Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1977, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1977, Blaðsíða 11
 Fangelsisbyggingin í Rahway Unglingar fylgjast með mönnum í búrum. vörðunum hérna er hann lokaður inni í klefanum allan daginn. Þið eigið ekki kost á neinni menntun hérna. Og það ræður enginn gamlan tugthúslim í vinnu. Hvað ætlið þið þá að gera, ef þið fáið hvergi vinnu, þegar þið sleppið loksins út eftir 5, 10 eða 20 ár? Það er ekkert að gera — nema brjótast inn og lenda hérna aftur! Skiljið þið það ekki, að lífið er farið i súginn, ef maður lendir i fangelsi? Frelsið er það dýrmætasla, sem hægt er að svipta mann. Og ekkert getur bætt manni það upp. Hérna eru menn lokaðir inn í klefum í 20 tima á sólarhring, jafnvel lengur. Og þegar þeim er sleppt út ntega þeir ekki fara nema nokkra metra, komast aldrei út fyrir fangelsið, geta aldrei verið einir með sjálfum sér. Svona er þetta i öllum fangelsum. Látið ykkur skiljast það, að lífinu er lokið, þegar rnaður er korninn í fangelsi". Yfirlesturinn hafði staðið í tvo tíma samfleytt. Unglingarnir höfðu setið grafkyrrir allan timann; þeir höfðu ekki einu sinni litið hver á annan eða hvíslazt á. Það var greinilega úr þeim allur vindur. Lifstiðar- fangarnir gengu út af sviðinu. Einn fangavörðurinn sagði ung- lingunum, að fangarnir fengju engin friðindi fyrir það að koma frant á fundunum. Enginn þeirra gæti sótt um náðun fyrr en eftir 15 ár — og væri þó engan veginn víst að þeir yrðu náðaðir þá. „Þegar þið farið út“, bætti hann við, „fara þeir aftur inn i klefana sína“. í þvi, að fangarnir gengu út úr salnum sneri einn þeirra sér við og sagði: „Þið skuluð minnast þess, aó fangelsi eru engir barna- leikvellir. Tveir gamlir vinir Tnínir lentu hérna. Annar framdi sjálfsmorð. Hinn var drepinn i ryskingum. Flestir, sent hingað koma, eru drepnir — einhvern veginn". Það voru hljóðir og hógværir unglingar, sem gengu út úr fangelsinu.... Lífernisfræði í Ævintýrum H.C. Andersen „Lærðu að þekkja mennina. Jafnvel f hinum vonda er part- ur af guði, sá partur, er sigra ntun og slökkva eldsloga helvftis." H.C. Andersen (bls. 296, II, Sögukorn) Enginn er svo illur að ekki sé til einhver guðdómsneisti í sál hans. Og þessi guðdóms- neisti, sem leynist í sál hvers manns, í sál hvers illmennis og jafnvel í sál hvers djöfuls í hinurn verstu vítum, gerir hinum guðlegu verum það kleift, að bjarga jafnvel hinum verstu verum að lokum, og koma þeim á lifsins leið. Hver ein lífvera hefur átt upphaf lífs sins, fyrir samein- ingu tveggja fruma eða frjóa frá föður og móður, og sú sameining hefur aldrei að öllu verið án ástar foreldranna, og ást þeirra er ævinlega brot eða neisti guðlegrar ástar, því ást hinnar æðstu veru á sér bústað i hverri lifveru, og við sameiningu karls og konu sem leiðir til afkvæmis er hin guðlega ást ætið til staðar. Hver maður fær við getnað sinn og í vöggugjöf, einhvern hluta hinnar æðri elsku, sem hver lifvera verður raunar aðnjótandi um alla sína ævi. Jafnvel þótt einhver fjar- lægist guð svo sem mest má verða, bæði hér á jörðu og i verstu vitum annarra hnatta, mun þó ætið einhver guðdóms- una, sem gekk á brauðinu er ákaflega lærdómsrik, og i góðu samræmi við það, sem nú má vel skilja út frá kenningum dr. Helga Pjeturs. Stúlka þessi, sem hét Inga var illa innrætt frá barnæsku. Ilún hafði yndi af að kvelja skordýr, og