fjársjóði, er fólginn var í akri, en maður nokkur fann og faldi, og i gleði sinni fer hann burt og selur allt, sem hann á, og kaupir akur þennan. Sé nú um það spurt, hvar eða hvernig hinu nýja lífi í Kristi er lifað, verður eitt svar öðrum fyrr uppi á teningnum: Til- beiðsla. Einn saman í launkoíum hjartans ellegar öðrum tengdur fyrir altari Drott- ins lýtur maðurinn hinum upprisna Kristi og lifir eilífð hans og ævarandi raunveru. Tilbeiðslan er sjálfkrafa vettvangur þess- ara umskipta. I henni víkur maðurinn til hliðar, afneitar sjálfum sér, en með þeim hætti kemst Drottinn að honum með nær- veru sina. Forgengilegur maður þokar, en í sæti hans sezt einn, óumbreytanlegur Guð og ævarandi raunvera hans. Sá söfnuður Guðs, sem saman kemur í helgi- dóminum í hans nefni, er þá og í samfélag- inu við Krist ein, heilög, eilíf kirkja, sam- ofin Drottni sjálfum, óhagganleg í innsta eðli sinu eins og hann. — líkami Krists í verki á jörðu. Oft er guðsþjónustan nefnd „samfundastaður himins og jarðar“, endurspeglun þeirrar tilbeiðslu, er fram fer í eilifð Guðs. Af sjálfu leiðir, að ekkert það, sem menn aðhafast þessa heims, er þýðingarmeira en þessi þjónusta, þetta lotningarfulla bænarhróp, þessi heilaga messa. Hér verður ekki dvalið við litúrgisk fræði, uppbyggingu messunnar, enda eru þau-efni sem fieiri þeim lík utan verka- hrings mins og margur betur til þess fall- inn að fjalla um þann vegsamlega þátt kirkjulegrar arfleifðar. Ég hef í framan- skrifuðu máli reynt að fást við innihald og grundvöll þess leyndardóms, sem tjáður er í heilagri messu, ef vera mætti, að einhverjum með þeim hætti tækist að nálgast hjartarætur kirkjulegrar trúar. Þegar að þvi er hugað nær lokum máls, hvar þessi leyndardómur birtist skýrast- ur, verður ein athöfn ævinlega öðrum ofar á baugi: Máltíð Drottins, altarissakra- mentið. Við það hið blessaða borð verður hópur einstaklinga aó söfnuói og söfnuðurinn að samfélagi heilagra, hluti þess mikla flokks allra alda, kynkvísla, lýða og tungna, er fellur fram, tilbiður Guð og sameinast honum í helgidómi hans á himni og jörðu. I helguðum efnum, brauði og víni, meðtekur maðurinn Krist. Drottinn Kristur ,,er í “ honum og hann ,,í Kristi“. Einingin er fullkomnuð. Hið eilifa hefur stigið inn í timann og lagt undir sig lendur hverfulleikans. Margt bendir til þess, að íslenzk þjóð hafi að nokkru átt þess kost að njóta þessa helgasta leyndardóms frá upphafi sögu sinnar til þessa dags. í því tilliti var kirkjuleg arfleifð lengst af órofin. Á þjóð- veldisöld varó heilög messa hinnar al- mennu kirkju smám saman hlutskipti okkar. Siðbreyting 16. aldar hafði ekki i för með sór byltingu að því er varðaði grundvallaratriði þeirrar arfleifðar. I messusöngbók Guðbrandar Þorlákssonar segir þannig orðrétt: „Messan i sjálfu sér er ekkert annað en neyzla drottinlegrar kvöldmáltíðar, í hverri sorgfullar og veik- ar manneskjur vegna syndanna skulu huggaðar verða, fyrir predikan Guðs heilaga orðs og meðtekning þess heilaga sakraments vors Herra Jesú Kristi likama og blóðs“. Slikur var skilningur evangelisklútherskrar kirkju á islandi í upphafi, fyrir daga rétttrúnaðar, heit- trúarstefnu og annarra umdeildra við- horfa. Tæpast munu menn gerast til að véfengja þennan skilning enn í dag, frem- ur en þeir draga i efa gildi