Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1970, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1970, Blaðsíða 16
Lausn á síðustu krossgátu ÞESS verður einkurn vart í baráttu eins og þeirri, sem háö hefur verið hér á landi undanfarnar vikur og mánuði, að þjóðinni er skipt niður í hópa eftir stéttum, aldri, búsetu eða einhverju enn öðru. 1 kosninga- baráttunni höfðuðu frambjóðendur, flokkar og blöð til œskunnar eða eldra fólksins. í kjarabaráttunni var höfðað til stéttvísi og talað um stéttabaráttu. Við slíku má alltaf búast, einkum þegar stjórnmála- flokkar hafa það sem sitt helzta stefnuskráratriði að stuðla að stríði milli stétta og láta þœr keppast um völdin í þjóðfélaginu. En á það nokkurn rétt á sér að skipta ís- lenzku þjóðinni þannig niður, jafn- vel þótt það sé í samræmi við hundrað ára gamlar kenningar þýzkra heimspekinga? Þegar litið er á íslenzka þjóðfé- lagið í heild, sést að hagsmunir einstakra þjóðfélagshópa eru svo nátengdir, að það er beinlínis skaðvœnlegt að skipta því þannig niður í stríðandi hópa. Og það er oft á tíðum hreinlega ógeðfellt að sjá og heyra hvernig einstakir menn telja ■ sig sjálfskipaða tals- menn hins og þessa hópsins með smjaðri fyrir honum. Kjarni máls- ins er sá, að maðurinn er einstakl- ingur en ekki hópsál. Hitt eru einn- ig algildar staðreyndir, að maður er manns gaman og sœkjast sér um líkir. Því er mjög eðlilegt, að menn skipí sér í ákveðna hópa eftir áhugamálum og skoðunum. Sam- tök eins og stjórnmálaflokkar hafa myndazt vegna þess, að mönnum er orðið Ijóst, að framgangur mála er undir því kominn, að kraftarnir séu sameinaðir til að koma þeim í heila höfn. Stéctasamtök myndast vegna þess, að þar sameinast menn til að gœta fjárhagslegra hagsmuna sinna. En sé um of alið á valdi slíkra samtaka og stríði þeirra í milli, leiðir það einungis til ófarn- aðar. Svo eru það hinir hóparnir, sem fremur eru myndaðir af ímynduð- um hagsmunum en brýnni þörf. Hvort er það fremur frambjóðanda til framdráttar eða unga fólkinu, að bent er á þá, sem eru yngri í hópi frambjóðenda og sagt, að þeir séu fulltrúar unga fólksins? Hefur unga fólkið einhverja þá sérstöðu í þjóðfélaginu sem heild, að það sé raunveruleg þörf á slíkum áróðri? Um það má vafalaust lengi deila, ef tími gefst til. Ungir menn hafa nýjar og ferskar hugsjónir er sagt. Að sjálfsögðu, því að hver ein- stáklingur á sína hugsjón, enda þótt hann flíki henni ekki endilega á torgum. En ef til vill hafa þeir yngri ríJcari þörf fyrir það, en hin- ir sem eldri eru og reyndari og hafa séð fleiri af hugsjónum sínum verða að engu. Þessi tilhneiging til að skipta þjóðfélaginu niður í þá, sem eldri eru og yngri, stafar ef til vill helzt af því, að stjórnmálaflokkunum er skipt þannig niður. Þar er oft á tíðum sett á svið barátta milli kyn- slóðanna og keppzt um það að geta státað af sem mestum áhrifum unga fólksins. En hvaða máli skiptir þetta í raun og veru, svo framar- lega sem starf flokksins og stefna mótast hvort sem er af heilbrigð- RABB um sjónarmiðum og öllum flokks- mönnum hans er veitt sama tœki- færið til þátttöku og stefnumótun- ar? Og leiðir ekki slík skipting til þess, að þeir, sem yngri eru, sér- hœfa sig fremur í óraunhœfum verkefnum en þeim, sem knýja á og raunverulega valda straum- hvörfum í daglegu lífi? En hvert getur hin stöðuga skipt- ing þjóðfélagsins leitt okkur? Bráð- lega verður vafalítið farið að deila sérstaklega um hagsmuni úthverfa- búa Reykjavíkur í andstöðu við hagsm,uni þp.irrn,, sp.m. búa i göml- um og grónum hverfum. Raunar hefur slíkra sjónarmiða þegar orðið vart. Áður var m.ikið ritað og rœtt um jafnvœgi í byggð landsins, nú verður fundið upp hugtakið jafn- vœgi í byggð þéttbýlisins og borg- arinnar. Svo rísa þeir upp, sem sérstaklega bera hag unga fólksins í úthverfunum fyrir brjósti og síð- an hinir, sem vilja ekki láta þá eldri í þessum hverfum verða af- skipta. Og þannig heldur þróunin áfram stig af stigi, því að enginn vill gefa þann höggstað á sér, að unnt sé að segja, að hann sé and- vígur hagsmunum unga fólksins í úthverfunum. Líklega er þetta ágœt þróun og eðlileg, því að þann- ig geta allir talið sér trú um, að þeir hafi bein áhrif á framvindu mála. En af þessu kann einnig að leiða, að upplausnin í þjóðfélaginu verði svo mikil í hagsmunabaráttu hinna ýmsu hópa, að ógerningur sé að sameina kraftana til stórátáka. 1 síðustu viku var það rifjað upp í Morgunblaðinu, hvernig fór fyrir Alexander Kerenski, sem var for- sœtisráðherra. Rússl.a.nds í þrjá mán uði 1917. Hann reyndi að sœtta hið ósœttanlega, öfgaöflin til hægri og vinstri í Rússlandi, og koma þar á lýðrœðislegu stjórnarfari í kjölfar einrœðis keisarans. Kerenski mis- tókst og átti fótum sínum fjör að launa undan bolsévikum, sem síð- an hnepptu Rússa í einrœði komm- únismans. Sem betur fer er því víðsfjarri, að slík ógnaröld ríki hér á landi. Og enn ná menn hér sátt- um, þótt langvinnt sé og dýrkeypt, samanber vinnudeilurnar síðustu vikur. Hitt er og rétt, sem Sir Har- old Nicolson bendir á í bók sinni Diplomacy*), þegar hann segir: „Framagjarn stjórnmálamaður kann að gleðjast yfir því að hafa komizt til válda vegna mótmœlaað- gerða stúdenta; en hann mun sjá um það, að aldrei komi aftur til mótmœlaaðgerða stúdenta.“ Björn Bjarnason. *) Diplomacy, Sir Harold Nicolson, bls. 140, þriðja útgáfa, Oxford University Press, 3969.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.