Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.1962, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.1962, Blaðsíða 11
Hann liafði engan móðgað - KJARVAL Framh. af bls. 1. minnti á sumar annaS en grænt gras og stillan á sundunum. Lóurnar hópuðu sig á túnum og engjum. Vötn og ár gár- uð í síðdegiskulinu. „Ef nú hefði verið sólskin", sagði meistarinn, „gæti ég sýnt þér sígillum Esjunnar. Það er alveg furðulegt. Ég sagði bónda nokkr- um frá því um daginn“. „Hvaða bónda?“ spurði ég. „Gljúfrasteinsbónd- anum. Þú mundir kynnast mér vel ef þú sæir sígillum Esjunnar". Ég spurði hvað það væri. „Ég get ekki sagt þér það nema fjallsbrúnirnar séu hreinar. Sígillum ó fjallaþyrpingunni. Heyrirðu hvað það hljómar miklu betur en signet? Ég hef tekið eftir því að latínan getur hljómað hreint og íslenzkt. Sum latnesk orð eru íslenzkari en þau íslenzku“. „Finnst þér ekki Esjan hafa grænkað?“ spurði ég. „Er það ekki vegna þess við erum hætt að sjá hana í blámanum? Maður sér hana í gegnum blámann eða efnislitina og er orðinn vanur henni grænni á sumrin. En var hún það elcki líka löngu áður en við tókum eftir því? En brúnirnar eru ekki nógu hrein- ar í dag, vantar sólsltin. Stundum geng- ur hringurinn út í skriðu og formar sig ákveðið og fallega með fígúrur ínnan í. Þetta eru vættirnar, jötnarnir kunna sína hluti. Ég á óupptekið bréf írá borgarlækni, en þori ekki að rífa það upp, því hann er svo stór inteligens. Maður býr sér til óttans form til að glata engu úr æsku sinni. Við erum alin upp í ótta og virðingu fyrir að hika og stinga við fæti og ýta annarri öxl- inni viðkunnanlega upp á við. Það er okkar uppeldi. Það er ballett í þessu“. Ég tók upp úr pússi mínu ljóðakver sem meistarinn hafði gefið mér, þegar við lögðum af stað út í ævintýrið, og spurði hvort hann vildi lesa fyrir mig. Ég opnaði bókina: Ljóðabrot, stóð á kápunni, en á titilsíðuna hafði hann skrifað „poet del fact monseiur amico“. Ég blaðaði í bókinni og hlustaði á meist- arann með öðru eyranu. Niðurstaðan var heldur einkennilegt ljóð, nokkrar setningar komust óbrenglaðar alla leið inn í skilningarvitin, „Tómas sagði við mig: „Nú verð ég að fara að skrifa um þig“. „Nei góði gerðu það ekki, þetta er mitt sport“, sagði ég. „Ef þú skrifar um mig í borgaralegum félagsskap, verð ég feiminn. Þá verð ég enn þá meiri útlagi en ég hef orðið að sætta mig við að vera.... Þá verð ég eins og Hallur fimmell, tannlæknir. Ég ætl- aði að skrifa um hann á einu afmælinu og setja mynd af honum í blaðið en, „Ef þú gerir það“, sagði hann“, skal ég berja þig“. Og ég vil ekki láta berja mig“. „Þarna er Mosfell" benti ég, „og þarna geymdi Egill silfrið“. „Á ég að lesa fyrir þig ljóð?