Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1977, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1977, Blaðsíða 7
ýmsar hliðstæóur, og verður ekki fjölyrt um þær né heldur tekið til við almenna ígrundun bænar og bænheyrslu. Hitt er ljóst, að einmitt þessi orð vitna með afar eindregnum hætti um það nýja líf, sem Kristur gefur lærisveinum sinuin. Sú full- sæla guðlegrar liðveislu, sem orð Jesú um bænina tjá, er í stuttu máli sagt ekki af þessum heimi. Sú náð að mega biðja sem ber og vænta bænheyrslu er alls ekki hlutskipti hins „náttúrlega" manns, og getur hver litið í eigin barm þvi til stað- festingar. Sá, sem heyrir slík orð til sin töluð, er ný skepna. Að öðrum kosti væru þau merkingarlaus heilaspuni, óskhyggja, er engan varðaði nokkru. Sé þráður þessarar ræðu rakinn enn um hrið, verður næst fyrir lesandanum órofin flétta þriggja þátta, fórnfúsrar elsku, er ber ávöxt, þekkingar á Guði og fagnaðar. Einnig hér er fullkomlega framandi hlut- um hreyft: Elska Krists lætur ekki staðar numið, þótt fórnardauði vofi yfir, — en sömu elsku sýnir sá lærisveinn, sem dvel- ur í Kristi, og sú elska er honum upp- spretta fullkomins fagnaðar. Þess konar lærisveinn er „vinur" Drottins, en ekki ,,þjónn“, og honum hefur Kristur kunn- gjört allt þaó, sem hann hefur heyrt af föður sinum. Lýsingin öll er þess eðlis, að engum blandast hugur um, að hér er fjall- að um líf, sem er öldungis óskylt því, er „náttúrlegur" maður á að venjast. Ekkert er honum fjær en sú kærleiksþjónusta, er hefur í för með sér sjálfsafneitun allt til dauða. Að nefna slikt í sömu andrá og gleði og fögnuð er hverjum þeim fjar- stæða sem ekki lifir „í Kristi", — fjar- stæða annarrar'veraldar, komandi heims, framandleiki þess guðsríkis, sem er i nánd. Sama gegnir um þá vitneskju um föðurinn, sem hér er kunngjörð. „Enginn hefur nokkurn tima séð Guð,“ segir Jöhannes i formála guðspjallsins. Með þeim orðum er flest það sagt, sem segja þarf um guðsþekkingu náttúrlegs manns. En í framhaldi þeirra orða er einnig á það bent, sem áréttað er i 15. kapitulanum: „Sonurinn eingetni, sem hallast að brjósti föðurins, hann hefur veitt oss þekkingu" á Guði. Einnig í þessum orðum og hliðstæð- um ummælum 15. kapitulans er þvi fast að orði kveöið um algjöran sérleik þins nýja lífs „í Kristi". Þetta líf er kristnum manni gefið. 1 fæðingunni er liann „náttúrlegur“ maður og ber þess merki ævilangt. Hið illa er ekki endanlega sigr- að, fjarri fer því. En i skirninni er hinn kristni ný skepna, og allar þær ástargjafir, sem hér voru nefndar, standa honum til boða. Sé nú að nýju til vikið að upphafi 15. kapitula Jóhannesar guðspjalls, verða þar fyrir lesandanum orðin: „Ég er hinn sanni vinviður.” Þessi ummæli eiga sér ýmsar hliðstæður i guðspjallinu. Orðin „ég er“ verða á vegi lesandans a.m.k. tíu sinnum i riti þessu í yfirlýsingum, sem áþekkar eru þeirri, er getur að líta í upphafi 15. kapi- tulans: Hvarvetna er það Jesús Kristur sjálfur, sem talar: „Ég er brauð lífsins. Ég er Ijós heimsins. Eg er góði hirðirinn. Eg er upprisan og lífið. Ég er vegurinn, sann- leikurinn og lífið. Fleira mætti telja, og vert er að liafa augun opin fyrir þessu orðasambandi, þegar 15. kapítulinn