Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1977, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1977, Blaðsíða 3
Þöra Stefönsdöttir: Draumur feimna mannsins Hugljúfu Ijóðin mín helga ég þér huldumey drauma minna ég sælastur er þegar sendir þú mér sólarblik augna þinna. Þær sorgir er hrjá mig, þú hrífur á braut og hrakfarir lúta þér allar þá bliknar og blánar hver einasta þraut er blíðlega nafn mitt þú kallar. Svo fljúgum við saman fjallanna til þar fjólurnar mót okkur taka, við hlaupum svo létt þar um lautir og gil að lokum við höldum til baka. héldi áfram aó dæla“. Barnard varð örvæntingarfullur á svip, er hann minntist þessa. „En hjartaö tók ekki aftur til starfa, þegar við tókum vélina úr sambandi og það var sama, hvað við reyndum — það fór ekki aftur í gang. Ekkert dugði. Drengurinn var látinn. Eg var gersamlega miður mín. Ég sneri mér að Lillehei og sagði: „Það er þýðingarlaust að ég segi, að mér þyki fyrir þessu. Drengur- inn lifnar ekki við fyrir það. Hann er dáinn og ég get ekkert við þvi sagt eða gert. Ég á sökina á dauða hans“. Lillehei var ákaf- lega nærgætinn. Hann sagði, að öllum yrðu á mistök og við því væri ekkert að gera nema reyna að læra af mistökunum. Svo sagði hann mér, að næst þegar færi að fossblæða svona skyldi ég bara stinga fingrinum í gatið. Blóð- rennslið mundi þá stöðvast og mér gæfist smátimi að átta mig og gera mér grein fyrir vandanum. „Ég ber ennþá fullt traust til þin“, sagði hann. „Á morgun verður annar eins uppskurður. Þá ferð þú inn á undan og klemmir æðarnar og ég kem svo inn, þegar þú ert búinn að þvi. Ég gerði svo það, sem fyrir mig var lagt og það gekk alveg snurðulaust. Siðan kom Lillehei inn, leit á handaverk mitt og sagði: „Gott“. Það var allt og sumt. Og ég sagði aðeins: „Þakka þér fyrir“. Með sjáifum mér bætti ég hins vegar við: „Þakka þér fyrir það, að þú gafst mér tækifæri til þess að jafna mig og endurheimta sjálfstraustið. Þakka þér, að þú skildir hvernig manni líður, þegar honum mis- tekst, og fyrir það, að þú skildir hversu mikilvægt það er að geta imyndað sér, að allt muni ganga að óskum!" Barnard hefur stundum fengið stríðan mótbyr í starfi sínu. Læknastéttin er jafnan heldur treg að taka við nýjungum og það fékk hann að reyna, þegar hann var að hefja hjartaflutninga. Seinna meir, þegar sjúklingar, sem nýtt hjarta hafði verið grætt i fóru að deyja hver á fætur öðrum, vöktust aftur upp margir úrtölu- menn og gerðu Barnard erfitt um vik. „Sú var tíðin, að starfsbræð- ur minir í Groote Schuur töldu hjartaflutninga ekki eiga neina framtíð fyrir sér. Þeir hættu að visa til mín sjúklingum. Meira að segja kom svo, að ökumenn sjúkrabílanna hættu að láta mig vita um hugsanlega hjartagjafa“. Sjálfur er hann þeirrar skoðunar, að æ betur muni takast til um hjartaflutninga, þegar fram líða stundir. Það eru líka komnar til ýmsar nýjungar, sem vonir eru bundnar við, þ.