Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1977, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1977, Blaðsíða 10
i, '• - f!:ͧ:íí* ,'• ?.í"' /'i'' Í'S'- ,- EjUn " - ■ *■**; ptft-vtí- '«■- •• -í>ví'^mBv^kStr • '• ' ’ a*Wp ^ * r. ^ <w t A * '-C J’’ Buj^fic * ^ é f>». ,■ ■ Richard Rowe heitir maður og situr í Rahway ríkisfangelsinu í New Jersey í Bandaríkjunum. Rowe er lifstiðarfangi; fékk reyndar þrefaldan lífstíðardóm fyrir mannrán, nauðganir og fleira i þeim dúr. Rowe kennir sjálfum sér um það, hversu fór fyrir honum: ,,Ég er kominn af miðstéttarfólki", segir hann, „og átti miklu betri ævi framundan en flestir sam- fanga minna hér. Þeir eru und- antekningarlítið uppaldir í fátækrahverfum. En ég lenti í slagtogi með strákum, sem ég hefði átt að hafa vit á að halda mér frá. Við brutumst inn í bensinstöð á jóladag. Mér fannst þetta leikur einn. Ég trúði því, að glæpir borguðu sig“. Fjölskylda Rowe heimsækir hann reglulega. Fyrir tveim árum .komst sonur hans, þá 12 ára gamall, undir manna hendur fyrir þjófnað. Rowe þótti sýnt, að drengurinn mundi feta i fótspor hans, ef ekki yrði eitthvað að gert.f Hann fór því fram á það að mega, ásamt félögum sinum nokkrum, lesa reynslu sína úr fangelsinu inn á segulband, sem síðan yrði leikið fyrir unga og upprennandi afbrotamenn, ef það mætti verða til þess að fæla þá frá því að halda áfram á glæpabrautinni. Upp úr þessu fékk einhver þá hugmynd að fara með afbrotaunglinga í heimsóknir í fangelsi og lofa þeim að hlýða á frásagnir fanga af sæluvistinni þar. Yfirvöld féllust á þetta; þau eru tilbúin að reyna nærri hvað sem er, þar eð unglingar yngri en 18 ára fremja 75% allra afbrota í Bandaríkjun- um og hafa öll ráð við því reynzt árangurslaus. Hugmyndinni um fangelsis- heimsóknirnar var þess vegna hrundið i framkvæmd og hafa fangarnir í Rahway nú talað yfir hausamólunum á afbrota- unglingum nokkrum sinnum i viku hverri í tæpt ár. Reynslan hingað til lofar góðu um fram- haldið. Á fyrstu sex mánuðunum komu fleiri en 1000 unglingar til Rahway — en að þeim tima liðn- um höfðu einungis 10 komizt aft- ur undir manna hendur. Hefur þetta orðið lil þess, að sumir unglingadómstólar eru farnir að ,,dæma“ þá unglinga, sem koma fyrir rétt öðru sinni, til heim- sóknar i fangelsið. Það eru lifstíðarfangar, sem tala yfir unglingunum, sem sé þeir harðsviruðustu allra. Richard Rowe komst svo að orði, að „margir þessir gemlingar imynda sér, að lífið sé líkt og i kvikmynd með James Cagney. En þeir ímynda sér það ekki lengur eftir, að við erum búnir að lesa yfir þeim“. Þessir unglingar eru flestir „kaldir kallar“ og koma hinir borubröttustu til fangelsisins. „Strákarnir í fyrsta hópnum, sem ég kom með“, sagði æskulýðsfulltrúi í Hjálpræðis- hernum, „voru . hvergi smeykir. Þeir voru vissir um, að fangarnir væru bara aumingjar og ætluðu að láta þá heyra það. En það fór öðru vísi en þeir ætluðu. Þeir skulfu á beinunum, þegar þeir komu út aftur“. „Og þetta hefur ekki aðeins áhrif á þá, sem koma í fangelsið“, sagði