Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1977, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1977, Blaðsíða 5
bókmenntir og að rekja sig fræðilega til öndvegisbókmennta. Hann undraðist ekki, þó að ég læsi hið þunga verk hans: Indgangen, Sverdene og.Riket, síðast kall- að einu nafni: Riket, en hann brosti viður- kennandi, þegar „norska mamma“ mín sagði honum að hún væri að lesa þessar bækur, hann fór nærri um að hún væri vön annarskonar lestrarefni. Reyndar var það svo, að frægð sú, sem honum hlotnað- ist fyrir verðlaunasögu sína stækkaði til muna lesendahóp hans. Það vakti honum að sjálfsögðu mikla ánægju, að hann næði til fólksins, svo viðs fjarri sem hann var því að sækjast eftir almenningshylli með þvi að skrifa auðveldar bækur. Fyrstu bók sina (1915) nefndi hann Seireren, þótt hann setti merkið hátt, hvað listræn vinnubrögð snerti, og örvað- ist af viðurkenningu, hefur hann varla órað fyrir þvi, að hann ætti eftir að bera það nafn, sem hann hafði gefið sinni fyrstu bók. Verðlaunin og þær auknu tekjur, sem í kjölfar þeirra færu gérði það sannsýni- legt, að S. Ch. inundi snúa sér alfarið að ritstörfum, hann var þá fertugur að aldri ástæða var til að ætla, að hann ætti fram- undan langan starfsferil, hreint ekki ólík- legt að hann ætti sín beztu verk ósamin. Svo var og að stórverk var framundan, seinni þrilógía hans, þroskasaga skáldsins Jörgen Vendt. S. Ch. hefur sennilega vak- ið undrun margra með því að halda áfram starfi sínu hjá pósthúsinu i Drammen. Hvort sú ákvörðun S. Ch. að halda áfram föstu starfi hefur kostað hann mikla sjálfsafneitun, get ég ekki svo mikið sem rennt grun i. Ég býst við, að hann hafi litið á pósthúsið í Drammen sem hinn fasta bakgrunn. Á unga aldri hafði hann hvekkst á fjármálaóreiðu föður sins, og orðið að gjalda fyrir hana með því að fara á mis við nám til stúdentsprófs. Hann hefur ekki viljað tefla svo djarft um af- komu sína, að hans nánustu liðu fyrir. Þá er þess að gæta, að hann var maður stórra verka, það var ekki eðli hans samkvæmt að gerast blaðamaður jafnframt öðrum ritstörfum, en margir rithöfundar hafa neyðst til að afla sér þannig aukatekna, en sumum raunar fallið það vel. Maggen minntist á það við mig, að Sig- urður heföi fjárhagslegar skyldur við náin skyldmenni, og vildi ekki hætta á neitt, sem torveldaði honum að rækja þessar skyldur. Hún fór ekki nákvæmlega út í þessi mál, ég mun hafa heyrt það annars- staðar frá, að S. Ch. ætti bróður, sem allt sitt lif yrði „litli bróðir". Möðir Sigurðar var ekkja, hún hafði tekið slíku ástfóstri við Christian son sinn, að hún vildi ekki með nokkru móti láta hann frá sér, þó að henni væri rækilega bent á stofnanir, sem gætu veitt honum þá uppfræðslu, sem iiann fór á mis við heima. Talið var að hann gæti lært eitthvað verklegt, sem ntundi létta undir við frantfærslu hans, auk þess, sem honum niundi líða betur sem vinnandi manni. Frú Maren Christiansen var rökheld hvað þetta snerti, hún var sannfærð um að bezt færi um soninn heima hjá henni, og þvi vildi hún ekki að hann færi á mis við daglega umönnun hennar, sjálf hefur hún ekki mátt hugsa til þess að sjá af honum. Hún hafði um eitt skeið verið frá á stóru heimili, maður hennar, sem var klæðskeri að mennt, hafði verkstæði og klæðaverzl- an, lærlingar