Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1970, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1970, Blaðsíða 15
þekktumst varla, en þó hófst á þessu augnabliki alvarlegt og mikilvsegt samband sem var stundum hamingjusamlegt, stundum sársaukafullt, en aldrei hversdagslegt og aldrei ósamrýmanlegt þeim eldheitu þjóðfélagslegu tilfinningum sem við vorum haldin vegna stríðsins. Reyndar var styrjöldin sam- ofin þessari ást frá upphafi til endis. I fyrsta sinn sem við lögðumst saman (við höfðum of margt að tala um, í fyrsta skipt ið sem við urðum elskendur, til að leggjast saman), heyrðum við skyndilega dýrsleg fagnað- arlæti úti á götunni. Ég stökk fram úr rúminu og sá brenn- andi loftskip falla til jarðar. Það var tilhugsunin um hug- rakka menn deyja á kvalafull- an hátt sem olli fagnaðarlátun- um á götunni. Á þeirri stundu var ást Colette mér skjól, ekki frá sjálfri grimmdinni, sem er óumflýj anleg, heldur frá þeirri kveljandi vitneskju að svona eru mennimir. Frá miðju árinu 1916 og þar til ég fór í fangelsi í maí 1918, var ég önnum kafinn við að sinna málum „No Con- scription Fellowship“. Fund- ir mínir við Colette voru hve- nær sem færi gafst frá friðar- baráttunni og aðallega í sam- bandi við vinnuna sjálfa. Af slóðum Vendla Frh. af bls. 11. skráði eftir sjóliðunum tveim- ur. Meðal annars getur hanii um unga og fallega móður, sem bar smábarn á örmum sér. Ekki er vitað hver hún var, aðeins að hún var farþegi þarna um borð, — kannski gift einhverj- um yfirmanni skipsins, eða her- skipa þeirra, sem The Crescent var að flytja birgðir til. En traust og virðingu hefur hún borið til yfirmanna skipsins. Þegar öll sund voru að lokast rétt áður en fyrri flekinn lagði til lands, hafði hún fært sig úr yfirhöfn sinni og jafnvel fleiru af fötum og vafið því um barn ið. Gekk hún síðan til eins sjó- liðsforingjans, fékk honum barnið og sagði eitthvað á þessa leið: „Ég veit að ég lifi þetta ekki af, en ég held að þér muni heppnast það. Þú ætlar að bjarga baminu mínu. Eg eir hamingjusöm ef það lif- ir. Mitt líf skiptir ekki miklu máli, en þess líf er mér allt. Ég treysti þér, láttu því ekki verða kalt“. — Litlu síðar skol- aði henni fyrir borð. En því miður fór sjóliðsformginn í sömu gröfina og barnið með. Bjartsýn trú hinnar ungu móð- ur gat ekki hrært örlögin af markaðri braut. Stórum hópi hinna drukkn- uðu Englendinga skolaði á land Voru þeir grafnir í þremstór- um gröfum í kirkjugarðinum í Márup. Á seini árum hafa kaf- arar fundið flakið og bjargað úr því ýmsum munum, m.a. vopnum og víni. Og stórakker- ið hefur náðst í land og ver- ið reist upp í Márupkiúkju- garði þar sem bein hinna ólán- sömu útlendinga hvíla. Þeir voru á ýmsum aldri. Flestir munu þó hafa verið ungir með sevintýraþrána logandi í blóð- inu, og hafa í upphafi fagnað þessari för. Þó er trúlegt, að uggur hafi leynzt í hugskoti sumra, þegar látið var úr höfn út í veðraham skammdegisins. En við slíku varð ekki gert, ella ihefðu þeir gerzt drottins- svikarar, og er sú synd öðr- um verri hjá stríðsþjóðum. — Þessi saga sem ég hefi endursagt hér lauslega, er að mestu tekin úr bók um Vend- ilsýslu. Þar er margt fleira að finna af sama stofni, — þó er hitt rnú enn fleira, sem hvorki er skráð þar né annars staðar af hrakningum slysfaramanna á liðnum öldum. En svo er fyr ir að þakka, að eftir því sem nær dregur nútímanum hefur óhöppunum fækkað. Betri skip, fleiri vitar, veðurfregnir og auknar slysavarnir hafa á viss- an hátt storkað örlögunum og oft borið sigur af hólmi. Öldur Vesturhafs og Kvein- stafaflóa skola þó enn líkum á land, og hafið brýtur sífellt þessa hættulegu strönd. Þegar ég fór þarna um var hún gul og sólfáguð, svo langt sem augað eygði. Örlétt bylgjuhjal hvíslaði við sand- inn, sem beið sumargestanna. Danssiðir í Skagafirði Frh. af btt'S. 7. en þó kom það fyrir að ungu pari varð heitt og læddist út til að anda að sér hreinu lofti. Snyrtivörur þekktust ekki og því lítil hætta á að litur sæist á vanga karlmanns er