Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1970, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1970, Blaðsíða 11
til þess að draga að sjó og frá. Munu margir kannast við kunna mynd frá þessum slóð- um, þar sem slíkur umbúnað- ur er sýndur. Þetta var um miðja 18. öld, eða fyrir rúmiuim 200 árum. En frá 1852 til aldamóta voru alls settar upp 16 slíkar björgunar- stöðvar í Hjörring amti. En nýir tíimiar kialla á nýja hætti. Nú eru flestar þessar björgunarstöðvar afræktar, og af eðlilegum ástæðum. Tækni nýrrar aldar hefur að mestu gert þær óþarfar. En staðreyndin um tilvist þeirra segir óljúgfróða sögu. Á fyrstu 75 árunum eftir að björgunarstöðvarnar tóku til starfa skiluðu þær 3200 manns- lífum, — eða ámóta fjölda verk- færra manna og í dag búa í þrem góðum sýslum á íslandi. Má það kallast góð eftirtekja. Allir sem að björgunarstörf- um unnu voru samábyrgir. Sag- an geymir yfirleitt ekki nöfn þeirra. Og sá er oft háttur góðrar sögu. Þó hefur svo vel til viljtalð, aið niafn einis 'þeirra lífgjtafla hefur gieymzt. Þair kem- ur enn við sögu skáldið og snillingurinn Holger Drach- mann. Hann skráði nafn Lars Kruse á spjöld sögunnar, — nafn hins hugrakka Skaga- fiskimanns. Á sínum heimsslóð- um hefur Kruse orðið samnefn- ari hreystinnar, þolgæðinnar og miskunnseminnar. Afrek hans verða ekki talin hér, — aðieiins þietsis miininzt, að í kirkjugarðinum á Skagen er minnismerki, vígt honum og af- rekum hans. Þar er þess getið hver hann var, — staupavinur skáldsins, sem orti erindið, sem meitlað er í varðann: Om revlens brus forstummed, saa mæler denne sten lier hviler under klittens sand en modig sömands ben. Men Skagens rev og revler erkender deres pligt og synger om Lars Kruses liv et höjlydt heltedigt. Og vísit er iþiað, að Draohmiatnin skóp Krúsa slíkan, að hann get- ur verið samnefnari fyrir björg- unarmenn allra tíða. Við deildum oft á samtímann fyrir mannúðarleysi, stríðsár- óður og hvers kyns bölvísi. Staðreyndin er hins vegar sú, að mannúð og hjálpsemi hefur aiuikizt. Það var oft af illri líifs- nauðsyn, að ver var búið að þeim sem voru hjálpar þurfi, en ákjósanlegt hefði verið. Harka fortíðarinnar stafaði oft af illri nauðsyn. Þótt sjó- hrakta menn bæri að landi, sem þurftu yl og atlætl (TWru rrem- ur var það ekki alltaf skorti á hjiantialhlýju -að kiemnia, -að ve-r var að þeim búið en skyldi. Stundum — og oft — var ekk- ert til í kotinu til þess að seðja svanga maga, eða kynda und- ir katlinum með.Og hver er sjálfum sér næstur: fremur skyldi bjarga lífi eigin barna en útlendingi af hafi reknum. Og lái hver sem vill sjónar- miðum slíkrar heimspeki. í dag eigum við og aðrar þjóðir björgunarstöðvar víðast þar sem búast má við váleguin tíðindum. Þær eru búnar mat, hitunartækjum og klæðum. En þeir sem lentu í sjóhrakningum fýrir hundrað árum gátu við fáiu siMlkiu búizt, — kaininisiki frekar hinu: að verða rændir fjöri, svo þeir yrðu ekki til frásagnar um afdrif strand- góssins, er á land kynni að ber- ast. Við strendur þeirra heims- hafa, þar sem sigling var mikil, og skip fluttu fríðan varning, var fögnuðurinn stundum meiri yfir óförum en afkomu. Til eru mörg skjalagögn er sanna okk- ur þá hryggilegu sögu, að um- bjóðendur Drottin? og kóngs- ins þjónar lentu í illvígum þrætiuim úit af sjóreknu gióssii oig fé dauðra og deyjandi manna. Það voru á stuindum fáir, sem hugleiddu