hans og ef til vill fleiri af starfsliði Hans, borðuðu og bjuggu á heim- ili hans, börnin voru sex, svo bættust viö þjónustustúlkur og ef til vill karl eða unglingur til snúninga. Það var vissulega mikið áfall, þegar Christiansen seldi eign- ir sínar til að komast hjá opinberu gjald- þroti. Maren undi ekki hag sinum í svo lítilli íltúð, að hún gæti ekki haft stofu „upp á stáss". S. Ch. bjargaði málinu með að leigja stærri ibúð fyrir möður sína. Þó að hversdagslega væru yfirbreiðslur yfir flosklæddum húsgögnunum, var þó stáss- stofa á heimilinu, þar með var sæmdinni bjargað, slíkt, sem þetta hafði mikiö að segja i smábæ. Mér hefur skilizt, að það hafi að mestu, ef ekki öllu, komið í hlut S. Ch. að halda i hönd með móður sinni og „stóra barninu" hennar, og ekki sízt þess vegna hafi hann haldið sig að starfi, sem veitti honum og hans nánustu ævilangt öryggi. S. Ch. og Maggen byrjuðu búskap sinn í einni stofu með aðgangi að eldhúsi, en þó að þau rýmkuðu við sig var fátt um fína drætti fyrir' leigjendur með lítil peninga- ráð. I gömlu timburhúsunum í Drammen skorti það, sem við köllum nútímaþæg- indi, svo sem baðherbergi. Þá vantaði Sig- urð sæmilega vinnuaðstöðu, það var ekki bara hans höfuðverkur, heldur ekki síður konu hans. Það var ekki hikað né tvístigið, þegar þeim Christiansenshjónunum barst með skjótum hætti allverulegt gull í mund. (Verðlaunaféð). Hús skyldu þau eignast og ekkert til sparað að gera það að sann- kölluðu óskahúsi, þar skyldi svo sannar- lega ekki vanta rúmgóða vinnustofu og nýtízku baðherbergi. Smábærinn hefur löngum þótt þröngt menningarsvið fyrir skapandi anda. Þeir hafa stundum verið bornir saman hvað uppvaxtarkjör snerti, íbsen og Christian- sen, en íbsen óx frá Skien, gerðist borgar- búi og dvaldist langdvölum erlendis, þegar jafnvel Noregur allur hrökk honum ekki, en S.Ch. tók ævitryggð við þann stað „þar sem vagga hans var“, og var skamm- an tima i senn burt frá honum. í bænum sinum varð honum auðið þeirrar sér- menntunar, er tryggði honum fulltrúa- reynslu S.Ch. án þess að vera eftirmynd af umhverfi eða atburðum frá æskuárum hans. Til hliðsjónar má nefna Wahrheit und Dichtung efter Johann Wolfgang Goethe. En nú skal vikið að húsi S.Ch. Það var reist hátt uppi i Bragernesási og var mjög frábrugðið öðrum húsum og vakti þvi mikla athygli. Þá var ríkjandi sú hefð í norskum bæjum, að mála hús hvít, en hús Christiansensfjölskyldunnar bar sólgullið við græn trén í brattanum að húsbaki. Valin hafði verið fjalllendislóð hátt uppi í ásnum. Lökkeberg hét staður- inn og varð að sprengja þar allmikið fyrir húsgrunninum, en að undanskyldum hús- grunni og sléttum bakgarði var landsiag látið halda sig sem mest. Kjallarinn er i hvarfi baka til, en stendur hátt frá jörðu framanvert. Mjög snjall arketekt var feng- inn til að teikna húsið, sem var frumlegt til að sjá og þannig til hagað, að sem mest birta bærizt inn í hýbýli fjölskyldunnar. S. Ch. var góöur teiknari, svo að ég get mér þess til, að hann hafi lagt fram tillöguupp- drætti að gerð hússins. íbúðir hússins voru tvær og gengu gegnum hæð hússins. Var litlu fröken Christiansen ætluð önnur íbúðin, ef hún að dæmi foreldra sinna ilentist í Drammen? Eða réðu aðrir ástæð- ur? A þeim tima var hægt að veja til sin hið ákjósanlegasta