Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1970, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1970, Blaðsíða 8
Sófasett frá Valbjörk á Akureyri. Einlivers konar afturhvarf til fortíðarinnar, renndir fætur og kögur neðan a stólsetunni. Heldur ómerkileg nýjung, en bætir þó upp ríkjandi tilbreytingarleysi. Verst er, að ekkert er skárra að sitja í þessum stólum en fjöldan- unt af hinum nýju og ulltof hörðu svamp- dýnustólum. Hentug og falleg húsgögn í barnaherbergi eru meðal besis, sem hvað erfiðast hefur ver- ið að finna í húsgagnaverzlunum hér að Húsgögn, sem einu sinni hafa verið i tízku, skjóta undanförnu. Einnig þar hafa hin dýru tekk- venjulega upp kollinum eftir nokkur ár eða áratugi. húsgögn verið yfirráðandi. Til barnaherberg- Um aldamótin var talsvert í umferí,' af ruggustólum ishúsgagna eru gerðar þær kröfur, að þau úr renndum einingum, en sú skreyting var einnig séu ekki dýr, þoli vel hnjask og niargir vilja notuð á rokka eins og allir þekkja. Langömmustólar gjarnan hafa þau litrik. Ebeneser Asgeirs- af þessari gerð eru nú komnir aftur í tízku og fram- son, kaupmaður í Vörumarkaðnum, hefur leiddir vestur í Stykkishólmi, en áklæðið er salon- sjálfur ásamt dóttur sinni, teiknað barna- áklæði frá Álafossi. Út af fyrir sig er þetta engin herbergishúsgögnin, sem voru á sýningunni, nýjung, en ekki verra uppátæki en hvað annað. Það en þau uppfylla einmitt þær kröfur í aðal- hlaut reyndar að koma að því að einfaldleiki Skand- atriðum, sem um var rætt. Þarna er rúm inavismans í húsgagnagerð, sem hér hefur ráðið rikj- með rúmfatahirzlu, skrifborð, kommóður og um, kallaði fram andstæðu sina í þessu formi. mismunandi yfirskápar, sumt sprautað mcð plastmálningu, en annað litað. VERÖLD INNAN VEGGJA HVAÐ VAR NÝTT Á HEIMILIS- SÝNINGUNNI? ÍÞRÓTTA- og sýningarhöllin í Laugardal liefur gegnt mikilvægu hlutverki síðan hún reis. Kaupstefnur og sýningar eru líkt og vítamínsprauta fyrir viðskiptalífið; þar ætti að vera auðvelt að gera samanburð og nýjar liugmyndir fæða ef til vill af sér ein- hver afbrigði. En hvaða nýjungar í húsbúnaði komu fram i þeirri veröld innan veggja, sem reynt var að sýna okkur í Laugardals- höllinni? Ilvaða tilhneiginga varð vart? Líklega er óhætt að segja, að sýningin hafi alls engin tímamót markað. Þó verður þess vart í æ ríkari mæli, að hin sléttu og fábrotnu tekkhúsgögn kalli fram andstæðu sina, sem þá birtist gjarnan í renndum og máluðum húsgögnum. Húsgagnaarkitektar, sem numið hafa í Evrópu og einkum og sér í lagi á Norðurlöndum, aðhyllast nokkurskonar strangtrúar- stefnu í þessum efnum. Þessi púrítanismi bannfærir venjulega skreytingar; allt á að vera svo dauðhreinsað, einfalt og heiðarlegt. Því miður verður það oft einnig leiðinlegt. A heimilissýningunni sáum við dálítið til viðbótar af raðsófasettum, sem ómögulegt er að sitja í stundinni lengur. En við sáum minna af tekkviði, sem verið hefur næstum einráður uppá síðkastið. Það var þó léttir! Það virðist svo sem þyngri húsgögn séu aftur að sækja á, einkum dálítið efnismiklir sófar og stólar, sem mun betra er að sitja í en hinum liörðu svampsessum á hægindum síðustu ára. Nú sást til dæmis í fyrsta sinn bogadreginn liornsófi í amerískum stíl, dún- mjúkur og reglulegt hægindi að sitja í, en að sjálfsögðu smekks- atriði, hvort hann telst fallegur eða ekki. Þessi sófi var frá Dúnu í Kópavogi og var það dýr, að ugglaust er það verð talsvert utan við kaupgetu almennings. Það verður að teljast frumskylda liús- gagnaiðnaðarins að framleiða sæmilega vöru, sem allir geta keypt. En um leið og þessi iönaður þróast, er ekkert rangt við að framleiða einnig lúxusútgáfur með íburðarmiklu sniði handa mjög vandfýsnum kaupendum. Gunnar Magnússon, húsgagna- arkitekt, hlaut verðlaun tíma- ritsins Iceland Rcview fyrir sófasett, sem var til sýnis i sýn- ingarbás Skeifunnar, en auk þess hefur það verið á markaðnum að undanförnu. Hér var það sýnt með orange-lituðu áklæði, sem fór því vel. Þetta eru í alla staði smekklega unnin húsgögn, létt og mcðfærilcg, en gallinn við sófann og stólana er einkum sá, að það er engan veginn nógu bægilegt að sitja í þeim til lengdar. 8 LESBOK MOBGUNBLAÐSINS 28. júni 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.