Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.1962, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.1962, Blaðsíða 10
-------- S2MAVIÐTALIÐ _________ Nú vantar okkur hjónagarð — 16482. — Kol og Salt! — Ha? — Kol og Salt! — Þó það hefði verið salt og pipar, þá væri það líka vit- laust númer. Ég ætlaði að hringja út á Stúdentagarð. Af- sakið þetta var vitlaust núm- er. — Núhh. ★ — 16482. — Matardeild, góðan dag- inn. — Já, er það í Matardeild- inni? — Já. Hver er uppáhaldsmaiur eiginmannsins SPURNINCrUNNI svarar í dag f-rú Jórunn Thorlacius, eiginkona Sigtryggs Guð- mundssonar, sem er lands- kunnur langferðabílstjóri Norðurleiðar. Hún segir: — Það er afar einfalt að svara því hvað sé eftirlætis- matur bónda míns. Honum þykir nefnilega langbeztur alls kyns ramm íslenzkur þorramatur, — og að auki finnst honum villifuglaegg mjög gómsæt. Hann á til með að sjóða sér allt að 4 andaregg er hann kemur úr langferðum og etur þau með beztu lyst. En hans aðaleftirlæti er einn sérstakur réttur, en ekki er ég viss um að hann falli öðrum eins vel í geð, en það er saltað hrossakjöt, og það endilega og helzt af gömlu, — þá er það bragð- meira, segir hann. — Með hrossinu vill hann hafa ann- að hvort „stúfaðar" kartöfl- ur eða hvítkálsjafning. Þá finnst honum einnig mjög ljúffengur humar með kokk- teilsósu, sítrónum og tómöt- um. En að sjálfsögðu fær hann það ek-ki á hverjum degi. — Er ekki allt gott að frétta? — Hva .... ha? — Ég spurði hvort þið ættuð ekki plysur? — Pylsur? Jú, jú! — Takk fyrir. — Já. ★ — 16482. — Halló. — Er þetta kannski á Landa koti? — Nei, þér hafið fengið vit- laust númer, þetta er á Garði! — Halló, halló, nei, nei — þetta er rétt númer. Ég ætlaði nefnilega að hringja á Garð! — En hvað? — Ekkert. — Jæja. — Hvaða símanúmer hafið þið annars á Garði? — Ha? Voruð þér ekki að hringja hingað? — Jú, mig vantar bara að vita númerið. — I hvaða númer hringduð þér? — Ég hringdi í 16482 og fékk Kol og Salt. Svo hringdi ég aftur í sama númer og fékk Matardeild. Ég reyndi í þriðja sinn og bjóst við að fá Landa- kot eða Slippinn. Hvaða núm- er er þetta? — Þetta er 16482. —• Sei, sei. —• Him .... — Já, ég var næstum búinn að gleyma því. Ég ætlaði að panta herbergi fyrir kunningja minn sem kemur að norðan í dag og hann vill .... — Já, en þér .... — Já, hann kemur í kvöld, með kvöldvélinni, og .... — Þér eruð .... — Já, ég er með pöntun, eitt herbergi, eina nótt. Hvað kost- ar það? — 130 krónur. — Nei, verra gæti það ver- ið. Hefur þetta annars gengið sæmilega í sumar? — Jú, alltaf fullt. — Þetta er á Morgunblað- inu. Hvaða herramann tala ég við? — Hörð Sigurgestsson. — Nú, sjálfan hótelstjórann? —■ Passar. — Það er Stúdentaráð sem rekur Garðana? — Já, Stúdentaráð Ieig-ir Garðana af Garðsstjórn, hefur gert það í þrjú ár. —• Og gengið vel? — Já, gengið vel. — Og hvað gerið þið við gróðann? — Notaður til “endurbóta á Görðunum. —■ Húsgögn? — Já — og íleira. — Hvað helzt? — Við erum til dæmis ný- búnir að endurbæta salernin, fjölga þeim. — Biðraðir eru þá úr sög- unni hjá ykkur? — Já, já. — Ferðafólkið getur þá ver- ið ánægt? — Já, ég held, að flestir séu þaö. — Yfir hverju kvarta menn helzt? — Ja, veðrinu, til dæmis. — Annars gera flestir útlending- ar sér