Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1977, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1977, Blaðsíða 13
arninum stóra, þar sem snarkar og logar, lér hún landið sitt aftur, hafnarbakkana baðaða í sól, bylgjandi sykurekrur og maís- stöngla, sem sveiflast tígullega í gullnum rykskýjum. Hún sér hljóðar siðdegisstundir, glugga- skýlur, hálmfléttur og kvöld í stjörnuskini með ljósbjartar flugur og milljónir smárra vængja, sem þýtur i innan um blómin og í þéttriðnum möskvum flugnanetanna. Og a á meðan hana dreymir framan við logana, líða vetrar- dagarnir hver af öðrum, þeir verði sífellt styttri og sifellt myrkari. Á hverjum morgni er einn kólibrifugl tekinn dauður út úr búrinu. Loks eru bara tveir eftir, tveir með grænar fjaðrir, sem kúra sig hvor upp að öðrum úti í horni. Þennan dag hefur litla kreóla- stúlkan ekki getað risið úr rekkju. Kuldinn smýgur gegnum merg og bein og dregur úr henni allan mátt. I herberginu er skugg- sýnt og drungalegt. Frostið hefur þakið gluggann þykkri, ógagnsærri slæðu. Bærinn er líf- vana og utan frá hljóðlátum götum heyrist ámátlegt væl i gufuknúnum snjóskafara. Stúlkan hefur ofan af fyrir sér með þvi að lát láta glitra á pallí- ettur, sem hún hefur geymt i pússi sinu og horfa á sig í speglum að heiman, sem hafa indíánafjaðrir allt í kring. Vetrardagarnir líða, og verða sifeilt styttri og sifellt myrkari. Litla Kreólastúlkan liggur á knippluðum rekkjuvoðum og þjáist af heimþrá og harmi. Það hryggir hana mest, að hún getur ekki horft á eldinn úr rúmi sinu. Henni finnst, sem hún hafi glatað föðurlandi sinu i annað sinn. Við og við spyr hún: — Logar ekki eldur hérna? — Jú, jú, litla vina, víst er eldur hérna. Það logar glatt i arn- inum. Heyriróu ekki, hvernig snarkar í viðnum og greniköng- lunum. Sjáðu bara, sjáðu. En hvernig sem hún reynir að teygja sig, er það til einskis. Eldurinn er of langt frá henni, hún getur ekki séð hann og fyllist örvæntingu. Kvöld nokkurt liggur hún á svæfl- inum sínum, föl og hugsi, og beinir sem endranær sjónum að eldinum ósýnilega. Þá kemur vinúr hennar til hennar, tekur einn af speglunum sem eru við rúmið og segir.: — Langar þig að sjá eldinn, ljúfan mín, jæja, bíddu þá. Hann krýpur á kné framan við arininn, og reynir að senda henni með speglinum endurskin af töfraeldinum. — Sérðu hann? — Nei, ég sé ekki neitt. — En núna? — Nei ekki enn. En allt í einu fær hún geisla- bjarma beint framan í sig, og hann umlykur hana á svipstundu. „Ó, ég sé hann“, segir hún himin- lifandi, kreólastúlkan litla og deyr hlæjandi með tvo litla loga djúpt inni í augunum. - Einbeitni og átthagotryggð . . . Framhald af bls. 9. skrínukost en var stundum sendur matur héðan, þvi heldur mun hafa verið þröngt í búi hjá honum enda var hann þá ekki orðinn frægur eins og síðar varð. Ég held hann hafi viljað launa fyrir sig með þessum málverk- um. Þau laun hafa vaxið drjúgum í verði síðan þau voru afhent. Engar áætlanir fram í tímann Það er komið miðnætti þegar við kveðjum Þórdísi Ólafsdóttur og höld- um frá Núpum. Auðheyrt er að litið hefur orðið úr svefni hjá spörfuglunum enda hábjört sumarnótt og mesti anna- tími