Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.1962, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.1962, Blaðsíða 15
;SÍ3EiP25ca Framh. af bls. 5 einkennilegt vatnsból; er þar við fjalls- rætur op undir stórum steini og líkist litlum hellismunna og er farið þar nið- ur nokkur þrep þar til vatnið kemur. Hér heitir írskibrunnur (eða írabrunn- ur) og mun nafnið sennilega fornt. Auðvelt er að ganga á eyna að vest- an, en þar uppi er hið bezta vígi, og það hefir Sigurður Ormsson vitað, að þarna gat hann varizt ofurefli liðs. Talið hefir verið að mikil huldu- fólksbyggð hafi verið í fjallinu og eru um það nokkrar sögur. Þá segir og þjóðsagan, að Loðmundur gamli land- námsmaður á Sólheimum hafi fólgið fé sitt í helli, sem er í klettimum framan í eynni. Af þessum sögnum verða menn einskis vísari um nafngift eyjarinnar. Að ytra útliti eru þær ólíkar, Há Vestmannaeyjum og Há í Mýrdal, og af því mætti ráða að nafnið hefði þær fengið af svip sínum, nema vera kynni þá vegna þess, að báðar gnæfa hátt. kammt frá eynni fellur Jökulsá á Sólheimasandi og varð mörgum ferðamönnum hættuleg áður en hún var brúuð. Sagt er að Loðmundur gamli hafi lagt á hana að hún skyldi Þótt jörðin Ey skipti um nafn og væri kölluð Pétursey, var engin þörf á því að skipta um nafn á fjallinu. Er ekki kominn tími til þess að þetta sé leiðrétt? Núverandi nafn á hinu fagra fjalli er ekki annað en skrípa- nafn. Látum svo vera að jörðin Ey haldi sínu núverandi nafni og kallist Pétursey, því að það nafn er orðið helgað af langri venju. En fjalliðverð- ur að fá uppreisn, það verður að end- urheimta sitt gamla nafn og kallast Há. Ég beini máli mínu til þeirra manna, sem þessu geta bjargað. Ég vona að þeir sé mér sammála um að útrýma beri nöfnum, sem engan rétt eiga á sér, en taka upp hin fornu örnefni þar sem til þeirra næst. Hér er vissu- lega um fornt örnefni að ræða, og enda þótt uppruni þess verði ef til vill ekki skýrður, þá hefir það margt til síns ágætis. Há er stutt nafn og snjallt, hljómfagurt og lætur vel í eyr- um, einkennilegt og fátítt. 21. tölublað 1962 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.