er les- band í Gamla testamenti. Einnig i Jóhann- esar guðspjalli er orðum þessum ætlað að tjá opinberun Guðs f Kristi, afdráttar- lausa yfirlýsingu um eðli Guðs og vilja. Mikilsverðust allra slikra yfirlýsinga i Gámla testamenti eru orð Drottins i 2. Mósebók, 3. kapitula, 14. versi: Móse spyr Guð nafns, en nafn Guðs er í Gamla testa- menti sérlegt tákn nærveru Drottins og opinberunar. Guð svarar Móse: „Eg er sá sem ég er“. Svo skalt þú segja ísraels- mönnum: „Ég er“ sendi mig til yðar. Nokkurs ágreinings gætir meðal fræði- manna um texta þennan. En það virðist hafið yfir allan efa, að íslenzka þýðingin fer hér harla nærri réttu máli: Orðin „ég er sá sem ég er“ tjá i stuttu máli algjöra samsemd. Drottinn er ævinlega sam- kvæmur sjálfum sér, og þar af leiöandi óumbreytanlegur, en einmitt í þvi lilliti fullkomin andstæða alls sköpunarverks- inn og yfirvegað skal það lifsamband Krists og lærisveins, sem orðin „í Kristi“ tjá. „Ég er“ — yfirlýsingar Jóhannesar guð- spjalls leiða hugann óhjákvæmilega að áþekkum orðsamböndum í Gamla testa- mentinu. Þar veróa „ég er“ — ummælin þrásinnis fyrir lesandanum, þegar Drott- inn Guð opinberar persónu sína, eðli og vilja. Þaó er eflaust engin tilviljun, að Jóhannesar guðspjall notar orðasamband þetta svo oft sem raun ber vitni. Oviða eru hátign Krists og guðdómur svo rækilega undirstrikuð sem einmitt i máli Jóhannes- ar. Þar er opinberun Guðs i Gamla testa- mentinu bersýnilega höfð til hliðsjónar æ ofan í æ. Nægir að benda á sköpunarsögu 1. Mósebókar og formála Jóhannesar guð- spjalls þvi til staðfestingar. Full ástæða er þannig til að ætla, aó „ég er“ — yfirlýsing- ar Jesú i Jóhannesar guðspjalli gegni sama hlutverki og sants konar orðasam- ins, skynheimsins í heild. Bent hefur ver- ið á, að nafn Guðs i Gamla testamenti, Jahve, sé skylt orðasambandi þessu, enda gefi það einmitt til kynna varanleika Guðs og óhagganleika. Virtir gamalstestamentis- fræðingar halda þvi fram, að þegar ís- raelsmenn að fornu skilgreina Guðs sem hann sem ,,er“ ellegar hann sem „er sá sem hann er“, búi þeim það einmitt í hug að leggja sem ríkasta áherzlu á ævarandi „raunveru“ Guðs andspænis timanlegum og forgengilegum hlutum, dögum og ár- um, jarðargróða, kvikfénaði, — og manninum sjálfum, sem aftur hverfur til jarðarinnar. Athyglisvert er, að i forngriskum þýð- ingum Gamla testamentis er umgetin setn- ing úr 2. Mósebók þýdd með orðunum: „Eg er hinn verandi." Þau orð eru í griskri hugmyndafræði þessa tima notuð til að tákna hinn hinzta veruleika, hann eða það, sem er, þegar öllu forgengilegu sleppir. Sá veruleiki er eilífur, óum- breytanlegur og einn. Þvi hafa þessi orð þótt henta vel til þýðingar á orðum Guðs úr 2. Mósebók. Guð Gamla testamentsins er einnig í strangasta skilningi einn: „Heyr ísrael, Drottínn, vor Guð, er einn Drottinn". Og hann er óumbreytanlegur og eilífur, einnig i orðsins strangasta skilningi: „Grasið visnar, blómin fjölna, en orð Guðs vors stendur stöðugt eilif- lega“. Tæpast mun farið alls fjarri réttu máli, ef þvi er fram haldið, að orð Guðs í 3. kapítula 2. Mósebókar, þessi hyrningar- steinn opinberunar Guðs í Gamla testa- menti, gefi það til kynna, aö meginein- kenni Guðs sé fólgið i því, að hann einn „er“, — varir, — meðan skepnan öll hlýt- ur að láta sér nægja að „verða", — vaxa og þroskast, en hrörna síðan og týnast. Varpa má fram þeirri almennu spurningu, hvar raunveruleikann, — „raunveruna", — sé aö finna. Svarið verður neikvætt að þvi er varðar forgengilega hluti alla. Þeir renna mönnum um greipar, eins og sandur, verða ekki höndlaðireða skilgreindir. Um engan þeirra verður sagt: „hann er.