í þeirra búskap. Hér eru þeir öruggir um sig því enginn köttur er á heimilinu. í Núpalæknum, sem rennur breiður og lygn fram með hlaðvarpan- um, eru sporðaköst og sílalæti svo létt og kvik að ætla mætti að þar væri stunduð fiskirækt. En svo er ekki, enginn fiskur hefur verið veiddur þar og er heldur ekki svo stórvaxinn að það tæki þvi. En lífið í læknum er samt eitt af því sem tilheyrir staðnum og ekki mætti vanta í umhverfi heimilisins. Þórdís hefur dvalist um langt að 40 ára skeið hér á Núpum. Ólíklegt er að hún hafi í hyggju að fara héðan að svo stöddu? — Ég geri engar áætlanir fram í tímann, segir hún. Ég læt hverjum degi nægja sína þjáning og ánægju. Ég er búin að vera hér lengi og hér vil ég helst vera á meðan ég get; þegar það verður ekki hægt lengur er fljótgert að breyta til, selja jörð og bú. Með því að hafa búið nógu smátt í sniðum hef ég meiri von um að fá hjálp góðra manna með þau verk sem ég ræð ekki við hjálparlaust. Ég vil heldur ekki hafa fleiri skepnur en svo að ég geti látið fara vel um þær, segir Þórdís að lokum. Almennt mun álitið að konur standi verr að vígi við að annast sveitabúskap upp á eigin spýtur en karlar. Það má til sanns vegarfæra, sé miðað við reynslu Þórdisar á Núpum. En einbeitni hennar og átthagatryggð sanna, að þrátt fyrir annmarka þurfa konur ekki að yfirgefa bú sin og átthaga, þótt ástæður þeirra breytist. Þórdísi óskum við þess að mega enn um sinn una við bú sitt og heimili á Núpum. vann að hinum stóru, djúphugsuðu verk- um sinum hefði verið slik, að hann hefði orðið að útiloka allt annað. Mér fannst vel af sér vikið að geta gert slíkt árum saman, svo margar hugmyndir, sem hlutu að sækja að hverjum höfundi — en þegar verkinu var lokið hlytu hugmyndirnar að streyma að og þá yrði þrautin þyngri að velja og hafna. Um Sigurð var því þannig farið, að hann lagði svo mikla alúð við verk sitt, lifði persónur sínar innan frá, gerði sálarlífi þeirra svo ítarleg skil, að þær hlutu að verða honum samgrónar. Mér fannst ekki undarlegt, þó að tómleiki sækti að honum eftir að hafa lokið stórverkum sínum, svo sem Golgatabókunum og þrílógíunum báð- um, sú fyrri hefur verið talinn tindurinn á fyrri hluta bókmennta-tímabils S. Ch., en hin seinni gnæfi yfir sfðara bókmennta- tímabilið og ef til vill allt, sem honum auðnaðist að leggja fram til norskra bók- mennta. Hafa ber í huga, hve mikið af tima S. Ch. fór í svokallað brauðstrit, ennfremur varð hann fyrir miklum veik- indaáföllum sem drógu úr afköstum hans. Eg vík aftur að þvi, hve langan tíma hann lifði i sögum sinum með sömu per- sónunum, oft i því umhverfi þar sem hann var heimamaður — smábænum. Það hlaut að vera nauðsynlegt, nánast óhjákvæmi- legt, að taka sér hlé eftir átakamikla upp- lifun. En vita ekki hvað við tæki, þurfa ef lil vill að grafa fram úr djúpi hugans nýtt verkefni að því siðasta fullloknu — fannst mér sem næst með ólíkindum. Eitt sinn sagði Maggen mér að Sigurður hefði ákveðið að verða við málaleitan blaðs að senda þvi efni, það mun hafa átt að koma í jölablaði eða öðru viðhafnar- miklu fylgiblaði. Sigurður hafði ekki áhuga né upplag fyrir því að afla sér tekna með