nauðir þeirra, sem fyrir óhöppum urðu. Oft gilti það sérstaklega gagnvart útlendingum, sem brutu skip sín við annarlega strönd. Eftir ógnir og æðisgengin átök í b-rimiglairðtiniuim glátu þeii-r b-údzt við kverkataki sérréttindahafa um leið og þeir stigu fæti á fasta jörð. Slíkt var oft lenzk- an, slíkur var aldarandinn, — og því miður: slík var jafn- vel nauðsynin, — en hún var sjaldgæfust. En þessi hrottaskapur var vitaður af mörgum sjófarend- um, þótt yfirleitt væri hann ekki viðurkenndur. Og strand- byggjar Vendla voru þarna hvorik-i öðruim betri eða verri. Rán og gripdeildir á strand- góssi voru aldrei viðurkenndar af neinum yfirvöldum, en vit- aðar — jafnvel af þeim (og stuwdiuim umjdi-r hlífiskildi þeirra). En fyrir gat komið að hegnt væri grimmilega fyr- ir upptöku strandreka. En oft vildi þá svo til að frekast urðu þar fyrir barði yfirvaldanna þeir, sem sízt skyldi. f Dan- mörku voru gefin út lög, sem bönnuðu töku á eigum strand- aðra skipa, nema til kæmi heim- ild þar til kjörinna stjórnar- valdia. En uim fratnlkvæimd iþess- ara laga mátti segja eins og oft fyrr oig síða-r: „De stn-á tyve hænger vi, og de store lader man löbe“, eða: smáþjófana hengjum við en stórþjófarnir -strjúka. Til er dönsk heimild frá því 1790 um þýzkt skip, sem strandaði við Nörlev, og síðar var kall-að „hveitiskipið". Nafn- ið eitt giefur inidkkra ininisýn í hugi langsoltinna Vendilbúa. Þeir hafa án efa fremur lagt líf sitt í sölurnar til þess að bjarga farminum, en lifandi áhöfn. En þá voru refsilögin gengin í gildi. Og ný lög eru öðrum lögum beittari. í þessu tilfelli urðu þau þess valdandi að hundrað bændur frá Torn- by og Horne voru dæmdir í ærumissi og tugthússtraff, jafn- framt pvr, sem þelr voru látn- ir rifja upp allar sínar mis- gerðir á undangengnum áratug. Má nærri geta hver vandi fylgdi í kjölfar slíkra dóma. Síðari áratugir hafa orðið al- mennum sæfarendum hættu minni jafnt við Kveinstafaflóa og annars staðar. Kemur þar margt til: Bætt siglingatækni, stærri skip, bættur efnahagur og þar með aukin mannúð, auk vitanna er vísa sæfarendum leiðir til hafna. Vísindin hafa svarað spursmálum um veður- far og strauma og lengra mátti rekja þá orsakakeðju. En vegna þess að ég hefi um sinn dvalið við Kveinstafaflóa og aðrar strendur Vendilbúavil ég að lokum geta þess sem mér hefur sagt verið: Um sveiflu- vitann á Skagen hefi ég áður getið. Viti var reistur við Hirts (hals 1862, í Hirstiho-lmiemie 1886, og á Rubjærg 1900. En til marks um þessa válegu strönd get ég ekki látið hjá líða að minnast vitans á Rubjærg sér- staklega. Ég kom þar og gekk um garða. Landbrot er þarna mikið og sjórinn nálgast vitann ískyggilega. Jafnframt því hleðst sandurinn í háa bingi sjíávar-miegiiin við vitanin svo ■geiislar Ihanis smjúiga rétit yfir sandhrönnina. Sífellt þarf að moka flötinn þar sem vitinn stemidur, aininiars færi hann bók- staflega í kaf. Og s-amkvæmt öllum sennilegum sólarmerkjum er það aðeins stutt árabil þar til sjórinn brýzt gegnum sand- hæðina og gleypir vitann sjálf- an. Sá er vágesturinn sem er Vendlum verstur. í fnamlhaldi -af þeesiu miun ég endursegja hér að nokkru stuttorða lýsingu af strandi ensku freigátunnar The Cres- cent, sem fórst við Márup árið 1808. Fyrir liggja samtíma heimild- ir — eins raunsannar og verða má frá tv-eim sjóliðum á skip- inu, sem urðu þess láns aðnjót- andi að skola á land. Sögðu