Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1977, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1977, Blaðsíða 2
CHRISTIAN BARNARD ,,Þaó leiö yfir mig í fyrsta sinn, sem ég var viðstaddur uppskurð“, sagði viömælandi minn. Þetta var Christian Neethling Barnard, og við sátum á tali í skrifstofu hans i Groote Schuur-sjúkrahúsinu í Höfðaborg. Úr skrifstofunni sér vítt yfir borgina. Þarna er enginn iburður, engin merki um frægð og frama Barnards; þetta er aðeins vinnuherbergi. Þarna skoðar Barnard sjúklinga sína. „Ég hef alltaf bækistöð i Suður- afríku“, sagði hann. „Ég vann einu sinni um tíma í Indlandi, og það gekk ekki vel. Síðan hef ég unnið hér að mestu og mundi ekki vinna annars staðar, nema ég flytti þá úr iandi fyrir fullt og allt“. Hann er mjög bundinn föður- landi sínu og skiptir engu, þótt honum berist jafnan atvinnutil- boð hvaðanæva að úr heiminum. „Mér er ljóst, að ég yrði að mörgu leyti betur staddur í Boston eða New York. Þá kæmist ég hvert á land, sem væri á fáeinum timum“. En hann telur sig eiga skyldum að gegna heima fyrir og geti hann ekki hlaupizt frá þeim. Þar vill hann’ lifa og starfa ásamt með félögum sínum og halda uppi merki góðrar læknislistar, hvað svo sem liður gengi föðurlandsins í stjórnmálum ellegar efnahags- málum. Barnard er af þýzkum og frönskum ættum. „Það er ekki í mér enskur eða hollenzkur blóð- dropi", segir hann. Ég innti hann eftir skoðunum hans á stjórn- málaástandi og horfum i Suð- urafríku um þessar mundir og spurði m.a. hvort hann hefði ekki hug á þvi að taka sjálfur þátt í stjórnmálum. Oft hefur verið um það rætt, einkum af því, að hann er einna þekktastur Suðurafriku- manna. Svar hans var dæmigert. „Ég skal segja þér, að alia ævi hef ég reynt að bera sigur úr býtum i hverju, sem ég tók mér fyrir hendur. Og ég get ekki annað sagt, en mér hafi gengið bærilega oftast nær. Ég kæri mig lítt um það að tapa — og það er m.a. þess vegna, að ég hef ekki sótzt eftir stjórnmálaframa. Ég ætla að bíða og sjá hvað setur. Bjóðist mér einhvern tima aðstaða til þess að gera eitthvað sem um munar til lausnar stjórnmálavandanum mun ég gefa kost á mér. En ég kæri mig ekki um að verða einn af fjölmörgum stjórnmálamönn- um, sem bítast og berjast í sifellu um atkvæði en komast samt aldrei í þá aðstöðu, að þeir geti komið neinu verulegu til leiðar'*. Faðir Barnards var prestur og þjónaði i Beaufort West. Það er litill bær og þar ólust þeir upp, Christiaan og Marius bróðir hans, sem einnig er læknir. Faðir þeirra þjónaði söfnuði blökku- manna. Löngu síðar kom einn kunningi Christiaans að máli við hann og sagði: „Ég verð að játa Suðurafríski skurðlœknirinn sem fyrstur höf hjartaflutninga hjartans. En þvi næst mundi skurðlæknirinn setja hjarta- og lungnavélinaí samband. Allt gekk vel í fyrstu. Við opnuðum brjóst- holið, komumst að hjartanu og ég bjó mig undir að klemma æðarn- ar. Ég var að smeygja áhaldi und- ir neðri æð, þegar ég fann, að einhver vefur var fyrir. „Viltu skera þetta?" sagði ég við lækn- inn, sem hjá mér stóð. Hann brá upp skærum og klippti, en ekki nógu mikið. Hann klippti þvi aft- ur. Þá skipti engum togum, að upp kom blóðgusa og síðan hver af annarri, rétt eins og blóðinu væri dælt upp — enda var hjartað að dæla því upp. Við höfðum skor- ið í hjartað". Barnard iaut fram í sætinu og var auðséð á svip hans, að hann hafði engu gleymt af