með aldrinum óx henni drambsemi og ofmetnaður, enda var hún falleg og átti falleg föt. En það sem gerði út um örlög hennar var það, að eitt sinn sendu húsbændur hennar hana með stórt brauð, til að gefa fátækri móður hennar, og er mýrar- bleyta varð á leið hennar kast- aði hún brauðinu niður i bleyt- una og steig svo á brauðið, til að þurfa ekki að öhreinka fallegu skóna siná. Og hér var mælirinn fullur. Ilún sökk niður í mýrina, og lenti niðri i viti þar sem hennar beið ólýsanlegur öfögnuður og lang- varandi þjáningar. Er þeirri dvöl lýst i sögunni. En þar sem hún dvaldi þarna í víti, heyrði hún allt, sem um hana var rætt á jörðinni, og allir töluðu i'lla um hana, og enginn vorkenndi henni, þótt allir þættust vita hvar hún væri niðurkomin. Að lokum var eitt barn, sem grét yfir örlögum hennar og varð þetta heldur til að mýkja skap stúlkunnar.- Og heilli manns- ævi siðar, þegar barnið, sem grátið hafði var orðió gamal- menni og lagðist til hinstu hvildar, þá bað sú gamla kona fyrir stúlkunni, sem hún vissi, Eftir Ingvar Agnarsson neisti, einhver ögn af kærleika eiga sér bústað innst í hugar- fylgsnum hans. En svo djúpt getur orðið á þessum neista, að ekki tendrist ljós þar af, fyrr en að afstöðnum óumræðileg- um þjáningum, og miklum til- raunum hinna lengra komnu til hjálpar. Þvi slíkt mun vera eðli lifsins, að enginn sem lent hefur í íllum stað, og haldið þar áfram illu athæfi sínú, get- ur snúið við til réttar áttar, fyrr en hugarfarsbreyting hef- ur átt sér stað. Og oft gerist það ekki, fyrr en að afstöðnum miklum og löngum þjáningum. Ævintýraskáldið fræga H.C. Andersen, hefur skilið vel þetta eðli lifsins, aó „partur af guði“ sé í hverjum manni, eins og vel kemur fram i tilvitnun- inni hér á undan. Dg i annari sögu hans „Stúlkan sem gekk á brauðinu", kemur fram næm- ur skilningur hans i því, að úr víti verður ekki bjargast án hugarfarsbreytingar, og ekki án þess aö utanaðkomandi hjálp komi til. Hygg ég, aó hið mikla skáld, hafi verið manna fyrstu til að skilja þetta lifslög- mál. Þvi lengst af hefur það verið trú manna, að ekki yrði með neinu móti losnað úr víti, fyrir þá sent þangað væru komnir á annað borð. Saga Andersens um stúlk- að svo lengi hafði verið í víti stödd. Og bæn þessa garnal- ntennis þýddi óvildarklakann i sál hinnar langþjáðu stúlku, og þá losnaði hún úr fjötrum sinum, og komst upp í sólskin jarðarinnar í liki litils og óásjá- legs fugls, sem fyrirvarð sig fyrir útlit sitt, og reyndi að verða ekki á vegi annara fugla. En‘i huga stúlkunnar, sem nú var i líki litla fuglsins, var orðin algjör breyting. Nú vildi hún allt gera til aö hjálpa öór- um. Og er veturinn kom, leitaði hún matar alls staðar, og aðeins litils af honum neytti hún sjálf, en gaf öðrum fugl- um allt, sem hún gat tínt. Með þessari miklu fórnfýsi sinni gat hún satt marga svanga fugla og bjargað lifi þeirra. Að lokum breyttist hún i hvitan fagran fugl, og börnum, er sáu hana á flugi yfir vatni einu, sýndist hún svifa inn i sólina. Þetta er að visu ævintýri, en eigi að síður felur það í sér sannleika, svo mikilsverðan, að allir ættu að hafa hann i huga og haga lifi sinu eftir því. „Hvers virði er það manninum, þótt hann eignist allan heiminn, ef hann fyrir- gerir sálu sinni", stendur i hihliunni. Ekkert er eins véigamikið Framhald á bls. 16.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.