Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1977, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1977, Blaðsíða 12
Smásaga eftir Alphonse Daudet 15 ára gömul kreólastúlka hefur flutzt búferlum noröur á bóginn til Niemen. Hún er hvít og rjóð eins og vorblóm og kemur frá heimkynnum kólibrífuglanna. Það er blær ástarinnar, sem hefur hrifið hana með sér. F'ólkið á eyjunni hennar sagði við hana: ,,Þú skalt ekki fara, það er kalt i Evrópu . . . Þú getur ekki lifað af veturinn". En litla kreólastúlkan þekkti hvorki ís né kulda. Hún var ástfangin, og því stóð henni engin ógn af dauðanum. Og núna er hún komin, Iangt til norðurs i þokuna i Niemen, með föggur sínar, hengirúm og flugnanet og búr með gylltum rimlum fyllt af fuglum að heiman. Þegar Norðri gamli sá þetta blóm, sem hann hafði fengið sent að sunnan, hrærðist hjarta hans til meðaumkvunar. Það var eins og hann gerði sér grein fyrir því, aö stúlkan og kólíbrífugiarnir hennar myndu falla eins og strá fyrir kuldanum, og þess vegna kveikti hann í skyndingu á stóru, gulu sólinni sinni og brá sér i sumarklæði til að fagna þeim. Þetta tiltæki hans blekkti stúlkuna. Hún hélt að þessi norræni hiti, þyngslalegur og lamandi væri varnanlegur, og að hin dimmgrænu litbrigði náttúr- unnar væru eilíf. Hún festi hengi- rúmið sitt milli tveggja trjáa í garðinum, þar sem það bærðist fyrir vindi allan daginn og vagg- aði henni. „Það er bara mjög heitt hérna norður frá,“ sagði hún hlæjandi. Þó var það ýmislegt, sem vakti með henni kviða. Hvers vegna voru ekki sólsvalir á húsunum í þessu skrýtna landi? Hvers vegna voru veggirnir svona þykkir og til hvers voru ölf- þessi áklæði og ábreiður, þessar stóru eldstór, og viðarhlössin, sem dregin voru inn i húsagarðinn, þessi refaskinn, úlpur og loðfeldar, sem geymdir voru á skúffubotnum? Hvaða til- gangi þjónaði þetta eiginlega? Vesalingurinn litli. Hún átti eftir að komast að raun um það. Morgunn nokkurn, þegar kreólastúlkan vaknaöi, setti að henni mikinn hroll. Sólin var á bak og burt, og af himninum svörtum og þungbúnum, sem virtist i þann veginn að steypa sér yfir jörðina, hrundu óteljandi agnir, hvitar og glitrandi, i höfgri þögn líkt og bómullarhnoðrar. Veturinn er kominn, veturinn er kominn. Vindurinn gnauðar, og það hvín í eldstónum. Litlu kólibrífuglarnir bregða ekki lengur á leik í stóra búrinu sínu með rimlunum gylltu. Litlu vængirnir þeirra, bláir, bleikir, dimmrauðir og sægrænir, bærast ekki, og það er aumkunarvert að sjá þá þrýsta sér hvern upp að öðrum, sljóa og skelfda með fín- gerða gogga og augu i agnar- smóum höfðum. Úti í garðinum skekur vindurinn hengirúmið, og greinar trjánna, sem það hangir í, eru kviknaktar. Litlu kreólastúlk- unni er kalt. Hún vill ekki fara út lengur. Hún kúrir í hnipurkorni eins og fuglarnir hennar, og í horninu við eldinn lætur hún timann líða við að stara á logana. Hún býr sér til sólskin úr sjóði minninganna. í Spegillinn Um Sigurð Christiansen Framhald af bls. 5. stófuna meö vinstúlku sinni, þær voru á leið út, ætluðu rétt að líta við niðri til að láta vita af því aö þær færu út til að viöra sig. Þaó varð úr að þær tylltu sér niður af því að ég var géstkomandi og um það hefur Edith vitað. Hún var „ei riktig norsk jenta" gerðarleg, björt og fersk, svipaði meira til föður síns en móður, fljótt á litið. Hún hafði allt frá fyrstu bernsku verið glaöur geisli í vinahópi foreldra sinna, þó að um vinasamfundi þeirra mætti segja: „sérhvað hefur sína tíð“. Hún fór með móður sinni til Parísar, er faðir hennar dvaldi þar í hópi glað- beittra norrænna listamanna, sem höfðu sína ákveðnu mótsstaði, La Rotonde, Lilas o.fl. Maggen bauð ungu dömunum sígarettur og tók nú fram sterkari tegund en áðuK „Ungar stúlkur kæra sig ekki um svona léttar sígarettur eins og þær, sem við vorum að fíkta við.