Passiusálma eða annarra gersema kirkjulegrar trúar á landi hér. Umgjörð drottinlegrar máltíðar átti raunar eftir að breytast um sinn. En nú á dögum leitar íslenzk kirkja þess farvegar, er tilbeiðslan hneig um hátt á annað ár- þúsund. t þvi efni sem öðrum er það hollast að hvíla i faðmi arfleifðar, sem ekki haggast, á öld, þegar svo margt riðar til falls. I þessari viðleitni er messusöngs- bók Guðbrandar Þorlákssonar eðlilegasta viðmiðun okkar Islendinga. Hún er í senn styr-kur stofn þjóðlegrar hefðar og vitnis- burður um kirkjulega trú allra alda og landa. Þar með er ekki sagt, að hverfa skuli aftur i forneskju og taka aftur upp óbreytta hætti löngu liðinna tima. En af þeim toga, sem lengst og bezt hefur gefizt, ber að spinna klæói nýrra kynslóða. Stofn- inn er gamall, þótt laufið sé annað en forðum. Ég drap á það í öðrum þætti þessa greinaflokks, að margur spyrði, hver yrði samkvæmt framansögðu hlutur þeirra, sem ekki njóta umræddrar kirkjulegrar þjónustu og leiðsagnar, hafna ef til vill hvoru tveggja meðvitað. Sama máli gegnir um afdrif allra hinna, sem aldrei heyrðu nefndan Krist og kirkju hans, milljón- anna, sem búa utan hins kristna heims, sem svo er kallaður. Að lokum er að geta þess aragrúa, er borinn var í heiminn fyrir daga Krists. Hvað um örlög alls þessa fólks? Hvað um afstöðu kristinna manna til þess? Er það allt forgegnileikanum ofurselt? Fer það öldungis á mis við hlut- deild i eilifð Guðs? Spurningar sem þessar eru réttmætar og meira en það. Ég geri ráð fyrir því, að ýmsir einlægir trúmenn búi við nokkurt hugarangur þeirra vegna ævilangt. Hitt er svo annað mál, að oft virðast þeir, sem fjær standa kirkj'unni, gera sér næsta und- arlegar hugmyndir um eðli þeirrar áhyggju. Engu er likara en margur haldi, að hugheilir kristsmenn hafi það sér til skemmtunar að skipta meðbræðrum sín- um í hjálpvæna einstaklinga og helvítis- börn, hlakkandi- yfir meintum örlögum hinna síðar nefndu. Slíkar getsakir eru næsta fjarri lagi. í augum kristins manns verður umgetinn vandi fyrst og síðast að áskorun, hvatningu: Mér ber að boða trú, leitast við aó veita öðrum hlutdeild i þeirri hvild, sem mér sjálfum var gefin. Þessi eru að líkindum ósjálfráð viðbrögð allra kirkjunnar manna, er þeir standa andspænis ofangreindum spurningum: Þær kalla á skjótar aðgerðir, ekki vanga- veltur eða örvæntingu, sizt af öllu mann- jöfnuó í nokkurri mynd. Það er þó augljóst, að með þessu er gátan ekki ráðin. Eftir sem áður eru þeir næsta margir, sem vísa kristinni trú á bug, hinir þó enn fleiri, sem aldrei heyrðu hennar getið. Hvað um þá? Ég hef nú þrjá sunnudaga i röð reynt að uppteikna nokkra drætti þeirrar myndar, sem ég nefni „kirkjulega trú“. Ég dreg enga dul á það, að lífsviðhorf þetta er altækt. Það er byggt á þeirri sannfæringu, að Guð hafi opinberað mannkyni eina óbrigðula leið tl lausnar úr illum viðjum forgengileika og dauða, — einn gagnveg til eilífs lifs. Þessi braut er rudd i eitt skipti fyrir öll, við einn heimsviðburð, sem ekki á sér neina hliðstæðu í sögu manna og mun aldrei eiga. Fyrir þá vega- gerð þakka kristnir menn einum Guði, reiða sig á hann og verk hans og alls ekkert annað. Engum öðrum fulltreysti ég fyrir lífi mínu og þeirra, sem mér eru áhendir. Enga aðra leið veit ég til, að hann hafi opnað en þá, sem