grein fyrir því áður en þeir leggja upp í ferðalagið, að þeir eru ekki á leið til Florida. — Nú, þeir gera það, já? — Hvaðan koma þeir, flestir? — Þetta eru mest Skandinav ar, Bretar og Þjóðverjar — og straumurinn hefur aldrei verið meiri en í sumar. — Og heldurðu að hann aukist? — Ég held varla að hann geti aukizt miklu meira nema að við fáum aukið hótelrými. Þörfin er nú mest úti á landi, fleiri hótel vantar til dæmis á Snæfellsnesi. Við Mývatn er líka allt upp pantað löngu fyr- irfram. I Vestmannaeyjum vantar hótel. Þannig mætti lengi telja áfram. — f viðtölum við blöðin segja allir útlendingar allt það bezta um land og þjóð. En hvað segja þeir á hótelinu. — Nú, eins og ég sagði, þeir kvarta yfir veðrinu, þó nokkr- ir. Oft veldur það erfiðleikum, að fáir leigubílstjórar tala er- lent tungumál. Einn Dani sagð ist vera búinn að fara í 14 leigubíla, en aldrei h-itt á bíl- stjóra sem skildi dönsku eða ensku. Mér finnst, að þeir bíl- stjórar, sem tala erlend mál, ættu að merkja bíla sína á við- eigandi hátt og þeir ættu að fá aukaþóknun fyrir málakunn- áttuna. — Hvernig gengur annars samvinna milli þeirra aðila, sem standa að ferðamálum hér? — Hún mætti vera meiri og betri. Ég held að okkur vanti heildarsamvinnu. Án þess að ég vilji móðga Ferðaskrifstofu ríkisins né vanmeta það, sem hún hefur gert, þá held ég að hún sé einmitt aðilinn, sem innleiða á þessa samvinnu og stjórna henni. Skipuleggja sam eiginleg átök í auglýsingum og öðru slíku undir stjórn ferða- málaráðs. Ferðaskrifstofan hef ur hins vegar einkarétt á mót- töku erlendra ferðamanna, einkarétt, sem aðeins þekkist í Austur-Evrópu, á íslandi og e.t.v. Kúbu, og skrifstofan er önnum kafin í þeim verkum. Vitanlega á að gefa ferða- mannamóttöku frjálsa, en samt stig af stigi. Við þurfum að- lögunartímabil. Og það er ferða skrifstofan, sem síðan á að veita aðhald og sjá um að ferðafólk hljóti þá þjónustu, sem auglýst hefur verið. — Já, einmitt það. Verður það ekki í lagi með herbergið, sem ég var að panta? — Andaðu rólega. Aðeins eitt atriði til viðbótar. Við höfum fundið lausn á hótel- vandanum hér. f fyrsta lagi vantar okkur nýjan stúdenta- garð, okkur vantar hjónagarð, sem uppfyllir nútímakröfur. í öðru lagi vantar hér stórt og gott hótel — og kemur til með að vanta enn fleiri í framtíð- inni. En reynslan af Görðun- um hefur sýnt og sannað, að þeir eru heppilegir til hótel- reksturs að sumrinu. Hjóna- garður yrði því fyrirtaks hótel að sumrinu — og þar með slegnar tvær flugur í einu höggi. Hvað segirðu um það? — Ég er að byggja. Ert þú giftur? — Nei. — Nú, þá skil ég. Auðvitað byggja hjónagarð. — Við höfum góðar fyrir- myndir í Osló og Kaupmanna- höfn, þar eru myndarlegir hjónagarðar ...... — Jæja, þá er þetta í lagi með herbergið? — Nei, pantanir eru teknar niður í öðrum síma. — Ha? — Það eru aðrir, sem taka við pöntunum, í síma 15Ð18. — Fari það í........ ★ — 15918. — Kol og Salt. — Já, vilduð þér ekki senda þrjá kolapoka út á Gamla stúdentagarðinn. Það er fyrir Hörð Sigurgestsson, hótel- stjóra. Hann tekur við þeim í skrifstofunni. — Sjálfsagt, strax í dag. — Takk fyrir — Ekkert að þakka. — Ég fann gamla múffu á sorphaugnum! 21. tölublað 1963 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.