tilfinningum sínum þessa stund fyrir nærri. tuttugu árum. Svo hélt hann áfram. „Ég reyndi að loka gatinu en tókst ekki betur til en svo, að það vikkaði enn frekar. Blóðið var nú farið að flæða í striðum straumi. Samt sló hjartað áfram án afláts. En það var ægi- legt að sjá blóðið flæða út úr því. Brátt var svo komið, að blóðbelg- urinn byrgði mér sýn; ég sá ekki lengur hvað ég var að gera. Það varð að ná blóðinu upp og ég fór að reyna að dæla því upp. Jafn- framt kallaði ég á menn að sækja yfirlækninn. „Sækið Lillehei", kallaði ég. „Strax! Strax!". Þrýst- ingurinn fór nú dvínandi. Svæf- ingarlæknirinn las mér tölurnar og þær voru ískyggilegar. „Kom- inn niður fyrir áttatíu... 70... sextiu og fimm. ..“ Hann mátti ekki falla niður fyrir sextíu. í skelfingu minni fór ég með hend- ina niður í holuna fulla af bióði og þreifaði eftir gatinu á hjartanu. „Lækkar enn“, sagði svæfingar- læknirinn. „Niður fyrir sextíu. . . fimmtíu og átta... fimmtíu og þrir. .. fjörutíu og níu..Og ég fann, að sláttur hjartans varð æ veikari. í guðs bænum sækið Lillehei, kallaði ég aftur. „Fjörutiu og tveir og lækkar enn“, sagði svæf- ingarlæknirinn. Rétt á eftir bætti hann við: „Nú merki ég ekkert lengur". Hjartað hafði stöðvazt. Ég fór aftur með hendina niöur í skurðinn og tók að nudda hjartað í þeirri veiku von, að það færi aftur að slá. En það tók ekki við sér. Ég gat ekki að mér gert að líta upp einu sinni og sá þá í sjónhendingu áhorfendurna, þar á meðal föður drengsins. Hann sat þarna náfölur og skelfingin lýsti úr augum hans. Svo kom Lillehei á vettvang og við tengdum hjarta- og lungnavélina. Þá sá ég, hvar við höfðum skorið í hjartað. Það tók ekki við sér enn, og vélin var ein um það að halda lifinu i drengnum. Lillehei hóf uppskurð- inn. Allan tímann, meðan stóð á aðgerðinni bað ég guð þess, að drengurinn mætti lifa, að hjarta hans tæki aftur við sér, þegar við tækjum vélina úr sambandi, og það, þótt mér veitist það erfitt, að ég var hálffeiminn við að heilsa þér í gamla daga vegna þess, að faðir þinn var prestur svert- ingja". Það hlýtur að hafa haft talsverð áhrif á þá bræður, að faðir þeirra þjónaði „óæðra" fólki, en þeir þóttu sjálfir. Slíkt var ekki vel séð í hópi hvítra og er ekki enn. En Barnard elur ekki með sér neina beizkju iengur. Honum hefur vegnað vel, hann er reiðubúinn að viðurkenna það og gieðst af því. „Velgengni mín er að miklu leyti öðrum að þakka", segir hann. „Ég á föður mínum mikla skuld að gjalda. Hann var merkilegur mað- ur“. Þótt Barnard hafi vegnað vel um dagana og hann hafi hlotið mikinn frama í starfi hefur þó auðvitað ekki alltaf gengið snurðulaust. Hann hefur orðið að læra af mistökum sínum eins og aðrir. Hann minntist uppskurðar, algengrar aðgerðar, sem hann hjálpaði við á námsárum sínum i Minnesotaháskóla þar, sem hann lauk doktorsprófi í skurðlækning- um. „Það var komið til okkar með sjö ára gamlan suðurafriskan dreng. Vöðvaveggurinn, sem skil- ur að neðri hólfin í hjartanu var gallaður. í því, að honum var ekið inn i skurðstofuna frétti ég að faðir hans væri viðstaddur. Hann sat þarna handan við giervegg og ætlaði að fylgjast með þvi, hvern- ig syni hans reiddi af. Ég átti að skera upp brjóstholið og komast að hjartanu. Svo átti ég að klemma fyrir bláæðarnar, sem flytja blóðið frá líkamanum til Barnard með konu sinni og börnum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.