trú kirkjunnar bendir á frá fornu fari til þessa dags. Hitt mun öllum ljóst vera, að sá Guð, sem hefur opinberað sig i Jesú Kristi, er eftir sem áður leyndardómur. Hér er kom- ið að hinztu og um margt torráðnustu þverstæðu kristninnar trúar: Opinberun Guðs i Kristi verður ekki samjafnað við það, er menn gera visindalega uppgötvun ellegar ljósta upp leyndarmáli, og hverj- um, sem vita vill, til hlitar kunnugt. Opin- berun Guðs í Kristi felur það í sér, að skapari og endurlausnari himins og jarðar er I senn afhjúpaður og hulinn. Hann hefur birt það, sem mér og öðrum vissu- lega nægir til þess að leysast undan oki timanleika og eyðingar, en eignast í þess stað eilíft líf. Hann hefur á hinn bóginn alis ekki ráðið allar þær gátur, er á hug- ann Ieita. Það er kunnugt, að hann elskar mennina og hefur allt til unnið, að þeir eigi við hann ævarandi samfélag. En margt það, sem Guð varðar, er mönnum lítt kunnugt eftir sem áður. Þráfaldlega verða þeir að láta sér það nægja að sjá ráðsályktun Guðs sem í skuggsjá, í óljósri mynd. Margfalt fleira af sama toga vita menn alls ekkert um og fá ekki að vita þessa heims, þótt þeir fegnir vildu. Sá Guð, sem opinberast í Jesú Kristi, ^hefur þannig sjálfur kosið aó takmarka vitneskju mannanna um sig við það helzt, sem þeim að fullu endist til eilífs lífs í honum. Flest annað hylur hann að nokkru leyti eða gjörsamlega. Það er fásinna af kristnum manni aó reyna að leysa úr þeirri spurningu, hvað geymist að baki slíkri hulu. En eitt hlýtur að liggja i augum uppi: Guð hefur ekki sett sjálfum sér takmörk, þótt hann geri þau vatnaskil á fjallvegum mannlegra eftirgrennslana, sem hann veit, að bezt eru við hæfi. Hann sem mælir vetrarbrautir og öreindir af munni fram, er hátt hafinn yfir umgjörð mannlegrar skynjunar allrar, þótt hann hafi að nokkru sniðið börnum jarðar stakk eftir þeirra vexti. Af framansögðu er unnt að draga tvær ályktanir: Hin fyrri er þessi, að af sjónar- hóli kristins manns verður ekki eygó önn- ur leið til eilífðar en sú, sem Guð hefur að eigin vilja og frumkvæði lagt i Jesú Kristi. Af sjálfu leiðir, að í trú kirkjunnar er að finna þær vörður, sem börnum hennar ber að fylgja og benda á, — í trú kirkjunnar og hvergi nema þar. Hin síóari ályktunin er svohljóðandi: Þótt Guð þannig hafi brugðið á loft einum lykli, sem við vitum, að hann notar til að opna mönnum luktar dyr eilífðar, verður það ekki fullyrt f nafni kirkulegrar trúar, að Drottinn eigi engan l.vkil annan. Hinu verður að sjálfsögðu enn síður til streitu haldið, að þess konar lyklar séu margir og allir jafn góðir. Með slíkum fullyróingum værum við að taka okkur í hendur úr- skurðarvald, sem mönnum var aldrei veitt. Við værum annað hvort að takmarka almætti Guðs ellegar að eigna honum eiginleika og úrræði, sem byggð væru á draumórum mennskra manna, en ekki á opinberun hans. I hvoru tveggja tilvikinu værum við að fást við þá „speeulatio majestatis“, þau heilabrot um hátign Guðs og leyndardóm, er kristnum manni sæma sízt. Af þessum sökum fellur kirkja Krists fram, krýpur niður, — og lofar Guð fyrir það, sem henni er gefió. Ótrauð vísar hún liðssveitum sínum á veginn, sannleikann og lífið, á Krist hinn krossfesta og upp- risna. í honum einum á kristinn maður efalaust gjöf eilífs lífs og er leýstur úr viðjum hrörnunar