Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1970, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1970, Blaðsíða 7
 uiímiar S>«fcuroi&o« ot lexanuer iVíajllÆ — eöa mikli — brjótast af hetjuskap út í vélbátinn. af að spjalla við mig, að hún skyldi reyna að gleyma því. Auðvitað borgaði ég henni þennan dollar í viðbót og strengdi þess heit, að hvernig \svo sem ferðaryk, rakt loft og saltur sjór færi með hárið á ■ mér, skyldi ég ekki fara oftar í lagningu í þessari ferð. Hún hafði sagt, að karlmenn irnir væru sjentilmenn. Eg fór að efast um það, þegar stúlka ein. sem ég hitti á hótelinu, frá Skandinaviu. sagði mér frá reynslu sinn’. IJngur og ítur- vaxinn burðarmaður hafði hjálpað henni með töskuna hennar upp. Þegar að herberg- inu kom, tók hann til máls og ræddi vel og lengi og hún sem er afbragðs enskumanneskja, skildi ekki bofs, enda ekki fyr- ir hvítan mann að skiija mál- lízku Bahamabúa. Svo rann þó upp fyrir henni ljós: Hann var að spyrja, hvort hún væri ein í herbergi, hvort henni væri kannski þægð í að hann kæmi upp til hennar seinna í kvöld og ætti með henni eina stund. Hún rak hann öfugan út. Sjentilmennska kannski. En allavega fór ég alveg á mis við svona kostaboð. ii leliö hét Magi r Inn og er sniöui við liæfi islcnzkra blaöa- manna og banflarískra milijónamæringa. Björn Jónsson í Bæ DANSSIÐIR í SKAGAFIRÐI fyrir og eftir aldamót Á langri leið' liittir maður á stundum einkennilegt fólk. All ir aðrir liafa sinar minningar frá liðnum árum sem geta orð- ið fróðlegar löngu seinna ef menn bara athuga að skrifa nið ur eftir þessu fólki atburði löngu liðinna ára. Ég kynntist litlu Lilju á mín- um unglingsárum, liún var dvergur að stærð og harla forn eskjuleg að mér fannst, líkami og andlit skorpið af elli og hendurnar minntu mig á Grýlu gömlu, en þó gátum við krakk- arnir þegið hjá lienni kandís- mola, því að gamla konan var indælis sál og vildi öllum gott gera. Áður f.vrr hafði Lilja bú- ið með manni sem kallaður var Jón liái. Ekki sá ég hatvn en mér var sagt að Lilja liefði get- að gengið upprétt milli fóta hans; það hefir sannarlega ver ið einkennileg samloka. Ég man alltaf þegar það kom í minn hlut ásamt öðrum manni að kistuleggja Lilju; hún bjó í litl um moldarkofa en dyr voru svo lágar að við urðum að vera á fjórum fótum sem kallað er, er við tókum hana út úr gren- inu. 1929 liripaði ég upp eftir Lilju sem þá var orðin gömul kona, ýmsar minningar frá því að hún var ung vinnustúlka hjá verzlunarstjórum í Grafarósi og Hofsósi; þar á meðal sagði hún mér frá danssiðum og danssam- konium á árunum frá 1860— 1880. Á þeim árum voru verzl- unarstjórar og þeirra fólk eitt mesta fyrirfólk héraða og ungu fólki talinn vegur af að komast í þjónustu þess. Þó raunar væri margt fróðlegt sem Lilja litla sagði mér um heimilishætti þessa fólks þá ætla ég í þetta sinn aðeins að geta um skemmt- anir þess og dans. Hús verzlunarstjóranna voru á þessum tímum tvimælalaust beztu íbúðir þeirra tíma. Þar var vitanlega eins og víðar upp vaxandi ungt fólk sem hafði gaman af að skemmta sér alveg eins og nú. Heimboð voru aðal- lega gerð að vetri til og þá var það nokkuð þröngur hringur fólks sem þess naut, eldra fólk- ið settist gjaman að spilum, en unga fólkið tók sér dansspor, stundum víkivaka eða hring- dansa, stundum slæddist eldra fólkið með í landsé eða aðra út lenda dansa er Lilja kannaðist ekki við. Sérstaklega mundi hún eftir tveim ungum mönnum sem dönsuðu af mikilli list. Annar var danskur og hét Hólm; gat hann dansað með parabakka á höfði og þar á fulla kaffibolla án þess að nið- ur færi. Einnig mundi hún Gísla P. Sigmundsson frá Ljótsstöð- um sem þá var nýkominn frá Danmörku. Var hann mikill dans- og gleðimaður og því eftir sóttur í öll samkvæmi er liald- in voru. í lieimahúsum voru danssiðir mjög settlegir; einn hringur í stofunni sem ekki mátti rjúfa og voru þar við lögð viðurlög ef útaf var brugð ið. Eitt sinn sagðist Lilja hafa lent í dansi með þessu unga fúlki, þá liefir sjálfsagt verið grín og glaðværð því að þegar Lilju og danslierra hennar mis- tókst í liringdansi þá voru þau færð úr og látin dansa á nær- buxum einum, vitanlega öllum til hinnar mestu gleðL Oftast var haldið með báðum höndum á öxlum dansherra og dömu, ef daman var miklu minni. Vals var alltaf dans- aður mjög settlega og sá dans- aði bezt sem hossaðist minnst, en galpaðe og marsúrki voru hraðir en þó aldrei brugð- ið út af venju um einn hring á gólfi. Eftir einum dansi man Lilja sérstaklega, þá sungu all- ir og dönsuðu eftir viðlagi. (Búðar í lofti hún Gunna upp gekk). Annars var oft að allir sungu og dönsuðu eftir við- lagi, oftast var þó dansað eftir langspili, sem margir kunnu á eða janfvel fiðlu, en þær voru í fárra eign og voru þeir menn eftirsóttir á samkomur sem eitt hvað kunnu á þær. Og þá voru það hinar almennu danssamkom ur, sem allir máttu sækja. Var þá rýmt til í pakkhúsum verzl- ananna. bekkir settir með veggj um fyrir kvenfólk tii að' sitja á en karlmenn stóðu í hornum, Þessar samkomur stóðu myrkra á milli en voru þó mikið svip- aðar og ef dansað var í heíma- húsum; meira gaman var þó að sækja þes?ar skemmtanir, sagði Lilja, meira fiör og ekki eins settlegir danssiðir. engar veit- ingar voru þar, ekki mikið um vin að hún man. Vangadans- ar þekktust ekki á þeim tímum Fiiaimlh. á bls, 15 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.