þeir raunir sínar — og félaga sinna, skozkum presti, sem lent hafði í skipreika við Kvein- stafaflóa nokkrum dögum fyrr. Og presti þessum eigum við að þakka allgreinargóða lýs- img-u á þeissuim voveiflega at- burði. Þetta var á stríðstíma og voru þeir félagar allir stríðs- fangar í Álaborg. Síðan atburðurinn átti sér stað eru liðin 160 ár. En frá- sögn hins skozka prests er svo greinargóð, að við sem lesum hana, getum séð fyrir okkur hríðina og veðurofsann og fát- ið, sem greip skipshöfnina, þeg- ar The Crescent kenndi grunns úti fyrir józku ströndinni á dimmasta og kaldasta tíma vetr- arins: 6. desember, kl. um 3 síðdegis. Þá þegar var orðið rokkið og hríðin og brimrótið útaf sendinni ströndinni voru ekki til þess fallin að vekja von eða kjark. Lýsing prestsins er sterk og mála-ndi, en ég miuin eiklki gera annað en endursegja frásögn hans í stórum dráttum, enda málskrúð og orðfæri tímabils- ins lítt við hæfi nútímans. Strandaðir sæfarendur máttu við öllu búast, og í þessu til- viiki via-r tæpa-st um velvilj-aðiar hjálparráðstafanir að ræða. Það var stríð milli Dana og Eng- lendinga eins og við þekkjum úr íslandssögunni í sambandi við Jörund hundadagakonung. Það var engin ástæða til bjart- sýni. Á lágri ströndinni bjuggu óvi-nir, og gat bruigðizt tiil beggja vona þótt einhverjum auðnaðist landtaka. Skipið var hlaðið vistum, sem áttu að deilast milli brezkra herskipa, sem voru á þessum slóðum. Þar af leiðandi var för þess enginn gleðigjafi dönskum stjórnarvöldum, og varla við því að búast að landsmenn bæðu þessum óvinum sínum langrar blessunar. Þegar séð varð að skipið losnaði ekki af sandrifinu hef- ur Temple skipstjóri án efa gert sér glögga grein fyrir væntan- legum afdrifum sínum og manna sinna. Hann og aðrir yfirmenn reyndu strax í upphafi að koma á reglu, svo örvæntingin gripi ekki áhöfn og farþega heljar- tökum, — þá yrði við ekkert ráðið. En miskunnarlausar öldur . Vesturhafsins slógu hrömmum sínum á þessa varnarlausu bráð og frostið brenndi veðurbarin andlit og stirða limi. En fljótlega auðnaðist að koma tveim bátum á flot, — það átti að reyna að koma út akkeri aflandsmegin við skip- ið. En stormur vissi á land og skipið hrakti sífellt nær strönd- inni. Og bátarnir komu að engu haldi. Þá hrakti í hlé við skip- ið og auðnaðist að ná öðrum þeirra, hinn hvarf út í sortann. All-am dagiinin og nióttinia hélzt þessi ójafni hildarleikur, og 17 klukkutímum eftir að skip- ið kenndi grunns slitnaði síð- asta akkerisfestin, og þar með virtist öll björgunarvon horf- in, því ekkert lát var á ofsa höfuðskepnanna. Ekki liggur ljóst fyrir, hvort þá var aðeins um einn björg- unarbát -að ræða, en skipstjóri ákvað að eins margir og gætu skyldu fara í þann bátinn, sem náðst hafði eftir misheppnaða tilraun til að koma út nýju akkeri. Áttu þeir að freista þess að ná landi og gef-a sig á vald og miskunn óvinanna. Var báturinn fullmannaður svo sem frekast þótti ráðlegt. Auk þess stökk fjöldi manns fyrir borð og reyndi að ná þess ari einu björgunarvon. Væntu þeir þess, að félagarnir sem Ihöfðu verið svo lámsaimir að kcimast í bátinn myndu bj-arga sér úr óblíðum faðírilögum Æg- isdætra. En nú hefst sá vovei-flegi atgangur, sem ekkert getur framkallað nema blint og vit- stola stríð fyrir lífinu. Þarna, hlémegin við veltandi skips- skrokkinn, hefst æðisgengin barátta. Áður en varði hafði þeim, se-m í