Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1970, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1970, Blaðsíða 10
Landslag í Vendilsýslu. Xeikn- ing eftir Lárus Sigurbjörnsson. FYRR á árum voru þeir kailaðir „sigldir“, er sótt höfðu heim framandi þjóðir, — og þótti stórt orð. Flestir leituðu til kóngsins Kaupmannahafnar, enda var hún okkar raunverulega höfuð- borg um langan aldur, bæði í stjórnfarslegu og menningar- legu tilliti. Enn er það svo, á öld hrað- amis og síaiuikiininia ferðialagia, að Kaupmannahöfn og Sjáland eru mest sótt af þeim, sem tæki færi hafa til að sigla yfir Atl- ants ála. Færri eru þeir sem fara um Jótland, og enn færri heimsækja Vendilsýslu (Vend- syssel), þ.e. norður fyrir Lima- fjörð. Það ferðalag er samt alls ómaks vert, ef tími og tæki- færi eru til að skoða sig nokk- uð um og kynnast Iandi og staðháttum lítillega. Eins og vitað er, þá sker Limafjörðurinn Jótlandsskaga í tvennt, svo norðan hans er raunverulega eyja. Meginhluti þessarar eyju heitir Vendil- sýsla (Vendsyssel). Hún er nyrzt af 14 józikiuim sýslum, sem taldar eru í jarðabók frá 1231. Hafði hver af þeim sitt sér- staka sýsluþing, og voru oftast eitt og sama prófastsdæmi. En sýsluþingin voru aflögð í lok miðalda, og kirkjuskipan öll breyttist með tilkomu siðabótar. Enn .má lesa sýslunöfnin af bókum, en þau eru öll horfin úr daglegri notkun og finnast ekki á landabréfum, — nema Vendilsýsla, sem nánast er sama landssvæði og Hjörrig amtið. Það er kennt við smá- bæinn Hjörring, sem er vina- legur staður miðsvæðis í sýsl- unni, með um 16 þúsund íbúa. Hann hefur frá fornu fari ver- ið höfuðstaður Vendilbúa og er nú verzlunarmiðstöð, krossgöt- ur samgangna og menntasetur. Þarna norður frá vorar yfir- leitt seinna, en sunnar í land- inu. Er talið, að sumarið komi þar allt aið hiálfuim mámiuði seinna en á Sjálandi. Og það fundum við hjónin glögglega, þegar við komum þar í maíbyrj- un. Trén voru tæpast laufguð, og erkióvinurinn: vestanvind- urinn, angraði þau og áreitti sem mest hann megnaði. Engu að síður fannst okkur landið og mannlífið forvitnilegt, að sumu leyti skyldiara dkikiar hrjósitruim, en illa skildum við mál sumra Vendla þótt það lagaðist nokk- uð er fram í sótti! Vestantil er landið flatt og tilþrifalítið, en hækkar og hýrnar er austar dregur. Þar eru lyngi vaxnar hæðir og beykiskógar. Inni í landi eru lyngflesjur og mýrar, mest þeirra er Villimýrin stóra (Den store Vildmose). Austast eru lágir sandhólar helztir ein- kenna. Fyrr á öldum var Vendil- sýsla mikið skógi vaxin, og stór svæði frjósamari en nú. Svo var það á 15. öld, sem tal- ið er að sandstormarnir hafi byrjað fyrir alvöru að láta greipar sópa um gróður og byggð. Eins er vitað um mikið skógarhögg á 16. og 17. öld. Það var uppöcrvuin fyrir eyðimg- una. Sjást nú stór svæði, sem fyrrum voru frjósöm akurlönd, þakin grágulum, hálflyngivöxn- um sandhólum. Mikil vinna og fjármunir hafa verið í það lögð að græða upp sandflesjurnar, fyrst með harðgerðum grasteg- undum, og síðar skógum og skjólbeltum. Er þar fyrst og freimst nioitaö harðiglert gremd, sem betur stenzt ásókn sands og storma, en veikbyggðari lauf- tré. Enginn annar hluti Danmerk- ur hefur liðið jafn mikið I þessu höfuðskepnustríði og Vendilsýsla. Og flest skip hafa farizt 'þar við stnenidiur, srvo það er ekki að ófyrirsynju að hinn opni og breiði flói sunnan við Hirtshals hefur hlotið nafnið Kveinstafaflói, eða Jammer- Higten. Þarna eru mörg samverkandi öfl að verki: stormasamt svæði, hafnlaus strönd, sandströnd, sem er á sífelldu kviki, eyðist og myndast. Landbrot er víða stórfellt að vestanverðu, en frekar er um landmyndun að austan. Greinin, fremsti hluti Skagans er t.d. alltaf að lengj- ast. Vestanvindurinn feykir sandinum fram, og hafstraum- arnir beggja vegna mynda röst, sem teygir fram totuna. Þann- ig hefur Greiiiniiin liengzt ár frá ári, t.d. um 200 m á tímiabilinu