Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1970, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1970, Blaðsíða 2
* I ástum og* stríði október, varð ég aftur að fara að flytja fyrirlestra um stærð- fræðilega rökfræði, en mér þótti það dálítið fánýt iðja, svo að ég tók mér fyrir hendur að skipuleggja deild af Union of Democratic Control meðal há- skólakennaranna, en margir þeirra við Trinity (í Oxford) voru í fyrstu hlynntir þessum málstað. Ég talaði einnig á fundum stúdenta, sem voru mjög fúsir að hlusta á mig. Ég minnist þess að hafa sagt í ræðu: „Það er mesta firra að láta sem Þjóðverjar séu ill- menni,“ og mér til mikillar undrunar klöppuðu þá allir áheyrendur. En eftir að Lusi- taniu var sökkt í maí 1915, virt ist ofsafengnari andi verða yf- irsterkari. Það virtist álitið að ég væri að einhverju leyti ábyrgur fyrir þessari ógæfu. Eldri prófessorarnir voru gripnir meiri og meiri móður- sýki, og ég fann að tekið var að sneiða hjá mér við háborð- ið. Dag nokkurn í október 1914 hitti ég T.S. Eliot í New Ox- ford Street. Ég vissi ekki að hann væri í Evrópu, en hann sagðist hafa komið til Englands frá Berlín. Ég spurði hann auðvitað hvað honum þætti um stríðið. „Ég veit það ekki,“ sagði hann, „ég veit aðeins það að ég er ekki friðarsinni." Það er að segja, hann taldi enga afsökun of lélega fyrir mann- drápi. Hann varð mikill vinur minn, og síðar kona hans, sem hann giftist snemma á árinu 1915. Þar sem þau voru óskap- lega fátæk, lánaði ég þeim ann að tveggja svefnherbergjanna í íbúð minni. Af því leiddi að ég sá taisvert af þeim. Mér þótti vænt um þau bæði og reyndi að hjálpa þeim í erfiðleikum þeirra, þar til ég komst að því að erfiðleikarnir voru þeirra mesta ánægja. Ég átti hlutabréf að nafnverði 3 þúsund sterlingspund í véla- verksmiðju, sem vitaskuld tók að framleiða hergögn í stríð- inu. Það olli mér miklu róti í samvizku minni hvað ég ætti að gera við þessi hlutabréf, og að síðustu gaf ég Eliot þau. Mörg- um árum síðar, þegar stríðinu var lokið og hann var ekki lengur fátækur, lét hann mig fá þau aftur. D.H. LAWR'ENCE — „MÉR FÓR AÐ ÞYKJA HANN FULLTRÚIILLRA AFLA.“ Sumarið 1915 skrifaði ég bók ina „Prineiples of Social Reconstruction" eða öðru nafni „Men Fight“ (Hvers vegna menn berjast), eins og hún var nefnd í Ameríku án míns sam- þykkis. Hún var gerólík öllu sem ég hafði skrifað áður, en hún varð til næstum ósjálfrátt. í þessari bók setti ég fram stjórnmálalega heimspekikenn- ingu byggða á þeirri trú að hvatir hafi meiri áhrif en með- vituð áform við mótun lífs mannkynsins. Ég skipti hvötun um í tvo flokka, eignarhvatir og skapandi hvatir. Sem dæmi um eignarhvatir í framkvæmd tók ég ríkið, stríðið og fátæktina. Sem dæmi um 3kapandi hvatir í framkvæmd, nefndi ég hins veg ar menntun, hjónabönd og trú- arbrögð. Ég var sannfærður um að siðbótin ætti að vera grundvölluð á því að leysa skapandi hvatir mannsins úr læðingi. í fyrstu flutti ég efni bók- arinnar sem fyrirlestra, en gaf þetta síðan út. Ég hafði gert það án þess að búast við að bókin yrði lesin, rétt eins og trúarjátningu, en sala hennar færði mér stórfé, og lagði grundvöllinn að öllum tekjum mínum í framtíðinni. Þessir fyrirlestrar voru á vissan hátt tengdir hinni skömmu vináttu minni við D.H. Lawrence. Okkur fannst báð- um að eitthvað mikilvægt þyrfti að segja um endurbót á samskiptum manna, og í fyrstu gerðum við okkur ekki grein fyrir því að við höfðum ger- samlega öndverðar skoðanir á því, hvers konar endurbótar væri þörf. Kunningsskapur minn við Lawrence var skamm vinnur og erfiður, hann stóð yfir u.