lögregluþjónn í New Jersey. „Frásagnir þeirra hafa líka mikil áhrif á félaga þeirra heima“. Um leið og unglingarnir eru komnir inn í fangelsið er hurðum skellt að baki og hliðum læst. Síðan er leitað á þeim hátt og lágt og heldur ómjúklega. Þeir eru svo reknir inn fangelsisgangana. Alls staðar er ærandi hávaði: fangar æða um eins og dýr í rimlabúrum sínum, hrista grindurnar og öskra. Unglingunum er enginn tími gefinn til þess að átta sig; þeir eru reknir viðstöðulaust gegnum þetta víti og inn i dálitinn sal. Þar setjast þeir á trébekki framan við upphækkað svið og fangarnir ganga í salinn. Mánudag einn ekki alls fyri'r löngu voru 16 afbrotaunglingar saman komnir þarna í salnum. Flestir höfðu hlotið dóma fyrir líkamsárásir, rán eða eiturlyfja- néyzlu nema allt væri. Stór og kraftalegur blökku- maður, sem afplánar lífstíðardóm fyrir morð, gekk upp á sviðið og hóf mál sitt umbúðalaust: „Ykkur verður nauðgað hérna, strákar mínir. Já, ég sagði nauðgað. Þið vitið, að það eru engar konur hérna. Hvernig haldið þið, að við förum að? Ilvernig haldið þið, að við fullnægjum kynhvöt okkar? Við leggjumst á svona unga stráka eins og ykkur. Þeir geta nefnilega ekki varið hendur sínar. Það er enginn vandi fyrir menn á borð við mig að ráða við svona smástráka. Hvað haldið þið, að þið hefðuð í mig að gera? Þið sleppið ekki heldur, ef þið lendið hérna. Og það hjálpar ykkur enginn, þegar ráðizt verður á ykkur. Það getið þið hengt ykkur upp á!“ Hann hélt áfram í svipuðum dúr. Svo sneri hann sér að einum hvítu piltanna í hópnum og hvæsti að honum: „Það er bezt fyrir þig að átta þig strax á því, kallinn, að blökkumenn eru í miklum meirihluta í öllum fangelsum. Hérna eruð þið, þessir hvitu í minnihluta! Og það þýðir ekkert fyrir ykkur að kalla á hjálp, þegar einhver ræðst á ykkur. Hérna eruð þið undir- okaðir!“ Annar morðingi gekk fram á sviðið. „Það er alveg öruggt að einhverjir ykkar lenda hérna fyrr eða síðar“, sagði hann. „Það er fullt hérna af stákum eins og þér“, bætti hann víð og benti á einn i hópnum. „Og þér þarna. Þeir eru eins og mýs undir fjala- ketti. Þeir eru sihræddir. Þeir hugsa ekki um annað en það, hver muni ráðast á þá næst. Og hér á enginn neina vini. Sá, sem ekki er einfær um að verja hendur sínar, hann á sér enga von. Og þegar þið eruð komnir hingað inn komizt þið aldrei út aftur. Það hjálpar ykkur enginn, þegar þið eruð komnir hingað". Næst tók við hvítur maður, sem afplánar 33 ára dóm fyrir rán og morðtilraunir. „Þið eruð bara krakkar ennþá“, sagði hann. „14, 15 ára. Undir lögaldri. Þið eruð ekki búnið að fá sakaskrá — ekki enn. Þið hafið enn tækifæri. Þið getið ráðið því, hvað úr ykkur verður. Þetta er ógeðslegur staður. Og við erum að segja ykkur frá þessu af þvi, að við viljum ekki, að þið lendið hérna. Þið hlustið aldrei á foreldra ykkar, og það gerðum við ekki heldur. En þegar þið eruð komnir hingað verðið þið að hlýða hvort, sem ykkur líkar betur eða verr. Ef maður hlýðir ekki

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.