sambýlisfólk. Leigj- andi S. Ch. þegar ég þekkti til í húsi hans, Sigurð Christiansen, Olav Duun, Emma og Dagmar Dunn og Maggen Christiansen starf í pósthúsinu i Drammen, en þar á undan varð hann að láta sér lynda skamma skólavist. Maggen Melaaen var kaupmannsdóttir á Bragernes, en Sigurður klæðskerasonur á Srömsö. Þau ólust þvi upp sitt hvorurn megin við Drammenselv, en mikil brú sameinaöi bæjarhlutana. Maggen tók gott próf frá verzlunarskóla, og að þvi loknu tók vió starf, sem meðal annars var i þvi fólgið að sjá um póst fyrirtækisins, með því móti kynntist hún Sigurði og ástar- brautum Bragernesáss. Svipmjúkur en þó tignarlegur gnæfir Bragernesás yfir bæinn, stolt og yndir bæjarbúa. Þótt byggð væri á dreif um ásinn, þegar ég man hann fyrst, hurfu þær mikið til í hinn mikla skög, sem klæddi ásinn upp á brún. Efst uppi var sléttur og góður útsýnisstaður, sem dró að margt ferðantanna, auk þess sem bæjarbúum var tiðförult þangað upp, þegar gaf til góöra stunda. Þarna voru veitingar, mynjagripa- sala og hvað annað, sem heyrir slikum stað til. Lest gekk frá Bragernestorgi gegnum ásinn, tóku margir lestina upp á brún, en gengu niður áshlíðina eftir göt- um, er lagðar voru þannig, að sem mest væri dregið úr brattanum. Þetta var unaðsleg gönguleið. Asinn, eins og hann er nefndur í dag- legu tali, er auöþekktur í sögum S.Ch. og vil ég sérstaklega.nefna stórverk hans um Jörgen Vendt, sem talið er byggt á æsku- var prestur, er kunni þvi vel, að aðall hússins skyldi vera kyrrð. í garðinum, framanvert við húsið, er hallaði niður að götu voru barrtré, (blá- greni?), runnar og blómagróðdu í sömu átt, móti bænum vissu þrjár samliggjandi stofur með samfellda gluggaröö, í rishæð hússins var há og mikil frambygging, meiri en svo að orðið kvistur gæti átt við, þar var einnig samfelld gluggaröð að mið- biki hússins, þar sem gengið var út á bogmyndaðar svalir. 1 þessum hluta húss- ins, upp úr, var íbúð S. Ch. Minnismerkið yfir verðlaunasögu hans. Frá báðum ibúðarhæðunum var vitt og fagurt útsýni yfir Drammen og nágrenni, Drammenselv eins og breitt blikandi silfurband þar sem hún rennur gegnum borgina út I Dramm- ensfjörð, en upptök sín á hún i T.vrisfirði. Mjór stígur liggur á brattann meðfram húsinu að hliði á hárri girðingu, sem ekki sér yfir. Hliðiö var hátt með yfirbyggingu, slá eða boga, það minnti mig á sáluhliö. Bakgarðurinn var lagður steinhellum milli húss og bilskúrs, sem mun hafa verið á lóðamörkum. Hús skáldsins var i sannleika veglegt þar sem þaö trónaði háreist, og gat minnt á risavaxið gullepli i grænu laufi. Skálið hafði valið sér miðstofuna á aðal- hæðinni fyrir vinnustaö, það var rúmt um Sigurð, þegar hann reikaði milli skrif- borðs, bókaskápa og glugganna, sem á sælum stundum veittu honum þá birtu, þann yl og viðerni, sem eðli hans þarfnað- ist, hann hafði ekki þurft að leita langt i álfur eftir lifsláninu, það bjó við hans eigin arin, það er freistandi að vitna hér til hendinga eftir Guðmund Guð- mundsson: „Eg uni mér bezt við arinn minn, þar elskan mín situr með bros á kinn...