Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1970, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1970, Blaðsíða 3
SKÁLDSAGAN og bókmenntaboðorðin tíu „Það er ástæðulaust að hafa áhyggjur út af framtíð skáldsögunnar. Hún mun bera blóm með hverri nýrri kyn- slóð.“ Margt og mikið hefur verið ritað og rætt um stöðu skáld- sögunnar í íslenzkum bókmennt um síðustu árin. Hér verður far ið nokkrum orðum um skáld- söguna almennt, og gagnrýni þá, sem fastagagnrýnendur dag blaðanna hafa skrifað um hana. Rýnendur þessir hafa lengi set- ið einir að sínu, það ber að skilja; dómar þeirra um skáld söguna hafa fengið að standa, án þess mönnum komi yfir- leitt til hugar, að sjálfsagt sé að leggja dóm á verk þeirra. Hvað þessari hugblindu veldur skal ekki leitast við að svara hér. Hitt skal aftur á móti full- yrt, að sé þörf á bókmennta- gagnrýni, þá er ekki síður þörf á því að skrifa skilmerkilega um bókmenntagagnrýnina. Þess ir menn skrifa að sjálfsögðu um bækur og höfunda, eins og þeim er lagið hverju sinni. Ekki skal dregið i efa, að þeir geri eins vel og þeir geti, og segi það eitt sem þeim finnst satt og rétt. En því miður: „satt og rétt er ekki alltaf satt og rétt.“ Bókmenntadómar eru þegar bezt lætur markviss umsögn um skáldrit. Enginn ritdómari er svo snjall, að finna hina einu sönnu dómsniðurstöðu um ný skáldrit. Ár og dagar líða þar til þeim verður fundinn réttur sess í bókmenntunum. Þess vegna kemur það stundum fyr- ir, að ritdómar eru hreinasta krábull, og betur óskrifaðir en skrifaðir. Það eru litlir hollustuhættir fyrir gagnrýnendur að tileinka sér þann hugsunarhátt, að þeir séu heilagar kýr í bókmennta- mati sínu, og höfundar og aðr ir verði að taka dóma þeirra sem óskeikula Salómonsdóma. Þessi hefð var svo sterk um sinn, að það þóttu fróðárundur, ef rithöfundar leyfðu sér að gera athugasemdir við skrif þessara herra. Sem betur fer er þessi miðaldamennska að mestu úr sögunni. Guð er dauður. . Þessum orð um slöngvaði þýzki heimspek- ingurinn Friedrich Nietzche (f. 1844. d. 1900) yfir Evrópu. Gjailaði upphrópunin raunar heimshorna á milli, svo af varð mikill gauragangur Þessi upphrópun hins um- deilda heimspekings flaug mér í hug, þegar leitað var eftir svörum í útvarpsþætti um það hvort skáldsagan væri dauð. Spurningin var orðuð með fleiri orðum en hér standa skrifuð, en umbúðalaus var hún svona. Og fáorð setning er betri en langorð. Umræður um spurninguna urðu að vonum nokkuð á reiki, og litið á þeim að græða; ein af þessum bókmenntaumræðum, sem botninn dettur úr, enda varla hægt að leggja fram hjá- kátlegri spurningu, þ.e.a.s, ef tilefnið var að ræða um skáldsöguna af alvöru. En því aðeins er drepið á þennan út- varpsþátt hér, að bæði stærri og minni spámenn í bókmennt um hafa látið hafa .það eftir sér, að skáldsagan sé búin að ganga sér til húðar Sömu spá- menn hafa þar af leiðandi gefið út þá yfirlýsingu, að rithöfund ar verði endilega að gjörbreyta skáldsöguforminu, eða finna sér eitthvert annað tjáningarform, vilji þeir vera rithöfundar að nokkru gagni. Talsvert hefur dregið úr þess um öfgaskrifum um skáldsög- una að undanförnu. En meðan rýnendur (ÓJ og Co þarfremst ir í flokki) voru hvað gunn- reifastir í andstöðu sinni gegn hinni „hefðbundnu skáldsögu", sem þeir nefndu svo, gáfu þeir höfundum forskrift til að fara eftir við sar.ninigu skiáldverka. Þessa forskrift má vel taka saman í „10 ginheilög boðorð,“ og eru þau svohljóðandi: Fyrsta boðorð: Skrifaðu skáld sögu sem ekki er skáldsaga. Annað boðorð: Skrifaðu ekki- skáldsögu. Þriðja boðorð: Skrifaðu eitt- hvað í líkingu við skáld, sögu, sem þó ekki er skáld saga. Fjórða boðorð: Skrifaðu skamm ir um þjóðfélagið ogstjórn vöidin í formi ekki-skáld- sögunnar. Fimmta boðorð: f hinum endur- fædda prósa má ekkidjarfa fyrir óbrotnum söguþræði. Sjötta boðorð: Ef um persónur er að ræða í endurfædda prósanum, þá vanskapn