inn var komið en rjóðar gátu þær ver- ið í vöngum eins og nú og áreiðanlega brann funi í æðum unga fólksins þá eins og nú og það gat skemmt sér af hjartans list alveg eins og nú þó aðeins væri spilað á langspil, hár- greiðu, eða bara sungið og trall að. Af því að ég hefi nú sagt frá minningum Lilju litlu um dans- inn er líklega rétt að ég segi ykkur frá minum minningum um samkomur unga fólksins frá um 1918, en þá var ég ungt dansfífl sem kallað var og sat ég mig ekki úr færi að ganga sýsluna á enda ef ball var á boffstólum. Við stofnun ung- mennafélaganna og þeim mikla starfsáhuga sem blómgaðist hjá ungu fólki á þeim árum gat ekki hjá því farið að ýmiskonar skemmtanir og þar með dans yrffu þáttur í starfi félaganna. Eftir fundi okkar, jafnvel viku- lega, var á stundum dansað, fé- lögum til skemmtunar og þá jafnframt til að draga ungt fólk í félögin. Þegar ég lít til baka, sé ég aff danssiffirnir hafa þó furffu lítiff breytzt frá því fyrir aldamót. Dansar voru aff mestu þeir sömu, stúlkumar sátu á bekkjum meðfram veggjum. Við stóðum í hornum éða þar sem rúm var i þaff og þaff skipt- ið. Gengið var fram fyrir þá dömu sem hugurinn stefndi að í það og það skipti, hneigt sig virðulega og ef stúlkan var ekki áður kunnug, þá nefndum við nafn okkar, Ekki var þetta þó alsiða en þótti kurteisi. Nokkuð misjafnt var hvemig haldið var er, dans byrjaði. Vanalega hélt þó karlmaður hægri lófa ofarlega á baki döm- unnar, en daman vinstri hönd á öxl herra síns. Lófar voru oft lagðir saman í axlarhæð eða þá að dansendur liéldu um upp- handlegg hvor asuiars. Gatnan þótti að gera ýmiskonar kúnstir í dansi t.d. að dansa öfugan vals, stökkræl, marsúrka á fleiri vegu, skottís o.fl. o.fl. Kurteisi þótti að lialda uppi samræðu við dömu meðan á dansi stóð, einnig var sjálfsagt að halda dömunni svolítið frá sér, ef hún var óvön dansi. Þá var hún frjálsari og síður hætt við að stíga á tærnar, og ekki þótti sæmandi að láta stúlkur sitja yfir sem kallað var, jafn- vel þó þær væm ekki fyrsta flokks dansendur. Þá var og ekki dansað nema einn dans í einu við sömu dömuna. Mjög mikið var um ýmis konar til- breytni svo sem mars, hnútur, klútur, knéfall á klút, lieimsálf ur og fjöldamörg önnur til- brigði, sem varð á stundum nokkurskonar livíld í dansi. Og þá eru harmonikur komnar til sögunnar, fyrst einfaldar og síð ar tvöfaldar og þrefaldar. Dans aff var hraðar en áður og lítil regla á dansgólfi enda oft svo margt á litlu gólfi að slíkt var ekki liægt, en dansað var oft eins og áður fyrr frá kvöldi til morguns. Ekki minnist ég þess, að dans aður væri vangadans svokall- aður, þó má vera að þegar lítið bar á hafi liöfuð nálgast nokk- uff svo aff samstilling og ylur varð meiri. Þó að eitthvað væri um vín á danssamkomum minnist ég ekki að þar kæmi nokkurn tíma til óeirða og áreiðaniega voru konur þar saklausar, enda unnu ungmennafélögin, sem þá voru í blóma, að hófsemi víns og stundum var þar algjört bind- indi. A mínum fyrstu dansárum minnist ég ekki að veitingar, svo sem kaffi væri selt á dans- leikjum, en þó eru Sæluvika Skagfirðinga og þorrablótin á Hólum í Hjaltadal þar undan- skilin, en þessar skemmtanir voru aðalhátíðir ársins og allt ungt fólk, sem á annað borð gat aff heiman fariff, fór á þessar skemmtanir. Dansinn dunaffi þá eins og nú, og eitt sinn var ég ungur og dansniði af hjafrtaais list. Við ungu mennirnir gengum með hatta og montprik viff hátíffleg tækifæri og alltaf þótti sjálf- sagt aff taka ofan á götu fyrir kvenfólki og þá sérstaklega fyr ir eldri konum. Bókmenntir listir Frh. af bls. 4. um bókmenntir undir merki ÓJ og fengið þá til að leika list- irnar eftir honum. Um skeið leit helzt út fyrir að ÓJ yrði ekki annað en æp- andi strætaprédikari í bók menntum. En upprunalegar gáf ur hans hafa þegar dregið hann nauðugan viljugan langt af þeirri leið. Þetta sést glöggt af beztu skrifum hans nú upp á siðkastið. Hann hefur að mestu slitið af sér og brennt til ösku í eldi reynslunnar, þær kreddu kenningar og