Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1977, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1977, Blaðsíða 8
Þuríður J. Arnadóttir ræðir við Þórdísi á Núpum í Fljótshverfi Einbeitni og átthagatryggð Hraun og fljót — eru þau einkenni náttúrufars og landslags, sem utan- sveitarmönnum verður efst í huga þeg- ar þeir leggja leið sína um Fljótshverfi í Vestur-Skaptafellssýslu. Á vesturmörk- um sveitarinnar ekur ferðamaðurinn yfir Hverfisfljót en sveitin og fljótið virðast draga nöfn sín hvort af öðru og má það telja vel við hæfi. Þótt ferðin yfir þetta ógnvekjandi jökulfljót taki nú ekki meira en fáein augnablik, getur vegfarandi ekki varist þeirri hugsun, hversu oft Fljótshverfingar og aðrir nærsveitamenn hafa mátt etja kappi upp á líf og dauða við þennan illræmda nágranna sinn. En hvernig sem vatns- föll hafa öslað um sveitina og torveldað Fljótshverfingum að komast leiðar sinnar, ber ekki á öðru en þeir hafi fest djúpar rætur i sveit sinni og uni þar vel hag sinum ekki siður en þeir sem byggja aðra landshluta. Um það sann- færðist undirrituð af stuttri viðdvöl hjá Þórdísi Ólafsdóttur, sem nú býr ein síns liðs að Núpum. jörðin vel búin húsum og glöggum gestsaugum dylst ekki að natni og snyrtimennska er þar viðhöfð í bú- skaparháttum og allri umgengni. Gott var að alast upp í Fljótshverfinu Að loknum fjósverkum situr Þórdís í stofu sinni og greinirfrá helstu atriðum ævi sinnar hér I Fljótshverfinu: Hún er fædd og uppalin á Blómstur- völlum hér nokkru austar í sveitinni. Foreldrar hennar, Guðríður Þórar- insdóttir og Ólafur Filippusson bjuggu þar og voru þau bæði ættuð af Síð- unni. Þórdís fluttist hingað að Núpum árið 1938, þegar hún var 25 ára. Maður hennar, Sigmundur Helgason, var fæddur á Núpum og óls.t hér upp hjá foreldrum sinum, Agnesi Sig- mundsdóttur og Helga Bjarnasyni. Agnes móðir hans var fædd og upp alin hér en Helgi faðir hans ólst upp á Blómsturvöllum hjá ömmu Þórdísar en hún var föðursystir hans. Þau hjónin, Sigmundur og Þórdís voru því mikið skyld. EINBEITNIOG ATTHAGATI Svipast um á Núpum Skammt austan við Brunná, sem er næsta vatnsfall þegar komið er austur fyrir Hverfisfljót, dregst athygli ferða- manns að formfagurri hamraborg sem rís hátt yfir bænum á Núpum. Friðsælt er og fagurt að líta þangað heim, ekki síst á miðsumri þegar kvöldsólin er að hverfa af hvít- og grænmáluðum hús- byggingum og ganga á bak við hinn rismikla hamragnúp. Þegar við rennum í hlaðið er Þórdís húsfreyja, og nú orðið einnig bóndi á Núpum, á leið í fjósið að sinna kvöld- mjöltum. Á meðan svipumst við um á staðnum, göngum vestur túnið sem enn er óslegið. Vestan við túnjaðarinn eru grasigrónar stórgrýtisskriður undir mikilúðlegum stuðlahömrum Núpsins. Þaðan er viðsýnt yfir sveitina. Neðan við fjallshlíðina og meðfram túninu rennur Brunná í fallegum Ipugðum, vestan hennar taka við mosaklæddar hraunbreiður svo langt sem séð verð- ur. Hér dylst engum að Fljótshverfið er stórbrotin náttúrusmíð, hrjúf á köflum, að öðrum þræði svo viðkvæm og ósnortin að líkja mætti við landslag á tunglinu eða öðrum hnöttum þar sem mannshöndin hefur engin afskipti haft. Ofarlega í túninu eru rústir gömlu bæjarhúsanna á Núpum. Þar bjuggu áður tengdaforeldrar Þórdisar Ólafs- dóttur og einnig hún sjálf og maður hennar sín fyrstu búskaparár. Nú er — Ég man ekki eftir öðru en fólk hefði það sæmilegt hér i svejtinni þeg- ar ég var að alast upp, segir Þórdís. Þó hafði Kötlugosið 1918 nokkur áhrif á hag fólks hér um slóðir. Ég man óljóst eftir öskufallinu, fannst svo skrítið að sjá öskulagið hlaðast utan á stráin svo þau urðu gild og líktust gras- möðkum en næstu ár á undan hafði borið mikið á grasmaðki hér. Mér er þetta í barnsminni en þá var ég ekki nema fimm ára. Ég mihnist þess lika að búið var að reka fé til haustslátrunar út í Vík en eftir gosið varð að farga fleira fé, því fyrirsjáanlegt var að ekki yrði hægt að fóðra það m.a. vegna þess að bændur voru illa undirbúnir með hey eftir undangenginn frostavet- ur. Að öðru leyti minnist Þórdís ekki annars en gott hafi verið að alast upp i Fljótshverfinu á þessum árum: — Hér var ungmennafélag starf- andi og börn fengu sína barnaskóla- menntun eins og þá tiðkaðist; Barna- skóli var hér í Kálfafellssókn. Húsakost- ur var að visu ólikur því sem nú gerist. Fram undir 1930 voru víðast hvar gömlu bæjarhúsin, ég man ekki eftir nema tveimur járnklæddum timbur- húsum á þeim tíma. Fjósbaðstofur voru nokkuð víða. En hvað var fjósbaðstofa? — Þá var loft yfir fjósinu og þar var baðstofan sem fólkið bjó i. Þetta var bæði til hagræðis og upphitunar, hit- ann frá kúnum lagði upp til fólksins og ekki þurfti að fara út til að sinna fjósverkunum. Ég hef aldrei búið i fjósbaðstofu, segir Þórdís en þær voru til hér fram undir 1 950. Vatnsföllin vaxa heimafólki ekki í augunrt Þórdís telur ekki að vatnsföllin hafi vaxið Fljótshverfingum i augum, hvorki fyrr né síðar: — Hverfisfljót og Brunná voru brú- aðar um það leyti sem ég fæddist, segir hún. En ég man eftir þegar Djúpá, Laxá, Brúará og Eldvatn á Brunasandi vestan Hverfisfljóts voru óbrúaðar, en þetta eru allt smáár á okkar mælikvarða. Fyrst eftir að bilar komu í sveitina voru þeir að fara árnár óbrúaðar og gekk það misjafnlega en óhætt er að fullyrða að þá var farið það sem fært var. En ég held að fólk sem elst upp og býr í nágrenni við vatnsföll- in hafi hugann litið bundinn við þau. Það er miklu fremur aðkomufólki en heimafólki sem stendur stuggur af þeim. Það er líkt og með það fólk sem heyrst hefur að ekki þori að fara um Mýrdalssand af ,ótta við hugsanlegt Kötlugos. Ég held að við sem búum hér í nærsveitum hugsum sjaldan eða aldrei um Kötlugos, þó kemur sjálfsagt að því einhverntima, segir Þórdís.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.