frá 1888 til 1929. Víðaisit hefiur tekiizt að hiefta sandfokið á landi, fyrst með ræktun marhálms og harð- gerðra grastengunda, síðar með barrtrjám. Þannig hafa storm- hrakin svæði smám sáman nýtzt sem ræktarland. Eiinis oig fyrr sisgir hafa skiptapar löngum verið miklir við strendur Kveinstafaflóa og í nánd við Skagen. í görnlum skjölum frá 13. og 14. öld er fjöld frásagna um skipströnd við hættulega strönd Vendla. Greinir þar sérstaklega frá skipum Hansakaupmanna. Þó er sennilegt að fæstar slysfara- sögur þessa tímabils hafi bor- izt nútfmiamiuim. Það er eikiki fyrr en um miðja 18. öld sem heimildir fara að verða nokk- urn veginn sannferðugar. Björn Daníelsson Af slóðum V endla Ferðaþættir frá Jótlandi Vitað er, að á þessum slóð- um urðu geipilegir skiptapar haustið 1825. Þá fórust m.a. 25 skip við Læsö, sem er við Skagann austanverðan, auk fjölda annarra við Skagann beggja vegna. Eins var það bæði árin 1811 og 1838, að slys voru stórfelld, a.m.k. fórust 21 skip við strendur Vendilsýslu síðara árið. Er við komum nær nútíðinni, liggiur fyrir fjöldi stiaðlfestra frásagna um skipsströnd og nauðir frá þessum slóðum. Við íslendingar vitum ofur- vel hve suðurströndin hjá okk- ur er varhugaverð, enda ófá skipim, siem þar hafa laigzt í síð- asta lægi. Strönd Vendla er ekki ósvipuð. Munurinn er bara sá, að þar framhjá er ein fjöl- farnasta siglingaleið í heimi, og eðlilegt, aið tjónin yrðu í raoikikru hlutfalli við það. En frásagnir frá atburðum Jótlandsstranda greina ekki aðeins frá hörmungum og dauða. Þær segja líka frá því, hvernig hugrakkir fiskimenn og strandbyggjar lögðu eigið líf í sölurnar til þess að freista að Dæmigerff dönsk sveitakirkja í Vendiisýslu. bjarga þeim, sem lent höfðu, í sjávarnauið. En þrátt fyrir góð- an vilja og oft og tíðum óhvik- ula við'leiitmá urðu ó'höppiin sí- fellt. Og það er ekki nema eðli- legt að hafnlaus s trönd kalli björgunarmenn til verka — jafnt áður sem nú. Hrein mannúð er ekki stundarfyrir- brigði dagsins í dag, þótt hún kunni nú að vera mikilvirkari en fyrrum. Samkvæmt þeim nánustu heimildum, sem ég hefi yfir að ráða, hét sá Berent Claudi, sem fyrstur manna beitti sér fyrir samræmdum björgunaraðgerð- um við strendur Vendla. Sjálfur mun hann hafa verið alinn upp við hina hættulegu og kyngimögnuðu sandströnd, og orðið vitni að þeim voða, sem þráfaldlega steðjaði þar að landi. Snemma mun hann einn- ig hafa tekið þátt í því mann- úðarstarfi, að lífga hálfdauða og þrekaða strandmenn, sem fyrir miskunn eða duttlunga örlaganna bar þar að landi. Þessi ágæti Claudi komst við af þeim hörmungum, sem sífellt vofðu þarna yfir. Ekki aðeins hinn vísi dauði þeirra, sem haf- ið kallaði til síri, heldur einnig þær ómannúðlegu meðfarir, sem strandmenn mættu oft og tíðum. Þess vegna var það, að hann kom sér í samband við enskar björgunarstöðvar, sem þá höfðu verið reknar um nokk- urn tíma, og kynnti sér starf- rækslu þeirra, — hv°rnig skipulag þeirra var samræmt, og mannúðin látin ofar siónar- miðd þefrna sam föiginiuií'u til- komu strandgóssins. Claudi þekkti af hrygRí1egri raun, það sjónarmið íbúanna í stöku fátæku fiskiþorpi. að strandið væri guðs gjöf, og að eitt strand gætí bjargað íbú- unum frá vesöld tvö næstu ár- iin. Bn kuminiuiritia Claiudás af brezku strandstöðvunum hafði styrkt þá trú hans, að mann- úðin skyldi mammoni ofar. Hann var sannfærður um að þeir sem í nauðir rata eru hjálpar þurfi. Vegna reynslu sinnar á æskuslóðum og kunnugleika af brezik'Tn sitrain 'i itöð'vuim anin Claudi nú að því af ódre’-andi dugnaði að byggia upp =am- ræmdar björgun arstöðvar og björgunarstarf. Sú uppbygging var fóigin í því að koma á fót föstum v>jörg- unarstöðvum í öllum h“lztu þorpum á strandsvæði Vendla. Útbúnaðurinn var víörg- unarbátur, ákveðinn hópur björgunarmanna ásamt hestum 10 LESBOK MOEGUNBLAÐSINS 28. júni 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.