þ.b. eitt ár. Það var Ottoline, sem leiddi hesta okk- ar saman, af því að hún dáðist að okkur báðum og fékk okk- ur til að halda að við ættum að dást hvor að öðrum. Ég. var orðinn bitur og upp- reisnargjarn í lund af barátt- unni fyrir friðarstefnu. Þetta kom okkur í fyrstu til að þykja við eiga talsvert sameiginlegt. að var ekki fyrr en smám saman að mér fór að þykja hann fulltrúi illra afla, og hann tók að hafa sömu skoðun á mér. Ég hafði staðfasta trú á lýð- ræði, en hann hafði aftur á móti mótað með sér allar heim- spekikenningar fasismans, áður en stjórnmálamenn fundu þær upp. „Ég hef enga trú á lýð- ræðislegum áhrifum almennings á æðri stjórn" (democratic con- trol), skrifaði hann. „Ég tel að verkalýðurinn sé fær um að velja húsbændur eða ráða- menn fyrir næsta umhverfi sitt, en ekki meira. Þú verður að taka til gagngerrar meðferðar skipan kosninga. Verkamenn eiga að kjósa umsjónarmenn þeirra mála, sem þeir eru í beinni snertingu við, ekki ann- arra. Úr hinum stéttunum skulu kjörnir allir æðri stjórn- endur. Þetta kerfi á að rísa eins og pýramídi, þannig að efst sé eitt raunverulegt höfuð, eins og á að vera á hverri skipulagsheild, — ekk- ert heimskulegt lýðveldi með heimskulegum forsetum, heldur kjörinn konungur á borð við Julius Caesar.“ f huga sínum bjóst hann auðvitað við því að verða sjálf- ur Caesar, þegar einræðis- stjórn væri komin á. Það kom aldrei fyrir hann að hnjóta um raunvéruleikann. Hann hélt langar ræður um það hvernig yrði að boða lýðnum „Sann- leikann", og hann virtist í eng- um vafa um það að lýðurinn mundi hlusta á sig. Ég spurði hann, hvaða að- ferðum hann hygðist beita. Ætl aði hann að gefa stjórnmála- heimspeki sína út í bókarformi? Nei, — í þessu spillta þjóðfé- lagi okkar er prentað orð alltaf lygi. Ætlaði hann að standa á sápukassa í Hyde Park og boða „Sannleikann“? Nei, — það væri alltof hættulegt. (Hann var stöku sinnum undar lega hagsýnn). Jæja, sagði ég, hvað ætlarðu þá að gera? Á þessu augnabliki skipti hann ævinlega um umræðuefni. SLAGORÐ HANS — „í ANDA EINRÆÐISHERRA FASISTA". Smám saman rann það upp fyrir mér að hann hafði í raun- inni enga löngun til að bæta heiminn, heldur aðeins að halda þrumuræður yfir sjálf- um sér um það hve slæmur hann væri. Ef svo vildi til að einhver annar yrði áheyrandi að þessum ræðum, þá var .það ágætt, en þær voru í mesta lagi sniðnar til að hæna til fylgis við hann fámennan hóp læri- sveina, sem gætu setið í eyði- mörk Nýju Mexíkó og fundizt þeir vera helgir menn. Bréfin til mín voru rituð á máli ein- ræðisherra fasista og sögðu mér fyrir hvað ég yrði að pré- dika. „Yrði“ var undirstrikað 13 sinnum. Bréf hans urðu sífellt fjand- samlegri. Hann skrifaði: „Hvaða gagn . . . er að því að lifa eins og þú gerir? Nú á tím um verður maður að vera útlagi, ekki kennari eða pré- dikari." Ég var að verða meiri útlagi en hann varð nokkurn tíma og átti erfitt með að skilja forsendu umkvartana hans við mig. í annað skipti skrifaði hann: „f öllum bænum hættu alger- lega að vinna og skrifa og reyndu að verða að lifandi veru í stað þess að vera vél- rænt tæki. Reyndu að verða að engu, að moldvörpu, að skepnu sem stjórnast af eðlishvötum, en hugsar ekki. Reyndu í öll- um bænum að verða að barni og hætta að vera fræðimaður. Hættu að gera nokkuð, — en farðu að vera. Byrjaðu á byrj- uninni og vertu fyrirmyndar- barn, — í nafni hugrekkisins.