blaðaskrifum, svo slik hjálpar- lind kom naumasl til greina, þegar hann valdi milli þess að starfa eingöngu sem rithöfundur eða gegna jafnframt fulltrúa- starfi sínu. ' „Sigurður er að velta fyrir sér, hvaða efni hann eigi að taka fyrir blaðið, líklega verður það endurminning." Orð hefur verið á þvi gert, að S. Ch. hafi verið orðfár um verk sin, ég get vel skilið að hann hafi komið sér hjá skrafræðum, sem honum hafi þótt fánýtar. Skáldskapur hans var ekki þess eðlis að gefa tilefni til hversdagslegra umræðna. En ef hann á annað borð ræddi þetta efni fannst mér það gert af undanbragðalausri einlægni. Það var S. Ch. fagnaðar- og nánast undr- unarefni, að sigur hans i „stóru sam- keppninni“ skyldi verða til þess, hve les- endahópur hans óx, þessi þróun var því mikilvægari sem þarna var ekki um neitt stundarfyrirbæri að ræða. Honum var það vissulega ljóst, að verk hans voru þung- skilin og útheimtu bæði bókmenntaþroska og áhuga fyrir sálkönnun. (Orðið er hér ekki notað í strangvisindalegri merk- ingu). Hann hafði verið skáld hinna „út- völdu“ og ekki lagt sig fram um að vinna sér lýðhylii. Það var honum dýrmætur sigurvinningur, að fólkið lagði sig sjálft fram um að lesa og njóta verka hans. Fyrsta bók hans bar nafnið Seireren, varla hefur hann þá órað fyrir því, að hann mundi eiga eftir að bera þetta nafn, svo að ljómi léki um. S. Ch. sagði mér, að þegar hann hefði lesið auglýsinguna um „Den store nordiske romankonkurranse," hefði ekki flögraó aö honum að taka þátt í henni. Hann leit svo til, að verið væri að slægjast eftir skáldsögu, sem gengi í fólk og seldist i risaupplögum. Bækur hans voru ekki á þvi plani. Og liann vár einmitt að ljúka verkefni, sem var hádramatískt og trag- iskt: „En reise i natten“, og vissi ekki hver afdrif þess yrðu. Ekki var ólíklegt að hann væri þreyttur. honum hafði orðið vel til náms- og starfs- dvalarstyrkja erlendis, og mætt frábærunt skilningi yfirboðara sinna við pósthúsið, svo að hann gæti notfært sér þessa styrki eins og til var ætlast, hann brást ekki hvað þetta snerti og hlaut því það álit, að þenn- an höfund væri vert að styrkja. Fri hans frá einu starfi til að geta þvi betur einbeitt sér að öðru voru þraul- skipulögð, ritstörf hans stóðu yfir þann tima dagsins, er honum þótti bezt henta, jafnvel á kvöldin ef því var að skipta, tómstundum var varið til að sækja leik- sýningar, listasöfn og hvað annað, er Sig- urður taldi sér til menningar- og yndis- auka. Undanþegnar hinni ströngu dagskipan hans og gjörnýtingarreglu voru dvalir hans i París og Róm, þar lét hann eftir sér að umgangast aðra listamenn, ganga með þeim á gleóimót, eiga frjálsari stundir en endranær. Hann varði tíma til frönsku- náms, sem hann hafði nokkuð lagt sig eftir áður. Eins og áður er að vikið voru hinar skemmri utanlandsdvalir S. Ch. á Norður- löndum og i Þýzkalandi fyrst og fremst farnar til að vinna ósleitilega að ákveðn- um verkefnum, ekki er því undarlegt, þó að Sigurður hafi gengið allhart nærri sér við skriftir, þar sem hann líka kom frá og hvarf aftur að tviskiptri vinnu heima. Ekki finnst mér ólíklegt, að áhugaleysi S. Ch. á skáldsagnakeppninni hafi