“ Ströng og siðavönd var hún ekki við dóttur sína. Sigurður var vafalaust líka hlýr og skilningsríkur, þó að hann þyrfti stundum að bregða fyrir sig alvöru, þegar hann „talaði dóttur sína til”, sem varla mun oft hafa borið við. Þetta var samstillt fjölskylda, sem átti sér vaiinn vinahóp, dvaldi a.m.k. hólfan annan áratug í sumarleyfi meðal lista- manna, er sóttu til Holmsbo, sem er vina- legur staður við Drammensfjörð, þar var gott að dvelja á sumrin. Áður en Holmsbo var valið til sumardvalar eyddi Crislian- sensfjölskyldan sumarleyfunum enn nær Drammen, þá gat Sigurður stundað vinnu sína í pósthúsinu, og drýgt sér þannig sumarleyfið, með því að dvelja áfram með mæðgunum, þar sem þau gátu notið sum- arsins enn betur en í Drammen, viö frjáls- legri og heilnæmari skilyrði en þau bjuggu við áður en húsið á Lökkeberg var reist, raunar er það svo með Norömenn, að þótt þeir eigi sér góöan samastað, þurfa þeir að komast til fjalla og fjarða á sumr- in, jafnvel hvorttveggja. Sá staður, er hentaöi S.Ch. svo vel vegna nálægðar við vinnustað hans heitir Konnerud. Það var ekki aðeins að Christjansen fjölskyldan eignaðist sumarvini í Holmsbo, varanleg vinabönd voru knýtt og Sigurður átti nú innangengt inn á vinnustaöi ágætra málara, og gat þvi valið þau listaverk, er bezt féllu að smekk þeirra hjóna. Smátt og smátt safnaðist á veggi Lökkebergsheimilisins fögur og verðmæt listaverk. En bókum var ætlaður staður í forkunnar vönduðum skápum, sem frá upphafi voru staðsettir í hinni rúmgóðu vinnustofu Sigurðar. Svo að ég rétt minnist á Edith, er frá því að segja, að hún tók stúdentspróf með ágætum 1937. Stundaði háskólanám í Osló. Maður hennar Reidar Fritzvold er listmálari, en ekki er mér kunnugt um, hvort hann hefur haft annað starf jafn- framt, fordæmið hafði hann fyrir sér í íjölskyldunni, sem hann tengdist. S.Ch. var hýr og hress í bragði er hann tók á móti gestum, en hverskonar gesta- boð hlutu að takmarkast af og taka mið af því, hve rnikið hann lagði á sig við sitt tvískipta starf. Auk þess tók hann þátt í félagsmálum rithöfunda, sem hann sinnti af meiri alúð og skyldurækni en því að hann hafi haft löngun til frama á því sviði. Hann sat árum saman i stjórn Norska rithöfundafélagsins, en baðst eindregið undan formannskjöri. Á stríðsárunum 1939—’45, átti hann sæti í bókmenntaráði, er standa skyldi vörð um sæmd norskra bókmennta i herteknu landi, þá valt mikið á að halda vöku sinni. Þá ber þess að geta, þó að minna máli skipti, en annað, þessu skylt, að S.Ch. var fulltrúi á rithöfunda- mótum eriendis. Slikar utanfarir voru honum talsverð upplyfting, þar hitti hann marga, sem hann hafði mætur á, og rithöf- undaþing fjalla ekki aðeins um hin sigildu vandamál rithöfunda, heldur eru þá sóttar leiksýningar, talsvert um mannfagnað, sem stofnaö er til í heiðursskyni við höf- undana, en auk þess fámennari gleðifund- ir. Þó að ég tini til nokkur atvik frá kynn- um minum við Lökkebergfjölskylduna, eru þau fátækleg til frásagnar móti þeim anda er þar sveif yfir vötnunum. Vist nutu þessi hjón, elskendur og félag- ar allt frá ungri