“ „Já, og svo langar mig til að biðja þig um að geta mín í erfðiaislkná þiinmii. Arfleiddu mig að nógu miklu til að lifa á. Ég vil lifa að eilífu. En ég vil verða að einhverju leyti arf- taki þinn.“ Það eina sem athugavert var við þessa áætlun hans fyrir mig varð það, að tæki ég hana til greina, þá hefði ég ekkert til að arfleiða neinn að. Hann hafði leyndardóms- fulla heimspekikenningu um „blóð" sem ég hafði illan bif- ur á. „Til er,‘‘ sagði hann, „önnur meðvitund en í heila og taugum. Það er blöðmeðvltund í okkur sem starfar óháð hinni venjulegu meðvitund hugans. Maður lifir, veit og á tilveru sína undir blóðinu án nokkurs sambands við taugar og hei!a.“ „Þetta er annar helmingur lífsins sem tilheyrir myrkrinu. Þegar ég tek konu, þá er blóð-reglan ríkjandi. Blóð-vit- und mín er yfirþyrmandi. Við ættum að gera okkur grein fyr ir því að við höfum blóð-vit- und, blóð-sál, auk hugar- og taugavitundar." Satt að segja þótti mér þetta mesta rugl, og ég snerist ákaft gegn því, þótt ég vissi ekki þá að það leiddi beint til Auschwitz. Hugsanir hans voru enda- lausar sjálfsblekkingar í gervi raunsæisstefnu. Frásagnargáfa hans var undraverð, en því fyrr sem hugmyndir hans gleymast því betra. Eftir á að hyggja held ég að það hafi hvergi verið heil brú í þeim. Þær voru hugmyndir við- kvæms, tilvonandi harðstjóra sem reiddist við heiminn fyrir að hlýða ,.ekki á svipstundu. Þegar það ránn upp fyrir hon- um að á.nnað fólk væri til, lagði hann hatur á það. En oftast iifði hann aleinn í eigin ímyndunárheimi, sem byggður var eiriá' æðislegum mannver- um og hann óskaði að þær væru. „í KYNFERÐISMALUNUM EINUM VARÐ IIANN AÐ VIÐURKENNA AÐ HANN VAR EKKI EINA MANNVERAN í HEIMINUM." Sú óhóflegá áherzla sem hann lagði á kyrilíf var sprott- in af þgilri staðreynd að í kyn lífinu einu neyddist hann til að játa að harin var ekki eina mannveran í heiminum. En það var svo sársaukafullt fyrir hann að hann ímyndaði sér kynmök sem stöðuga baráttu þar sem hvor aðilinn um sig er að reyna að koma hinum fyrir kattarnef. f byrjun ársins 1916 tók styrjöldin á sig ofsafengnari mynd og aðstaða friðarsinna heima fyrir varð erfiðari. Á tíma Páskauppreisnarinnar í Dublin voru 37 liðhlaupar af samvizkuástæðum dregnir fyrir rétt og þeir dæmdir til lífláts. Við fórum nokkrir á fund Asquiths til að fá dóm þeirra mildaðan. Hann hlustaði kurteis á mál okkar og gerði þær ráðstafanir sem nauðsyn- legar voru. Það hafði verið al- mennt álit fólks, og jafnvel ríkisstjórnarinnar, að liðhlaup ar af samvizkuástæðum ættu ekki samkvæmt lögum yfir höfði sér dauðarefsingu, en þetta reyndist vera misskilning- ur, og hefði Asquith ekki skor- izt í leikinn, er áreiðanlegt að margir þeirra hefðu verið skotnir. Lloyd George var hins veg- ar erfiðari maður viðfangs. Ég