sjóinn stukku, tekizt að raða sér á bæði borð bátsins, þessarar litlu fleytu, sem öll þeirra von var bundin við. En þeiir sem í bátnum voru vissu að 'hann var fullhlaðinn fyrir, og eina björgunarvoninn var sú, að losna sem bráðast við þá, sem á borðstokknum héngu. Voru þeir neyddir til að hrinda þeim frá borði svo fljótt sem þeir gátu og sjá þá verða kuld- anum og öldusoginu að bráð. Ýmsir þeir hraustust-u héldu slíku krampataki að þeir létu ekki hrinda sér, jafnvel þótt barið væri á frosnar hendur 28. júní 1970 þeirra. Mátti vart á milli sjá, hvorra ógæfa var meiri: þeirra, sem hurfu í hafdjúpið, eða hinna, sem hjuggu eða skáru fingur félaga sinna af borð- stokknum, — hlustuðu á óp þeirra oig b-æiniir oig horfðiu í stirðnuð og afmynduð andlit. Einn þeirra, sem í bátnum voru sá föður sinn og bróður vera limlesta á þennan hroða- lega hátt. Hann bauðst til að hverfa í sjóinn í stað föður síns, en var varnað þess með valdi. Má gera sér í hugar- lund hvílík óbærileg ógn það hefur verið fyrir þennan unga mann að sjá þannig á eftir sín- um nánustu. Margir þeirra, sem eftir voru í skipinu reyndu að ná til lands á alls konar flekum, en þeir fórust allir. Enda hefur sjávar- kuldinn verið það mikill, að þeir sem voru gegnblautir króknuðu von bráðar. Síðasta von þeirra, sem eftir lifðu á skipinu, var að smíða stóran fleka úr öllu lauslegu braki, sem þeir gátu fundið og negla saman. En þegar flekan- um var hrint á flot var hann svo ótraustlegur að fáir þorðu að hætta sér út á hann. Og nokkrir þeirra, sem þar voru komnir um borð, reyndu að snúa til baka upp á skipið, en voru hindraðir með valdi. Eftir va-r þá á flekanum 28 manna áhöfn. Og þótt undarlegt kunni að virðast komst hann lítt brotinn til lands, en sex menn krókn- uðu til bana á leiðinni. En af þeim sem eftir voru á skipsflakinu komst enginn lífs af. Og meðal þeirra var Temple skipstjóri. Hann hafði sýnt frá- bært hugrekki og karlmennsku bæði við stjórn björgunarað- gerða, og með því að tala kjark í menn sína. Hann drukknaði ekki, heldur knúsað- ist til bana rétt í þann mund, sem flekinn lagði frá skipinu. Vitað er, að þeir sem þá voru eftirlifandi á flakinu tylltu sam- an öðrum fleka, en hann liðað- ist í sundur og allir sem á hon- um voru fórust. Alls létu þarna lífið hátt á þriðja hundrað manns, en þeir sem af komust voru fluttir sem stríðsfangar til Álaborgar. Frá þeim flutningi segir í samtíma heimild: „Aldrei hefi ég séð aumari hóp mannlegra vesalinga, en þessa skipbrots- menn. Sumir voru berfættir, sumir lítt eða ekki klæddir, eða þá í einhverjum lörfum sem góðsamir bændur eða hermenn (höfðu gefið þeim af miskunn sinni. Þeir voru magrir, tærð- ir og samanfallnir, með kalna limi og frostskemmd andlit. Þeg ar þeir voru leiddir til dýbl- issunnar í Álaborg var fjöldi fólks á götunum, en það skal sagt því til hróss, að enginn sagði styggðar- eða hatursyrði.“ Okkur finnst það kannske ekki hróssvert þótt sárkvaldar harmleikspersónur yrðu ekki skotspónn götulýðs. En hafa ber það í huga, að þá var stríð og Englendingar höfðu veitt Dönum þungar búsifjar. En þarna kom samt mannslundin fram, — og hvar annars stað- ar ætti hún að sýna sig frek- ar, en á vettvangi slíkrar eymd- ar? Margar átakan'legar lýsing- ar er að finna í frásögn hins skozka klerks sem hann Frih. á bl-s. 15 ■iniuin LESBÖK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.