“, — ellegar „hann er sá sem hann er“, — af þvi að sérhyer þeirra hreytist í þeirri andrá, sem orðin eru töluð, úr einhverju, sem hann var fyrir örskotsstundu í éitt- hvað, sem hann verður að annarri örskots- stundu liðinni. Orðið „raunvera" verður ekki um slik fyrirbæri notað. Þau eru undirorpin hégómanum, hverfulleika skepnunnar. Sé hins vegar spurningunni um „raunveruna" haldið til streitu, verður það þvi ljóst, að „raunverunnar" hlýtur að vera aö leita handan umskipta og þróunar hins sibreytilega skynheims, á einhverjum þeim vettvangi, sem er eilifur og óhagganlegur í orðsins ströngustu merkingu. Þennan „vettvang" er sam- kvæmt framansögðu að finna, þar sem Guð talar til Móse og mælir orð orðum ofar. Þegar „ég er“ — yfirlýsingar Jöhannes- ar guðspjalls eru ígrundaðar í ljósi þess, sem hér hefur verið sagt um hliöstæður í Gamla testamenti, virðist það liggja i aug- um uppi, að i báðum tilvikum er um að ræða sömu opinberun á „raunveru" Guðs. Sá Drottinn, sem talar til Móse úr þyrni- runninum, mælir sama máli í Jesú Kristi: „Ég er í föðurnum og faðirinn í mér“. „Aður en Abraham varð til, er ég". „Eg er upprisan og lífiö". Ótal dæmi mætti nefna, einnig úr bréfum Nýja testamentisins, þar sem eilífum, óumbreytanlegum Guði i Jesú Kristi er sungið lof. „Jesú Kristur er í gær og i dag hinn sami og um aldir". 1 honum er opinberaður sá Guð, sem einn ,,er“, meðan skepnan öll er ofurseld for- gengileikanum. Þessi sami Drottinn og Guð talar til lærisveina sinna í 15. kapítula Jóhannesar guðspjalls og segir: „Ég er vínviðurinn, þér eruö greinarnar". Heimsviðburður- inn, sem áður var gerður að umtalsefni, er fólginn í afdrifaríkustu þverstæðu allrar sögu: Hann sem einn „er“ um eilifð, er stiginn inn í veröld foreyðslunnar og hef- ur gefið þeim, er þar búa og hann skóp, en síðan týndi, ævarandi „raunveru" með sér. Það að „vera í honum", — að „vera i Kristi", — er beinlinis þetta aö lifa i eilífð hans, leystur úr fjötrum veröandi og tor- tímingar. í þessu ljósi má vera, að ýmislegt skýr- ist, sem getið var framar i þessu máli og ókleift reyndist „náttúrulegum" manni: Sú eigingirni mannsins, sem telja mætti samnefnara syndar hans, er augljóslega samofin því þrældómsoki, sem timanleik- inn hleður honum að hálsi. Sú barátta allra gegn öllum, sem ekkert þjóöskipulag fær hrundið, en ævinlega einkennir hinn náttúrulega mann, er beinlinis sprottin af þeirri blekkingu, að forgengilegir hlutir séu þess verðir, að um þá sé fengizt og togazt. Fái Kristur að létta þessu oki af manninum, er botninn dottinn úr barátt- unni, forsenda togstreitunnar þrotin. Sá sem í sannleika þiggur þá gjöf að vera „í Kristi", gerast hluttakandi i raunveru Framhald á bls. 16. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.