Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1970, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1970, Blaðsíða 9
tíðkazt liefur um árabil liér á landi. En ekkert er nýtt unclir sólinni. Hér er fyrirmyndin amerísk í stað þess að' hingaö til hefur einkum verið tekið mið af Norðurlandaframleiðslu. í stað harð- viðarskápa með' rennihuröum, eru málaðir skápar með' skreytingum í amerískum stíl og lágt borð, sem samanstendur einvörðungu af skúffum. Snyrtiborð er innbyggt í fataskápinn og hjónarúmið sprautað með' ljósri plastmálningu eins og innréttingin í heild. Allar höldur eru hins vegar gylltar. Magnús Gestsson Er sjöundi áratugurinn liðinn ? Rúm, skápar og skúffur í barna- eða unglinga- herbergi, sem Jón Ólafs- scn, , húsgagnaarkitekt lieíur teiknað. Hér er viljandi notuð' fremur gróf áferð, negling, sem sést vel, geirnegl- ing a hornum, sem gel'- ur þcssum húsgögnum hressdegan og sterkleg- an blæ. Sérhannað áklæði á dýnunum er hins vegar svo dauflegt í litum, að heildaráferð- in verður fllll bragð- dauí. Fle.»tir arkitektar eru haldnir þeim kvilla að hafa glugga alltof stóra, en fyrir bragðið vantar oft sárlega veggrými innanliúss. Sumir reyna að auka veggrýmið með' skilveggjum, einkum milli stofu og borðstofu, en því miður verða slíkir skilveggir oft með hallærisbrag. Þorkell G. Guð- mundsson, innanhússarkitekt, hefur teiknað' prýðilegan skilvegg, sem kemur í góðar þarfir, þegar skipta þarf stnfu, eða auka veggrými og koma fyrir hillum. Þarna eru hillurnar með baki; þeim er rennt inní vegginn og geta snúið allar eins eða sitt á hvað. Skilveggurinn var til sýnis í sýn- ingarbás frá verzluninni Hús og skip og einnig raðsófasett, sem sést á myndinni að neðan og Þor- keil hefur liannað. MJÖG sérleg talnadeila hófst hér á landi upp úr seinustu áramótum. Fólk varð ekki á eitt sátt um það, hvort þessi seinustu áramót, þegar árið 1970 byrjaði, vœru lok sjö- unda tugar aldarinnar, eða að eitt ár vœri eftir til loka ára- tugarins. Um þetta var rœtt í útvarpi, í dagblöðum, á mann fundum og á heimilum. í báð- um flokkunum er deildu voru lærðir menn og leikir, greind- ir menn og heimskir, og mátti vart á milli sjá, hvort liðið var til uppjafnaðar betur af guði gert, með tilheyrandi við bót af skólun margskonar. Ekki munu þá sérlærðir stœrð frœðingar hafa veriö í hópi þeirra er töldu áratugnum lokið. Og líklega ekki sagn- frœðingar að ráði, enda er áratalningin tommustokkur- inn slíkra manna. Aftur á móti voru prestar sumir í þeirri góðu trú, að þessum ágæta sjöunda áratug væri nú lokið og höfðu jafnvel orð á þessu í kirkjurœðum. Maður hefði nú getað haldið að þess- ir sérlærðu andans menn kynnu raunverulega að telja upp að tíu, þó að rökhyggju sé kannski ekki þeirra sterk- asta lœrdómshlið. Tímatal okkar er nú samt tengt kristnum dómi. Allir eru sammála um að við teljum árin nœst fyrir aftan okkur í tímanum frá fœðingardegi Krists, eins og hann hefur verið ákvarðaður. Og við merkjum árin með tölum. Lengd tímastubbsins, sem við köllum ár, sér okkar ábýlisjörð um að afmarka og deilum vxð ekki þar um. Tím- ann getum við hugsað okkur sem óralanga braut, þar sem fyrir hvorugan endann sést. Þegar við lítum spottakorn aftur eftir þessari braut tím- ans, þá sjáum við greinilegan punkt, sem fróðir menn hafa sett til glöggvunar, og við þennan punkt stendur skrif- að: Fœðingardagur Krists. Punkturinn er ívið aflangur og grípur yfir nokkra daga. En þetta getur kdllazt nokk- ur nákvœmni um tímasetn- ingu, frá þeim tíma er daga- tal ársins var á reiki. En hugsanleg skekkja um fæðing ardaginn skiptir ekki múli hvað snertir tímatal okkar. Þeir sem hafa þetta tímalal, horfa allir á sömu dagana, hafa punktinn á sama stað. Við teljum áramót þar sem Kristur fœðist, og þarna sr í raun og veru 0 á tímakvarð- anum. 365 dagarnir nœstir á undan fœðingu Krists kallast árið 1 fyrir Krists burð. Fyrstu 365 dagarnir frá fæo- ingu Krists kallast árið 1, og árið 1 er elcki búið fyrr en árið 2 byrjar. Fyrr er ekk.i komið eitt ár frá fœðingu Krists. Þegar árið 2 er liðið eru komin tvö ár frá fœðing- unni. Þegar árið 9 er búið, eru liðin 9 ár frá fœðingu frelsarans. Og þó það sé kom inn 1. jan. árið 10, þá eru samt ekki liðin nema 9 ár frá upphafi timatalsins. (Enginn veit víst hvor dagurinn er nœr réttum fœðingardegi, 25. desember eða 31., og skiptÞ sá dagamunur engu máli, þar sem við látum árin mœtast við upphaf 1. janúar). Tíu ár voru liðin frá upphafi tímatalsins, þegar kominn var fyrsti janúar árið 11. Þegar lauk árinu 1899, voru liðin 1899 ár frá fœöingu Krists. Þegar byrjaði 1. jan. 1901, voru liðin 1900 ár af tírna- talinu. Þar af leiðandi eru ár- Framh. á bls. 14 28. júiní 1070 ■ESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.