æsku sinni, samstilltrar ánægju yfir að hafa eignast fagurt heimili og geta mótað heimilishætti í samræmi við það, sem hentaöi mikilvirku skáldi og dóttur, sem var ástundunarsöm við nám. Sigurður var hinn gjörvilegasti maður, hávaxinn, samsvaraði sér vel að þrekleika, hann var fyrirmannlegur bæði á að líta og i allri framgöngu. Sigurður var langleitur og var honum og Nordahl Grieg stundum jafnað saman að þessu leyti og haft í gamanmálum, að þeir hefðu hrossaandlit, líktust Indiánum. Ekki virðist mér þetta hafa átt við S.Ch. hann var mjúkleitur, yfir mikið og hvelft enni sitt greiddi hann hár sitt þannig, að minna bar á hæð ennis- ins. Ekki held ég, að þetta hafi verið af ásetningi gert, heldur var það algengt þá að skipta hári í öðrum vanga og greiða skákalt yfir i hinn vangann. Augu Sigurð- ar lágu fremur djúpt undir hvelfdum augnalokum og mjúklega dregnum auga- brúnum, vangar hans, varir og haka voru í fyllsta samræmi, vangar sléttir, péturs- spor í höku, nefið langt, en ekki til lýta. Maggen var fríð kona, mér fannst eftir útliti hennar að dæma, að hún hefði allt eins getað verið af gyðinglegum uppruna sem norrænum, því göfga gyðinglega ætt- erni, sem við höfum sótt til fyrirmyndar að madonnumyndum. Hún var óvenjulega aðlaðandi, jafnt í alvöru sent í hófstilltri glaðværð sinni með geislablik í augum. Það eru stærstu verðlaun, sem listamanni geta hlotnast að öðlast slikan lifsförunaut. Eg hef áður vikið að því, að gagnvart vissum persónum gat Maggen verið opin- ská á sinn varkára hátt. Auðfundið var, að hún hafði gert iíf manns sins að sínu lífi, ekki af undirgefni, sem ætlast er til, held- ur af djúpum skilningi og ástriku eðli sinu. Það, sem hún sáði í kærleika upp- skar hún í kærleika, maður hennar veitti henni hlutdeild í öllu, sem hann vann að, hún hafði mikinn metnað fyrir hans hönd, og tók mjög nærri sér, ef eitthvað bjátaði á, breyttist manni hennar í óhag eða olli honum vonbrigðum, svo sem ef frumsýn- ingum á verkum hans seinkaði frá því, sem ákveðið hafði verið, eða annars konar vanefndir áttu sér stað. Vinir Sigurðar urðu vinir hennar, gestir hans hennar gestir. Mér var hún svo elskuleg, að ekki gleymizt. Þegar hún sýndi mér vinnustofu S.Ch. kom mér á óvart, hve þar var allt slétt og fellt, enginn risspappír, engar bækur til uppsláttar. Ekk’i einu sinni pappírsbunki á borðinu. Ekkert sem gaf til kynna, að vinnu hefði verið hætt i miðjum klíðum. Mér datt helzt í hug, að hlé stæði yfir í skáldskap Sigurðar. Maggen sagði að maður hennar kynni því bezt, að setjast við auðan skrifborðs- flötinn, hafa ekkert þar fyrir framan sig, pappír og ritföng dró hann upp úr skrif- borðsskúffum sínum. Mér skildist af sjálfsdáðum, að hann þyrfti ekki bóka við, er hann samdi, engra uppsláttarbóka, ekki fletta upp I minniskompum, allt, sem hann samdi var tiltækt á einum stað — í höfði hans. Kveikjuna að þvi, sem hann skóp var að finna í lifi hans og athugun á lífi annarra, spurnina eilifu um hinar margvíslegu ráógátur lífsins og marg- breytileika þess, sem hrærist innra með hverjum einstaklingi, sem lifir með skilningavitin opin og glímir við rögn til- verunnar. Það vakti undrun mína, er Maggen sagði mér, að þegar maður hennar heföi lokið verki væri hann óráðinn í því, hvað hann tæki fyrir næst, mér skildist að hann yrði nánast að leggja sig eftir nýju efni. Skilj- anlegt var, að einbeiting hans meðan hann

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.