Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1977, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1977, Blaðsíða 9
Bærinn á Núpum og hamraborgin, sem hann dregur nafn sitt af. Búskapur á Núpum Árið 1951 tóku þau Þórdís og Sig- mundur maður hennar við búskap á Núpum. Landareignin er stór en mikið af henni er þakið hraunum. Á þeirra búskaparárum stækkaði túnið mikið, jörðin ber nú gott meðal bú. Þau bjuggu aðallega fjárbúskap en þó hef- ur alltaf verið seld mjólk síðan mjólkur- sala hófst. íbúðarhúsið var byggt á árunum 1954—6. Sigmundur byggði það sjálfur og eingöngu I hjáverkum með búskapnum og var það því lengur í smiðum. Sigmundur Helgason lést árið 1 974. Siðan hefur Þórdís haldið ein áfram búskapnum en hefur orðið að minnka bústofninn mikið og telur að nú sé það enginn búskapur, sem vert sé að nefna þvi nafni. Stendur betur að vígi við bústörfin á veturna en sumrin Þórdís verður nú sjálf að sjá um bústörfin hverju sem viðrar. Hún segir að gegningar á vetrum gangi vel en öll gripahús eru á sama stað og stutt að fara, aðeins þvert yfir hlaðið. Innan- gengt er á milli þeirra nema hesthúss- ins en Þórdís hefur einn hest. Vatn og rafmagn er i öllum húsum. Þau byggðu rafstöð í Núpalæknum 1948 og hefur hún snúist siðan. Nú er komið samveiturafmagn en enn er hitað upp með heimarafmagninu. Á sumrin er Þórdísi meiri vandi á höndum. — Með heyskapinn er ég háð hjálp góðra manna. Eg hef einn votheys- Þórdfs Ólafsdóttir ásamt kaupamannin- um, Birni Viðari Björnssyni og Trygg. TgrHifinwiiwmigMMaagaBamw turn og í hann get ég heyjað (að mestu) með hjálp kaupamannanna minna, segir Þórdís, en kaupamennirn- ir eru unglingar sem eru hjá henni yfir sumartímann. En þegar þarf að vinna þurrheyið er ég sérstaklega illa sett. Þá verð ég að bíða eftir að nágrannarnir Ijúki við að heyja það mesta hjá sér og geti komið því við að hjálpa mér við heyskapinn. Þeir hafa í rauninni aldrei tíma til þess en taka bara tímann frá sínum eigin bústörfum. Oft hef ég verið heppin með þurrk einmitt um það leyti en auðvitað er því ekki alltaf að treysta. Af þessum sökum er ekkert farið að slá hér, en í vor var túnið mjög seinsporttið svo það kemur sér ekkert illa. Þórdís segir að nú þyki ekki hægt að slá með öðru en sláttuþyrlu en hana á hún ekki. Sláttutætara á hún í félags- eign með öðrum og með honum má slá I vothey; þó slær hún ekki sjálf. Traktor á hún en segist alltaf hafa verið mesti klaufi að fara með hann og snerti hann ekki nema í nauðsyn Smalamennska og sauðburður — Fyrir mig er heyskapur og smala- mennska býsna stór atriði i búskapn- um, segir Þórdís. Engan afrétt þarf að smala hér í Hverfinu en á bæjunum milli Brunnár og Brúaár gengur féð mikið saman og smaláð er sameigin- lega að verulegu leyti. Allt sem lengst er til fjalla er félagssmölun en hver verður að smala sitt heimaland. Það verð ég að gera eins og aðrir. Um sauðburðinn hef ég fengið mann til að hjálpa mér og eins til að rýja féð en það er enn gert á vorin ef til þess næst með ekki alltof mikilli fyrirhöfn. Fjárbeit er hér frekar góð og ekki snjóþungt. Fé leitar ekki langt frá að vetrinum og þá smölum við Tryggur þvi heim á kvöld- in. Á vorin er það haft innan girðingar. Aðdrættir ekkert vandamál Þórdís hefur ekki bíl til umráða og hefur ekki lært að aka bil, en hún er í engum vandræðum að komast ' öar sinnar þegar á þarf á halda. Hún fær oft far með Guðjóni bróður sínum, sem býr á Blómsturvöllum eða með öðrum nágrönnum. Nú eru gömlu mjólkurbíl- ar hættir að flytja mjólkina og fólk getur ekki lengur pantað vörur með þeim, en síðan tankbílarnir komu i þeirra stað hagar sveitafólk erindum sínum öðruvísi. Hingað í sveitina eru vörur keyrðar út frá Kaupfélagi Skapt- fellinga á Kirkjubæjarklaustri, sé um þungavöru að ræða, segir Þórdís. Sjálf fer hún þangað til innkaupa viku- til hálfsmánaðarlega. Hún er þá samferða einhverjum nágrönnum en frá flestum heimilum er ekki farið sjaldnar í inn- kaupaferðir. Stöku sinnum fer Þórdís til Reykjavíkur að heimsækja skyldfólk og vini þar. Lengst er hún burtu i vikutímá og verður þá að fá einhvern til að líta eftir skepnunum og bústörf- unum. Einveran ekki þrúgandi tilfinning Þórdís er alein hér á bænum á veturna. Er einveran ekki þrúgandi tilfinning? Landslag er viða hrjúft en fagurt í Fljótshverfi. Myndin er tekin í fjallshlíðinni vestsn við túnið á Núpum. — Ég hef verið hér ein á veturna s ian maðurinn minn dó nema fyrsta ■■ eturinn, en finn ekki til að einveran leggist þungt á mig, segir Þórdis. Ég er alltaf nóg að gera og mér leiðist aldrei. Það fer auðvitað ekki allur minn tími i búverkin og heimilisstöcfin, sem betur fer. Ég les mikið og á talsvert af bókum og fæ þær lika lánaðar á bæjunum i kring og nokkuð á bókasafninu á Klaustri. Ég get ekki hlustað á' útvarp eins og ég vildi vegna þess hvað skilyrðin eru slæm og oft heyrist illa. En sjónvarpið bætir það upp að nokkru. Ég sit oft hér í stofunni á kvöldin og gef sjónvarpinu auga og vinn handavinnu um leið. Svo hef ég hann Trygg minn. Hann er dálitið tortrygginn við ókunnuga en er örugg- ur heimilisvinur. Á sínum yngri árum var hann dágóður fjárhundur en er nú orðinn feitur og gamall, þó kemur hann alltaf með mér þegar ég fer að T-mala, segir Þórdis.. — Hér koma lika gestir öðru hvoru, fjölskyldufólk og nágrannar lita hing- að. Á sumrin kemur fólk lengra að og er þá hjá mér í nokkra daga. Unglingar sem hafa verið hjá okkur á sumrin og komnir eru með fjöldkyldu koma og tjalda þá stundum í túninu og hjálpa mér við heyskap. Málverk eftir Kjarval Blóm, handavinna og málverk prýða stofuna hjá Þórdisi. Málverkin bera svipmót af meistara Kjarval, er annað af Núpum, málað 1944 — 5 en hitt er af Lómagnúpi, málað á svipuðum tima. — Það er rétt, þau eru eftir hann, segir Þórdis. Hann var hér tvö sumur að mála. Annað sumarið var hann hér hjá okkur en hitt sumarið var hann i tjaldi fram við Brunná. Þá hafði hann Framhald á bls. 13 © amBn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.