Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.1962, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.1962, Blaðsíða 2
F'ngum núlifandi manna á hið unga, endurfædda ísraels- riki meira að þakka en núverandi forsaetisráðherra sínum. Þó að ára- fjöldinn, sem hann á að baki, sé orðinn 76, er hann enn starfandi í fullu fjöri, og telcst nú í fyrsta skipti ferð á hendur í Norðurveg, til þess að kynna þjóð sína norræn- um þjóðum á þeim slóðum, sem frá Miðjarðarhafsbotni munu vera taldar „yzti hjari veraldar“. Því að ríki hans, ísrael, leitar sambands og samvinnp. við allar þjóðir, hvar sem er á hnettinum, enda er það ekki óeðlilegt. Hið nýja Ísraelsríki er byggt trúbræðrum og frændum, sem lifað hafa í fjarlægum löndum um alda- og áratugi, þegar spurt er um ættina, en horfið heim til hins nýja ríkis, sem komst á stofn eftir heimsstyrjöldina síðari. Telst svo til, að núverandi íbúar ísraels séu komnir frá nálægt 80 þjóðlöndum. Maðurinn sem starfað hefur að endur- reisn ísraels í meira en hálfa öld, er sá sami sem nú er forsaetisráðherra þess. Hann kom til „fyrirheitna landsins", sem Biblían minnist svo oft á, árið 1906, en var þá 20 ára, því að hann faeddist í Gyðingabyggð í Póllandi og ólst þar upp. í Póllandi bjuggu þá milljónir Gyð- inga. Mr egar David Ben Gurion steig fæti á forna ættjörð sína í fyrsta skipti, fyrir 56 árum, hét þetta land Palestína og var undir síhrörnandi veldi Tyrkja- soldáns. Ben Gurion fór til Konstantín- ópel, sem fyrrum hét á íslenzku Mikli- garður en nú heitir Istanbul, til þess að ljúka laganáminu, sem hann hafði byrjað á í Póllandi. En þaðan lá leið hans vestur um haf, til Bandaríkjanna. Þar dvaldist hann lengi, hafði samvinnu við trúbræður sína og kynntist þeirri menningu, tækni og þjóðfélagshugsun, sem þar ríkti. Þegar leið á fyrri heims- styrjöldina hafði Balfour lávarður gefið fyrirheit um, að Palestína skyldi fá fullt sjálfstæði og verða ríki Gyðinga á ný, og það gaf öllum sjálfstæðismönnum þeirra byr undir báða vængi. Árið 1018 Ihélt Ben Gurion austur um haf aftur, til þess að undirbúa framkvæmdir í sam bandi við loforð Balfours frá 1017. Og fór til ísraels. Hann varð aðalritari stéttasam- bands 1924, og frá 1930 alþýðusambands Gyðinga. En jafnframt tókst hann á hendur annað starf, sem varð ennþá af- drifaríkara. Hann varð formaður hreyf- ingarinnar „Jewish Agency“, hins víð- feðma félags Gyðinga í mörgum löndum foeims, sem segja má um, að hafi verið (burðarásinn í sjálfstæðisbyggingu ísra- els. Og síðan hefur hann unnið að fram- haldi þeirrar byggingar — hvíldarlaust og sleitulaust. David Ben Gurion er lítill maður vexti en þéttur á velli. Og saga hans sýnir, að hann muni vera þéttur í lund líka. Hann er svo tildurslaus í klæða- 'burði, að heima fyrir vill hann helzt iganga í kahkíbrókum og með skyrtuna opna í hálsinn — jafckalaus. Það mun hann hafa lært af landnemunum vestur í miðbyggðum Bandaríkjanna, enda mun hann gjarnan vilja láta landsmenn sína í ísrael muna, að þeir séu landnem- ar í sínu forna ættlandi, þar sem ísra- elsmenn hinir nýju eru nú að nema land og breyta sandauðn i samvinnubú, eða „kibutz“ svonefnd, þar sem einn vinnur fyrir alla og allir fyrir einn. I frístundum sínum bregður Ben Gurion sér suður í Negev-eyðimörkina, og vinn- ur þar að garð- og grasræktartilraunum. Árangurinn sem fengizt hefur af nýrækt í ísrael þennan rúma áratug, sem landið hefur verið til sem sjálfstætt ríki, er undraverður. En þess ber þá líka að geta, að Gyðingar erlendis hafa lagt fram stórfé til endurreisnar landsins og mannvirkjum sem miða að því, að breyta eyðimörk í gróðurlendi. n í eyðimörkinni er fleira við að stríða en náttúruöflin. Gyðingaþjóðin í ísrael á sífellt í höggi við granna sína í Arabaríkjunum allt í kring. Aröbum finnst, að með stofnum ísraels hafi ver- ið stolið frá sér sínu eigin landi, sem hafi verið í eigu þeirra allt frá því að Múhammeðssinnar lögðu Palestínu und- ir sig, og þeir neita því harðlega, að Gyðingar eigi nokkurn tilverurétt i Palestínu. Sambúðin við grannana er því eitt mestá vandamálið, sem ísraels- ríkið unga hefur við að stríða. Ben Gurion hefur ekki verið í önd- vegi allra stjórna síðan fsrael varð sjálf- stætt ríki fyrir 14 árum. Því að ísrael er lýðræðisland eins og vestrænu lönd- in, og flokkar ráða þar vali stjórna. í ísrael hefur fjöldi flokka sent menn á þingið, en sterkasti flokkurinn heitir Maipai, en sá næststerkasti heitir