Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1977, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1977, Blaðsíða 4
Minnismolar eftir Þórunni Elfu Fyrri hluti Um IAöfaraorð Ég hitti af hendingu rithöfund, sem þekkir vel til í Noregi, hefur sem heima- maöur umgengizt rithöfunda þarienda, kynnst bókmenntum þeim, er fóru aö láta að sér kveða snemma á öldinni okkar og áfram meðan þeim entist starfsorka og líf, Við þessi tvö tókum upp létt hjal, nánast um daginn og veginn. En þar að kom að tal okkar beindist að Noregi, þessu stór- brotna og fagra landi, sem íslendingar hafa löngum sótt til, stundað þar nám og störf, sumir sezt þar að og vegnað vel i því landi, sem norskir forfeður okkar yfirgáfu af meira bráðræði en framsýni og ..hrepptu útsker fyrir akra.“ Mér hefur löngum verið mjög til efs, að við höfum mikla ástæðu til að miklast af norskum uppruna okkar, þegar alis er gætt. Það hefur verið traust og gott fólk, sem eftir varð, hélt tryggð við ættjörð sína, óðul, ættingja og vini. I norsku þjóð- lífi hefur lengur en hjá okkur gætt meiri ræktarsemi og sterkari fjöiskyldutengsla en við íslendingar höfum getað státað af. Mér finnst rithöfundurinn, Sigurður Christiansen hafi verið einn þeirrar teg- undar, sem hafi verið bundinn sterkum böndum þeim stað ,,þar sem vagga hans var", þeim, sem stóðu honum nærri og þörfnuðust hans. Það má til sanns vegar færast með Sig- urð Christiansen, að hann hafi farið í víking, en hann seildist ekki til auðs og valda á annarra kostnað, þau föng, er hann sótti í víking sína gaf hann frá sér öðrum til þroska og lífsfyllingar. Hann skóp lif, en eyddi því ekki. — Þú varst hjá Sigga Christiansen i Drammen, sagði viðmælandi minn. Mér varð hálfhverft við Sigganafnið, sem ekki hefur við norska málvenju að styðjast, svo ég viti til. Viðmælandi minn viðhafði þau orð um S. Ch. aö hann hefði verið leiðinlegur höfundur, tyrfinn og óaðgengilegur í efn- isvali og frásagnarmáta, vankantar á máli hans og stíi. Þrátt fyrir þessi ummæli tel ég fráleitt annað en viðmælandi minn hafi viðurkennt höfuðkosti S. Ch. sem meðal annars voru þeir, hve djúpt hann risti i sálkönr.un sinni, hve þrauthugsað og vandlega unnin skáldverk hans voru, og að stórverk hans eru talin tii öndvegisbók- mennta Norðmanna á þessari öld. Leiðinlegur! Rétt mun það vera að S. Ch. hafi ekki upplag né áhuga til að skrifa afþreyinga skáldsögur, enda þótt hann hafi getað, ef hann vildi samið sögur nteð spennu og atburðahraða, sem hreif les- endur með sér, en hann ætlaði sér allt annan og stærri hlut, en skrifa fólki til skemmtunar. Hann hafði boðskap, leið- sögn að flytja, hann vildi auka skilning lesenda sinna veita þeim hjálp og hufcgun eftir leiðum skáldskaparins, styrkja þá til að taka þungu hlutskipti með vaxandi viti og manndómi, láta ekki bugast, breyta ósigrum og óhöppum i andiegan vinning. — Mér hafði komið til hugar að festa á blað eitthvað um kynni okkar S. Ch., ef ég á annað borð færði í letur minningar frá Noregsdvöl minni árin 1935—36 og ferð- um mínum þangað fyrr og síðar. Viðtalið, sem minnst er hér að framan ýtti undir mig með aö minnast Sig. Ch. sem mun vera fremur lítt kunnur hér á landi, nema hvað frægð hans barst til íslands, þegar hann vann fyrstu verðlaun i mikilli nor- rænni skáldsagnasamkeppni. Sigurður Skúlason þýddi söguna og nefndi hana: ,,Tveir lífs og einn liðinn“, norski titillinn er „To levende og en död.