hræsnisdruslur, sem svo lengi hafa haldið hon- um niðri sem bókrýni. Þó er hann enn æði brokkgengur á skeiðvellinum, þegar sá gáll- inn er á honum, og tekur þá slík gönuskeið að allt endar með skelfingu. Eitt nýjasta dæmið um þetta er það, þegar ÓJ lét það boð út ganga, að leikrit Matthíasar Jóhannes- sens, Fjaðrafok, væri ekki sýn ingarhæft verk. Þá hefur hann einnig gefið út þá yfirlýsingu, að skáldsaga sú, sem síðast var lögð fram af íslands hálfu í samkeppninni um bókmennta verðlaun Norðurlandaráðs, væri alls óverðug slíks heiðurs. ÓJ má vita það, að klámhögg er- ekkert högg. Hann má líka vita það, að á meðan hann leyf ir sér að níða niður góðar bók- menntir, á hann enn ólærða stóra lexíu sem bókmennta frömuður. Ekki er óskynsamlegt að álykta, að ÓJ standi á tíma- mótum í skrifum sínum um bók menntir. Núorðið lætur hann lærisveina sína að mestu eina um að ólátast, og glottir við þeim bókmenntaboðorðum, sem hann hrópaði hvað hæst um áð ur. Þetta bendir til þess, að hann muni fyrr en seinna stíga skrefið til fulls til heilbrigðrar bókmenntagagnrýni. . . Raunar má telja hér fleira til, en það er varla tímabært að sinni Þetta greinarkorn á ekki að verða nein allsherjar úttekt á þeim, sem fást við bókmennta- gagnrýni á voru landi, íslandi, um þessar mundir Þó ber að minna á það, að Njörður P. Njarðvík hefur að nafninu til haldið uppi bókmenntagagn- rýni í Alþýðublaðinu. síðan ÓJ lét þar af störfum. Ég segi að nafninu til, þar sem Njörður hefur ekki birt nema sárafáar bókmenntagreinar í blaðinu. Og því miður lofa þessar greinar hans engu góðu. Manni skilst einna helzt á þessum bókrýni, að ekkert séu bókmenntir nema skáldrit, sem eru úttroðin af harðsoðnum sósíalisma og svo- kallaðri þjóðfélagsádeilu (Mik ið held ég að þetta gleðji gamla manninn, sem á sínum tíma skrifaði blóðrauðu bókmennta- söguna). Skrif Njarðar eru væg ast sagt bæði öfgakennd og strembin, njörfuð niður með úr eltum kreddukenningum, sem honum virðist ógerlegt að sjá í gegnum. Þetta mat á bókmennt um er næsta algengt í Svíþjóð og hefur verið svo lengi. En tæplega hefði Njörður þurft að fara til Svíaríkis, svo honum lærðust þessi vinnubrögð i bók menntum. Og það gengur fleir- um en honum illa að losna við „raanða koimplexinn“. Bókmenntalega séð er ekkert bil á milli þeirra Njarðar P. Njarðvík og Árna Bergmanns í Þjóðviljanum. En hjá Árna hangir rauður fáni og hamar og sigð yfir hverri setningu. Nú er lítið annað eftir en að segja amen, og enginn nennir að bíða eftir því stundinni leng ur, enda skal nú sem snarast látið staðar numið. Það skal að eins undirstrikað, að allt hjal um það, að einhver doðamerki séu á skáldsögunni, eru hugar órar einir og ráðvillt hjal lífs- þreyttra tízkusveina í bók- menntum. Skáldsagan hefur lifað góðu lífi með íslendingum, allt frá því að land byggðist, fyrst í munnlegri geymd, síðan á bók. Bóksagan hefur af skiljanleg- um ástæðum tekið ýmsum breyt ingum í tímans rás, en höfuð- línurnar eru ætíð skýrar og breytast ekki. Endurnýjun skáldsögunnar er ekki falin í formbyltingu nema að örlitlu leyti. Endurnýjun hennar felst fyrst og fremst í því, að ný andans stórmenni vekjast upp með hverri nýrri kynslóð, og hugsa og skrifa innan ramma skáldsögunnar. Dýpsta hreyfiafl skáldsög- unnar er náin snerting við líf- ið sjálft, en ekki hrófatildur utanaðlærðra kennisetninga, sem þegar bezt lætur verða aldrei annað en eins konar Helgakver. Ef ómengaðir lífs- straumar samsamast skáldverk inu, magnast það lífi sem aldrei deyr. Þetta líf skáldsögunnar geisl ar stöðugt frá sér mikilli birtu. Hér er um leyndardóm að ræða, sem ekki verður ráðinn til hlítar af bókmenntafræðing um, eða öðrum aðilum, frekar en sjálf lífsgátan. Það er ástæðulaust að hafa áhyggjur út af framtíð skáld- sögunnar. Hún mun bera blóm með hverri nýrri kynslóð, svo lengi sem mennt og menning eiga sér griðland í mannlegu samfélagi. Galtlarvita, í maí 1970 Óskar Affalsteinn. 28. júní 1970 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.