“ „Já“, sagði ég, „gott að fá inspírasjón". „Varaðu þig á því“, sagði hann. „Bæjarfélagið þolir ekki meiri inspírasjón og hinir blaða- mennirnir geta farið að taka þetta eftir þér, og þá er ómögulegt að vita hvernig fer. Nei, farðu gætilega með þína in- spírasjón. Skáldskapurinn þarf á henni allri að halda. En það er langt að Gljúfrasteini, get ég sagt þér“. Svo tók hann bókina, opnaði hana á ný og las: „Að yrkja er manna sem reyndu að sanna Að til væri heimur orðsins listar Þar sem löngun og þrá urðu ei vonsvikinn vakningavefur Þar sem von og trú frá sköpunarbyrjun áttu hæli fyrir hvern þann sem áframhald gefur f lífsins skóla. í miðjum lestri skaut hann inn í að Ijóðið héti Andrúmsloft. Ég opnaði gluggann. Orð meistarans flugu út úr bílnum eins og hvítir fuglar og ein- hvern veginn fannst mér allt í einu vera sunnudagur í Mosfellsdal. Landið grænna og grænkan teygði sig hærra upp eftir hlíðunum en áður. Andrúms- loft í sparifötum og niður lands í vængjatökum hrafns og spóa. Grænt land undir fangelsisgráum himni, eins og tómat í gróðurhúsi. Og ómur af ljóði meistarans: Með sól og tungl / í trúnaðarstöðu. Að "itja í þessum bíl var eins og fara í gufubað, svitna, soðna, hreinsast fá nýtt b'ióð, nýja hugsun, nýja sál og ganga út í sólskinið og þurrka sér á hvítu hand- kiæði og verða aldrei samur maður og heita því jafnvel að fara í bað aftur. Upp ur þessum hugleiðingum hrökk ég allt í einu við eftirfarandi athugasemd meistarans, „Eitt ætla ég að biðja þig að taka íyrir, það er Appollo í Borgartúni. Að láta hann ekki sitja nakinn í nepju og moldarryki allan veturinn, en fara með iiann upp í Listasafn eða láta hann vera inni í sal þar sem er listmenning, eins og í Háskólanum Þetta, að hafa hann í moldarrykinu í Borgartúni, er tákn tilfinningaleysis á öllum sviðum, eða mundu þessir menn vilja sitja úti í gaddveðri heilan vetur? Nei, þetta er bara gert til að loka fyrir allt ofnæmi, fyrir fegurð og sannsögli í borgaralegum íélagsskap. Það cndar auðvitað með vöntun tilfinningalegrar sannsögli. Þið hafið nóg efni til -ið rkrifa um og þurfið ekki að rífast um pólitík. Borgin er yfir- full af alls konar hlutum öðrum og miklu skemmtilegri. Annars er það ekki póli- tík, sem þeir kalla því nafni; eða er það póJitík að skamma hund, sem bítur í róf- una á sér og dansai eftir munnhörpu?“ BíJlinn stefndi nú á hús Nobelskáldsins og við iórum yfir brúna á Gljúfurá. Dag- urinn tekinn að eldast og Esja þakti barm sinn hvítum skýjum, moldgræn og nálæg, eins og ung kona sveipuð handklæði. Meistarinn ætlaði enn einu sinni að sýna méi sigillum, en það var ckki þar, svo hanh sneri sér aftur að hinum hversdagslegri hlutum. „Það er enginn afsökun að segja að Appollo hafi verið keyptur hjá skransala úti í ein- hverju landi, sem fékk hann frá öðrum skransala. Eigum við ekki stærri metn- að en svo að við þurfum að vera að kópí- era þessa skransölu? Heldurðu ekki að Grikkinn vinni enn í okkur, sem nú lifum og hafi áhrif á listina?“ Og enn leit nann í „Ljóðagriótið" og las nokkr- ?.r línur. Spursmálið er á að leyfa óllum að yrkja Er nógu víðtækur skólinn Hvar og í hvaða bekk er mest þörf fyrir hrekk Það var eins og hann yrði dapur, þegar hann bætti við, „að mannlífið væri ó- skaplega hrjúft. Við eigum víst ekki að vera neinir kelturakkar", sagði hann. „En það er víst ekki hægt að komast hjá Framh. á bls. 12 21. tölublað 1962 LESBÓK IvIORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.