Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.1962, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.1962, Blaðsíða 7
FLUGDREKAR Þ AÐ líður að hausti, og nú hornrétt saman og límið haustinu fylgir oft hvass- viðri og þá er líka tími flug- drekanna. Eflaust kunna mörg ykkar að búa til flug- hæfan dreka, en vegna þeirra, sem ekki kunna þá list, þótti rétt að gefa dá- litla hugmynd um gerð al- gengs flugdrelca. Sá dreki, sem hér um ræð- ir, er 45x65 cm. Fyrst er þá að fá grannar spítur, t. d. 6—8 mm á kant og saga þær þannig að önnur sé 65 cm löng en hin 45 cm. Þá merkið þið á lengri spítuna 20 cm frá enda þar sem þær eiga að koma saman, einnig merkið þið á miðju skemmri spítunnar. Gott er að grópa í þær (D) þar sem þær eiga að falla saman, því að þá sitja þær betur og minni hætta er á að drekinn skekkist, ef hann fellur niður. Setjið þær eða neglið samskeytin. Þá skerið þið í endana (E) og hnýtið síðan grannt band milli endanna (II-IV-IV-V) og látið það falla í rásina (E) á endum krossins. Þetta band veitir mik- inn stuðning og varnar því að drekinn liðist i sundur, þó eitt- hvað reyni á. Þá er að klæða drekann og getum við notað sterkan pappír, t. d. kraft- pappír, og brjótum 2—3 cm brúnir inn yfir bandið og lím- um þær niður með lími eða limbandi (einnig má nota létt léreft í stað pappirs til klæðn- ingar). Þá merkið þið á lengri spýtuna 16 cm frá enda (A) og 20 cm þar frá (B) og gerið þar göt á pappírinn og dragið band í gegn og hnýtið vel um langásinn við A og B þannig, að lyllkja bandsins sé utan á klæðningunni, þegar þetta band hefur verið fest, þá á það að vera u. þ. b. 23 cm en drátt- arsnúran er hnýtt í það á C, 5 cm frá A og 18 cm frá B. Gott er að ganga þannig frá þessum hnút að færa megi dráttarsnúruna til og breyta þannig flugeiginleikum drek- ans. á er komið að halanum (G), sem gegnir því þýðingar- mikla hlutverki að halda drek- anum í jafnvægi, hann þarf að vera a. m. k. 2 m langur og alsettur slaufum (F). Þær geta verið úr kraftpappír, 7x20 cm, og klipptur oddur á endana, siðan eru gerð nokkur brot langsum um miðju og þær síð- an hnýttar í halann með ca. 12—14 cn*millibili. Gott er að hafa u. þ. b. 20 slaufur á hal- anum. Nú er drekinn tilbúinn og ef hann er rétt gerður á að vera nóg að halda honum upp í vindinn til þess að hann lyfti sér, ef góð gola er fyrir hendi. Þá má skreyta drekann með þvi að mála á pappírinn mynd- ir eða mynztur og mála slauf- urnar ýmsum litum. Ef drek- inn flýgur ekki nógu vel þá getið þið lengt eða stytt hal- ann eða fært festinguna C til og þannig náð góðu flugi. — Gætið þess að allt efni í drek- anum sé sem allra léttast og að böndin séu grönn en sterk og sérstaklega þarf að vera gott band milli A og B. að eru til margar gerðii flugdreka og þegar þið hafið búið til einn, þá getið þið gert tilraun með aðra gerð og byggt þar á reynslu ykkar af þeim fyrsta. Eitt verðið þið að muna, flugdreka á að nota á bersvæði en ekki inni í þétt- býli, því dreki, sem missir flugið skyndilega og fellur niður, getur valdið tjóni eða jafnvel slysi. Haukur Sigtryggsson HVERFISP JÖLD I DAG, þegar allstaðar blasa við augum fjölbreytt og fullkomin leikföng, er gaman að rifja upp hvernig leikföng við áttum, sem vorum börn fyrir 20—30 ár- um. Sumt voru skemmtileg, tilbúin leikföng, en mörg voru heimagerð en veittu okkur engu að síður margar ánæg j ustundir. Hverfispjaldið um og þá var hverfispjaldið tilbúið og fórum út og veltum því á stað, en vindurinn blés á þríhyrningana eins og segl og hverfispjaldið snerist og snerist, valt eftir götunni og náði oft slíkum hraða að við gátum ekki fylgt því eftir. Stundum efndum við til keppni um það hvaða spjald skoppaði harðast eða lengst. Það jók oft tvísýni keppninnar að til voru fleiri gerðir af þess- um spjöldum, t. d. voru stund- um gerðir þrír hringir á spjald- ið, í stað tveggja, og var þá skorið úr miðju spjaldsins, en þríhyrningarnir urðu þá fleiri og Smærri. Þið ættuð að reyna að búa þetta einfalda leikfang til fyr- ir ykkur sjálf eða systkini ykk- ar og kannski finnið þið sjálf upp nýja og betri gerð en þá sem við þekktum. H.S. Eitt af þessum leikföngum var „Hverfispjaldið". Það var stíft hringlaga pappaspjald, oftast um 20 cm í þvermál, sem við lékum okkur að þegar hvasst var úti. Það var mjög auðvelt að búa það til. Við fengum stíft pappaspjald og drógum tvo sammiðja hringi á það með sirkli (ef sirkill var ekki til, þá notuðum við diska, skálar eða dósir til að marka hringinn eftir), þann ytri t. d. 18 cm og þann innri t. d. 12 cm. Síðan skiptum við innri hringnum í sex jafna hluta (við notuðum sirkilinn til þess og höfðum sömu stillingu og þegar við gerðum hringinn og merktum þannig á hringinn), drógum síðan beinar línur milli þessara punkta, yfir miðju hringsins og myndast þá í innri hringnum sex jafn- hliða þríhyrningar (1.—6.) Nú skárum við raufir í spjaldið eftir beinu línunum og brutum um strikalínurnar, þannig að þríhyrningarnir no. 1, 3 og 5 voru brotnir til annarrar hlið- arinnar, en no. 2, 4 og 6 til hinnar, þannig að þeir mynd- uðu 90° horn (vinkilhorn). Við sjálft spjaldið, að lokum, klipptum við eftir ytri hringn- 21. tðlublað 1962 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.