“ Stóra norræna skáldsagnasamkeppnin mun hafa verið auglýst 1930, en verðlaun- in veitt árið eftir. Að samkeppninni stóðu: Gyidendalsforlögin í Danmörku og Noregi og Bonníersforlagið í Svíþjóð. Þriggja manna dómnefnd i hverju þátttökulandi valdi þrjár skáldsögur, síðan skyldi sex manna dómnefnd, tveir frá hverju Norð- urlandanna þriggja fjalla um handritin. Til fróðleiks nafngreini ég þá sex menn, er skipuðu úrslitadómnefndina: frá Dan- mörku: Ludvig Holstein, skáld, og Vil- helm Andersen, háskólakennari, frá Noregi: Einar Skavlan, ritstjóri og Frances Bull, háskólakennari, frá Svi- þjóð: Albert Engström, rithöfundur og Friðrik Böök, háskólakennari. Þeir, sem völdu úr norskum sögum, er sendar voru í samkeppnina voru Einar Skavlan og rit- höfundarnir: Olav Duun og Kristian Elster. Norömenn eru íþrótta- og keppnismenn i rikara mæli en íslendingar. Þegar Drammens Blad sagði frá úrslitum nor- rænu skáldsagna-samkeppninnar var fyr- irsögnin í ósviknum íþróttaanda: Drammen vann einu sinni enn! Drammensbúar voru sælir og hreyknir yfir því að einn úr þeitta hópi skyldi vinna sér svo mikla viðurkenningu fyrir andlegt afrek þar sem snjallir rithöfundar tóku þátt i keppninni. Ég minnist hendinga úr brag sem farið var með á nýstúdentahátíð á Dragernestorgi vorið eftir að S. Ch. vann sinn fræga sigur: „Og Drammen soler seg i glansen av Sigurd Christiansen." II. Fjölskyldan á Lökkeberg Fyrir milligöngu Sigurðar Nordals, prófessors, kynntist ég nafna hans Christiansen og Maggen konu hans. Ég freistast til þess að geta þess, þó aö það sé útúrdúr, hve áberandi mér hefur fundizt, að öndvegishöfundar Noregs hafi verið vel kvæntir. Ég nefni til dæmis: Ibsen og Súsönnu, Björnsson og Carólinu, Lie og Thomasínu, Knud Hamsun og Maríu. Maggen á heima í þessari upptaln- ingu. Hinar merku og maetu eiginkonur and- legra stórmenna hljóta heiðurssess á spjöldum sögunnar. Alkunn er spurning- in: Hver er konan að baki mannsins. En er spurt, þegar listakonur eiga í hlut: Hver er maóurinn að baki konunnar? Það vant- ar víst mikið til að sú spurning sé talin jafn eðlileg. Maggen Christiansen minnti ef til vill meira á fjólu en eik í útiiti, en ég hygg að hún hafi sameinað þetta tvennt. Ung gafst hún manni sínum. Henni mun hafa skiiizt það fljótt, að hann hafði þá byrði að bera að vera óvenju næmgeðja og djúphugull listamaður með afrekslund, slíkir eig- inleikar orsaka áreynslu og þjáningu, svo bættist við, að bókmenntaafrek hans voru unnin í útmældum tómstundum frá föstu starfi. S.Ch. hefði getað tekið undir með St. G. Stephansson, að hafa ort: ...meðan latur makrátt svaf meðan kátur lék sér,“ Maggen átti að því leyti sammerkt við aðrar sögufrægar listamannakonur, að hún skildi einveruþörf hans, sina og þá umhverfiskyrrð, sem var honum skilyrði fyrir andlegri einbeitingu og innlifun, hún átti við þann vanda að etja, hve þröngt þau bjuggu lengi fram eftir árum, eflaust hefur hún verið í einskonar varð- stöðu til að bægja frá skáldinu sínu hvers- kyns truflunum, sem vilja sækja á heimili. Starfi S. Ch. í pósthúsinu í Drammen var svo háttað, að hann vann í vöktum, með þvi móti urðu tómstundir hans sam- felldari og drýgri til ritstarfa. Hann naut mikilla vinsælda og trausts í starfi, sem hann rækti með fyilstu aiúð, honum lét vel að gera harðar skorpur, var ætíð rösk- ur og glaður, er mest á lá. A gleðimótum lagði hann af mörkum það, sem vinsælast var gamanmál bæði i bundnu og óbundnu formi. Hann gaf aldrei út ijóðabók, en orti þó vlsur og bragi af ýmsu tilefni. 1 öllu var S. Ch. vammi firrtur, og þeir, sem réðu póstmálum í Drammen vildu taka tillit til þess, aó S. Ch. átti hvað eftir annað kost styrkja til utanlandsdvalar, betra þótti að sýna tilhliðran, en eiga á hættu að missa hann alveg. Sagt er að „aumur sé öfundslaus mað- ur“. Það var þáttur af lifsgæfu S. Ch. hve vel starfsfélagar hans tóku frægó hans og ýmsum hlunnindum, sem af henni leiddi, svo sem leyfum. Vafalaust má heimfæra upp á pósthúsið i Drammen, sömu hend- ingar og áður eru tilfærðar með einni orðabreytingu. „Og posten soler seg í glansen, av Sigurd Christiansen." Ég kynntist S. Ch. þegar ég kom til Noregs i þriðja sinn, um miðjan vetur 1935. Eftir að ég flutti frá Drammen átti ég tiðar ferðir þangaó. 1 Drammen las ég fyrir öll, en tók þess utan tíma hjá lektor. Ég J<em því ekki örugglega fyrir mig, hvort Siguróur og Maggen voru þarna með i ráðum. Sigurður þekkti þetta allt frá sjálfum sér, þennan mikla lestur um ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.