á m. sú að græða hjarta í menn án þess að nema gamla hjartað brott. Barnard varð fyrstur lækna til þess að gera slika aðgerð. „Það hefur alls ekki valdið okk- ur mestum vanda, að líkami manns hafnar stundum nýju hjarta", segir hann. „Mestur vandinn er sá, að áhrif meðferóar við slíkri höfnun riða sjúklingum stundum að fullu. Enginn þeirra, sem hjarta hefur verið grætt í án þess að það gamla væri numið burt hefur látizt beinlinis vegna þess, að likaminn hafnaði nýja hjartanu. Aftur á móti hefur mað- ur látizt af meðferð við höfnun — sem sé af smiti“. Sá hjártaþegi, sem lengst hefur lifað fram að þessu er bandarisk- ur kennari. Hann lifði við nýtt hjarta i sex ár og þrjá mánuði. Hann lézt af gangtruflunum i hjarta; ekki reyndist unnt að koma því aftur i eðlilegan gang með gervigangráðum. ,,„Um þessar mundir erum við að gera tilraunir með „milli- hjörtu", sagði Barnard. „Við græðum þá dýrshjarta í sjúkling og það heldur i honum lifinu með- an við erum að finna handa hon- um heppilegt mannshjarta. Hörtu úr öpum henta vel til þessa. Raun- verulegt hjarta er betra en vél- hjarta og — lungu. Vélin tak- markar t.d. allar hreyfingar. Auk þess eru því mikil takmörk sett, hversu iengi svona vélar geta haldið í mönnum lifinu“. „Þegar við hófum hjartaflutn- ingana höfðum við nokkurra ára reynslu í nýrnaflutningum. Við þóttumst þvi allvissir um það, að hjartaflutningar væru fram- kvæmanlegir og gætu orðið mörg- um sjúklingum til lengra lífs. Það var þá ekki eftir neinu að bíða“. Hann segir, að hjartaflutning- um hafi fleygt fram siðan þeir hófust. „Nú orðið tökum við ekki gamla hjartað úr sjúklingnum, eins og ég sagði áðan. Við látum það vera en græðum nýja hjartað við hlið þess þannig, að það verði hinu til styrktar. Ýmsar gildar ástæður eru til þess, að við erum hættir að nema burt gamla hjart- að. Þótt gamla hjartað sé orðið veilt getur það samt enn verið nokkurs megnugt og gæti jafnað sig eitthvað með aðstoð annars. Nýtt hjarta getur líka brostið undan álaginu fyrst i stað en kynni að standa sig með hjálp þess gamla. Og færi svo, að likam- inn hafnaði nýja hjartanu alveg gæti það gamla haldið lifi i hon- um meðan verið væri að skipta aftur um. Áhættan er miklu meiri, ef gamla hjartað er numið brott og siðan er allt komið undir hinu nýja. Ég hef grætt nýtt hjarta hjá þvi gamla i fimm menn og fjórir þeirra eru enn á lífi. Starfsbræð- ur minir hafa gert þrjár slikar aðgerðir en þvi miður lifði enginn þeirra sjúklinga eftir. Af átta að- gerðum hafa sem sé fjórar lánazt. Allir fjórir hjartaþegarnir eru komnir heim til sín. Nú ætlum við næst að reyna að halda hjörtum gangandi utan lík- amans og geyma þau þannig um tima. Ef það tækist mætti nema hjarta úr manni á einum stað, flytja það um langan veg og græða í annan mann annars stað- ar. Það er tveggja tíma flug frá Jóhannesarborg til Höfðaborgar. Þótt við fréttum af hjartagjafa í Jóhannesarborg kæmi það okkur að engu gagni núna vegna þess, að ekki væri hægt að flytja hann hingað i snatri. Ef hægt væri hins vegar að nema hjartað úr likam- anum og geyma það einhverjar stundir væri hægt að senda það hingað og við gætum svo grætt það i hjartaþegann hér. Annað, sem við erum að reyna að leysa núna er það, að stundum vantar okkur hjartaþega með stuttum fyrirvara, innan nokk- urra klukkustunda. Ekki bjóðast alltaf hjartagjafar þegar svo stendur á og reyndar höfum við aldrei fundið neinn, sem við gát- um notað í sliku tilviki. Slíkir sjúklingar deyja vanalega innan fárra stunda nema hægt sé að veita hjartanu aðstoð. Við höfum því hugsað okkur að reyna dýra- hjörtu þegar svo stendur á, þang- að til heppilegt mannshjarta býðst. Ég sagði áðan, að apahjörtu væru heppileg til þessa, og nú höfum við sex apa til taks hér í sjúkrahúsinu ef á skyldi þurfa að halda.