Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1977, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1977, Blaðsíða 14
Ekki flögrar að okkur eitt augnablik að efast um ótvíræða kosti lýðræðis. Við teljum að lýðræðið sé í samræmi við jafnréttishugsjónir okkar og segjum hverjum sem er, að það séum við sjálf, fólkið í landinu, sem ráðum og ráð- stöfum okkar málum. En hverju ráðum við, þegar grannt er skoðað? Er þetta lýðræði i orði, eða er það einnig á borði og hægt að sýna það F verki. Efasemdamönnum má benda á fullkom- lega frjálsar kosningar til Alþingis á fjögurra ára fresti og jafnvel oftar. Fulltrúar okkar kjósenda á Alþingi koma sér síðan saman um stjórnar- myndun og allt er harla gott — eða hvað? Afskipti okkar og áhrif á gang mála ná ekki mikið lengra. Að visu stendur mönnum til boða að skrifa greinar í dagblöðin ellegar efna til funda með það fyrir augum að hafa áhrif á gang einstakra mála, en aðeins örfáir eru svo áhuga- samir. Allur fjöldinn lætur sér nægja að bíta á jaxlinn og bölva í hljóði, þegar eitthvað er gert sem ekki fellur í kramið. Menn pexa svolítið hver við annan, en vita full vel, að þeir hafa ekki nokkra möguleika til að hafa áhrif á gang mála. Fulltrúalýðræðið, sem við höfum kosið okkur til handa, hefur augljósa vankanta. Það býður heim alls konar gerræði, miðstýringu og auknu sérfræðinga- og embættismannaveldi. Hinn al- menni borgari verður núll og nix; hann getur að vísu látið mótmæli sín í Ijós með því að kjósa einhvern annan en hann gerði siðast. En það breytir engu. Þá er orðið of seint að fella þá, sem búnir eru að stofna til Kröfluævintýra ellegar byggja Borgarfjarðarbrýr. Mannvirkin eru orðin staðreyndir og verða ekki aftur tekin. Jafnframt fulltrúalýðræðinu þarf að koma á fót virku lýðræði, eða með öðrum orðum lýð- ræði i reynd. Það yrði gert með þvi að hinn almenni borgari fengi rétt og aðstöðu til að greiða atkvæði um gang einstakra þjóðfélags- mála, bæði i sveitarstjórnarmálum og þjóðmál- um. Samanlögð atkvæði borgaranna mundu LÝÐRÆÐI EN HVERJU RÁÐUM VIÐ? hafa ákveðið vægi við ákvarðanatöku um dýr mannvirki eða forgang — til dæmis hvort ætti að ganga fyrir að leggja varanlegt slitlag á vegi eða verja samsvarandi upphæð til brúar yfir Skeiðará eða Borgarfjörð svo dæmi séu tekin. Hver veit nema hinn almenni borgari hefði fremur kosið að fresta Kröfluvirkjun á sinum tima og hver veit nema hann mundi kolfella það makalausa ráðslag, að greiða þúsundir milljóna í uppbætur með útfluttum landbúnað- arafurðum. í fámennu landi eins og íslandi ætti að vera hægur vandi að koma þeirri skipan á, að allir geti haft bein áhrif á gang þýðingarmik- illa mála, ef þeir hafa áhuga á þvi. Og þá fyrst getum við farið að tala um alvöru lýðræði. Að minnsta kosti i sumum borga- og bæja- samfélögum i Bandarikjunum hefur beint lýð- ræði verið tekið upp i öllu, sem lýtur að ákvarðanatöku um meiriháttar mannvirki. Hinir kjörnu fulltrúar geta ekki á eigin spýtur ráðstafað sameiginlegum sjóð.um borgaranna. Lengst hafa Svisslendingar gengið i þvi að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um einstök málefni. Hefur að visu verið gagnrýnt, að á þann hátt verði stjórnmálamenn ábyrgðarlausir, en þá er ekki úr vegi að spyrja á móti, hver ábyrgð stjórnmálamanna sé, þegar búið er að taka mislukkaðar ákvarðanir. Við þurfum að bæta fulltrúalýðræðið okkar. En til að fyrirbyggja misskilning vil ég taka fram, að þá er ekki átt við að allir ráði allsstað- ar. Það er mikill munur á þátttöku almennings við ákvarðanatöku um einstök stórmál og hins- vegar þvi stjórnleysi sem verður, þar sem enginn formaður er lengur á skútunni. Lýðræði, sem byggir á áliti hins almenna borgara í öllum meiri háttar málum, yrði að öllum líkindum til þess að þroska ábyrgðartil- finningu fólks. Því fyndist það miklu þýðingar- meiri hlekkir í keðjunni í stað þess að vera peð, sem engu fá áorkað. En því miður eru harla litlar líkur á, að þesskonar fullkomnun lýðræðis fái að blómstra á voru landi. Ástæðan er einfaldlega sú, að vald stjórnmálaflokkanna mundi minnka. Þrátt fyrir mikla ást á lýðræði i orði, mundu þeir trúlega berjast með kjafti og klóm gegn þeirri skipan, sem yki vald borgar- anna og drægi úr flokkaveldinu að sama skapi. Gísli Sigurðsson. Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu Bi — ifp'1 iir nnu K/€«?A '/ fK\- /MUfí m IS3 mw. £ 'e> K A •ffarrfl “o s F mm A A & • • >■• s L A e M 6. || m ms ue!£. S K R A ~F\ A PiAR" s u M M A Af 1 T \ 7 R i L K i U . ■ l'iN'í L * o £> A R • ‘T,nP A r & A f* f/ITHAf llt n s K 'O uTT!ú Uf'an.j m F L A T A R r X A R. A -1 r <,rÆ.D 'o T 7 £> A H £(£• ue. ] H R £ K A flSK- At)l < R 0 ö t> w- L A L Æ CQKH 6 y L K A M M A R Ð J> d o T T N A R C.«Kal R A C. A T jl 1' • 4 IX L A 'M A á. A ( flfH* R 1 S k> Stf- r Líirl 7 U R A T A R lujT M y K u F A LL T A R w A F A 5 M A N 'o P R. '1 í Ck- f/s«: A F A R r a A Mfi N- A R M l Á\ £ A R K A T A T U R ÉaJD- /N<i j. í 6 ö 6 7,0 // á KoMft PlF FfLÐfí V ÍKEMMD 'jfr • < ■ p, íZ/1r. U*r I 7 VAFN tl55Jf SAMAfJ ÍTEJ/JH a<' XV IOA Ð Jz&mssdiA HH- URIHM $ - INU ST« F- ifíbsi r?- m SfiuP' L\ BlTAhi' PXAFMA X' Ml-i ,,UI' v ^ TEfNO- 1 tJO. UNDMA l11 ■ * REIM- A R Tl KAMÍ HLur/MAj A/AFN ILL- 1/lÐRI RýTfl VAX/M AFKV'- ÆM IÐ 5TARF ■ lcotz N Fieug L I T - LfiUS h l r. 90 -t-i »7\| BLpMIÐ D'VP. y~u ízt F ULLttJtf h* STfí eFTlK WVEN' D'VRIÐ p t FULL'- i rJ N u 1 5A^1 - H L J. SoRCk Loyxn- O R£> DlKIM- VflÐRl FAll FA^ÐA + 2 f/A/J ■ ' ► * Srán óhltód ■ HA.MRA i—p> KoNfl Sr/FUR Hí-T. fVglR íic.sr. MA WAÍj' /TAFM Iaui-MI 1 R ó r-W. | T-fiLB HR'IÍLTfl rioLDKR ;

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.