MAIpam. Maipai er talinn „sosialistisk- ur“ flokkur í ísrael, en samsvarar því, sem kallað er „frjálslyndir flokkar“ í Vestur-Evrópu. Þetta er flokkur Ben Gurion, en hann hefur hneigzt að sam- vinnu við flokkana til hægri við Maipai. Hann beið ósigur á þingi árið 1953 og sagði þá af sér, en Moshe Sharett tók við stjórninni. Skömmu síðar varð hann þó hervarnarráðherra og síðar hefur hann oftar en einu sinni haft „stóla- skipti“ við andstæðingana, sem viður- kenna hreinlega, að Ísraelsríki megi ekki án Ben Gurion vera. Hann gnæfir yfir alla hina. David Ben Gurion treystir því, að þjóðin, sem nú er að endurbyggja ísra- el, trúi á orð Gamla testamentisins, um að Ísraelsríki eigi að endurfæðast og lifa nýja blómaöld. Hann tekur oft þátt í umræðum á fundonn, sem boðaðir eru til þess að íhuga, hvort spádómar Gamla testamentisins muni rætast — eða hvernig þeir muni rætast. En hvað sem Biblíutrú hans líður, þá er trú hans á framtið Ísraelsríkis sterk og óbifanleg. Hann trúir því, að landið, sem undir tíu alda óstjórn múhameðstrúaðra Ar- aba varð eyðimörk, geti aftur orðið að frjósömu landi. Og hann vinnur að því með eigin hendi, — því að öll þau skipti, sem hann hefur verið settur af for- sætinu í ísrael hefur hann farið beina leið suður í Nigev-sandana til þess að rækta land. Þróunin, sem orðið hefur í ísrael á undanförnu sjálfstæðistímabili er undra verð. íbúafjöldinn hefur þrefaldazt, og allt bendir til, að hin nýja þjóð í gamla landinu geti átt góða daga framundan. Aðeins eitt skyggir á: Missættið við grannana. En það er haft eftir Ben Gurion, að ef ísrael tekst að ná vináttu allra þjóða, sem fjær liggja, muni þeir vonandi ná vinfengi þeirra næstu — Arabaþjóðanna. t JL sumar gerir David Ben Gurion sér ferð til norðurstranda Atlantshafs- ins í þeim erindum, að æskja vináttu við þjóðirnar þar. Þeim erindum hefur verið vel tekið í þeim norðurlöndum, sem þessi ágæti gestur hefur þegar heim sótt, og væntanlega verður þeim líka vel tekið hér á landi. Yesturlandablöðin hafa stundum talað um Ben Gurion sem „Moses tuttugustu aldarinnar". Móses gamli, sá sem upp- haf Gamla testamentisins er kennt við, stjórnaði heimförinni frá Egypto — yfir Rauðahafið. En það er stærri hóp- ur, sem David Ben Gurion forsætisráð- herra ísraels hefur stjórnað heimleiðis á undanförnum áratugum. Skúli Skúlason. B R I D G E SPILIÐ, sem hér fer á eftir, var spilað á bridgemóti í Englandi nýlega og er mjög lærdómsríkt, bæði hvað snertir úrspil og vörn. Sagnir gengu þannig: Vestur Norður Austur Súður pass 1 V pass 1 A pass 3 A pass 4 A pass pass pass A Á 7 5 2 V ÁK542 ♦ 4 * 93 4 A G10 8 3 ¥ 108 6 3 ¥ G ♦ ÁKG 10 ♦ 9 7 5 3 * D 8 5 2 4> Á G 7 6 A KD96 ¥ D 9 + D 8 6 2 * K10 4 Suður var sagnhafi í 4 spöðum og vestur lét út tígulkóng og fékk þann slag. Næst lét vestur út laufa 2, sem austur drap með ás. Austur lét þvínæst út laufa 6 og sagnhafi drap með kóngi. Nú tók sagnhafi spaðakóng og lét síðan út spaða 6, en þá kom í ljós að vestur átti aðeins einn spaða. Drepið var í borði með spaðaás og nú lét sagnhafi út hjarta 2 úr borði og drap heima með drottningu og lét aftur út hjarta og drap í borði með kóngi, en austur trompaði. Austur lét nú út tigul og sagnhafi varð að trompa í borði. Þýddi það, að hann gat ekki gert hjartalitinn góðan og komizt inn í borðið aftur. Varð því spilið 2 niður. Varnarspilararnir gera í byrjun þá skyssu, að eyða ekki trompum úr borði. Þegar austur komst inn á laufaás, þá átti hann að láta út tigul og þvinga þannig sagnhafa til að eyða trompi úr borði. Eftir það getur sagnhafi ekki unnið spilið, því hjartaliturinn nýtist ekki. Sagnhafi getur á auðveldan hátt unnið spilið, eftir að hann hefur fengið á laufakóng í þriðja slag. Hann á að taka spaðakóng og spila síðan hjarta svisvar. Ef andstæðingarnir fylgja báð- ir lit þá getur hann haldið áfram með trompið. Eins og spilið er, þá trompar austur hjarta í annað sinn, en þá skipt- ir ekki máli þótt hann eyði trompi úr borði með því að láta út tigul, því sagn- hafi getur alltaf gert hjartað gott og síðan tekið trompin af austur og fær alltaf 10 slagi. Utgelandi: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigíús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráö Jónsson. Auglýsingar: Árni Garöar Kristinsson. Ritstjórn: AðalstræU 6. Slmi 22480. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. tölublað 1962

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.