inga á sál og líkama. Sjöunda boðorð: Hið nýja form á að búa yfir þeim galdri, að ekki skipti máli hvar byrjað er að lesa verkið. Eins má lesa það aftur á bak sem áfram, ekki fráleitt að byrja í miðri bók, óheilla vænlegast að byrja fremst. Gáfulegasta aðferðin er sú, að byrja aftast og fika sig fram eftir bókinni. Áttunda boðorð: Enga nauð- syn ber til að lesa bókina spjalda á milli. Margt smátt safnast jafnan utan á mikið skáldverk, og skipt ir litlu hvort menn gleypa það eða ekki. Níunda boðorð: Stíll skáld- verks á að samanstanda úr óskilj anlegum orðaflækjum. Varast ber að stíla frásagn aratriði á þann veg, að það verði á nokkurn hátt skilið sem rökræn frásögn. Tíunda boðorð: Mesti áhrifa- valdur endurfæddu skáld sögunnar er sá, að hefja nýtt frásagnaratriði, áður en því sem fyrir er er lok- ið. Með þessu móti verður glundroðinn fullkominn, og einhver von til þess að sag an geti talist áhugavert bókmenntaverk. Nokkrar bækur hafa verið skrifaðar í anda ofanskráðra boðorða. Þessi skáldverk hafa verið -lofsungin hástöfum af þeim, sem standa að nýju skáld söguboðorðunum. En þótt skammt sé síðan fyrstu skáld rit nýboðorðamanna í bók- menntum komu út, eru þau flest komin í glatkistuna, sem hirðir öll þau verk er bera ekki i sér sveiflu lífsins sjálfs. Erlendur Jónsson gagnrýn andi, nefnir eina af þessum glat kistúbókum heimsbókmenntir. Þá hefur Erlendur nýlega skrif að greinaflokk í Lesbók „um skáldsagnagerð eftir heimsstyrj öld.“ Þeir, sem lítið hafa fylgst með í bókmenntum, og lesa þess ar greinar, hljóta að draga þær ályktanir af skrifum Erlendar, að fátt eitt sé nýtilegt í skáld- sögunni. Samt er Erlendur alls ekki neikvæður i skrifum sín- um. En hann hefur ekki til að bera þá innri glóð, sem kveikir í stil hans og gerir efnið for- vitnilegt i augum lesandans. BÖKMENNTIR OG LISTIR JjiU l||TO Ú Það er leitt til þess að vita, hvað skáldsagnahöfundar fá lit lausa og máttvana túlkun á verkum sínum í Lesbók, eink- um þegar maður hugsar til þess hversu vel tókst til um greina- flokkinn um íslenzk ljóð, er birtist hér í blaðinu fyrir skömmu. Höfundur þessara rit- smíða er Jóhann Hjálmarsson, skáld. Greinar hans eru eitt af því bezta, sem skrifað hefur verið um íslenzka ljóðlist síð- ustu ár. úr flokki yngri manna sem skrifa um bók- menntir, er Jóhann Hjálmars- son sá, sem unnið hefur bók- menntunum hvað bezt. Og allt bendir til þess að honum auðn ist að gera enn betur. Andrés Kristjánsson, rit- stjóri: Um fjölda ára hefur hann verið bókmenntagagnrýn andi við dagblaðið Tímann. Hann skrifar lipran og mark- hittinn stíl. Hann hefur til að bera þá frjálsræðiskennd og viðsýni, sem hverjum gagnrýn anda er nauðsynleg, svo hægt sé að líta á skrif hans sem al- varlega viðleitni til að túlka bókmenntaverk og bregða birtu yfir helztu eigindir þeirra. Hlutur Andrésar Krist jánssonar er þegar orðinn mik- ill á þessu sviði ritstarfa, og Jón Óskar TVÖ LJÓÐ ÓÐUR Látum strenginn gleði hljóma. S V ARTHVITT hverfi gríma augum frá, Hríðar og laufvindar blása á vixl verndum fagran jarðarblóma, bergjum lífsins veigum á. í mannshug'ans auðnum og gróðurlendum. Verði jarðar harmagrundir Þar ruglast saman öll skógart.ré gliti ofin feginslönd. og feykjast sem hafrek um úfnar strendur. Menn og guðir, tungl og sólir, Og barnið og rósin lifa í sátt við friðsælan leik meðan grösin anga, syngið himinfrið að strönd. Þagni strengur myrkravalda, og sönglist ríkir við helga kyrrð, verði ljós í dimmum stað, og laufin græn strjúka mjúka vanga. flæði líf um heim og drjúpi í mannshuganum er allt sem þú kannt. dögg með friði á skógarblað, grói sviðinn jarðarblómi, Þú flýrð út í tómið burt frá honum. bresti haturs vargatól, Hann fyllist af myrkri, hann ljómar af sól. komi mannvits ljóðahátíð, En þar, aðeins þar áttu líf í vonum. hækki lífsins gleðisól. 28. júní 1970 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.