og dau<ía. En alla þá menn, er sneru baki við kirkjunni ellegar aldrei heyrðu boðskap hennar, felur kristinn maður þeim Guði, er gerðist barn i jötu á þessari jörð, en ríkir í leyndardómi yfir alheimi svo víð- um, að við fáum hvorki skilið eðli hans né endimörk. Sárustu ráðgátur mannanna fær Guð' einn leyst. Þyngstu áhyggjur okkar axlar hann sjálfur. Því mun fyrir- bæn bezt hæfa i þeim vanda, sem hér hefur verið reifaður að lyktun, — bæn fyrir öllum mönnum, kristnum og ókristn- um, lífs og liðnum, forn bæn fornar kirkj- u: Gef þeim, Herra, eilífan frið og lát þitt ævarandi ljós lýsa þeim. Þessi bænarorð eru samnefnari þeirrar vonar, sem fagnaðarerindið kveikir í brjósti kristins manns. Vonin sú er byggð á einu saman traustinu til þess Guðs, sem er Kristur, þess Krists, sem er Guð. Hún er þeim gefin, er á hann trúa og við þá miðuð. En Guð setur voninni engin takmörk. Hún er heimil hvarvetna, vió allar aðstæð- ur, svo lengi sem hún lætur sér nægja að vera von og snýst ekki i mannlegt of- dramb og staðhæfingar, heldur iklæðist einvörðungu flíkum þeirrar undirgefni, lotningar og tilbeiðslu, sem er næring og lif einnar, heilagrar, eilifrar kirkju um aldur. Heimir Steinsson. Af spjöldum skdksögunnar EftirJön Þ. Þör Flestir meiriháttar skákmeistarar eiga sín „stóru mót“ sterk alþjóðleg skákmót. sem þeir vinna örugglega, oft með nokkrum yfirburðum. Aðrir eru þeir, sem allir viðurkenna, að eru f fremstu röð, en aldrei tekzt að vinna stóra sigra. Einn hinna sfðarnefndu var þýzki meistarinn von Bardeleben. Hann var af prússneskum aðalsættum og var uppi á 19. öld. Von Bardeleben náði oft ágætum árangri f öflugum mótum, varð t.d. f f jórða sæti f Frankfurt am Main 1887 og í Breslau 1889. 1 Bradford 1888 varð hann f þriðja sæti, en öll þessi mót voru á meðal hinna öflugustu, sem háð voru á 19. öldinni. Eins og áður sagði var von Bardeleben af aðalsættum og sem slfkur var hann allvel fjáður. En ástin á skáklistinni yfirgnæfði allt og hann yfirgaf ætt sína og óðui og gerðist atvinnumaður f skák. En smám saman léttist pyngjan, sigrarnir komu ekki sem hann hafði vænzt, og svo fór að lokum að hann átti ekki annars úrkosta en að tefla fyrir mat sfnum á kaffihúsum Berlfnar. Að lokum þraut von Bardeleben þolin- mæðina, hann henti sér út um glugga og lét lífið. Heldur dapurleg örlög, en hér kemur ein af skákum þessa ágæta meistara, hún var telfd á skákmótinu f Bradford 1888. Hvftt: v. Bardeleben Svart: Mackenzie Fjögurra riddara tafl 1. e4— e5, 2. Rf3 — Rc6, 3. Rc3 — Rf6,4. Bb5 — Bb4, 5. 0-0 — 0-0, 6. d3 — d6, 7. Bxc6 — bxc6, 8. Rce2 — h6, 9. Rg3 — Bc5,10. c3 — Bb6, 11. d4 — exd4, 12. Rxd4 — Bxd4, 13. cxd4 — d5, 14. e5 — Re4, 15. Dc2 — Rxg3, 16. hxg3 — De8, 17. Bd2 — f5, 18. Hacl — Bd7, 19. f4 — De6, 20. Ba5 — Hfc8, 21. Hf3 — h5, 22. Ha3 — Kf7, 23. Kf2 — De7, 24. Dc5 — Dxc5, 25. Hxc5 — Hcb8 26. b3 — Hb7, 27. Bd2 — Hb5, 28. Hxb5 — cxb5, 29. Ha6 — c6, 30. Bb4 — Ke6, 31. Bc5 — Be8, 32. Hxa7 — Hxa7, 33. Bxa7 — Bd7, 34. Ke3 — Bc8, 35. Kd3 — Kd7, 36. Bb6 — b4, 37. Bc5 — Ba6+, 38. Kc2 — Bfl, 39. Bxb4 — Bxg2, 40. Bel — Bfl, 41. Kc3 — Ba6, 42. Kb4 — g6, 43. Kc5 — Bd3, 44. Kb6 — Bc2, 45. a4! — Kc8, 46. a5 — Bxb3, 47. a6 — Kb8, 48. e6 — c5, 49. dxc5 — d4, 50. e7 og svartur gafst upp.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.