“ Þegar S. Ch. var að verki þurfti ekki aðeins að vera hljött í hugarborg hans og þvi musteri, sem vinnu hans var vígt, heldur varð kyrrð einnig að ríkja i stofun- um beggja megin, við Maggen var sú list lagin að ganga svo um, að blaka ekki við nokkurri hugsun þess skapandi anda, sem varð að geta gefið sig ótruflaður á vald hverju því verki, er hann vann að, holl- usta hennar og aðhlynning heima fyrir styrkti liann til stórra átaka, laun hennar voru afdráttarlaus trúnaður hans, það gerði hlutskipti hennar ánægjulegra að fylgjast með hverju þvi verki, er hann vann að. Aftur á móti þóttu honum bækur sinar ekki vera við unglingahæfi og bannaði döttur sinni, Edith, að lesa þær fyrr en hún væri komin um tvitugt, þá fyrst mundi hún hafa náð þeim þroska að geta skilið til fulls, hvað fyrir honum vakti. Edith var bráðvelgefin og snaggaraleg stúlka, hún hlaut vissulega hið bezta upp- eldi, sem samvizkusamir foreldrar geta veitt„en hún var einkabarn og naut þess á margan hátt, og hefur fráleitt viljað láta taka neitt frá sr, sem hana munaði i. Mér þykir harla öliklegt, að hún hafi ekki gluggaö I bækur föður síns á „bannárun- um“. Þó að. ekki yrði annað séð en Edith baðaði í rósum gat hún ótt sínar erfið- leikastundir og tók það þungt, ef eitthvað bjótaði á. „Sigurður er uppi að tala við Edith, sagði Maggen, er hún tók ein á móti mér, sem ekki var venjulegt. Eitthvað var að, og eins og oft vill verða með dóttur var vænlegra til árangurs að faðirinn talaði við hana, en móðirin, sem hafði mikið meira sarnan við hana að sælda og sá um daglegar þarfir hennar. „Það er ekki auðvelt að eiga eitt barn", sagði Maggen, það var nánar eins og hún væri að tala til sjálfrar sin en hún ætlaði að gefa mér nokkuð til kynna, hvort um duttlunga væri að ræða, eða eitthvað meira amaói aö. Hún bætti við eftir stundarþögn: „Ekki auðvelt að vera ein- birni heldur". Það var einkar notalegt að sitja ein á tali viö Maggen, hún var ein af þessum blíðu, hreinu sálum, sem ekkert virtist hafa að dylja, hvað sjálfa hana snerti, en stöð tryggan vörð um það, er maður henn- ar vildi geyma i dul. Hjá mér fann hún að likindum, þótt ung væri, skilning á þvi sem var hennar hlutverk sem eiginkonu skálds, er lagði svo mjög hart að sér, bundinn borgaralegu starfi, en sló þó aldrei af kröfum sínum til listsköpunar. Maggen gat haft það til að vera opinská á sinn varfærna hátt. Við höfðum ekki setið lengi saman, þeg- ar Sigurður kom til okkar, hress og glaður i bragði, hann lét svipuö orð falla og kona hans varðandi Edith. En brátt var snúið sér að kaffidrykkju og því umræðuefni, sem allir viðstaddir höfðu áhuga fyrir, einatt voru það bókmenntir, ekki ein- göngu norskar, fremur þýzkar, en rætt væri um skandinavískar bökmenntir, ég haföi tekið mér fyrir að kynna mér verk ýmissa skálda, sem ég hafði áður lesið um i bókmenntasögu. Af erlendunt málurn var Sigurður sterkastur i þýzku og sneri sér til Þýzkalands, er hann hugðist taka sér fri til að kynna sér bókmenntir og aðrar listir, það gerðist árið 1930 og leiddi til mikils ævintýris, og þvi sátum við nú í sólbjartri stofu og sáum vitt of. — Einhverju sinni, er við Maggen sát- urn tvær einar stakk hún upp á þvi, að við fengjum okkur „reyk" svona til tilbreyt- ingar. „Þær eru svo mildar," sagói hún um sigarettuna, sem hún bauð, og þótt ég reykti ekki púaði ég eina sígarettu út i loftið Maggen til samlætis. í sama mund sveiflaðist Edith inn í Framhald á bls. 12 ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.