“ Christian Barnard er virtur um heim allan fyrir afrek sin í læknisfræði. Ekki er jafnvíst, að menn verði sammála um ágæti stjórnmálaskoðana hans. „Ég held“, sagði hann, „að mesta meinið hér i Suðurafríku sé þessi furðulega oftrú á meirihlutalýð- ræði. Ég held, að Suðurafríka og raunar fleiri Afrikurikjum sé mest hætta búin af þeirri trú. Þjóðfélögin í mörgum Afrikuríkj- um eru ákaflega skipt eftir menntun og kunnáttu. Ég held ekki, að unnt sé að koma á jöfnum atkvæðisrétti i þessum rikjum eins og sakir standa þannig, að hver maður ráði sinu atkvæði. Það verður að fela mönnum völd eftir hæfni þeirra og kunnáttu. Það á ekki að skipa ráðherra af þeim sökum einum, að hann er hvítur eða svartur heldur vegna þess, að hann hefur til að bera þá reynslu og þekkingu, sem þarf til að stjórna. Valdamenn verður að kjósa eða skipa vegna verðleika þeirra." Barnard hefur jafnan fullar hendur við læknisstörfin. Fritim- inn með fjölskyldunni verður oft af skornum skammti. Barnard býr með Barböru konu sinni og tveimur sonum þeirra í úthverfi Höfðaborgar. Drengirnir heita Frederick og Christiaan, sá fyrri fjögurra ára, hinn tveggja. Heim- ilið er fallegt og viðkunnanlegt, málað hlýjum litum, gluggar stór- ir og sér þaðan út yfir stóran, sigrænan garð. Barbara Barnard er dóttir auð- ugs suðurafríkansks iðnrekanda. Hún giftist Cristiaan skömmu eft- ir, að hann skildi við fyrri konu sina. Barbara er ákaflega falleg kona. Hún er dúgnaðarforkur, og ákveðinn uppalandi. „Eg hafði reyndar ekkert hugsað um barn- eignir“, sagði hún, „áður en ég eignaðist eldri drenginn. En nú eru þeir orðnir tveir og ég get ekki hugsað mér lifið án þeirra“. Hún reynir eftir beztu getu að sinna bæði eiginmanni og sonum sínum, en það reynist oft erfitt. Barnard er mjög á ferð og flugi og verður Barbara þá stundum að velja um það að fara með honum eða verða eftir heima hjá drengj- unum. Hún segir, að hann spilli þeim með eftirlæti. „Þeir sofa alltaf stundarkorn á daginn svo, að þeir geti vakað eftir Chris og verið með honum dálitla stund, þegar hann er kominn heim. Hann heldur þeim svo uppi von úr viti, þangað til ég verð að taka i taumana". Húsiö er fullt með blóm og bæk- ur. Á veggjum bókaherbergisins hanga fjölmargar ljósmyndir af Barnard lækni ásamt með fræg- um starfsbræðrum sinum. þjóð- leiðtogum og öðrum framámönn- um. Þá sjaldan, að lækninum gafst dagsfri tekur fjölskyldan sig upp og heldur út á búgarð sinn hjá Malmesbury eða út á Beaconeyju i Plettenbergflóa og sleikir þar sólina, syndir og rennir fyrir fisk. En það er ekki oft, að þau geta verið saman svo lengi i einu. Skyldan kallar jafnan aftur fyrr en varir, og læknirinn er þotinn eitthvert út i buskann. (Þýti) A skrifstofunni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.