að ein- hverju leyti, ómeðvitað, ef til vill, stafað af þreytu. Frá þvi að fyrsta bók hans: „Seireren“ (1915) kom út höfðu bækur hans rekió fiver aðra jafnt og þélt, það voru skáldsögur, leikrit og eitt smásagna- safn, er hann nefndi „Idyllen om Sander", hann gaf ekki aftur út smásagnasafn. Tvær bækur hans, er komu út undir sitt hvoru heiti voru siðar sameinaðar undir nafni hinnar seinni og nefndar Golgata- bækurnar. Þá má geta þrilógiu hans, hver saga með sérnafni en siðar voru þær allar nefndar „Riket". Fleira skal hér ekki talið nema minnst á siðustu bók hans á fimmtán ára höfundarferli, leikritið: „En reise í natten", svo nýtt og nærstætt, svo miklum vonum bundið, að ekki er fjarri að ætla, að S. Ch. hafi gefið samkeppninni minni gaum, vegna þess, að hugur hans var við annað bundinn, ef til vill hefur hann heldur ekki tekið samkeppnina eins alvarlega og hún var meint, og hefur verið lítillega vikið að því hér að framan. Þegar hér var málum kontið sótti S. Ch. um sex mánaða orlof frá pósthússtörfum. Ekki hef ég séð þess getið, að hann hafi hlotið utanfararstyrk á þessu timabili, það er eins og forsögn, að hann skyldi leggja í svo mikinn kostnað; þvi að fjáður var hann naumast, þó að hann hefði lagt svo hart að sér. Annað bar til nýlundu. Nú hugðist hann ekki setja sér strangar vinnuáætlanir, heldur verja tíma sinum til þess, er hann nefndi að auðga anda sinn. Hann ætlaði að taka upp þráðinn frá æskuárunum og sökkva sér niður í lestur bókmennta, og aó sjálfsögðu njóta þeirrar listar, sem hann ávallt hafði sótt eftir hvenær sem aðstaða leyfði. Þá ætlaði hann sér að eiga óbundin samtöl við fólk i ýmsurn starfsgreinum og „manninn á göt- unni“ í fáum orðum sagt, förin var gerð til að njóta bæði menningar og þjóðlffs, þar sem hann dvaldist, og létta af sér helsi reglubundinnar skylduvinnu að viðbættri þeirri vinnu, sem hann hafði svo lengi lagt á sig hlifðarlaust. Þegar S. Ch. sagði mér frá því, hvernig það atvikaðist, að hann steypti sér út i að skrifa sögu til aó senda til samkeppninn- ar, kom að sjálfsögðu ekki til tals getgátur minar um þreytu hans og þörf hans til að slaka á, en þó í menningarlegu andrúms- lofti þar sem hann gat setið við listalindir. S. Ch. dvaldi i hóteli i Berlin og tók lifinu með ró eftir sinum hætti. Mér fannst stórkostlegt að geta búið við hötel- þægindi og varið tima sinum aö vild, mér fannst sem ég hefði farið svipað að og Sigurði, ef ég hafði átt sömu kosta völ. Honum barst blað að heiman, og i þvi var tilkynning frá „Den store nordiske romankonkurranse", fresturinn rann út eftir þrjá mánuói, skilafrestur til febrúar 1931. Svo hefur mér helzt skilist að söguefni hefði bókstaflega fallið ofan í penna Sig- urðar og hann hófst þegar handa, og nú varð hann að breyta gjörsamlega um vinnutækni, frá því að gefa hverri bók sinni svo góðan tima, sem hún þurfti varð hann nú allt í einu að etja kappi við timann. Hann skrifaði á ótrúlega skömm- um tima frumgerð sögunnar og skildi hana eftir í Þýzkalandi, þegar hann fór til jólahalds i Drammen, ekkert vinnukapp skyldi spilla þeirn samverudögum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.