fór eitt sinn ásamt Clifford Allen (formanni No Con- scription Fellowship, Samtaka til stuðnings iiphlaupum af samvizkuástæðum) og ungfrú Catherine Marshall til fundar við hann vegna samvizku- liðhlaupanna sem haldið var í fangelsi. Framkoma hans við okkur var frjálsleg og geð- felld, en hann veitti ekki hina minnstu úrlausn mála. Að lok- um, þegar vlð vorum að fa?ra, hélt ég yfir honum skamma- ræðu í hálfgerðum biblíustíl og sagði honum að nafn hans yrði skráð í mannkynssöguna með svívirðingu. Er herútboð tók að gerast enn almennara, helgaði ég næst um allan tíma minn og starfs- orku máli samvizkuliðhlaup- anna. í samtökum ,,No Con- scription Fellowship“ voru ein göngu menn á herskyldualdri, en þau þágu samvinnu kvenna og eldri manna. Eftir að öllum meðlimum fyrstu stjórnarinnar hafði verið varpað í fangelsi, var stofnuð varastjórn, sem ég hafði formennsku í. Þetta var mjög umfangsmikil vinna, sem var að nokkru leyti fólg- in í því að gæta hagsmuna ein- staklinga og að nokkru leyti því að hafa auga með herqað- aryfirvöldunum til að hafa gæt ur á því að þau sendu ekki samvizkuliðhlaupa til Frakki lands af því að það var aðéins eftir að þeir höfðu verið send- ir til Frakklands að yfir þeim vofði dauðarefsing. Clifford Allen var ungur maður sem var gæddur miklum haéfileikum og kænsku. Hann: var dreginn fyrir herrétt og séndur í fangelsi. Eftir það sá ég hann aðeins í örfá skipti allt stríðið þá fáu daga sem; hann gekk laus á milli fangels isdóma. Hann var látinn lau$ af heilsufarsástæðum snemma ársins 1918, en skömmu siðar fór ég sjálfur í fangelsi. Það var þegar Clifford Alleri var fyrst kallaður fyrir rétt, að! ég hitti í fyrsta sinn Lady Con- stánce Malleson, sem alþekkt; var undir sviðsnafn.i sínu Col- .ette O’Neil. Colette vaj:.r.jgift: leikaranum og leikritahöfund- inum Miles Malleson. Hanii gekk sjálfviljugur í herinn ár- ið 1914, en var svo heppinn að vera leystur frá herþjónustu vegna lasleika í öðrum fætin- um. Þá prýðilegu aðstöðu, sem hann tryggði sér á þennan hátt, notaði hann af miklu örlæti í þágu samvizkuliðhlaupanna,, enda hafði hann eftir inn- göngu sína í herinn sannfærzt um réttmæti málstaðar friðarT. sinna. Ég tók eftir Colette i réttin- um og var kynntur fyrir henni, Ég komst að raun um að hún var ein af vinum Allens, sem sagði mér að hún væri óspör á tíma sinn, frjáls í skoðunum sínum og styddi friðarstefnuna af heilum hug. Að hún var ung og mjög fögur, hafði ég séð sjálfur. Hún var leikkona og hafði vakið mikla athygli fyr- ir góða frammistöðu í tveimur aðalhlutverkum í röð, en þegar str’ðið hófst. evddum við öll- um defffnum við að skrifa utan á umcjög í skrifstofu ,.No Con- scrintion Fellowshin". Þegar þarna var komið sögu. fferði ég auðvítað nauðsynlegar ráðstaf- anir til að kvnnast henni nán- ar. ftamnevti mitt við Ott.oline hami að undanförnu verið að kó’na. Ég hitti Colettp næst rétt við Rus=°ll Snuare Ég fann að ég var orðinn mjög hrifinn af honni en mér gafst ekki tæki- færi til að gera annað í mál- ino Qn að geta he«s að fáeinum fiöfjum s’ðar ætti ég að flvtia ávarn i Portman Fnoms Bak«r Fraim/h. á bls. 14 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 28. júmí 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.